Morgunblaðið - 05.01.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980
27
Valda á rútunni, sem fór frá BSR
á Lækjartorgi og tók hálfa sjöttu
klukkustund að komast austur og
gengið yfir Þjórsárbrú.
Guðmundur smiður, bróðir
Steins, tók á móti mér við rútuna
og laumaðist með Valda aftur í
„skottið" og þeir pískruðu eitthvað
og Valdi hló gegnum sígarettu-
stubbinn.
Svo gengum við Guðmundur
heim á leið, á bakkanum ofan við
djúpar moldartraðirnar, blautar
og klístraðar, og þar mættum við
Steini með mjólkurbrúsa á bakinu
á leið niður í læk í kæli.
Þeir tóku tal saman og Guð-
mundur tók upp fleyg, þeir supu
einn lítinn sopa hvor, lokuðu
fleygnum, sögðu eitthvað fyndið
og héldu hvor sína leið.
Bærinn var timburhús, báru-
járnsklætt, sofið í baðstofu, nema
Guðmundur smiður svaf „austrí"
og átti dularfulla kistu, sem í var
kex, mér þótti afar vænt um þau.
Ég á minningu um soðköku-
veislu, allir virtust tigna þær og
neyttu þeirra með vasahnífi og
smjöri, og þegar ég sagði oj bara,
sagði Steinn: ósköp ertu vitlaus
strákur.
Hann leyfði mér að elta sig við
störfin, leysa hey með heykrók,
troða í meisa, moka flór, mjólka,
rista ofan af heimatúninu með
ristuspaða, pæla, róta mykju,
troða og þekja, og þá mátti ég
sníða snepla í litlu götin.
Hann var alltaf að vinna, alla
daga, öllum stundum og allir
hlutir voru í lagi, hvort það var
uppi á Rima, uppi í Lútenda eða út
í Útskák, þar sem þúfurnar voru
miklu stærri heldur en smábarnið
ég-
— Svona væni minn, ég skal
bera þig yfir, sagði þá Steinn.
Þegar ég hafði náð næstum
mannshæð, birtist mér Kirkju-
lækur sem sveitabær, þar sem allt
var eins og það átti að vera, — og
skuldlaust.
Og var það einkennandi fyrir líf
hans og lífsviðhorf.
Ég kann ekki að segja frá því,
þegar Steinn fór í verið, gangandi
eins og aðrir piltar, en hann hefur
sagt mér, að oft hafi hann grátið á
nóttunni af teiðindum, en ætíð
skilað verki sínu og staðið við
samning.
Ég kann heldur ekki að segja
frá því, þegar hann var ráðsmaður
á „Staðnum" hjá séra Eggerti, né
farþegaflutningi hans á hestvögn-
um milli Reykjavíkur og
Fljótshlíðar, en ég veit, að allra
átti hann traust. I dag skil ég, að
Steinn hefir verið klettur,
óhagganlegur, þrekmikill og
skyldurækinn.
Hann var sjálfstæðismaður, —
heillar tungu, og hvað sterkyrtast-
ur er hann vó að vinstri sem hann
fyrirleit.
Ingólf á Hellu leit hann sem
holdi klædda stjórnmálaskoðun
sína og gátu engir orðið jafnokar
hans.
Þríbýli er á Kirkjulæk og liggja
bæjarstæði náið. Var vinátta við
austurbæ, þar sem húsum réðu
Anna, Bárður, Brynjólfur og
Böðvar, ljúflingsfólk.
Þrek og skyldurækni, höfuð-
einkenni þeirra ágætu hjóna,
Steins og Sigurbjargar, eru einnig
höfuðeinkenni barna þeirra, Ingi-
leifar í Kollabæ, Gunnbjargar í
Miðkrika og Ólafs á Kirkjulæk.
Guðrúnu Huldu tóku þau í fóstur 6
vikna gamla og ólu upp, sem sína
eigin dóttur.
Þrek og skyldurækni, sem kom
vel í ljós hjá Gunnbjörgu í Mið-
krika, þegar hún bjó foreldrum
sínum hom í húsi sínu, ævikvöld
þeirra, en 1962 fluttu þau frá
Kirkjulæk að mestu leyti og síðar
alveg og andaðist Sigurbjörg í
Miðkrika 1969.
