Morgunblaðið - 20.01.1980, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980
Minning:
Sœmundur Símonar-
son frd Selfossi
Fæddur 22. marz 1903.
Dáinn 11. janúar 1980.
Kvoðja frá Félagi
ísl. símamanna
Þann 11. janúar s.l. lést hér í
Reykjavík Sæmundur Símonar-
son, fyrrv. símritari.
Sæmundur var fæddur á Sel-
fossi 22. mars 1903. Hann hóf störf
hjá Landssíma Islands áriö 1928
og hafði þá lokið námi í Sam-
vinnuskólanum. Fyrsti vinnu-
staður hans hjá Landssímanum
var Ritsímastöðin í Reykjavík og
þar hlaut hann kennslu í símritun
eins og margir fleiri á þeim árum.
Vorið 1929 var Sæmundur send-
ur til Akureyrar til afleysinga á
ritsímanum þar. Um haustið lá
svo leiðin til Seyðisfjarðar í sömu
erindagjörðum. Dvölin þar varð þó
lengri en áformað hafði verið eða
allt fram til 1941 að hann fluttist»
til Reykjavíkur á ný og þá aftur á
Ritsímann.
Á Ritsímanum í Reykjavík
starfaði Sæmundur síðan óslitið
til 1973 að hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Sæmundur var traustur og góð-
ur starfsmaður, sem ávallt sýndi
árvekni og samviskusemi í starfi.
Sæmundur varð fljótlega mjög
áhugasamur um féiagsmál síma-
manna og eftir að hann kom til
Reykjavíkur fór hann að taka
virkan þátt í starfi Félags ísl.
símamanna á öllum sviðum.
Hann var trúnaðarmaður sinna
vinnufélaga í áratugi og fulltrúi
þeirra í Félagsráði F.Í.S. allt fram
á sitt síðasta starfsár. Þá átti
hann sæti í framkvæmdastjórn
félagsins um árabil og formaður
F.Í.S. var hann í 3 ár. Hann var
fulltrúi félagsins í Starfsmanna-
ráði Landssímans í fjölmörg ár og
sat mörg þing BSRB. Eínnig átti
hann sæti í stjórn Byggingasam-
vinnufélags símamanna frá 1957
og allt til dauðadags. Að öllum
þessum störfum gekk Sæmundur
með áhuga og dugnaði. Hann var
laginn samningamaður og fylginn
sér ef um réttlætismál og sann-
gjarnar kröfur var að ræða, en það
átti ekki við hann að bera fram
óraunhæfar kröfur. Hann var líka
í hópi þeirra sem ávallt byrja á að
gera kröfur til sjálfs sín, enda
alinn upp á þeim tíma þegar slíkt
þótti sjálfsagt.
Á 60 ára afmæli F.Í.S. 1975 var
Sæmundur kjörinn heiðursfélagi
þess í þakklætisskyni fyrir fórn-
fúst starf í áratugi í þágu
íslenskra símamanna og félags-
samtaka þeirra. En þó að Sæm-
undur léti af störfum hjá síma-
num var hann ekki hættur af-
skiptum af félagsmálum. Hann
var kjörinn fyrsti formaður fé-
lagsdeildar eftirlaunafólks, en sú
deild var stofnuð á landsfundi
F.Í.S. 1975. Símamenn kveðja nú
fallinn forystumann og félaga með
virðingu og þökk.
Við sendum Svanhildi eiginkonu
hans og sonum ásamt öðrum
ástvinum innilegar samúðarkveðj-
ur og biðjum þeim allrar blessun-
ar.
Ágúst Geirsson.
Þegar ég frétti að Sæmundur
vinur minn væri orðinn veikur af
sjúkdómi þeim er flestum grandar
á efri árum ævinnar, vissi ég að
brátt mundi koma að endalokun-
um. Þó urðu þau fyrr en mig
grunaði. Nú er þökk í hugum
ástvina Sæmundar sál., að dauða-
stríðið skyldi ekki verða öllu
lengra en raun varð á, fyrst sýnt
var að engrar lækningar varð
auðið. Sama segi ég og aðrir vinir
og kunningjar hans. Við fögnum
því fyrir hans hönd að stríðinu
skuli nú lokið. Og eftir lifir
minning mæt, þótt maðurinn deyi.
