Morgunblaðið - 20.01.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 20.01.1980, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 DAGLEGT LIF væntanleg á markaðinn síðar. Þeir eru ófáir sem hafa fest kaup á myndsegulböndum, og aldrei taka upp efni sjálfir, hvorki af sjónvarp- inu, né myndavélum, heldur nota tækjaútbúnaðinn eingöngu til þess að horfa á aðfengið efni, kvikmynd- ir og annað, sem hægt er að kaupa á spólum eða leigja. Ofangreind fyrirtæki hafa á prjónunum tæki, sem nefna mætti afspilara, — þ.e. með því er eingöngu hægt að setja aðfengið sjónvarpsefni á spólum inn á skerminn, — en því fylgir ekki upptökubúnaður. Þess er vænst að þessi tæki verði um 40—50% ódýr- ari en myndsegulbönd þau sem nú eru á markaðnum. Einn framleiðandi myndsegul- bandstækja lét hafa það eftir sér, að með þeim stjórnaði maðurinn eigin sjónvarpstæki, í stað þess að vera þræll þess. Ekkert skal um það sagt, — en sú staða gæti óneitan- lega komið upp, að slíku magni af „úrvalsefni" hefur verið safnað, að spurning verður um þrælinn og stjórnandann. Dona ídýfur • fdýfur, sem bornar eru fram með kexi eða brauði eru fljótlegar í tilbúningi og oft góð lausn þegar gesti ber að garði. sem ekki hafa gert boð á undan sér. Það má laga þær til á einfaldan hátt með þvi að hræra pakkasúpum út í sýrðan rjóma. Ef betur stendur á með birgðir í búri heimilisins, þá eru eftirfarandi uppskriftir af ídýfum einfaldar og hvor um sig gómsætur réttur. Gráðostídýfa: 50—70 g gráðost- ur er mulinn og út í er hrært 70 g af majonesi, 30 g af sýrðum rjóma eða ými og einni til tveimur matskeiðum af sítrónusafa. Rækjuídýfa: Út í 70—100 g af majonesi og 30 — 50 g af sýrðum rjóma eða ými er grænum aspas úr stórri dós og hann mulinn niður. Þegar hann hefur samlagast maj- onesvellingnum vel, er um 100— 150 g af rækjum bætt út í. Báðar þessar ídýfur eiga það sameigin- lcgt, að þær verða betri ef þær eru iagaðar nokkrum klukkustundum áður en þær eru bornar fram, — en eru samt góðar þótt þær liggi aðeins i stuttan tíma. Gallerí Lang- Myndsegulbandstæki fást orðið í flestum stærstu raftækjaverzlun- um í landinu og sam- kvæmt upplýsingum frá seljendum þessara tækja er sala á þeim töluverð og nokkuð jöfn, — einn sló jafnvel á að 1—3 tæki seldust í hverri viku. Sala mun vera mest á Reykja- víkursvæðinu, en það eru um tvö ár síðan þessi tæki komu hér fyrst á markaðinn. Fimmta ára- tuginn mætti helga út- varpinu, sjötta tuginn svart-hvítt sjónvarpinu, þann sjöunda litasjónvarp- inu og nýbyrjaðan ára- tug myndsegulbandinu. Myndsegulbönd bjóða upp á þann möguleika, að taka upp sjónvarps- efni á spólur, sem hægt er að fá í mismunandi lengdum, frá 30 mínútum upp í 180 mínútur, og jafnvel 360 til 480 mínútur. Hverja spólu má síðan endurnýja u.þ.b. 700—1000 sinnum. Sjónvarpsefnið er tekið beint inn af loftnetinu þannig að geislinn á að verða hreinn, þ.e. mynd og tal. Þar sem fleiri sjónvarpsstöðvar eru í boði daglega en ein, eins og er hér á landi ennþá, er sá möguleiki fyrir hendi að taka upp efni einnar myndsegulbandið Dönsk yfirvöld hafa varað við myndsegulböndum Statens Husholdningsrád, sú stofnun í Danmörku, sem á að gæta hagsmuna heimilanna, sendi frá sér aðvörun í lok síðasta árs, þar sem ráðið hvatti neytendur til þess að hugsa sig vel um áður en þeir festu kaup á þessum dýru tækjum. Þessi tæki væru enn