Morgunblaðið - 05.01.1980, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980
Á myndinni er hin nýkjörna stjórn félagsins. Fremri röð frá vinstri:
Sigurður Hólm Thorsteinsson varaformaður, Sigríður Wilhelmsen
formaður og Ingibergur Baldvinsson meðstjórnandi. Aftari röð frá
vinstri: Jan Skjönhaug meðstjórnandi, Inger Helene Boasson Erikson
ritari og Magnús Óskar Magnússon gjaldkeri. Mynd: Steinar Olsen.
Islenzkt-norskt vináttu-
félag stofnað í Noregi
íslenzkt-norskt vináttufélag var
stofnað í Drammen 9. des. s.l.
Stofnfundinn sátu um 100
manns, bæði ísiendingar og
Norðmenn.
Á stofnfundinum, sem haldinn var
í Central-hótelinu í Drammen, var
kosið í stjórn félagsins. Markmið
félagsins er að stuðla að vináttu
og auknum samskiptum félaganna
og landanna.
Sænsk-islenzka félagið í Gautaborg:
Blaðaútgáfa og útvarps-
sendingar til eflingar
tengsla við ísland
SÆNSK-ÍSLENSKA félagið í
Gautaborg hefur verið starfrækt
um nokkurra ára skeið. Það
hefur séð um hátíðir íslendinga i
Gautaborg og unnið að eflingu
samskipta íslendinga og Svia.
Félagið hefur nú nýverið gefið út
blaðið Islands-Posten, en ætlunin
með útgáfunni er að efla enn
samskipti félagsmanna og flytja
fréttir frá íslandi. Þá hefur
félagið einnig hafið útvarpssend-
ingar i samvinnu við nýuppsetta
útvarpsstöð í Gautaborg.
í félaginu eru nú um 650
meðlimir, um helmingur þeirra
búsettur í Gautaborg og nágrenni.
í stjórn Sænsk-íslenska félagsins
eru: Stefán Einarsson verkfræð-
ingur formaður, Eyþór Stefánsson
læknir varaformaður, Pétur Már
Pétursson ritari, Gunilla Alkás
gjaldkeri, Bára Steinsdóttir vara-
ritari, Peter Hallberg, Björn
Steestrup, Britta Gíslason og
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 51., 54. og 57. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979 á Mánabraut 17 þing-
lýstri eign Borgþórs Björnssonar, fer fram á
eigninni sjálfri mánudaginn 14. janúar 1980 kl.
15:30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979 á Furugrund 8 þinglýstri
eign Sveins H. Jónssonar, fer fram á eigninni
sjálfri mánudaginn 14. janúar 1980 kl. 14:00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979 á Hlíðarvegi 28 — hluta
— þinglýstri eign Hjálmars Ö. Jónssonar, fer fram
á eigninni sjálfri mánudaginn 14. janúar 1980 kl.
15:00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Anna Magnea Hreinsdóttir með-
stjórnendur. Ritstjórar blaðsins
Islands-Posten eru: Jón Börður
Ákason og Jón Halldór Jónasson.
ISLANDS ■ P0STEN
Þessi mynd er af titilblaði nýút-
komins blaðs
4 ROKSTOLUM
HANNES
HÓLMSTEINN GISSURARSON:
Fyrir nokkrum vikum var
gefin út í Bretlandi bók eftir
Norman P. Barry, kennara í
stjórnfræði i Verkfræðiháskóla
Birmingham, um kenningu
kunnasta frjálshyggjuhugsuðar
tuttugustu aidar, hagfræðings-
ins og heimspekingsins Fred-
richs A. Hayeks, sem fékk nób-
elsverðlaunin 1974. (Norman P.
Barry: HAYEK’S SOCIAL AND
ECONOMIC PHILOSOPHY,
Macmillan 1979. —
Pöntunarþjónusta Félags
frjálshyggjumanna, pósthólfi
1334, 161 Reykjavík, útvegar
mönnum bókina á vægu verði eins
og aðrar bækur um frjálshyggju
og sósíalisma.) Bókin hefur mjög
verið lofuð í brezkum blöðum og
tímaritum fyrir sanngirni höf-
undar og nákvæmni, en hann er
umfram allt fræðimaður, hvorki
meðherji né mótherji Hayeks, og
get ég tekið undir lofið eftir lestur
bókarinnar. Ég ætla í þessari
grein að segja í nokkrum orðum
frá efni hennar.