A aðfangadagsmorgun lést
Steinn, 97 ára gamall, en þær
systur Gunnbjörg og Ingileif
höfðu þá vakað við beð hans
síðustu dægrin.
Hefir Gunnbjörg sýnt þessi
fimmtán ár, með foreldrum
sínum, að þrek og skyldurækni er
hennar dýrasti aðall, eins og föður
hennar.
Guð blessi minningu afa míns,
Steins Þórðarsonar frá Kirkjulæk.
óli Ágústsson.
Minning — Andrés
Guöbjörn Magnússon
Fæddur 8. september 1906
Dáinn 12. desember 1979.
Andrés var fæddur á Kleifum í
Kaldbaksvík og voru foreldrar
hans Efemía Bóasdöttir og Magn-
ús Andrésson er þá sátu Kleifar.
Ekki sleit hann með öllu barns-
skónum í foreldrahúsum, því að-
eins sjö ára gamall fer hann að
Svanshóli í Bjarnarfirði til Ólafar
Ingimundardóttur og Ingimundar
Jónssonar sem þar bjuggu góðu
búi og voru sómahjón. Þar var
hann til fimmtán ára aldurs en þá
fer hann sem háseti til Guðmund-
ar Guðmundssonar, sem þá var
orðinn bátseigandi og formaður.
Þeir voru báðir aldir upp á
Svanshóli og voru að því leyti
fóstbræður. Snemma þótti Andrés
afburða verkmaður enda mikili
vexti. Snemma hneigðist hugurinn
til sjávarins og reri hann með
Guðmundi mörg ár, aflaðist hon-
um vel á þeim árum, nóg var af
fiski og síld á Húnaflóa og jafnvel
inni á Steingrímsfirði.
Andrés var fyrir mikilli sorg er
hann missti konu sína fyrir hálfu
öðru ári. Þau giftust 1930. Kona
hans var Guðmundína, dóttir
hjónanna Önnu Jóhannsdóttur og
Guðmundar Torfasonar sem
bjuggu á Hafnarhólma og þar var
Guðmundína fædd.
Andrés byggði ásamt tengda-
föður sínum tveggja hæða stein-
hús á Drangsnesi og bjuggu eldri
hjónin á neðri hæðinni.
Þau hjón Andrés og Guð-
mundína eignuðust fimmtán börn,
en af þeim misstu þau elstu
dótturina þegar hún var sjö ára og
aðra fimmtán ára og tvítugan pilt
sem drukknaði, mesta dugnað-
armann. Sorgin sótti þau heim
þessi hjón og erfið var þeirra
lífsbarátta framan af árum. En
þau voru samhent hjónin og flesta
daga mun konan hafa unnið úti
með heimilinu, og mun það hafa
hjálpað að gömlu hjónin voru á
neðri hæðinni og þau létu börnun-
um ómælda hjálp í té í fyrstu þar
til eldri börnin fóru að fylgja þeim
yngri og hafa þau með sér. En vel
var fyrir eldri hjónunum séð, þau
fengu að sofna útaf í sínu eigin
húsi en það önnuðust dætur og
dótturdætur þeirra.
Þegar við í dag rifjum upp
afkomu þessara hjóna, hljótum
við að hugsa sem svo, mikil hefur
fátækt þessara hjóna verið og lítið
verið til, til fatakaupa. Ekki man
ég samt eftir að það væri áber-
andi. Þá voru engin barnameðlög,
barnaheimili eða annað sem létti
þeim róðurinn. En öll börnin
komust upp og nutu menntunar
Fædd 26. júní 1924.
Dáin 28. desember 1979.
Þvi hvað er það að deyja annað en standa
nakinn i blænum iik hverta inn i sólskinið
(K.G.)
Það er gott að hugsa sér að
svona sé það þegar maður kveður
þessa jörð. Ög ég trúi því að
frænka mín elskuleg, sem var að
kveðja, hafi horfið beint inn í
sólskinið. Hún stóð mér og minni
fjölskyldu mjög nærri, og bar þar
aldrei skugga á. Hennar er því
sárt saknað.