nýjabrum á mark- aðnum og ekki í þeim gæðaflokki sem þau ættu að vera, miðað við það hversu dýr þau væru. Ráðið hefði staðið fyrir könnun á sex tegundum þessara tækja og hefði niðurstaðan orðið sú, að þau þörfn- sjónvarpsútsendingar á meðan horft er á aðra stöð. Á myndsegul- bandstækjum eru jafnframt tímaklukkur, sem hægt er að stilla 7—10 daga fram í tímanr og kveikja þær sjálfkrafa á tækinu, þannig að eigandi þess þar,' ekki að missa af neinu í sjónvarpsdag- skránni, þegar hann hefur öðrum hnöppum að hneppa en að sitja heima við sjónvarpið. Hann getur t.d. safnað saman fréttatímum sjónvarps í heila viku á eina spólu og fylgst með þeim þegar tími gefst til. í tengslum við myndsegulbands- tæki eru seldar myndavélar sem framkalla sjálfar efni á spólur, sem tekið er upp t.d. heima í stofu af fjölskyldunni eða á ferðalagi er- lendis, — sem síðan er hægt að fylgjast með í sjónvarpstækinu. Þá getur fólk keypt spólur með myndefni, — kvikmyndir, fræðslu- þætti og fleira og jafnvel leigt slíkar spólur hjá söluaðilum hinna ýmsu tegunda myndsegulbanda. Hvað kostar þessi útbúnaður? Verð á myndsegulböndum er frá einni milljón króna til um 14 hundruð þúsund króna. Myndavélar sem taka ekki í litum munu kosta 300—800 þúsund krónur og þær sem taka upp efni í lit munu kosta 800 þúsund til eina milljón króna. 180 mínútna löng spóla til upptöku kostar um 35 þúsund krónur og leiga á einni kvikmynd í tvo sól- arhringa kostar um þúsund krónur. Afspilarar, — einfaldari í sniðum Framleiðslufyrirtækin Grundig og Philips kynntu s.l. sumar tæki, sem eru mun einfaldari í sniðum en myndsegulböndin, — og eru þau spurning um þræl og stjórnanda uðust töluverðra endurbóta, m.a. skorti á gæði upptökutækjanna sjálfra, skírleika myndarinnar sem þau gefa og svo væri ending þessa tækjaútbúnaðar ekki nógu góð. Þá er það galli, að hvert fram- leiðslufyrirtæki þessara tækja hef- ur framleitt spólur hvert í mismun- andi stærðum, — þ.e. það hefur ekki verið hægt að nota spólu/ upptöku úr einni gerð sjónvarpa í aðra tegund. Á þessu er breytinga að vænta, þar sem tveir framleið- endur hafa slegið saman um fram- leiðslu spóla og hafa um leið tekið að sér framleiðslu fyrir um 40 önnur merki sjónvarpa. Koma myndsegulbandstækja á markaðinn hefur verkað á þann veg, að sjónvarpsframleiðendur um allan heim keppast nú um að bæta framleiðslu sína nýjungum. Nýtt sjónvarpstæki frá RCA mun vera þannig úr garði gert, að það er hægt að semja dagskrá kvöldsins fyrir- fram frá mismunandi sjónvarps- stöðvum, — þannig að áhorfandinn getur setið rólegur í sæti sínu allt kvöldið áhyggjulaus um stillingar eða annað. Japanska fyrirtækið Toshiba kynnti nýlega sjónvarps- tæki, sem á að vera hægt að stilla á milli stöðva með því einu „að tala við það“. Fleiri nýjungar mætti rekja hér, en því skal einungis bætt við að því er nú spáð, að innan fárra ára verði sjónvarpsútsendingar í stereo, — sem mun þegar þekkjast í Japan. Nýjungar í gerð myndsegul- bandstækja munu helzt vera þær, fyrir utan það, að stöðugt er unnið að betri gerð þessara tækja, að þau verði minni í smíðum, þannig að auðveldara sé að hafa þau með sér t.d. á ferðalögum. Þau tæki sem nú eru á markaðnum eru u.þ.b. 7—14 kg á þyngd, og er stefnt að því að þau verði léttari að mun og með- færilegri á allan hátt. «•>

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.