/
Norman P Barry
legið til sömu ánauðarinnar og í
austrænum alræðisríkjum. Og
enn gagnrýnir hann „velferð-
arríkið“ — ekki vegna þess að
hann sé á móti þeim markmiðum,
sem kennd eru við „velferðarrík-
ið“, eins og menntun og heilsu-
vernd, heldur vegna þess að rang-
ar leiðir séu valdar. Hann telur,
að leið einkaframtaksins sé í
flestum efnum greiðfærari en leið
ríkisvaldsins, þótt hana verði
stundum að fara. Og hann leggur
áherzlu á það, að hinar almennu
reglur samlífsins séu ekki brotnar
í nafni „velferðarríkisins“ og „fé-
lagslegra" sjónarmiða.
Hvernig hafa afskipti ríkis-
stjórna aukizt? Sagt er, að „fé-
lagsleg" sjónarmið stjórnmála-
mannanna eigi að taka fram yfir
gróðasjónarmið atvinnurekenda,
Ný bók
um kenningu
Barry segir, að Hayek sé sá
maður, sem hafi með sterkustum
rökum gagnrýnt viðteknar skoð-
anir síðustu þriggja áratuga um
„velferðarríkið" og „blandaða" ha-
gkerfið, en gagnrýni hans sé í
rauninni ályktun, dregin af sið-
ferðilegum og fræðilegum for-
sendum hans. Ein meginforsenda
hans er vanþekking mannanna.
Hann bendir á það, að ekki sé til
fullkomin, samansöfnuð þekking
allra staðreynda í neinum einum
mannshuga, heldur dreifist hún á
alla mannshuga. Og hann dregur
þá ályktun, að enginn geti notað
skynsamlega fullkomið, saman-
safnað vald, því að hann hafi ekki
alla þekkinguna. Þess vegna verð-
ur að dreifa valdinu á alla menn-
ina. Hayek hafnar þannig skipu-
lagi samhyggjumanna (sósíalista)
eða miðstjórnarskipulagi. Kenn-
ing Hayeks um vanþekkinguna
minnir á kenningu Sókratesar
fyrir tuttugu og tveimur öldum,
sem brýndi það fyrir mönnum að
ofmetnast ekki. Og skáldið Steinn
Steinarr kom orðum að henni í
kvæðinu Don Quijote ávarpar
vindmyllurnar, eftir að hann
kastaði trúnni á samhyggjuna:
„Með hálfum sannleika berst ég
gegn algerri lygi.“ Enginn maður
á allan sannleikann, og engum
manni er því treystandi fyrir
alræðisvaldi. Barry ber kenningu
Hayeks um vanþekkingu saman
við svipaða kenningu vinar Hay-
eks, heimspekingsins Karls R.
Poppers, í bókinni The Open
Society and Its Enemies.
Hayek telur, að skipulag við-
skipta, séreignar og samkeppni —
markaðsskipulagið — sé skilyrði
fyrir hagnýtingu og vexti hinnar
dreifðu þekkingar allra einstakl-
inganna. Einstaklingarnir geta
komizt af án þess að þekkja hagi
hvers annars í markaðsskipulag-
inu, því að þeir fá allar nauðsyn-
legar upplýsingar um þarfir og
getu hvers annars með verðbreyt-
ingum vöru á markaðnum. Þeir
miða við verð, þegar þeir setja sér
markmið og velja leiðir. Og sam-
keppnin á markaðnum knýr þá
einnig til þess að reyna nýjar
leiðir, þannig að þekkingin vaxi.
Samkeppnin er þannig „discovery
procedure". Barry segir, að Hayek
sé kunnastur sem stuðnings-
maður markaðsskipulagsins, en
rök hans séu frumlegri og dýpri
en flestra annarra hagfræðinga.
Hayek lítur ekki á atvinnulífið
sem sérsmíðaða vél, sem þurfi að
Hayeks
stjórna og samstilla, heldur miklu
fremur á það sem sjálfsprottinn
gróður, sem þurfi að fá að vaxa.
Hann bendir á það, að samlíf
mannanna geti verið skipulegt,
án þess að það þurfi að vera
skipulagt. Það hafi þróazt með
sínum reglum eins og málið með
sínum reglum, þótt það hafi ekki
verið ætlunarverk neinna manna
— með öðrum orðum hafi orðið til
sem árangur mannlegs atferðis,
en ekki mannlegrar ætlunar.
Hann tortryggir því mjög alla
skipulagningu atvinnulífsins, tel-
ur að það eigi að vera frjálst.
