Morgunblaðið - 20.01.1980, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980
Minning:
Vésteinn Guðmundsson
framkvæmdastjórí
Fæddur 14. ágúst 1914.
Dáinn 15. janúar 1980.
Vésteinn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar h.f.,
verður lagður til hinztu hvílu í
Reykjahlíðarkirkjugarði á morg-
un.
Vésteinn lézt 15. janúar og var
banamein hans hjartasjúkdómur,
sem hann hafði kennt um nokk-
urra ára skeið.
Vésteinn var fæddur að bænum
Hesti í Önundarfirði, sonur Guð-
mundar bónda Bjarnasonar og
Guðnýjar Arngrímsdóttur konu
hans. Var Vésteinn yngstur af 11
systkinum. Vésteinn missti móður
sína, þegar hann var tæpra 6 ára
og faðir hans andaðist þegar
Vésteinn var á 10. aldursári.
Með miklum dugnaði og aðstoð
eldri bræðra sinna braust Vé-
steinn til náms og lauk hann
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík vorið 1935. Hann
hélt síðan til náms í Danmörku og
lauk námi í efnaverkfræði frá
danska verkfræðiháskólanum
DTH vorið 1940. Þá hafði heims-
styrjöldin náð til Danmerkur og
landið hernumið af Þjóðverjum.
Vésteinn fékk að flýta lokaprófum
frá háskólanum til þess að geta
slegizt í för með hópi Islendinga,
sem leyfi fékk til heimferðar með
m/s Esju frá borginni Petsamo, er
þá tilheyrði Finnlandi.
Eftir heimkomuna starfaði Vé-
steinn í fyrstu við fyrirtæki Egg-
erts Jónssonar frá Nautabúi, er
var einn af frumkvöðlum nútíma
fiskiðnaðar á íslandi og rak frysti-
hús o.fl. í Njarðvíkum. Síðar
bauðst honum staða, sem verk-
fræðingur við síldarverksmiðju
Kveldúlfs h.f. á Hjalteyri og hóf
hann störf þar sumarið 1941. Árið
1947 tók hann við stöðu verk-
smiðjustjóra á Hjalteyri og gegndi
hann því starfi í 20 ár. Verksmiðj-
an á Hjalteyri var byggð á upp-
gangsárum síldveiða við Norður-
land, en reksturinn varð fyrir
miklum áföllum, þegar síldin
hvarf af fyrri slóðum. Það kom í
hlut Vésteins að mæta þeim áföll-
um og tókst hann á við vandann
með mikilli atorku. M.a. skipu-
lagði hann síldarflutninga til
verksmiðju sinnar af fjarlægum
miðum 1959—1964 og tókst þannig
að skapa henni verkefni, sem
dugðu til þess að halda rekstrin-
um áfram. Vésteinn var mjög
hugkvæmur um endurbætur vél-
búnaðar og bætta nýtingu hráefn-
isins og hefði hann vafalaust náð
enn meiri árangri á því sviði, ef
stöðugir fjárhagsörðugleikar af
völdum hráefnisskorts hefðu ekki
markað fjárfestingu verksmiðj-
unnar jafn þröngar skorður og
raun varð á.
Vésteinn starfaði með Sveini S.
Einarssyni, verkfræðingi, að ýms-
um tilraunum og rannsóknum
varðandi síldarvinnslu á árunum
1942—1946 og m.a. vann hann með
Sveini að hönnun nýstárlegrar
síldarverksmiðju Kveldúlfs h.f. í
Örfirisey, sem því miður komst
aldrei í fullan rekstur sökum
hráefnisskorts, þegar síldarævin-
týrinu í Faxaflóa lauk jafn skjót-
lega og það hófst.
Vésteinn var í stjórnskipaðri
nefnd til að gera tilraunir með ný
veiðarfæri við síldveiðar árin
1950—1951 og hann stjórnaði
síldarveiðitilraunum á vegum
sjávarútvegsráðuneytisins 1953—
1954. Tilraunir þessar urðu kveikj-
an að byltingu í veiðiaðferðum við
síldveiðar Islendinga. Vésteinn
var því í senn frumkvöðull á sviði
síldveiða og síldarvinnslu og hann
lagði fram drjúgan skerf til þess-
ara greina, sem voru undirstaðan
fyrir afkomu þjóðarinnar á þeim
tíma.
