Morgunblaðið - 05.01.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.01.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 15 því verið mjög fámennir. Ekki lágu fyrir upplýsingar hve fámennir þeir voru. Er þó mikið fé í húfi þegar hver nemandi kostar 580 þúsund krónur á ári samkvæmt núverandi áætlun. Ef fækka hefði mátt hópum niður í 600, hefði það sparað 30 milljónir, því að kennsla hvers hóps kostar um eina milljón á ári. Tveir gamalgrónir skólar í Reykjavík hafa verið faldir Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti til fjarstýringar, enda vel séð fyrir mannafla til stjórnunar, 9 manns í fullu starfi t.il þeirra hluta á heimavígstöðvum einum. Þegar nemandi hefur valið milli hinna fjölmörgu sviða, brauta og kjörgreina — sem hann hefur engin skilyrði að gera af neinu viti — spýtir tölva honum í hendur stundaskrá. Ég hef séð stundaskrá eins nemanda með 36 vikustund- um. Tvo daga sækir hann 11 kennslustundir, 9 tíma í striklotu síðan einnar stundar hlé, þá 2 stundir samfelldar. Hann er því 12 stundir í skóla hvorn dag. Tvo daga sækir hann 6 tíma hvorn dag, bútað niður í þrjár tveggja tíma lotur með tvisvar sinnum tveggja tíma hléum. Ekki falla hlé saman við venjulegan matmáls- tíma þótt heim kæmist. Þessa daga er nemandi bundinn í tíú tíma í skóla. Fimmta dag sækir nemandi tvo tíma samliggjandi síðdegis. í Danmörku varðar við lög að ætla nemendum meira en 8 tíma skólasetu dag hvern. Nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti er stórlega misþyrmt með úr hófi fram langri skólasetu einstaka daga, gæti riðið heilsu þeirra að fullu. Væru nemendur ári yngri kynni að koma til kasta barnaverndarráðs. Auðvitað nýt- ist kennsla þeim ekki eins og ef jafnara væri skipt milli daga. Stjórnun hans og kennsla í honum er úr hófi fram mannfrek. Al- mennur framhaldsskóli í Reykjavík á meðal annars að búa nemendur undir nám í hinum ýmsu sérskólum í borginni og láta þá um sérnám. Hann getur aldrei keppt við þá svo nokkurt vit verði í nema um skattpeninga borgar- anna. Þar virðist Fjölbrautaskól- inn í Breiðholti hafa vinninginn. Almennir skólar sérskólar Árið 1907 gengu fyrstu fræðslu- lög í gildi og skólaskylda innleidd frá tíu til fjórtán ára. Þrátt fyrir að almenningur hefði engrar skól- agöngu notið var hann læs og skrifandi á íslenskt mál og kunni undirstöðu í almennum reikningi. Prestar prófuðu það fyrir ferm- ingu. Ef á þótti skorta fékk viðkomandi ekki framgang, varð að sýna hæfni sína næsta ár. Ef allt um þraut var hægt að leita undanþágu hjá biskupi. ísak fermdist upp á sauðamennsku, reyndist og besti fjármaður langa ævi. Með þetta nám að baki hófu iðnnemar skólagöngu í Iðnskólan- um í Reykjavík árið 1904. Fræðibækur voru engar á íslensku í iðngreinum og við litla innlenda reynslu að styðjast. Það var því sjálfgert að hefja grunn- nám í erlendum málum og raun- greinum. Nám þetta stunduðu nemendur að kvöldi eftir langan og strangan vinnudag. Árið 1909 var Vífilstaðahæli reist. Sækja varð rörlagningamann til Dan- merkur, enginn heimamanna kunni til þeirra verka. Svo vel tókst til um iðnfræðslu að áratug seinna gátu heimamenn innt af höndum hin vandasömustu störf við smíði háhýsa, sem enn standa, og byggingu brúa, enda hafði enginn aukvisi lagt grundvöll iðn- fræðslu á íslandi. Jón Þorláksson var fyrsti skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík, kenndi í honum og skrifaði íslenskar fræðibækur fyrir nemendur. Nú er skólaskylda