Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 12

Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabankans: Innlánsbinding og afurdalán í grein þessari verður fjallað um samhengið milli bundinna innlána viðskiptabanka, sparisjóða og inn- lánsdeilda í Seðlabankanum og endurkaupa bankans á afurðalán- um frá þessum aðilum. ‘Rætt verður um áhrif breytilegrar af- stöðu milli þessara stærða á peningalegt jafnvægi, gjaldeyr- isstöðu þjóðarbúsins og þróun bankakerfisins og atvinnuveg- anna. Gerð verður nokkur grein fyrir stefnuviðhorfum til grund- vallar aðgerðum á þessu sviði og til hugsanlegra kerfisbreytinga. Tekið skal fram, að haglýsing- arefni þessarar greinar hefur þeg- ar verið nýtt sem inngangsgrein í marz-hefti Hagtalna mánaðarins. Stefnuviðhorf eru að sjálfsögðu á ábyrgð höfundar. Innláns- bindingin Seðlabankar, eða þjóðbankar, afla sér starfsfjár með ýmsum hætti og hafa jafnframt mjög mismunandi hátt á því, hvort fé er ráðstafað á eigin vegum eða settir samsvarandi skilmálar um starf- semi viðskiptabanka. Upprunaleg- ast í þessu efni er eigið fé seðlaútgáfubanka, sem gjarnan voru hlutafélög með sérleyfi, og það fest í gulli og viðurkenndum frjálsum gjaldeyri sem baktrygg- ingu seðlaútgáfunnar. Innlán við- skiptabanka voru aftur á móti tryggð með tilteknu hlutfalli seðlaeignar eða innstæðu í seðla- banka við innlán hjá þeim sjálf- um, auk þess sem gjaldeyrir og örugg og auðseljanleg skuldabréf, einkum ríkisskuldabréf, komu til álita í því sambandi. Framan af voru öryggissjónarmið einkum lögð þessu til grundvallar, en jafnframt nauðsyn þess að setja hömlur við vexti peningamagns, er menn töldu hafa áhrif á verðlagsþróun. Hagstjórnarvið- horfið varð með tímanum æ fyrir- ferðarmeira og tók tillit til fjöl- þættari stefnumiða, þ.á m. atvinnuöryggis, hagvaxtar og byggðaþróunar, þótt með tíman- um yrðu andstæður þeirra við markmið verðfestu einnig ljósari. Reglur um varasjóðsmyndun eða innlánsbindingu reyndust hentugt tæki á peningasviðinu, og þá einkum ef hömlur höfðu verið settar á beitingu vaxta og annarra lánskjara. Með aðskilnaði Seðlabankans undir sérstakri stjórn frá Lands- banka, viðskiptabanka, árið 1957 var heimild til innlánsbindingar tekin í lög og síðan ítrekuð við stofnun sjálfstæðs Seðlabanka ár- ið 1961. Lögbundið hámark bind- ingar var 20% af heildarinnlán- um, árin 1961—1963 þó aðeins 15% af spariinnlánum. Lögbundið hámark var hækkað í 25% árið 1964 og stóð svo fram að setningu laga um stjórn efnahagsmála o.fl. á sl. ári, að hámarkið var hækkað í 28%. Innan hinna lögleyfðu marka hefur verið beitt sveigjanlegum ákvæðum. Lágmarksbinding 2— 3% af heildarinnlánum gilti fyrstu árin, en hefur síðan ekki haft þýðingu. Tvenns konar hlut- föllum er beitt: annars vegar hlutfalli nýrrar bindingar af inn- lánaaukningu, sem verið hefur 30%, nema á árunum 1963—1965 25%, og hins vegar hlutfalli heild- arbindingar af heildarinnlánum, hækkandi frá 18% 1965 upp í 25% lögbundið hámark 1976, og enn í 27% frá marslokum 1979 og í 28% í júní og júlí, en þá var innheimt 1% aukabinding til þess að flýta framkvæmd áður greindrar hækk- unar lagalegs hámarks. Aukning- arbindingunni er beitt við hverja stofnun, þar til heildarbinding rekst á áður greind hámörk, sem þá gilda um innlánaaukningu, og virka þau þannig til jöfnunar milli innlánsstofnana. Eftir því sem bindingin hefur rekist víðar á heildarhámarkið, hefur dregið úr virkni hennar gagnvart innlána- aukningu og því reynst nauðsyn- legt að snúast við því með hækkun hámarksins. Bundnar innstæður innláns- stofnana hafa þróast upp í að Áhrif á peningalegt jafnvægi og þróun banka- kerfis og atvinnuvega verða veigamesti þáttur starfsfjár Seðlabankans. Sem hlutfall af innstæðum innlendra aðila í bank- anum, þ.e. að frátöldum erlendum skuldum, eigin fé og seðlum og mynt, hafa bundnar innstæður yfirleitt numið milli 50 og 55% í árslok síðasta áratuginn, 52,3% í lok janúar sl. eða 62,7 milljörðum kr. Endurkaup afurðalána Seðlabankar eru hvarvetna bankar innlánsstofnananna, sem þær geta leitað til um fyrir- greiðslu, þegar í harðbakkann slær. Fyrirgreiðslureglur eru með ýmsum hætti og