Vésteinn naut mikils trausts
meðal heimafólks á Hjalteyri og
annarra nágranna. Hann var kos-
inn í hreppsnefnd Arnarnes-
hrepps árið 1946 og starfaði hann
að málum hreppsins um áratuga
skeið. Árið 1957 var hann skipaður
hreppstjóri og gegndi því starfi,
þar til hann flutti á brott úr
byggðarlaginu.
Árið 1967 urðu kaflaskipti í
starfsævi Vésteins. Þá var hafin
bygging kísilgúrverksmiðju við
Mývatn, verksmiðju, sem teljast
verður með merkilegustu iðnfyr-
irtækjum landsins og þótt víðar
væri leitað. Mikilvægt var að fá að
verksmiðjunni framkvæmdastjóra
sem gæti sameinað tæknilega
kunnáttu, stjórnunarhæfni og
þekkingu á verksmiðjurekstri við
jafn sérstakar aðstæður. Ekki
kom nema einn maður til greina á
Nrðurlandi. Vésteinn var fenginn
til starfans og eftir að hafa kynnt
sér kísilgúrvinnslu erlendis, tók
hann við störfum við Mývatn og
flutti þangað búferlum. Miklir
örðugleikar biðu Vésteins. Kísil-
gúrverksmiðjan er mjög sérstök
að vélbúnaði og vinnslurás og
erfiðlega gekk í byrjun að leysa
ýmis tæknileg vandamál, sem eng-
in dæmi finnast annars staðar.
Hér kom þrautseigja, dugnaður og
útsjónarsemi Vésteins að góðu
haldi og verksmiðjureksturinn
komst á réttan kjöl. Hefur hann
haldist í góðu horfi síðan, þótt
ýmsir örðugleikar hafi steðjað að,
ekki sízt af völdum náttúruham-
fara.
Vésteinn var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Elín Guðbrands-
dóttir og eignuðust þau þrjár
dætur, en þær eru: Auður Sigur-
björg, f.1939, gift Sveini Viðari
Jónssyni, rafvélavirkja í
Reykjavík; Guðný Elín, f. 1944,
gift Guðmundi Helgasyni og bú-
sett á Isafirði; Gunnhildur Mar-
grét, f. 1950. Búsett í Reykjavík.
Þau Elín og Vésteinn slitu
samvistum.
Síðari kona Vésteins er Valgerð-
ur Árnadóttir frá Hjalteyri. Börn
þeirra eru: Árni, lyfjafræðingur, f.
1955. Býr í Reykjavík; Valgerður,
f. 1956, gift Sigurði B. Jóhanns-
syni. Búsett í Reykjavík; Vésteinn,
vélstjóri, f. 1958. Er við iðnnám í
Reykjavík.
Eg naut þeirrar gæfu að starfa
með Vésteini um nokkurra ára
skeið við stjórn Kísiliðjunnar h.f.
Er margra ánægjustunda að
minnast frá því samstarfi. Vé-
steinn var maður léttur í lund,
fróður um hina margvíslegustu
hluti og hann bar mikla umhyggju
fyrir öllum samstarfsmönnum
sínum. Mætti segja, að hann hefði
í raun verið eins konar „faðir"
allra samstarfsmanna sinna, þeir
leituðu óspart til hans með vanda-
mál sín og hann vildi hvers manns
götu greiða. Vésteinn var maður
einstaklega iðjusamur og vinnu-
tími hans var jafnan langur. Hann
gaf sig óskiptan að starfi sínu, en
lét sig einnig miklu varða velferð
byggðarlagsins, sem miklum
breytingum tók við tilkomu hins
nýja iðnfyrirtækis. Vésteinn átti
mörg áhugamál og fylltist stund-
um eldmóði, þegar hann vildi
komast til botns í einhverju
þeirra, hvort sem um var að ræða
ættfræði, bókmenntir, íslenzkt
mál eða önnur áhugaverð málefni.