Sæmundur Símonarson var
fæddur að býlinu Selfossi í Árnes-
sýslu hinn 22. mars 1903. Voru
foreldrar hans Símon Jónsson
bóndi og trésmiður, d. ’36, og kona
hans Sigríður Sæmundsdóttur frá
Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, d.
’65.
Sæmundur ólst upp hjá foreldr-
um sínum og var til heimilis hjá
þeim fram yfir tvítugsaldur. Hann
gekk í Samvinnuskólann og út-
skrifaðist þaðan vorið 1926. Upp
frá því var hann einlægur sam-
vinnumaður og vann mjög að
viðgangi þeirrar hugsjónar allt til
æviloka. Er nú einum góðum
samvinnumanni færra i höfuðstað
landsins, þegar Sæmundur er all-
ur.
Af framanskráðu hefði mátt
ætla, að Sæmundur hefði gerzt
starfsmaður samvinnuhreyfingar-
innar. Hann hóf nám í símritun
árið 1928, í Reykjavík. Gerðist
fyrst símritari á Akureyri 1929.
Það ár fluttist hann til Seyðis-
fjarðar og var þar við sama starf
til ársins 1941. En í Reykjavík
vann Sæmundur við símritun fri
’41 til þess tíma er hann varð í!
hætta, er sjötugsaldri var náð. Frá
þeim tíma og nær til dánardægurs
sinnti Sæmundur hugðarefnum
sínum, sem voru félagsmál og
stjórnmál. Hann var þannig form.
Eftirlaunadeildar Félags. ísl.
símamanna frá 1976. Heiðursfé-
lagi F.Í.S. ’75.
Sæmundur var virkur í félags-
málum stéttar sinnar um langa
hríð og voru honum þar falin
æðstu trúnaðarstörf. Þannig var
hann í stjórn Félags íslenzkra
símamanna í mörg ár og formaður
árin 1961—64. Lagði hann mikið á
sig fyrir stéttarsamtök sín, tíma
og orku. Félagsstörf eru sem
kunnugt er tímafrek, og verða
ekki unnin að gagni af öðrum en
þeim, sem vilja einhverju fórna,
án þess að ætíð komi fyllsta
greiðsla fyrir. Sæmundur vinur
átti þjónustulundina ljúfu. Starfa
hans má því minnast með þakk-
læti nú við leiðarlokin. Samvizku-
semi hans í starfi var við brugðið.
Og hann sóttist aldrei eftir hækk-
unarstöðum í starfi sínu.
Fyrir um áratug hófust kynni
mín af fjölskyldunni að Dunhaga
11. Þar hef ég oft litið inn og
jafnvel verið nætursakir við og
við. Mér hefur ætíð fundist ég vera
eins og heima hjá mér hjá Sæ-
mundi og Svanhildi konu hans
Guðmundsdóttur Þorvarðarsonar
hreppstjóra frá Litlu Sandvík.
Þau voru gefin saman í hjónaband
árið 1930, og hefðu haldið upp á
gullbrúðkaupsdaginn á þessu ári,
ef allt hefði farið að vonum. Þau
eignuðust þrjá syni, sem allir eru
á lífi; þeir eru Guðmundur, Þor-
varður og Gunnar.
Sæmundur var ljúfur maður í
umgengni og léttur í máli. Mér
fannst ég ætíð koma glaðari af
fundi hans. Áhugi hans á lands-
málum var vakandi. Mér er bæði
ljúft og skylt að minnast Sæ-
mundar, eins þess bezta manns er
orðið hefur á vegi mínum. Fyrir
það vil ég þakka. Og frá húsi mínu
sendi ég aðstandendum Sæmund-
ar innilegar samúðar- og vinar-
kveðjur á viðkvæmri kveðjustund.