Elínóra Björgvinsdóttir var
fædd á Eskifirði. Foreldrar henn-
ar voru Sigurveig Kristjánsdóttir
og Björgvin Guðmundsson. Hún
giftist Sigurgeiri Helgasyni sem
var henni traustur og góður eigin-
maður og ómetanleg stoð í erfið-
um veikindum. Þau eignuðust þrjú
mannvænleg börn og sjö barna-
börn. Ég kveð elskulega frænku
mína með þökk fyrir góða sam-
fylgd. Og manni hennar, börnum
og aldraðri móður sendi ég mínar
eins og þeir tímar kröfðust. Þessi
börn eru öll hraust og sterk eins
og foreldrarnir. Þetta fólk allt
hefur lagt drjúgan skerf til þjóð-
arbúsins.
Andrés heitinn var astmasjúkl-
ingur mörg hin síðari ár. En var á
yngri árum frískleikamaður, ræð-
inn og skemmtilegur. Mér er ljúft
að minnast Andrésar bæði fyrir
náinn skyldleika Arna mannsins
míns og hans, þeir voru bræðra-
synir og öll samveruárin á
Drangsnesi voru traust vinabönd
sem entust meðan samveru naut.
Þau hjón flytja til Sandgerðis
1960 í hús er þeir byggðu saman,
Ingólfur sonur hans og hann. Þá
voru börnin farin flest að heiman
en búsett flest á Suðurlandi. Eina
dóttur eiga þau á Hólmavík, Stef-
aníu, gifta Jóni Loftssyni, og nú
Fæddur 4. janúar 1953.
Dáinn í desember 1979.
Það er erfitt að sætta sig við,
þegar dauðinn heggur skörð í
raðir efnilegra ungmenna. Nú
blasir við okkur slíkt skarð, sem
verður vandfyllt — ungur og
dugmikill félagsforingi okkar er
fallinn í valinn í blóma lífsins.
Magnús Gunnarsson var félags-
hyggjumaður. Strax í bernsku
gekk hann skátahreyfingunni á
hönd og gerðist félagi í skátafé-
laginu Heiðabúar í Keflavík. Þá
þegar var hann ötull og ósérhlíf-
inn félagsmaður og forystuhæfi-
leikar hans leyndu sér ekki.
bestu samúðarkveðjur. Megi
minningin um góða og ástríka
eiginkonu, móður og dóttur verða
ykkur aflgjafi á sorgarstundu.
Guð veri með ykkur.
Anna.
eiga þau þar einnig son, Ingólf,
sem nýlega keypti hálfan Bæ á
Selströnd, sem áður var eign
Halldórs heitins bróður míns,
mikil bújörð bæði til sjós og lands.
Þessi börn sín og barnabörn voru
þau hjón að heimsækja þegar
Andrés missir konu sína. Þau voru
þá á leið suður að hún varð
bráðkvödd í bílnum á leiðinni. Það
var ómælanleg sorg við hennar
fráfall, það bar brátt að, ekki síst
fyrir Andrés, þau lifðu saman
langt og farsælt hjónaband. Hann
bar harm sinn í hljóði, bar sitt
hugarangur lítt á borð fyrir fjöld-
ann, enda var hann ekki einstæð-
ingur, börnin þeirra hjóna mörg
og vel gerð og vildu allt fyrir hann
gera. En sjúkdómur hans ágerðist.
Síðast þegar ég sá hann nú fyrir
jólin, þá var hann á Landspítalan-
um og lá hann á sömu stofu og
Björn bróðir minn. Við vorum
bæði glöð að sjást og mér fannst
hann svo glaður. Hann spurði mig
hvernig mér litist á Bæjarbónd-
ann, ég svaraði því til að hann
mundi fara nærri um það svo annt
var mér um að bæjarparturinn
færi ekki í eyði. Ekki datt mér þá í
hug að hann yrði liðinn innan
fárra klukkutíma, en svo var þó.
Það fer ekki hátt þó einn og einn
hverfi af sjónarsviðinu af hinni
vinnandi stétt. Þeim sem mestu
afrekin hafa unnið bæði til sjávar
og sveita og skilað þjóðinni mest-
um arði, en borið minnst úr
býtum. Drottinn blessar hverja
vinnandi hönd og launar ríkulega í
þeirri mynt sem hvorki mölur né
ryð fær grandað.