Hann var mikill höfðingi heim að
sækja enda þau Valgerður sam-
hent um gestrisni og hlýju.
Fyrir nokkrum árum kenndi
Vésteinn hjartasjúkdóms. Eftir
nokkurra vikna veikindi kom hann
til starfa á nýjan leik og fékkst
eftir það sjaldan til þess að hlífa
sér. Til þess var starfsáhuginn og
athafnaviljinn allt of mikill. Hann
starfaði í fullu fjöri til dauðadags,
enda finnst mér nú að hann hafi
lifað eftir lífsreglunni fornu:
Þagalt ok hugalt
skyli þjóðans barn
ok vígdjarft vesa.
Glaðr ok reifr
skyli gumna hverr
unz sinn bíðr bana.
Eg bið Guð að blessa minningu
hins látna sómamanns og styrkja
eiginkonu hans og börn í sárum
Björn Friðfinnsson.
Haustið 1932 hófust kynni okk-
ar Vésteins Guðmundssonar, er
við settumst í 4. bekk stærðfræði-
deildar Menntaskólans í Reykja-
vík. Vésteinn var kjörinn umsjón-
armaður bekkjarins og gegndi
þeim starfa til stúdentsprófs.
Haustið 1935 urðum við samferða
til Kaupmannahafnar, þar sem við
lögðum stund á sömu fræðigrein,
efnaverkfræði, við Tækniháskóla
Danmerkur. Síðasta vetur okkar í
Höfn, 1939—1940, dvaldist ég á
heimili Vésteins og Elínar konu
hans. Við félagarnir lukum námi
sumarið 1940 og hurfum til ís-
lands í september það ár með
svo-kallaðri Petsamo-ferð. Næstu
áratugina naut ég svo ósjaldán
gestrisni á heimili Vésteins, fyrst
á Hjalteyri, síðar við Mývatn. S.l.
tvö ár hefi ég unnið nokkuð fyrir
Kísiliðjuna, þar sem Vésteinn var
tæknilegur framkvæmdastjóri, í
sambandi við hugsanleg áhrif
vegna starfsemi verksmiðjunnar á
lífríki Mývatns.
Á námsárum kynnast skóla-
systkini hvað best, og svo var um
okkur Véstein. Er mér til efs, að
ég hafi á lífsleiðinni eignast ein-
lægari vin og betri félaga en hann.
Komu þar til mannkostir hans:
greind, dugnaður, ósérplægni, og
ekki hvað síst næmur og sýmpat-
ískur skilningur á högum annarra,
innlifun í vandamál þeirra, og
fórnarlund í þá veru að aðstoða
náungann eftir fremstu getu. Sem
námsfélagi var hann örvandi og
skemmtilegur. Einkum er loka-
sprettur okkar við námið í Höfn
eftirminnilegur, en við fengum þá,
ásamt bekkjarbróður okkar frá
M.R., Sveini Einarssyni, leyfi
Tækniháskólans til að þreyta
lokapróf nokkru á undan áætlun,
vegna fyrirhugaðrar Petsamo-
farar. Þetta reyndist eina tæki-
færið á stríðsárunum, er löndum
búsettum í Höfn gafst til heimfar-
ar. Hvar sem leiðir Vésteins lágu,
eignaðist hann marga trygga vini,
jafnt á námsárum sem við mikil-
væg trúnaðarstörf í þágu íslensks
þjóðfélags að námi loknu. Og nú,
þegar hann er horfinn yfir móð-
una miklu, sakna ég góðs vinar, og
um leið altekur huga minn rík
þakklætiskennd. Um þetta gæti ég
viðhaft fleiri orð, en ef til vill á
þögul þökkin hér best við. Og mjög
er mér það ljóst, að hans nánustu
eiga nú um sárt að binda, við
sviplegt fráfall hins góða og
hugljúfa heimilisföður.
Eg er sannfærður um að ég
mæli fyrir munn stúdentahópsins
frá M.R. 1935, er ég lýk þessum
línum með þakklæti og virðingu
fyrir allt sem Vésteinn var okkur.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu,
börnum hans og öðrum vanda-
mönnum mína innilegustu samúð.
