Morgunblaðið - 05.01.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 05.01.1980, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 18 fltofQpmtliIfKfeUÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Innrásin í Afghanistan Innrás Sovétríkjanna í nágrannaríki sitt Afghanistan er enn ein sönnun þess, að við framkvæmd á yfirráðastefnu si'nni hugsa Kremlverjar aðeins um þrönga hernaðarlega hagsmuni sína. I þeirra huga er sjálfstæði ríkja og forræði þjóða á eigin málum einskis virði í samanburði við öryggishagsmuni Sovétríkjanna. Fordæmingar ríkisstjórna víða um veröld á innrás Rauða hersins láta sovésku leiðtogarnir eins og vind um eyru þjóta og fara sínu hiklaust fram, þegar þeim hentar. Fram til þessa hafa Kremlverjar látið við það sitja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar að beita hervaldi sínu aðeins í þeim löndum, sem samkvæmt Brezhnev-kenning- unni búa við „takmarkað fullveldi“ þ.e. Varsjárbandalags- löndunum, Ungverjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu 1968. Með innrásinni í Afghanistan er Rauða hernum í fyrsta skipti beitt gegn þjóð, sem skipar sér í hóp þeirra ríkja, er telja sig utan bandalaga við risaveldin. Kremlverjar hafa fram til þessa beitt Kúbumönnum eða Víetnömum fyrir sig í stríðsaðgerðum gegn þessum þjóðum svo sem í Afríku og Suðaustur-Asíu. Nú dugar það ekki lengur heldur sækir sovéska valdið fram grímulaust. Ástæðurnar fyrir innrás- inni eru auðvitað tilbúnar fullyrðingar um að nágrannaríki Afghanistan eins og Iran, Pakistan og Kína hafi verið með áform um að leggja landið undir sig. Þegar herir Varsjárbandalagsins sóttu inn í Tékkóslóvakíu síðsumars 1968 var hermönnunum í innrásarliðinu talin trú um, að þeir kynnu að lenda í átökum við vestur-þýskan her, sem sótt hefði inn í Tékkóslóvakíu. Þá eins og nú var tilgangur hernaðaraðgerðanna einvörðungu sá að treysta sovésk yfirráð. Áróðursmaskínan í Moskvu veit, að hún getur ávallt vænst þess að eiga málsvara í hinum furðulegustu gervum á Vesturlöndum. Skýringar ritstjóra Tímans á innrásinni í Afghanistan eru staðfesting á þessu. Hann segir meðal annars í blaði sínu 3.'janúar: „Markmið þeirra (Sovétmanna) með íhlutuninni er vafalítið það að koma á friði og reglu í landinu og geta kvatt heri sína heim sem fyrst... Formlega er íhlutun Rússa þannig háttað, að ekki er hægt að saka þá um beina innrás.“ Hvenær hafa Kremlverjar kvatt heri sína heim frá nokkru landi, sem þeir hafa lagt undir sig? Þegar Hitler lagði alla Tékkóslóvakíu undir sig 1939, lögðu ýmsir sig fram um að skýra það hernám með „formlegum" hætti þannig, að ekki væri um innrás að ræða. Sagan er alltaf að endurtaka sig og einræðisöflin geta jafnan reitt sig á það, að í hópi lýðræðissinna finnast þeir, sem ekki trúa á illan hug þeirra og ósvífni. í Þjóðviljanum segir 3. janúar, að ekki sé alfarið unnt að kenna Sovétríkjunum um að tveimur forsetum Afghanistan úr röðum kommúnista hafi verið steypt af stóli síðan bylting var gerð í landinu í apríl 1978. Þjóðviljinn segir einnig: „Hins vegar er vart hægt að nefna þetta annað en hernaðarlega íhlutun Sovétríkjanna, vegna þess að þau hafa mikilla hagsmuna að gæta af friðsamlegri sambúð við Múhameðstrúarmenn, og Amin (forsetinn sem var myrtur nú í lok desember) stóð þar í vegi...“ Það er sem sé til að ná friði við Múhameðstrúarmenn, sem Rauða hernum er beitt gegn þeim í Afghanistan, ef marka má Þjóðviljann. Virðingarleysi Kremlverja gagnvart fullveldi nágranna- ríkja sinna hefur hvað eftir annað komið í ljós. Nú sækja þeir þar að auki fram á svæði, sem um langan aldur hefur verið púðurtunnan í alþjóðasamskiptum. Þeir ögra jafnt Múhameðstrúarmönnum, Kínverjum sem Vesturlöndum. Þá hlýtur hinn fjölmenni ríkjahópur, sem stendur utan bandalaga við risaveldin, að telja innrásina í Afghanistan hættulega viðvörun fyrir sig. