Morgunblaðið - 20.01.1980, Side 7

Morgunblaðið - 20.01.1980, Side 7
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 7 r? Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 34. þáttur Talsverð umræða hefur spunnist út af orðasambönd- unum að langa í og langa til. Ég varði það og taldi geta verið gamalt, að langa í væri notað um fleira en ílöngun matar og drykkjar. Ég taldi mig til dæmis ekki sekan um málvillu, þótt ég segði: Mig langar í sokka í afmælisgjöf. Ég hélt því einnig fram að skilin á milli orðasamband- anna að langa í og langa til væru óljós og vitnaði í Blöndalsorðabók þessu til staðfestingar. Til þess að fá frekari vitneskju hringdi ég til Orðabókar háskólans, og dæmið, sem þar var haft um orðasambandið að langa í, sýnir að langt er síðan slíkt gátu menn sagt um fleira en það, sem verður étið eða drukkið. Jón Vídalín biskup gaf út lærdómskver 1729. Þar stendur: „Að langa í það illa, svo sem orðið almenni- lega hljóðar, að girnast." Eigi að síður hvarflar ekki að mér að bera brigður á sann- indi orða þess fólks sem alist hefur upp við skarpari skilsmun þess að langa í og langa til en ég hef vanist. I ágætu bréfi frá Ragnheiði 0. Björnsson á Akureyri kemur meðal annars þetta fram og segir sína sögu: „Af því að ég hefi lifað lengi (síðan 1896), er því af aldamótakynslóð- inni og gamall ungmennafé- lagi, hefir mér aldrei verið sama um móðurmálið okkar. Þá er tilefnið „að langa í“. Mér þykir furðulegt að heyra fólk segja, að það langi í, í stað þess að það langi að fá eða langi að eiga eða eignast. Mér virðist þetta fyrir tiltöl- ulega stuttu hafa skollið á. Fyrst fyrir fáum árum fóru börn að segja þetta og voru ætíð leiðrétt af þeim, sem eldri voru. I mínum eyrum er þetta vandræðaleg málvilla. Er ekki „mig langar í bólið“ stytting af „mig langar að fara í bólið“?“ Hér lýkur brefi Ragnheið- ar og trúlega hafa fleiri eitthvað til málanna að leggja um þetta. I gömlu dóti rakst ég á sögukorn, þar sem víða virð- ist vera „hallað réttu máli“. Ég ætla til gamans og til- breytingar að láta sögu- greyið flakka. Lesendur geta þá, ef þeir nenna, breytt málfarinu eftir smekk sínum: Sagan af brúnu dansmærinni Mig hafði lengi hlakkað til að sjá myndina um brúnu dansmærina sem hafði verið það mikil aðsókn að að að- göngumiðarnir runnu út í sandinn strax og húsið opn- aði. Nú var búið að slá því föstu að endursýna hana aftur á nýjan leik og þrátt fyrir það að það væri alltaf verið að margstaglast á því í mér að myndin væri ekki á unglinga færi, þá virti ég svoleiðis ráðabrugg til vork- unar, skellti mér að kvik- myndahúsinu og fór að bíða í biðröðinni. Persónulega fannst mér myndin svo sem ekkert gaman fyrir minn smekk. Upphafið byrjaði á því að sýna hvernig allt lífið í þorpinu byggðist á eintóm- um fiskiðnaði og brúnu dansmærina sá maður fyrst niður á bryggju, þegar sjó- mennirnir lönduðu aflanum á land úr fiskibátunum um eftirmiðdaginn upp úr há- deginu. Þetta var mesta eymdar- þorp, enginn skóli starfrækt- ur á framhaldsskólastigi og meðal tekjur venjulegt lág- tekjufólks langt innan við milljón krónur á ársgrund- velli. Svo að ég víki aftur að dansmærinni, að þá dansaði hún í þannig drykkjukrá þar sem alls konar lýður safnað- ist saman og svo á milli atriða voru alls konar menn að stíga í fjörurnar við hana, og hún var að látast vera tilkippileg í tuskið, þegar karlinn sem starfrækti krána, sem dansmærin sem myndin var um, dansaði á, kom og byrjaði að skammast yfir því hvað hún gerði sér farborða um að láta ljós sitt undir mæliker við gestina. Og hún svaraði heldur betur fyrir sig svo að ég hef ekki ósjaldan heyrt annað eins. Hún hafði jú aldeilis vaðið fyrir neðan nefið. Nú hef ég fengið fyrirheit um miklar og merkar upplýs- ingar um nafnið Selma og bíður það næsta þáttar. Allar geröir af pktymobil þroskaleikföngunum vinsælu Póstsendum [nbjöí leikfangabúðin lönaöarhúsinu — Hallveigarstíg 1 Sími 26010. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl’ ALGLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl' AIGLÝSIR I MORGUNRLAÐINL Erum fluttír i ÁRMÚLA 22 nýtt símanúmer 83022 [MÆUSIhflyS KJARAIM D=ai?| UMBODS-& HEILDVERZLUN Lang ódýrustu vélarnar 65 ha 65 ha m/upphituðu húsi 85 ha 85 ha m/fjórhjólsdrifi 120 ha m/fjórhjóladrifi Verö ca. 2.200.000 2.800.000 4.500.000 5.500.000 8.500.000 AFSLATTUR 5% bjóöum við af URSUS vélum ef þær eru greiddar innan mánaöar frá afhendingu. ATH.: TAKMARKAÐ MAGN. 4% af sturtuvögnum — meö sömu skilmálum. Verð 1.175.000 án afsl. Einnig fyrirliggjandia Votheysskerar fyrir ámoksturstæki ca. 995.000 Jardtætarar vinnsiu- breidd 60 tommur ca. 385.000' t\ VXIAICIi Sundaborg 10, símar 86655 og 86680

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.