Björn Jóhannesson
Á morgun verður jarðsunginn
frá Reykjahlíðarkirkju Vésteinn
Guðmundsson efnaverkfræðingur,
framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar
h.f., sem andaðist af hjartabilun
sl. þriðjudag. Kveð ég með þessum
minningarorðum traustan vin og
náinn samstarfsmann um langt
árabil.
Vésteinn Guðmundsson var
fæddur 14. ágúst 1914 að Hesti í
Önundarfirði, sonur hjónanna
Guðmundar Bjarnasonar og Guð-
nýjar Arngrímsdóttur. Að stúd-
entsprófi loknu nam hann efna-
verkfræði í Kaupmannahöfn og
lauk þaðan prófi árið 1940.
Starfsferill Vésteins Guð-
mundssonar að námi loknu var
bæði fjölþættur og merkilegur.
Fljótlega eftir heimkomuna frá
Höfn hóf hann verkfræðistörf við
síldarverksmiðju Kveldúlfs á
Hjalteyri, varð verksmiðjustjóri
1947 og gegndi því starfi, þar til
starfrækslu verksmiðjunnar var
endanlega hætt um 1965. Vésteinn
tók við framkvæmdastjórastarfi
við Kísiliðjuna h.f. í Mývatnssveit
strax og verksmiðja fyrirtækisins
tók til starfa og gegndi því starfi
til dauðadags.
Vésteinn Guðmundsson var ein-
staklega ljúfur maður, enda vann
hann sér vináttu og traust allra
þeirra, er hann átti samskipti við.
Allur starfsferill hans einkenndist
af hugkvæmni, framtaki og þraut-
seigju, og komu þessir eiginleikar
sér æði oft vel í þeim störfum, er
forlögin ætluðu honum að gegna
um ævina.
Meðan Vésteinn starfaði á
Hjalteyri, vann hann sér mikið
traust sveitunga sinna, enda
skjótt valinn til forustustarfa
t
Maöurinn minn,
HALLDÓR HALLDÓRSSON,
skipasali,
Njálsgötu 59,
lézt í Borgarspítalanum þann 11. janúar. Jaröarförin hefur fariö fram
í kyrrþey aö ósk hins látna.
Fyrir hönd vandamanna,
Hrefna Berg.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð viö andlát og útför móöur
minnar og tengdamóöur,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
Akurgerði 31.
Jón Þór Þórhallsson,
Hrefna Beckmann.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
JÓN STEFÁN GUDMUNDSSON
Hótúni 4,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 23. janúar
kl. 1.30.
Sigrún Sigurbjörnsdóttir,
Aðalheiöur Erla Jónsdóttir, Lárus Jónasson.
María S. Lárusdóttir,
Lárus J. Lárusson,
t
Inniiegar þakkir til.allra þeirra, sem sýndu okkur samúö og
hluttekningu viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur,
tengdafööur, afa og langafa.
MAGNÚSAR HELGASONAR,
frá Héraösdal,
Guö blessi ykkur öll.
Jónína Guömundsdóttir,
Margrét Selma Magnúsdóttir,
Helena Svavarsdóttir,
Magnús Svavarsson,
Sígríöur Svavarsdóttir,
Marta Svavarsdóttir,
og barnabarnabörn.
Svavar Einarsson,
Reynir Barödal,
Ragnheiöur Baldursdóttir,
Hallur Sigurösson,
Siguröur J. Sigurösson,
t
Eiginmaöur minn,
HELGI SÍMONARSON
Grænukinn 18
veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju, þriöjudaginn 22. janúar
kl. 14.
Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna
Jóhanna Bjarnadóttir.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi
ÓSKAR SNORRASON,
Eyjahrauni 41, Þorlákshöfn
er andaðist 13. janúar veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriöjudaginn 22. janúar kl. 13.30.
Margrét Jóhannesdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns míns, sonar, stjúpfööur og bróöur,
HREINS ÞORSTEINSSONAR,
Glerárgötu 14,
Akureyri.
Sigurlína Jónsdóttir, Rannveig Jónsdóttir,
stjúpbörn og systkinin.