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna búa menn sig undir að grípa til gagnráðstafana, en betur má ef duga skal. í skjóli slökunarstefnunnar og með friðsamlega sambúð sem yfirlýst markmið í samskiptum sínum við önnur ríki á alþjóðavett- vangi, ekki síst Vesturlönd, hafa Sovétmenn beitt bolabrögð- um í hverju landinu á fætur öðru. Innrásin í Afghanistan hlýtur að valda því að Vesturlönd að minnsta kosti taki öll samskipti sín við Sovétríkin til endurskoðunar. Þær hugmyndir, sem fram hafa komið um gagnráðstafanir, eru allar góðra gjalda verðar. Hins vegar skiptir mestu, hvernig framkvæmdinni verður háttað. Birgir ísl. Gunnarsson: Skattheimtan í sveitarfélögum vinstri ílokkanna Eftir því sem líður á þetta kjörtímabil sveitarstjórna verð- ur æ gleggri sá munur, sem er á stefnu og störfum vinstri manna annars vegar og sjálfstæð- ismanna hins vegar. Störf vinstri flokkanna í þeim sveitar- stjórnum, þar sem þeir hafa völdin, einkennast af mikilli skattheimtu. Reynt er að hrifsa til sín eins mikið fé og frekast er kostur með sköttum af borgur- unum og öll eyðsla er í hámarki. Mikill munur Þar sem sjálfstæðismenn hafa völdin gætir hófsemi í skatt- heimtu og aðhalds í rekstri og framkvæmdum. Þetta kemur glögglega fram nú, þegar hin ýmsu sveitarfélög eru að vinna að sínum fjárhagsáætlunum og taka ákvörðun um skattheimtu á þessu nýbyrjaða ári. Ef við athugum sveitarfélögin hér í nágrenninu, þá eru valda- hlutföll flokkanna þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hreinan meirihluta á Seltjarn- arnesi, í Mosfellssveit og í Garðabæ. í Hafnarfirði myndar Sjálfstæðisflokkurinn meiri- hluta með óháðum. Vinstri flokkarnir hafa meirihluta í Reykjavík og Kópavogi. Rétt er að kanna hvernig staðið verður að skattlagningu í þessum sveit- arfélögum á þessu ári. Þar sem sjálfstæðismenn ráða Á Seltjarnarnesi hafa sjálf- stæðismenn haft meirihluta lengi. Þar verður á þessu ári veittur 20% afsláttur af fast- eignagjaldsstiganum, þ.e. fast- eignaskattur af íbúðarhúsnæði verður 0,4% af fasteignamati í stað 0,5%; sem er hin almenna regla. Útsvör verða 10% af tekjum manna, þ.e. ekki notuð hin lögleyfða heimild að fullu, sem er 11%. í Mosfellssveit hafa sjálfstæð- ismenn haft meirihluta um langt skeið. Þar er útsvar 11%, en veittur er 25% afsláttur af fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis, þannig að innheimt verða 0,375% af fasteignamati íbúð- arhúsnæðis. í Garðabæ er veittur 20% afsláttur af fasteignaskatti, þ.e. innheimt er 0,4% af fasteigna- mati íbúðarhúsnæðis. I Garðabæ og Mosfellssveit er útsvarspró- sentan 11%. í Hafnarfirði, en þar er sam- vinna sjálfstæðismanna og óháðra, er veittur 10% afsláttur af fasteignaskatti íbúðarhús- næðis og innheimtuprósentan því 0,45. Utsvör eru 11%. I öllum ofangreindum sveit- arfélögum er innheimt 1% fast- eignaskattur af atvinnuhúsnæði, nema í Garðabæ. Þar er inn- heimtuprósentan 0,8%. Þar sem vinstri menn ráða Víkjum nú að þeim sveitarfé- lögum, þar sem vinstri menn ráða ríkjum. í Reykjavík var álagningarprósenta fasteigna- gjalda hækkuð verulega. Sjálf- stæðismenn höfðu um árabil veitt tæplega 20% afslátt af fasteignaskatti og var innheimt 0,421% af fasteignamati íbúðar- húsnæðis og 0,842% af mati atvinnuhúsnæðis. Þessar álagn- ingarreglur