Blessuð sé minning Sæmundar.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Sæmundur Símonarson lést í
Reykjavík 11. janúar s.l. og varð
því tæpra 77 ára. Hann var sonur
Símonar bónda og smiðs Jónsson-
ar á Selfossi og Sigríðar Sæ-
mundsdóttur konu hans og ólst
hann þar upp. Átti það eftir að
reynast honum drjúgt vegarnesti
enda voru Selfosshjónin þekkt að
myndarskap og áhuga á framför-
um og menningarmálum. Gest-
kvæmt var þar jafnan og hlutu
þar beina allra stétta menn og
fluttu með sér ólíkar skoðanir og
ný viðhorf. Kynntist hann þar
ýmsum forustumönnum íslenzkra
þjóðmála og mótuðust skoðanir
hans af því. Á þessum árum var
samvinnustefnan að ryðja sér
braut og varð Sæmundur fylgis-
maður hennar alla tíð og lagði
henni sitt lið.
Árið 1924 settist hann í Sam-
vinnuskólann og lauk þaðan prófi
tveimur árum síðar. Hóf hann
síðan símritanám og starfaði sem
símritari á Seyðisfirði frá 1929 til
1941 en fluttist þá til Reykjavíkur.
Hélt hann þar áfram starfi símrit-
ara allt til 1973 er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Hann vann alla tíð mikið að
félagsmálum, gegndi m.a. trúnað-
arstörfum innan samvinnuhreyf-
ingarinnar og einnig meðal starfs-
bræðra sinna og var um skeið
formaður Félags íslenzkra síma-
manna og síðar var hann gerður
að heiðursfélaga þess.
Vorið 1930 gekk Sæmundur að
eiga Svanhildi Guðmundsdóttur
frá Litlu-Sandvík, nágranna sinn
frá uppvaxtarárunum, mikla
sómakonu, og eru synir þeirra þrír
búsettir hér syðra, Guðmundur
vátryggingamaður og Þorvarður
lögfræðingur, sem báðir eru
kvæntir, og Gunnar háskólanemi,
sem búið hefur með foreldrum
sínum.
Þótt starfsvettvangur Sæmund-
ar væri fjarri ættarbyggð hans
var hann ætíð nátengdur sveitinni
á bökkum Ölfusár, og margar urðu
ferðir þeirra Svönu og Munda
austur fyrir fjall til samvista við
vini og skyldmenni, en þar undu
þau bezt þegar tími gafst frá
dagsins önn.
Við Drífa og börnin okkar
þökkum Sæmundi af alhug sam-
verustundirnar og sendum Svönu,
sonunum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Gestur Steinþórsson.
Á morgun fer fram frá Foss-
vogskirkju útför Sæmundar
Símonarsonar, símritara frá Sel-
fossi, en hann lézt á Landspítalan-
um að kvöldi föstudagsins 11.
janúar, 76 ára að aldri.
Sæmundur var fæddur á Sel-
fossi 22. marz 1903. Foreldrar
hans voru hjónin á Selfossi, þau
Sigríður Sæmundsdóttir stein-
smiðs á Stokkseyri, Steindórsson-
ar í Stóru-Sandvík, og Símon
bóndi og trésmiður Jónsson. Hafa
ættmenn Símonar búið á Selfossi
frá árinu 1821, þegar Einar Jóns-
son, bóndasonur frá Óseyrarnesi,
fluttist þangað, og til þessa dags
eða í nærfellt 160 ár.
Jón, faðir Símonar, var sonur
Símons Þorkelssonar, bónda á
Gamla-Hrauni, og Sesselju, dóttur
Jóns Símonarsonar, bónda í Ós-
eyrarnesi upp úr aldamótunum
1800 og nafntogaðs formanns í
Þorlákshöfn, sem fluttist að Sel-
fossi árið 1831 og bjó þar síðan í
tvíbýli við Einar, son sinn.
Þau Símon og Sigríður tóku við
jörð og búi af fósturforeldrum
Símonar, Sesselju Hannesdóttur
og Gunnari, syni Einars frá Ós-
eyrarnesi árið 1898. Þá voru jarð-
skjálftarnir miklu nýafstaðnir,
sem ollu miklu tjóni á Selfossi.
