Morgunblaðið - 20.01.1980, Qupperneq 32
wvn
QUARTZ — úr
Þessi heimsþekktu
úr fást hjá flestum
úrsmiöum.
Síminn á afgreiöslunm er
83033
}fl«r()nnHnbit>
SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980
Framleið-
endur voru
í góðri trú
Nefnd til Þýzkalands
í dag til viðræðna um
rækjuna frá Akureyri
KRISTJÁN Jónsson fram-
kvæmdastjóri K. Jónsson
og co á Akureyri heldur til
V-Þýzkalands í dag ásamt
þremur starfsmönnum
Sölustofnunar lagmetis til
viðræðna við þarlenda
kaupendur rækju frá
Akureyri. Fram hefur
komið í fréttum, að hið
þýzka fyrirtæki hefur
kvartað yfir rækjusend-
ingu frá K. Jónsson og
telur að framleiðslan hafi
ekki verið eins og um var
beðið.
Forráðamenn K. Jónssonar telja
sig hins vegar hafa farið að öllu
leyti eftir óskum Þjóðverjanna og
m.a. sleppt sítrónusýru úr leginum
að beiðni umboðsmanns þeirra.
Um þetta verður fjallað í viðræð-
um fjórmenninganna við Þjóð-
verja, en útflutningsverð rækj-
unnar er fór í haust var yfir 200
milljónir króna.
Miklar hræringar hafa verið í
lagmetisiðnaði að undanförnu.
Norðurstjarnan í Hafnarfirði hef-
ur sagt sig úr Sölustofnun lagmet-
is, K. Jónsson og KEA á Akureyri
eiga í viðræðum um hugsanlega
aðild KEA að fyrirtækinu, for-
maður stjórnar Sölustofnunar er í
leyfi til vors og framkvæmdar-
stjórinn hefur sagt starfi sínu
lausu. Þá er ný reglugerð um
eftirlit með lagmetisframleiðslu
væntanleg á næstunni og loks má
geta þess að samninganefnd fer í
dag til Moskvu, þar sem viðræður
hefjast á þriðjudag um sölu á
gaffalbitum héðan til Rússlands.
Siá nánar bls. 17: Uppskrift-
inni breytt að beiðni
kaupenda?
LjA«m. Mbl. RAX.
Tían leigð fyrir
4,5 milljarða kr.
Áframhaldandi eignaraðild tryggð og tekjuafgangur að auki
í SAMTALI í blaðinu í day,
við Sigurð Helgason for-
stjóra Flugleiða kemur
fram að Flugleiðir hafa
leigt DC-10 breiðþotuna til
tveggja ára fyrir 11 millj-
ónir dollara eða um 4,5
milljarða króna, en leigan
Bjartur NK fékk á sig brotsjó:
Rak stjórnlaust að landi
þegar aðalvél stöðvaðist
Komst af eigin rammleik til Isafjarðar
Isafirfli. 19. jan.
SKUTTOGARINN Bjartur NK
121 frá Neskaupstað fékk á sig
brotsjó sl. nótt 5,5 mílur norður
af Hælavíkurbjargi. Engin slys
urðu á mönnum, en bakborðs-
stokkur bognaði inn, björgunar-
bátur flaut upp og bjarghringir
og annað lauslegt sópaðist fyrir
borð. Aðalvéi stöðvaðist og rak
togarann stjórniausan í átt að
landi í um það bil tvær klukku-
stundir.
Bjartur var á heimleið af Vest-
fjarðamiðum sl. nótt er óhappið
varð. Skipstjórinn, Sveinn Bene-
diktsson, var í brúnni ásamt
öðrum stýrimanni og háseta. Veð-
ur var NA 10—12 vindstig, stór-
sjór og bylur. Brotsjórinn kom á
bakborðssíðu togarans og var aflið
svo mikið að togarinn lagðist á
stjórnborðshlið, svo mikið að
björgunarbátur, sem geymdur var
á stjórnborðsbrúarvængnum
slitnaði úr festingum og blés sig
upp. A.m.k. 5 bjarghringir kurluð-
ust í sundur, björgunarbátur á
bakborðsbrúarvæng færðist til í
sæti sínu og munaði minnstu að
hann færi líka. Loftventill rifnaði,
lausir bobbingar og trollið flutu
yfir í stjórnborðssíðu og 70 tonn af
fiski í lest færðust til. Talstöðvar
slitnuðu úr sætum sínum og varð
langbylgjustöðin óvirk. Ljóskast-
arar efst í afturmastri skemmdust
og virðist að þetta eina ólag hafi
fært mest allan togarann í kaf.