frá 6 eða 7 ára til 16 ára aldurs. Nemendur hafa lært ensku og dönsku árum saman. Síðan sækir obbinn fram- haldsskóla. Engu að síður haga sérskólar sér líkt og skólaleysi almennings sé það sama og í upphafi þessarar aldar, eru að bjástra við sömu undirstöðuatriði og nemendur hafa verið að fást við síðastliðin fimm til sex ár. Mér er í huga atvik frá liðnu sumri. Ég og kona, sem ég hafði kennt í Verslunarskóla Islands rétt fyrir stríð, lentum saman í þriggja daga öræfaferð. Þótt fund- um okkar hefði ekki borið saman um fjögurra áratuga skeið, könn- uðumst við hvort við annað og áttum tal saman. Hún hafði unnið á skrifstofu skamma hríð eftir próf, gifst, eignast börn, hætti að vinna úti, en hélt heimili fyrir mann, börn og aldurhniginn tengdaföður. Hún hafði þó gripið í að aðstoða mann sinn en hann er endurskoðari. Nú var gamli maðurinn látinn hartnær tíræður og börnin flogin úr hreiðrinu. Þau hjónin höfðu skipt um íbúð, fengið minni sem betur hæfði tveimur en sex manna íbúð þeirra fyrri. Umsvif hennar minnkuðu svo mjög að hún sótti um hálfsdags- starf hjá pósti. Starfið stóð henni til boða, en hún yrði að sækja póstmannaskóla í nokkrar vikur. Ekki stoðaði að sýna sitt gamla verslunarskólapróf, starfsreynsla hennar í skrifstofustörfum varð henni ekki að haldi. Hún settist á skólabekk, tók að læra um danska greina, óákveðinn og ákveðinn lausa og fasta rétt eins og í æsku sem hún aukreitis hafði í þrígang aðstoðað börn sín við eitt á fætur öðru. Hún lauk prófi og var nú í starfi. Hún taldi að hún hefði haft gagn af nokkurra stunda nám- skeiði til glöggvunar á hinum ýmsu eyðublöðum sem póstmenn þurfa að handfjatla. Þetta sam- bandsleysi milli skólakerfa er með öllu óþolandi og verður að kveða niður. í Reykjavík er tveggja kosta völ um framhaldsnám: færa sérnám inn í framhaldsskóla borgarinnar eða kenna í þeim grundvallarnám sem sérskólar byggðu sitt nám svo á. Ég hef sýnt fram á a.ð tilraunin í Breiðholti lofar ekki góðu, en sjálfsagt yrði því ekki unað til langframa að Breiðholt hefði sér- stöðu, yrði fyrri kostur valinn. Breiðholt er og verður til lang- frama útjaðar byggðar í Reykjavík. Því veldur landslag þar. Haldi sérskólar velli verða þeir að byggja á þeim grunni sem fyrri skólar hafa lagt. Að sjálf- sögðu munu ýmsir sérskólar þurfa á nokkru bóknámi að halda á sínum sérsviðum én í miklu minni mæli en nú. Óþarft virðist vera að læra um danska greina í þeim hafi þeim verið gerð skil í fyrri skólum. Námsflokkar Reykjavíkur mæta með mikilli prýði þörfum þeirra sem ekki hafa sótt framhaldsskóla en þurfa að auka menntun sína. Gerist það hávaðalaust og skrum- laust. Lokaorð Þjóðinni er þörf dáðmikillar forystu í fræðslumálum. Fráfar- andi menntamálaráðherra Ragnar Arnalds var líklegur til góðra starfa, hafði óvenju góða menntun að baki svo og starfsreynslu. Að stúdentsprófi loknu stundaði hann húmaniskt nám við erlenda há- skóla, lauk svo mjög háu lögfræði- prófi, hafði þó stundað erilsama kennslu ásamt námi, hvarf ekki að arðsamri húsasölu eins og margir kollegar hans, hélt kennslu áfram og gerðist skólastjóri úti á landi. Þrátt fyrir smávegis Grinda- víkurslys — sem óþarflega var blásið út í fjölmiðlum — var ýmsra þarfra hluta að vænta frá hans hendi, reyndist þó óþarflega linur við smákónga kerfisins. I Reykjavík eru fjórir grunnskólar á sama svæði vannýttir vegna búferlaflutninga, svo að til orða kom að gera þann elsta, Austur- bæjarskóla, að ráðhúsi og hætta kennslu