Mestu máli skiptir að dómi
Hayeks, að frjálst atvinnulíf er
samlíf óteljandi einstaklinga,
hvers með sín markmið, sínar
þarfir og sína getu. Þeir eiga að
fa. a eftir reglum, keppni þeirra er
reglubundin, en þær reglur fela
ekki í sér neina ætlun, nein
markmið, heldur eru almennar og
hlutlausar. Hayek notar mjög
regluhugtakið og gerir strangan
greinarmun á almennum mark-
miðslausum reglum markaðs-
skipulagsins og einstökum tilskip-
unum miðstjórnarskipulagsins,
en greinarmunurinn er svipaður
og á umferðarreglum og tilskip-
unum til manna um það, hvert
þeir eigi að fara. Með öðrum
orðum eiga valdsmenn ekki að
stjórna framleiðslu og viðskiptum
í markaðsskipulagi, heldur regl-
ur. Hayek telur, að „samfélags-
legt réttlæti" sé ekki til, heldur
einungis réttlæti í viðskiptum
manna. Fengur er að því, að Barry
ber réttlætishugtak hans saman
við hugtök tveggja kunnustu
frjálshyggjuhugsuða Bandaríkj-
anna, beggja heimspekiprófessora
í Harvard-háskóla, Johns Rawls í
bókinni A Theory of Justice og
Roberts Nozicks í bókinni An-
archy, State and Utopia.
Aðaláhyggjuefni Hayeks eins
og annarra frjálshyggjumanna er
það, að afskipti ríkisstjórna í
vestrænum lýðræðisríkjum af at-
vinnulífinu hafa í sífellu aukizt
síðustu áratugina. Hayek varaði
við þessari þróun í kunnustu bók
sinni, Leiðinni til ánauðar (The
Road to Serfdom), fyrir 35 árum,
og benti á það, að sú leið gæti
að samvinnu eigi að taka fram
yfir samkeppni. En Hayek bendir
á það, að í stjórnmálum þingræð-
isríkjanna sé samkeppni — hún sé
samkeppni stjórnmálamannanna
um atkvæði. Stjórnmálamennirn-
ir eru einnig atvinnurekendur, því
að þeir reyna að græða atkvæði.
Og þeir græða atkvæðin með
örlæti úr almannasjóðum. Þannig
hafa afskipti ríkisstjórna aukizt í
sífellu. Er ekki jafnóraunhæft að
ætla, að stjórnmálamenn stjórn-
ist af öðru en hámörkun atkvæða
og að atvinnurekendur stjórnist
af öðru en hámörkun gróða? Er
ekki jafnóraunhæft að ætla, að
þeir stjórnist af „almannaheill"
og að atvinnurekendur stjórnist
af góðfýsinni einni? Enn trúa
einhverjir þeirri gömlu blekkingu,
að valdsmennirnir hafi eitthvert
sjötta skilningarvitið, þannig að
þeir þekki „almannaheill" og
þarfir og getu einstaklinganna
betur en einstaklingarnir sjálfir.
Hayek leggur það því til, að vald
stjórnmálamannanna sé tak-
markað, stefna hans er fremur
gegn stjórnmálum en stjórnmála-
stefna í venjulegasta skilningi,
eins og Barry bendir á.
Róttæklingar á íslandi hafa
reynt að snúa út úr ádeilu Hayeks
á þingræðið og þeim orðum hans í
blaðaviðtölum, að hann kjósi
jafntakmarkað vald ríkisstjórna
og á nítjándu öld. Að sjálfsögðu er
Hayek lýðræðissinni. Að dómi
hans er valfrelsi á markaðnum
innan takmarka almennra reglna
fullkomnasta lýðræðið. En hann
leiðir að því rök, að Vesturlanda-
búar hafi farið inn á leiðina til
velsældar, þegar þeir hafi tak-
markað vald ríkisstjórna á seytj-
ándu, átjándu og nítjándu öld og
leyst einstaklingsframtakið úr
læðingi, og að þeir megi ekki fara
út af henni aftur. Barry lýsir
einnig vel ágreiningi Hayeks og
Johns Maynards Keynes um
heimskreppuna á fjórða áratugn-
um, en á hann var minnzt af
litlum skilningi í nýlokinni kosn-
ingabaráttu. Vonandi verða um-
ræður um kenningu Hayeks efn-
islegri en þær hafa verið með
róttæklingunum, og ekki spillir
það fyrir því, að þeir lesi bók
Barrys um hana.