voru stórlega hækk- aðar á s.l. ári og enn er fyrirhug- að að beita hinum hækkuðu reglum á þessu ári. Samkvæmt þeim er enginn afsláttur veittur af fasteignaskatti íbúðarhús- næðis, þ.e. álagningarprósentan er 0,5%, en af atvinnuhúsnæði er tekið 1,25%, en það er það hæsta sem þekkist meðal sveitarfélag- anna hér í nágrenninu. Með alla aðra skatta er farið upp í topp. I Kópavogi er einnig vinstri meirihluti. Sá meirihluti hækk- aði álagningarreglur á síðasta ári og enn á að innheimta skv. hinum hækkuðu reglum. Á íbúð- arhúsnæði er lagður 0,55% fast- eignaskattur og á atvinnuhús- næði 1,15%. Útsvör eru í 11% og aðstöðugjöld í leyfilegu hámarki. Þessi glöggi munur er lærdómsríkur Þetta yfirlit sýnir, að þær línur sem mynduðust þegar á síðasta ári eru að verða skýrari. Alls staðar þar sem sjálfstæðis- menn ráða er veittur verulegur afsláttur af fasteignagjöldum, en þar sem vinstri flokkarnir hafa meirihluta, er öllum af- slætti sleppt og skattarnir greinilega hærri. Sveitarfélög vinstri flokkanna einkennast af mikilli skatt- heimtu og peningaeyðslu. Sveit- arfélögin þar sem sjálfstæðis- menn ráða einkennast af hóf- legri skattheimtu og aðhaldi í rekstri og framkvæmdum. Þessi glöggi munur er vissulega lær- dómsríkur fyrir íbúa þessara sveitarfélaga. Ráðning fréttamanns við útvarpið: Utvarpsstjóri fór ekki að óskum útvarpsráðs Athugasemd gerð við ákvörðun útvarpsstjóra á útvarpsráðsfundi ANDRÉS Björnsson útvarpsstjóri hefur ráðið Stefán Jón Hafstein í stöðu fréttamanns við útvarpið en Hildi Bjarnadóttur til afleysinga. Útvarpsráð hafði hins vegar mælt með því að Hildur yrði ráðin í starfið en Stefán til afleysinga. Andrés Björnsson útvarpsstjóri sagði í samtali við Mbl. í gær, að ástæðan fyrir því að hann hefði ekki farið að óskum útvarpsráðs væri fyrst og fremst sú, að útvarpið hefði ekki getað séð af vönum frétta- manni. Hermann Sveinbjörnsson hefði hætt um áramótin og Stefán hefði ætlað að hætta ef hann hlyti ekki ráðningu. „Ef Stefán hefði einnig hætt störfum hefðum við staðið frammi fyrir því vandamáli að geta ekki mannað fréttavaktirn- ar. Þessu er á engan hátt beint gegn Hildi, sem vafalaust mun reynast góður starfskraftur en hana skortir hins vegar alveg reynslu í frétta- mennsku," sagði útvarpsstjóri. Á fundi útvarpsráðs í gær gerði Erna Ragnarsdóttir athugasemd við þá ákvörðun útvarpsstjóra að ganga þvert á samþykkt útvarpsráðs um val fastráðins fréttamanns. E'rna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lagalega séð væri útvarpsráð ráðgefandi um ráðningu starfsfólks dagskrár en hefði í framkvæmd verið ráðandi aðili. Það kom fram á fundi útvarpsráðs að sögn Ernu, að útvarpsstjóri hefði ekki fyrr gengið í berhögg við meirihlutasamþykkt út- varpsráðs í máli sem þessu. „Hér er því um tímamót að ræða,“ sagði Erna „og öumdeilanlega búið að skapa fordæmi, sem ég held að þurfi gild rök til að styðja. Því til hvers ætti að spyrja útvarpsráð ef ekki þarf eftir því að fara?“ Erna sagði að það hefði of oft gerst hjá ríkisútvarpinu að fólk væri lausráðið í ákveðinn tíma án þess að starfið væri auglýst og síðan þegar staðan losnaði og sótt væri um hana þá sætu þessir aðilar fyrir á þeirri forsendu að þeir hefðu starfsreynslu. „Annars er nauðsynlegt að fá úr því skorið, hver á að bera þarna ábyrgðina. Það er kannski bezt að þróunin verði sú að fréttastjóri eða útvarpsstjóri taki ákvarðanir um ráðningar fréttamanna og beri síðan fulla ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni," sagði Erna að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.