gjarnan tengdar því, að viðskiptabankarnir sinni eðlilegri fyrirgreiðslu við atvinnu- lífið og mæti árstíðasveiflum og byggðavanda, en án peningalegrar þenslu. Þar sem peningakerfi og bankakerfi er á þróuðu stigi og sæmilegt jafnvægi á peninga- markaði, eru yfirleitt gerðar tvenns konar kröfur til banka- stofnana, áður en þær eigi tilkall til fyrirgreiðslu seðlabanka: að þær leiti samræmis milli innlána- og útlánahlutverka sinna og að þær leiti sér úrræða eftir leiðum lánsfjármarkaðarins, þegar tíma- bundinn misbrestur verður þar á. Ein leiðin til þess að veita innlánsstofnunum slíka fyrir- greiðslu hefur verið að endur- kaupa af þeim trygg og auðselj- anleg eða stutt verðbréf, þ.á m. framleiðsluvíxla einkum tengda erlendum gjaldeyri. Þar með var talið fullnægt tryggingarsjónar- miði auk sveigjanleika og tengsla við raunverulegar framleiðslu- þarfir án þenslu. Þetta fyrirbyggir þó ekki, að um þessa gátt geti flætt snögg og mikil peningaleg þensla út í þjóðarbúskapinn, ef byggt er á sjálfvirkum endur- kaupareglum og hagstæðum lánskjörum, enda hafa snöggir og miklir þenslu- og verðbólgusprett- ir verið tengdir slíkum sjálfvirk- um endurkaupum. Nú til dags hneigjast seðlabankar því mun meir að annars konar fyrir- greiðslu, metinni eftir hlutverki og þörfum bankastofnana með hliðsjón af efnahagsárferði, árs- tíðasveiflu o.þ.h. Endurkaup afurðalána af við- skiptabönkum hér á landi hófust þegar árið 1924, en þar komu aðeins við sögu gjaldeyrisbank- arnir tveir, og voru endurkaupin breytileg eftir stöðu bankanna hverju sinni. Á stríðsárunum varð staða viðskiptabankanna svo styrk, að endurkaup féllu niður frá maí 1941 til marz 1947. En á þeim tíma, eða árið 1945, hófst vaxtamismunun viðskiptabank- anna í þágu útflutningsfram- leiðslu, og ágerðist hún með tím- anum, þar til breytt var yfir í gengisbundin kjör í ársbyrjun 1979, en stendur enn á afurða- og rekstrarlánum til framleiðslu fyrir innlendan markað. Þessi mismunun í lánskjörum, auk for- gangs að lánsfé, leiddi til tvíefldr- ar ásóknar í viðurkennd og endur- kaupanleg framleiðslulán, enda þá jafnan unnt að rökstyðja þá kröfu sem réttlætismál. Var í vaxandi mæli látið undan þeim þrýstingi og hófust regluleg endurkaup vegna landbúnaðar árið 1951 og vegna iðnaðar árið 1966. Veigamesta ákvörðunaratriði endurkaupanna er það hlutfall af verðmæti afurðanna, sem lánað er með þessum hætti, þ.e. hið svonefnda endurkaupahlutfall. Frá stríðslokum til gengisfelling- arinnar 22. febrúar 1960 nam þetta hlutfall %, eða 66,7%. Þá var krónutölu endurkaupa á af- urðaeiningu haldið óbreyttri og hlutfallið lækkað tilsvarandi í 58,5%, og með sama hætti var færi gengisbreytingarinnar 4. ág- úst 1961 nýtt til þess að lækka hlutfallið í 55%. Við það stóð til Ráðstef na, um manneld- ismarkmið MANNELDISFÉLAG íslands og Manneldisráð íslands boða til ráðstefnu næstkomandi laugar- dag þann 22. mars kl. 1 e.h. undir heitinu MANNELDISMARK- MIÐ. Ráðstefnan verður haldin í stofu 101, Lögbergi, Háskóla íslands og hefst hún kl. 1 e.h. og lýkur kl. 6 sama dag. Gestur ráðstefnunnar verður prófessor Björn Isaksson, forstöðumaður næringafræðistofnunar Sahl- grenska sjúkrahússins í Gauta- borg. Prófessor Björn Isaksson er hér á ferð sem sérfræðilegur ráðu- nautur um matvælarannsóknir fyrir Rannsóknastofnun landbún- aðarins, Háskóla íslands og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Er- indi hans á ráðstefnunni nefnist: Reynsla Svía af setningu mann- eldismarkmiða. Aðrir frummæl- endur ráðstefnunnar verða: Lauf- ey Steingrímsdóttir, næringar- fræðingur: Hvers vegna manneld- ismarkmið á íslandi, Jón Óttar Ragnarsson, dósent: Manneldis- markmið í Bandaríkjunum, Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri: Manneld- isstefna Norðmanna og Jónas s- markmið og matvælastefna. Eftir stutt kaffihlé verða hring- borðsumræður, þar sem rætt verð- ur hvort æskilegt og tímabært sé að setja manneldismarkmið á Is- landi og í hverju slík markmið væru fólgin. Tennur þínar byrja að myndast strax á 5. mánuði i móðurkviði. Þær em í stöðugri uppbyggingu fram á þrítugsaldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.