Morgunblaðið - 20.01.1980, Page 3

Morgunblaðið - 20.01.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 3 í ræðu sinni ræddi Jón Oddsson um framburð þriggja pilta, sem voru saman í bifreið í Hafnarfirði nóttina sem Guðmundur hvarf og töldu sig hafa séð til ferða hans. Mikið ósamræmi hefði komið fram í máli þeirra og sýndist honum á öllu að þarna hafi verið góður grundvöllur fyrir umferð- arslysi. Þá nefndi Jón að Hamars- braut 11 hefði ekki verið dvalar- staður Sævars á þessum tíma heldur starfsmannabústaður Kópavogshælis og væri því ekki hægt að sjá að félagar Sævars hefðu átt þangað erindi umrædda nótt. Hann tók undir það sem kom fram hjá Páli A. Pálssyni, að svo virtist sem rannsóknarmenn hefðu lagt meiri áherslu á rann- sókn þeirra atriða sem væru ákærðu í óhag en að rannsaka atriði, sem væru þeim í hag. Rifrildi Sævars og Erlu Nefndi Jón því til sönnunar að í apríl 1977 hefði Sævar gert boð fyrir Gísla Guðmundsson rann- sóknarlögreglumann og skýrt frá því að hann gæti sannað fjarveru sína frá Hamarsbraut 11 um- rædda nótt. Kvaðst Sævar hafa komið til Erlu daginn eftir, þ.e. á sunnudag. Hefði hún rifist mjög yfir þvi hve lengi hann hefði verið burtu og að hann væri farinn að halda framhjá henni. Sævar sagð- ist þá hafa reynt að ljúga því að hann væri að koma beint úr flugvél frá útlöndum en Erla hefði þá sagt að ekkert þýddi fyrir hann að ljúga því, vinkona hennar hefði nefnilega séð til hans í Hafnar- stræti daginn áður. Tók Gísli því næst skýrslu af Erlu, þar sem hún skýrði sjálfstætt frá því, að Sævar hefði komið til hennar þennan sunnudag og reynt að ljúga því að hann væri að koma beint frá útlöndum en hún hefði getað rekið þetta ofan í hann. Skýrði Jón frá því að í skýrslu Gísla hefði komið fram, að hann ræddi um það við tvo sakadómara, sem með málið fóru, þá Gunnlaug Briem og Har- ald Henrysson, hvort rannsaka ætti þetta atriði nánar en þeir ekki talið þörf á því. — Hér er komið að því sama, tregðu á því að rannsaka þau atriði, sem gætu orðið sakborningi til góða, sagði Jón. Þá vakti Jón athygli á skýrslu, sem tekin var af Erlu 7. febrúar 1974, nokkrum dögum eftir hvarf Guðmundar Einarssonar, en um mánaðamótin janúar/febrúar var Sævar handtekinn vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þá sagði Erla: Ég hef heyrt að Sævar hafi nýlega farið til útlanda en sjálf veit ég ekkert um það. Ég veit þó að hann hefur ekki farið til útlanda eftir 27. janúar (sunnu- dagur), því að þá kom hann til mín en hafði þá ekki komið lengi. Sævar handtekinn af tollverði Jón Oddsson ræddi nánar fyrrgreinda handtöku Sævars og atriði, sem hann taldi renna stoð- um undir þá frásögn Sævars að hann hefði ekki verið staddur að Hamarsbraut 11 umrædda nótt. Hafi orðið þar átök, hafi Sævar ekki komið þar nærri. Jón gagnrýndi mjög yfirheyrsl- urnar yfir vitninu Gunnari Jóns- syni, sem sóttur var til Spánar. Kvað hann yfirheyrslurnar hafa farið fram án vitundar réttar- gæzlumanna ákærðu. í fyrsta lagi hefði í kvaðningu til hans verið lýst því sem gerðist að mati rannsóknaraðila og fullyrt að átök hefðu átt sér stað og Guðmundur látist. Við fyrstu yfirheyrslu var Hafi orðið átök, kom Sævar þar ekki nærri — sagði Jón Oddsson hrl., verjandi Sævars, í Hæstarétti sagði að það vekti nokkra undrun að Kristján Pétursson deildar- stjóri í tollinum á Keflavíkur- flugvelli hefði staðið fyrir henni og sömuleiðis hefði hann tekið skýrslu af Sævari. Kvaðst Jón ekki vita í umboði hvers Kristján hefði verið. Sagði Jón að Kristján hefði engin merki séð um það í íbúðinni að þarna hafi eitthvað óvenjulegt gerst, en Kristján framkvæmdi húsleit um leið og handtakan fór fram. Jón Oddsson nefndi fleiri Jón Oddsson hrl., verjandi Sævars Marínós Ciesielsk- is, gerði þær kröfur í upphafi varnarræðu sinnar fyrir Hæstarétti á föstudag að Sævar yrði sýknaður af ákæru um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. svo bókað að málið hefði verið reifað en síðan hefði Gunnar skýrt ýmsa þætti þess sjálfstætt. Hafði Jón margt við þessi vinnubrögð að athuga. Sagði Jón að Gunnar hefði lítið munað en honum hefði verið hjálpað af rannsóknaraðilum, m.a. með því að sýna honum mynd af Guðmundi, sem birtist í Morgun- blaðinu. Hann hefði verið látinn lýsa húsakynnum, en áður en það var gert fékk hann að skoða íbúðina. Taldi Jón vinnubrögðin slík, að vitnisburður Gunnars væri ekki marktækur. 30 atriði órannsökuð Ennfremur fann Jón margt að rannsókn málsins hjá lögreglu og sagði að aðeins tveir lögreglu- menn og einn dómarafulltrúi hefðu annast málið þrátt fyrir umfang þess og þá staðreynd, að 8 manns voru um tíma í gæzluvarð- haldi í sambandi við rannsóknina. Sagði Jón að það hefði líka komið í ljós að mikilvæg atriði hefðu alls ekkert verið athuguð og hefði einn dómari sakadóms, Ármann Krist- insson, fundið að þessu í skýrslu sem hann ritaði í febrúar 1977. Taldi Ármann þar upp 30 atriði, sem hann, að sögn Jóns, áleit að látið hefði verið undir höfuð leggjast að rannsaka. Að ósk Jóns mun saksóknari leggja skýrslu Ármanns fram í réttinum. Jón Oddsson heldur áfram varn- arræðu sinni klukkan 10 í fyrra- málið. Helgar- og kaupstefnuferðir til Kaupmannahafnar Verð frá kr. 208.200 Innifalid: flugfargjald, flugvallarskattur, gisting og morgunverður. Látið fagmenn sjá um ferðalagið Brottför: 31. janúar — 5. febrúar 22. febrúar — 25. febrúar 13. marz — 18. marz 3. apríl — 8. apríl 8. maí — 11. maí. MUNIÐ NYARSFAGNAÐ UTSYNAR AD HOTEL SOGU I KVOLD Costa del Sol Kanaríeyjar BROTTFÖR 27. JANÚAR Púskaferð 2. apríl, 12 dagar. TRYGGIÐ YKKUR BEZTU GISTISTAÐINA Florida- Miami BROTTFÖR 24. JANÚAR Ferðaskrifstofan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.