í honum. Æfingaskóli Kennaraskóla íslands er einn þessara skóla. Kennaraskólinn er á hrakhólum um húsnæði, enda vart nema anddyri hans risið af grunni. Menntamálaráðherra fékk þá snjöllu hugdettu að færa Æf- ingarskólann um set í hinn hálf- tóma Austurbæjarskóla og leysa vandkvæði Kennaraskólans með húsi hins. Snorri Sturluson mælti: Eigi skal höggva, var þó höggvinn. Skólastjóri Æfingaskólans og liðs- oddar hans æptu: Eigi skal spara. Hann hafði sitt fram, sat sem fastast. En það er á fleiri sviðum sem aðhalds er þörf. Nefni ég þar efni í handavinnu sem nemendur fá nú sér að kostnaðarlausu og ekki skorið við nögl. Margir gera nytja- hluti, telpur hosur, drengir bóka- hillur. Skattpeningar þegnanna skipta þó hér ekki megin máli, heldur virðingarleysi nemenda fyrir verðmætum. Nýlegt dæmi úr nágrenni Reykjavíkur: Kennara óg nemendum datt í hug að snúa sér að skrautgripasmíði, innkaupastjóri var beðinn að kaupa nýsilfur. Hann taldi efni þetta allt of dýrt og neitaði. Innkaupastjóri lét þó í minni pokann þegar fyrirmæli bárust frá skólafulltrúa og keypti nýsilf- ur fyrir tugi þúsunda. Næst koma eðalsteinar og gull, en það kostar nú um 600 dollara hver únsa. Sálfræðingar er ný stétt, harð- snúin og fer sífellt stækkandi. Auðvitað verða þeir að fá starf við sitt hæfi. Það hvarflar að manni að þeirra eigin þörf fyrir starf hafi vegið þyngra en þörf skól- anna fyrir störf þeirra. Agamál skólanna geta engir aðrir en skólastjóri og kennarar leyst, enda oftast þannig vaxin að bregða verður við í skyndi, verða ekki leyst utan skóla. Sama máli gegnir um hjálparkennslu. Enginn annar en kennari er dómbær í þeim málum. Erum við ekki að falla í þá sömu gryfju og bandaríkjamenn voru dottnir í á sjötta áratugnum þegar hætt er að flokka nemendur eftir getu og ætla þeim misþungt nám? Árið 1957 vöknuðu bandaríkja- menn við vondan draum, rússar höfðu skotið þeim ref fyrir rass í geimvísindum. Rannsókn leiddi í ljós að bandaríkjamenn höfðu farið eins að, dregið toppana niður að meðalmennskunni. Á þessa hættu benti prófessor dr. Árnór Hannibalsson í prýðilegu útvarps- erindi á öndverðum vetri. Oft er þörf en nú er nauðsyn á styrkri yfirstjórn allra skólamála, hætta að láta tíunda hvern starfs- mann vera að stjórna hinum, bægja frá óþarfa aðskotadýrum sem verða kennurum að fótakefli, grysja þann frumskóg sem er á góðum vegi að kæfa skólakerfið. Þeim mun þéttara sem myrkviðið er þeim mun villugjarnara verður. Lengi lif ir í gömlum glæðum ÞAU óvæntu tíðindi bárust fyrir nokkru frá Minsk í Sov- étríkjunum að gamla kempan Efim Geller hefði orðið skák- meistari Sovétríkjanna á undan mörgum fræknum köppum, svo sem þeim Tal, Balashov, Rom- anishin. Tseshkovsky að ógleymdu undrabarninu Kasp- arov. Þess eru fá dæmi, ef nokkur, að maður á Gellers aldri hafi unnið sigur í þessari keppni, sem ávallt er fjölmenn og vel skipuð. E.t.v. þykir mörg- um sem aldur Gellers, 54 ár, sé ekki ýkja hár, en það er samt staðreynd að þegar komið er yfir fimmtugt er snerpan og úthaldið farin að dofna. Þetta er í annað skipti sem Geller vinnur þennan titil, i fyrra skiptið var það árið 1955, þannig að á milli hafa liðið 24 ár. Geri aðrir betur. Er ég var fyrir nokkru að blaða í gegnum skákir frá göml- um áskorendakeppnum rakst ég á skák sem vakti þegar athygli mína vegna hvassrar tafl- mennsku hvíta hershöfðingjans, sem var einmitt Gellet. Skákir frá Sovétmeistaramót- inu í Minsk verða því að bíða betri tíma, en skák þáttarins í dag er einmitt dæmigerð fyrir hinn nýbakaða Sovétmeistara, þegar hæfileikar hans og innsýn í hvassar stöður fá að njóta sín bezt. Að áliti margra er þetta bezta skák sem tefld hefur verið frá upphafi í áskorendakeppn- inni, en hún var tefld í einvígi í Moskvu árið 1965. hefði auðvitað verið svarað með 24. Db8+). 