Skipstjóranum tókst að snúa
upp í veðrið, en þá stöðvaðist
aðalvélin. Kallað var út í VHF
stöð og beðið um aðstoð og lögðu
togararnir Kaldbakur og Arnar af
stað til hjálpar. Vélstjóranum,
Guðmundi Sigmarssyni, og
mönnum hans tókst að finna
bilunina, sem varð þegar sjór
komst í rafmagnstöflu undir neta-
lest. Við það stöðvuðust dælur
fyrir smurolíu og vatn að vélinni
og stöðvast hún þá sjálfkrafa.
Eftir tveggja tíma rek tókst að
koma aðalvélinni aftur í gang og
átti skipið þá eftir 3 mílur í
Hælavíkurbjargið.
Togarinn kom til ísafjarðar um
10 leytið í morgun. Hér verður
gert við rafmagn og annað sem
nauðsynlegt er en skipstjórinn
reiknaði með að halda af stað
heim seinni partinn í dag og fara
þá suður fyrir land. Hann hafði
orð á því, að veðurspáin fyrir
þetta svæði þegar óhappið varð
hafi verið suðvestan gola.
Togarinn Bjartur er af minni
gerð skuttogara, smíðaður í Japan
1973. A honum er 16 manna áhöfn.
Úlfar
greiðir öll útgjöld Flug-
leiða vegna þotunnar og
greiðsluskuldbindingar í
áíramhaldandi eignarað-
ild og er þá nokkur tekju-
afgangur af leigunni að
auki. Reiknað er með að
breiðþotan komi aftur til
starfa hjá Flugleiðum að
loknum leigutíma.
Þá kemur einnig fram í
viðtalinu að Sigurður telur
fargjöld á Atlantshafsleið-
inni 10—15% of lág miðað
við tilkostnað, en ákveðin
merki um þróun í átt til
hærri fargjalda þrátt fyrir
mikla samkeppni hafa
komið fram að undanförnu.
Þrátt fyrir samdrátt
vegna aðstæðna og ástands
á mörkuðum í flugheim-
inum munu Flugleiðir
stefna að því að halda fyrst
og fremst í horfinu með það
fyrir augum að rétta rekst-
urinn við og hefja síðan
áframhaldandi uppbygg-
ingu þegar aðstæður leyfa.
Sjá á bls. 14 og 15: „Þá
verður auðveldara að fikra
sig áfram á ný.“
Vinstri viðræður:
Fjallað um umsögn
Þjóðhagsstofnunar
VIÐRÆÐUR um myndun vinstri
stjórnar undir forystu Svavars
Gestssonar, alþingismanns héldu
áfram i gær og hófust fundir
forystumanna vinstri flokkanna
klukkan 14. í gærmorgun fóru
fram óformlegar viðræður for-
ystumanna flokkanna í Þórs-
hamri og í gærmorgun klukkan
11 var þingflokksfundur alþýðu-
flokksmanna í Alþingishúsinu.
Dagskrá þingflokksfundar al-
þýðuflokksmanna var umfjöllun
tillagna Alþýðubandalagsins um
hjöðnun verðbólgu. Þegar fundur-
inn hófst lágu hvorki fyrir álits-
gerðir Þjóðhagsstofnunar um til-
lögurnar né verðlagsskrifstofunn-
ar um niðurfærslu verðlags, en
viðræðuaðilar Alþýðubandalags-
ins höfðu óskað eftir þeim á fundi
á fimmtudag. Þess var vænzt, að
umsögn Þjóðhagsstofnunar yrði
tilbúin um klukkan 15 í gær.
Á fundinum í gær var búizt við,
að Framsóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur segðu álit sitt á tillögun-
um, en opinber umsögn forystu-
manna þeirra er, eins og kunnugt
er af fréttum, mjög neikvæð.