Ölfusá hafði þá einnig nokkrum
árum áður, 1891, verið brúuð hjá
Selfossi. Olli sú framkvæmd bylt-
ingu í samgöngu- og atvinnumál-
um á Suðurlandi. En mestar urðu
þó breytingarnar á jörðinni Sel-
fossi, sem varð þegar miðstöð
allra samgangna og ferðalaga í
héraðinu og byggð tók að myndast
við brúna. Á búskaparárum
Símonar breyttist jörðin Selfoss
úr rýrðar búskaparjörð — með
miklum laxveiðihlunnindum — í
laglegasta kauptún og höfuðborg
alls Suðurlandsundirlendisins.
Símon á Selfossi, eins og hann
var vanalegast nefndur, hafði fjöl-
hæfar gáfur, var skýr og fróðleiks-
fús, með áhuga fyrir starfi og
framkvæmdum og lét málefni
almennings mikið til sín taka. Um
skeið gaf hann sig allmikið að
pólitík og var áhrifaríkur um
málefni héraðsins. Fylgdi hann
fast að málum þeim nöfnum
Hannesi Hafstein og Hannesi
Þorsteinssyni og lagði sig mjög
fram um að afla stjórnmálaskoð-
unum þeirra fylgis. Hann gegndi
ýmsum opinberum störfum. Var
um skeið bréfhirðingamaður, um-
sjónarmaður Ölfusárbrúarinnar
og var oddviti hreppsnefndar
Sandvíkurhrepps á árunum
1901—1910. Hann var víðlesinn og
átti stærra bókasafn en þá var
almennt meðal bænda, enda hafði
hann um skeið umfangsmikla
bókasölu á heimili sínu. Hann
bætti mjög jörð sína að húsum
eftir jarðskjálftana og stundaði
einnig miklar jarðabætur. Á árum
fyrri styrjaldarinnar stofnaöi
hann fyrstu verslun á Selfossi að
Sigtúnum í félagi við Kristján
Ólafsson.
Framan af búskaparárum Sím-
onar var þríbýli á Selfossi en síðan
tvíbýli. Þá og lengi síðan bjuggu í
Austurbænum Sigurgeir Arn-
bjarnarson og Jóhanna Bjarna-
dóttir. I þessu sambýli var ætíð
hið bezta samlyndi með húsbænd-
um og öðru heimafólki. Á þeim
árum bar mikinn fjölda gesta að
garði á Selfossi og mættu þar
ávallt mikilli gestrisni og nutu
margs greiða, sem oft kom sér vel,
er hrakinn ferðamann bar þar að
á erfiðum ferðalögum, áður en
bílaöld gekk í garð með breyttum
samgonguháttum og nýjum gisti-
stöðum.
Börn þeirra Símonar og Sig-
ríðar voru 5, er upp komust. Elst
voru Gunnar, bóndi á Selfossi, og
Sesselja, sem bjó lengi á Stokks-
eyri, nú bæði látin, þá Sæmundur,
og yngstar voru Soffía og Áslaug
Þórdís, sem báðar búa á Selfossi.
Sæmundur ólst upp í föðurgarði
og vandist allri algengri sveita-
vinnu, eins og títt var þá um unga
menn.
Árið 1924 hleypti hann heim-
draganum og innritaðist í Sam-
vinnuskólann. Var þar við nám í
tvo vetur og lauk þaðan burtfar-
arprófi vorið 1926 með lofsamleg-
um árangri. Skólastjóri var þá
Jónas Jónsson frá Hriflu, og
minntist Sæmundur hans æ síðan
sem frábærs kennara, sem hafði
undravert lag á að glæða áhuga
nemenda og víkka sjóndeildar-
hring þeirra. Munu þau kynni
mjög hafa mótað viðhorf Sæm-
undar til þjóðmála upp frá því.
Að námi loknu fór Sæmundur
alfarinn að heiman og réðst til
Landsímans. Lærði þar símritun
og hóf starf sem símritari á
Akureyri 1929. Fluttist síðan það
sama ár austur á Seyðisfjörð og
starfaði þar sem símritari til 1941.