23. Bc2 - Hce7, 24. Hcfl! (Eftir 24. fxg6 — hxg6, 25. Bg5 hefði svartur að vísu verið þvingaður til þess að láta af hendi skiptamun vegna hótunar- innar Rf6+ en þessi leikur er miklu öflugri). Hxe4 afleiðingum að svartur verður mát. ★ Lausnirnar á skákþrautunum sem birtust um síðustu helgi eru eftir MARGEIR PÉTURSSON Hvítt: Efim Geller Svart: Vassily Smyslov Grúnfeldsvörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 — d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. e4 — Rxc3, 6. bxc3 — Bg7, 7. Bc4 — c5, 8. Re2 - 0-0, 9. 0-0 - Rc6, 10. Be3 - Dc7,11. Hcl - Hd8 (Þeir Fischer og Spassky hafa fengið þessa stöðu upp tvisvar sinnum. í fyrra skiptið í Santa Monica lék Spassky hér 12. Del og í það síðara 12. h3, á Ólympíu- mótinu í Siegen 1970, en Fischer tókst að jafna taflið í bæði skiptin. Spassky vann þó báðar skákirnar um síðir). 12. Í4 - e6,13. Khl - b6 (Öruggara var að leika hér 13. ... Ra5, 14. Bd3 — f5. Nú nær Geller frumkvæðinu með skemmtilegri peðsfórn). 14. f5! - Ra5. 15. Bd3 - exf5, 16. exf5 - Bb7, 17. Dd2 - Hfe8,18. Rg3 - Dc6,19. Hf2 - Had8 (19.... Hxe3, 20. Dxe3 — cxd4, 21. cxd4 — Bxd4 var freistandi, en eftir 22. Df4 — Dxcl+, 23. Dxcl — Bxf2, 24. Dh6 hótar hvítur f5-f6 óþyrmilega). 20. Bh6 - Bh8, 21. Df4 - Hd7, 22. Re4 - c4 (22. ... Hxe4 23. Bxe4 — Dxe4 J.C.N. Graafland 1916. Enn bjargar hvítur sér með því að tefla upp á patt. 1. Rb5! (Hótar Bd4+) Bxb5, 2. Bh6 - Kf6. 3. Bd2 - al-D, 4. Bc3+ - Dxc3. Patt. , 25. Íxg6! (Hugmyndin að- baki síðasta leik hvíts. Svartur er nú mát eftir 25. ... Hxf4, 26. gxh7 og sama verður uppi á teningnum eftir 25. ... Dxg6, 26. Dxf7+ — Dxf7, 27. Hxf7 og hótar máti bæði á h7 og f8) Í6, 26. Dg5! - Dd7, 27. Kgl! (Þessi ískaldi og yfirvegaði leikur er líklega flestum sá minnisstæðasti úr þessari frá- bæru skák. Eins og síðar kemur í ljós þurfti hvítur nauðsynlega að valda fyrstu reitaröðina). Bg7, 28. Hxf6 - Hg4 (Eða 28. ... Bxf6, 29. Dxf6 - hxg6, 30. Dxg6+ — Kh8, 31. Bg5 - H5e6, 32. Bf6+ - Hxf6, 33. Hxf6 o.s.frv.) 29. gxh7+ - Kh8, 30. Bxg7+ - Dxg7, 31. Dxg4! Svartur gafst upp, því að eftir 31. ... Dxg4, 32. Hf8+ verður h-peðið að drottningu með þeim Hér er um ákaflega einfalt, en skemmtilegt dæmi sem flestir hafa líklega áttað sig á. 1. d3 — Bxd3, 2. Rc4 - Bxc4, 3. Ka3! - bl-D4 - Hb5+ og nú er sama hvernig svartur drepur, hvítur er patt. Frumhlaup væri hins vegar 3. Hb5+ strax vegna 3. ... Bxb5+, 4. Ka3 - bl-H. A.S. Selesniev 1911 1. Rd5 - Bb7, 2. Í7 - Bxd5+, 3. Ke3 - dl-D, 4. f8-D Hér hafa e.t.v. einhverjir gefist upp, því að hvíta drottningin fellur. Én: 4. ... Del+, 5. Kf4 - Dfl+, 6. Ke5 — Dxf8 Patt. Dr. H. Neustadt, Prag Peðsendatöfl geta oft verið bráðsmellin. Eftir 1. d6! — cxd6. 2. Kd5 á svartur um tvær leiðir að velja: 1)2.... Kxb5, 3. c4+ — Ka5, 4. Kxd6 - b5. 5. c5 - bi, 6. c6 - b3, 7. c7 - b2. 8. c8-D - bl-D. 9. Dc3+ - Kb6, 10. Dc7+ — Kb5,11. Dc5 mát. 2) 2.... axb5, 3. Kxd6 — ka6, 4. Kc6 - Ka5, 5. Kb7 - bi. 6. cxb4+ - Kb5. 7. Kc7 - Kc4. 8. Kxb6 — Kb3, 9. Kc5 og hvítur vinnur eins og lesendur hafa vafalaust gengið úr skugga um sjálfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.