Nú gleðst hans sál með fram-
liðnum ástvinum. Þar unaðsraddir
engla hljóma, eilífum í náðar-
blóma.
Friður Guðs blessi Andrés og
hafi hann þökk fyrir allt.
Ritað á Hrafnistu 31. 12. 1979.
Þuríður Guðmundsdóttir frá
Bæ.
í öllum félögum er brýn þörf
fyrir slíka menn, enda var Magn-
úsi fljótlega trúað fyrir starfi
flokksforingja, og með aukinni
reynslu hans og námi í skátafræð-
um varð hann sveitarforingi og
síðar deildarforingi, og nú um
nokkurra ára skeið hefur hann
verið félagsforingi Heiðabúa — og
ekki einungis foringi, heldur einn-
ig frábær félagi, hvort sem var í
starfi eða leik.
Magnús og eiginkona hans, Ólöf
Helga Þór, höfðu búið sér og
ungum syni sínum fagurt heimili í
Keflavík. Þar var oft þingað og
rökrætt um starfsemi og framtíð
skátafélagsins, enda voru hjónin
mjög samhent í skátastarfinu og
störfuðu m.a. um skeið bæði sam-
an í stjórn Heiðabúa.
Við kveðjum Magnús með
hrærðum huga og biðjum honum
blessunar í nýjum heimkynnum.
Við munum ætíð minnast hans
með hlýrri þökk og virðingu.
Eiginkonu hans, syni, foreldrum
og systkinum færum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að blessa framtíð
þeirra.
Skátafélagið Heiðabúar.
Magnús Gunnarsson
Keflavík — Kveðja
Elinóra Björgvins-
dóttir — Minning
ísláiids
*
ferma skipin
sem hér
segir:
ANTWERP
Skógafoss 10. jan.
Fjallfoss 17. jan.
Reykjafoss 24. jan.
Skógafoss 31. jan.
Fjallfos 6. feb.
ROTTERDAM
Skógafoss 9. jan.
Fjallfoss 16. jan.
Reykjafoss 23. jan.
Skógafoss 30. jan.
Fjallfoss 7. feb.
FELIXSTOWE
Dettifoss 7. jan.
Mánafoss 14. jan.
Dettifoss 21. jan.
Mánafoss 28. jan.
Dettifoss 4. feb.
Mánafoss 11.feb.
HAMBURG
Dettifoss 10. jan.
Mánafoss 17. jan.
Dettifoss 24. jan.
Mánafoss 31. jan.
Dettifoss 7. feb.
Mánafoss 14. feb.
PORTSMOUTH
Bakkafoss 14. jan.
Brúarfoss 15. jan.
Ðakkafoss 4. feb.
Selfoss 5. feb.
HELSINGBORG
Skeiösfoss 8. jan.
Háifoss 15. jan.
Laxfoss 22. jan.
Háifoss 29. jan.
Laxfoss 5. feb.
KAUPMANNAHÖFN
Skeiösfoss 9. jan.
Háifoss 16. jan.
Laxfoss 23. jan.
Háifoss 30. jan.
Laxfoss 6. feb.
GAUTABORG
Skeiösfoss 10. jan.
Álafoss 16. jan.
Tungufoss 23. jan.
Úðafoss 30. jan.
MOSS
Tungufoss 5. jan.
Skeiösfoss 11. jan.
Álafoss 18. jan.
Tungufoss 25. jan.
Úðafoss 1. feb.
BERGEN
Skeiösfoss 12. jan.
Tungufoss 21. jan.
Álafoss 4. feb.
KRISTIANSAND
Álafoss 19.jan.
Úöafoss 29. jan.
GDYNIA
Múlafoss 11.jan.
Lagarfoss 24. jan.
írafoss 4. feb.
HELSINKI
Lagarfoss 21. jan.
írafoss 30. jan.
WALKOM
Múlafoss 7. jan.
Lagarfoss 22. jan.
írafoss 31. jan.
RIGA
Múlafoss 9. jan.
WESTON POINT
Kljáfoss 16. jan.
Kljáfoss 30. jan.
sími 27100
Frá REYKJAVIK:
á mánudögumtil
AKUREYRAR
ÍSAFJARÐAR
á miðvikudögum til
ogL
VESTMANNAEYJA
EIMSKIP