Þá fiuttist hann til Reykjavíkur
og starfaði þar við Ritsímann til
1973, er hann lét af störfum vegna
aldurs.
Sæmundur kvæntist 18. maí
1930 frændkonu sinni, Svanhildi
Guðmundsdóttur hreppsstjóra í
L-Sandvík, Þorvarðarsonar.
Bjuggu þau fyrst á Seyðisfirði í
ellefu ár en fluttust þá til Reykja-
víkur og bjuggu fyrstu árin á
Snorrabraut 48. Árið 1955 fluttust
þau í eigin íbúð í nýreistu sambýl-
ishúsi að Dunhaga 11, sem reist
hafði verið á vegum Byggingar-
samvinnufélags símamanna.
Þau eignuðust þrjá syni. Elstur
er Guðmundur, f. 1931, starfs-
maður Sjóvá, giftur Kristínu Eyj-
ólfsdóttur, Þorvarður, f. 1947, lög-
fræðingur hjá Almennum trygg-
ingum h/f, giftur Ástu Láru Leós-
dóttur, og Gunnar, f. 1951, við nám
í háskólanum.
Sæmundur var alla tíð félags-
lyndur maður, mótaði sér ákveðn-
ar skoðanir á málefnum og átti
auðvelt með að færa rök fyrir sínu
máli, hver sem í hlut átti. Hann
lét snemma að sér kveða í málefn-
um stéttar sinnar. Átti lengi sæti
í stjórn Félags íslenzkra síma-
manna og var formaður félagsins
1961—64. Átti einnig sæti í stjórn
Byggingarfélags símamanna í yfir
20 ár. Árið 1975 var hann kjörinn
heiðursfélagi í Félagi íslenzkra
símamanna fyrir langt og óeigin-
gjarnt starf í þágu félagsins.
Þá lét hann um langt skeið
veiðimál mjög til sín taka innan
Veiðifélags Árnesinga. Nokkru
eftir að hann eignaðist jörðina
Kotferju, voru laxveiðar aftur
heimilaðar í net á vatnasvæði
Ölfusár og Hvítár. Réði hann þá
tóru-Sandvíkurbræður, Jóhann,
Sigurð og Ögmund, til þess að
stunda veiðina, sem þeir hafa gert
síðan. Fór hann á sumrin marga
ferðina austur til þess að fylgjast
með veiðunum. Voru það oft hans
glöðustu stundir að fara með þeim
bræðrum út á Kotferju á fögrum
júlí-kvöldum, þegar veiðin var í
hámarki, að vitja um. Og var þá
oft glatt á hjalla við ferjustaðinn.
Ég hef þekkt Sæmund allt frá
því, er ég man fyrst eftir mér.
Hafa þau kynni verið mér til
mikillar ánægju. Lundin var létt
og kímin, hann las mikið og
fylgdist vel með því, sem gerðist
fyrir austan fja.ll. Minnugur og
fróður og sagði manna bezt frá
liðnum atburðum, sem hann
mundi úr æsku sinni eða heyrði
gamalt fólk segja frá.
Að leiðarlokum þanna ég Sæm-
undi ævilanga vináttu og óska
honum blessunar í nýjum heim-
kynnum. Svanhildi frænku, sonum
hennar og fjölskyldum, sendi ég
alúðarkveðjur,
Guðm. Kristinsson
+
Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför
eiginmanns míns og föður,
HELGA KRISTJÁNSSONAR
Móabarði 20, Hafnarfíröi.
Sigrún Sæmundsdóttír,
Krisfján Helgason.
+
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og
vinsemd við fráfall móður okkar
ÞORLAUGAR HILDAR BENEDIKTSDÓTTUR
Sóley Þorsteinsdóttir,
Garðar Þorsteinsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
JÓNS GUDFINNSSONAR
Álftamýri 32.
Þorgerður Einarsdóttir, Vera Einarsdóttir,
Einar Jónsson,
og barnabörnin.