Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 5 Sjómenn á Suðureyri: Leita eftir samstöðu um „skæruhernað44 VERKALÝÐS- og sjómannafélagið Súgandi á Suðureyri hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við kröfur Alþýðusambands Vestfjarða í kjaradeilunni við Útvegsmannafé- lag Vestfjarða. Fundur í Súganda var haldinn á þriðjudagskvöld og fól hann stjórn og trúnaðarmanna- ráði að leita eftir samstöðu við félög á svæði ASV um „árang- ursríkar aðgerðir“. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundinum: „Fundur í verka- lýðs- og sjómannafélaginu Súganda haldinn 18/3 fordæmir þau vinnu- brögð Útvegsmannafélags Vest- fjarða að vísa samningsgerð þess og Alþýðusambands Vestfjarða til Landssambands íslenzkra útvegs- manna. Telur fundurinn, að samn- ingsgerð þessara aðila sé betur komin heima í héraði og séu það Mikil lífskvikutil- þrif á Sæluviku Sauöárkróki 19. marz. SÆLUVIKA Skagfirðinga stendur nú sem hæst hér á Sauðárkróki. Hún hófst s.l. laugardag með skemmtisamkomu Karlakórsins Heimis. Þar söng kórinn undir stjórn Sven Arne Korshann. Ein- söngvarar voru Guðmann Tobíasson og Jóhann Friðgeirsson. Á sunnu- dag efndu tóniistarfélagið og Tón- listarskólinn til hljómleika í safna- húsinu. Þar söng Sigriður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona við undirleik Jónasar Ingimundarson- ar. Húsið var þétt setið og listafólk- Leiðrétting I frásögn í blaði yðar í dag miðvikudag um fund ullariðnaðar- ins sl. mánudag gætir smávægilegs misskilnings í því sem ég sagði á þeim fundi og þykir mér nauðsyn- legt að eftirfarandi komi fram: Ég ræddi annars vegar um að endurgreiðslur uppsafnaðs sölu- skatts væru öllum til skammar sem að þeim hefðu staðið. Það væri lítið tilefni til sérstakra hrósyrða, þótt ríkisstjórnin ákveði að endur- greiðslan dragist í allt að 15 mánuði í stað 17 mánaða. í annan stað sagði ég, að tilmæli ríkisstjórnarinnar til lánasjóða iðnaðarins, að þeir fari gætilega í sakirnar varðandi lán vegna stofn- unar nýrra fyrirtækja í ullariðnaði, hefði það í för með sér, að á næstunni muni sjóðirnir ekki fjalla um slík mál. Því væri ekki að vænta niðurstöðu í fyrirliggjandi málum á næstu mánuðum. Reykjavík, 19. mars 1980 Valur Valsson inu frábærlega vel tekið. Síðar um daginn var opnuð í Safnahúsinu sýning á málverkum og höggmyndum eftir Gísla Guðmann á Akureyri. Um kvöldið frumsýndi Leikfélag Sauðárkróks sjónleikinn Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson, leikstjóri er Ásdís Skúladóttir og aðstoðarleikstjóri Jón Ormar Ormsson. Leikmynd gerði Jón Þórisson. Húsfyllir var og leiknum ágæta vel tekið. Höfundur var meðal leikhúsgesta og var honum ásamt leikstjóra, leikmyndahöfundi og leik- urum þakkað vel og lengi í leikslok og þeim færð blóm. Leikfélagið sýnir Týndu teskeiðina alla daga Sæluvik- unnar. Kirkjukór Sauðárkróks hélt kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju á mánudags og þriðjudagskvöld. Var kirkjan þétt setin bæði kvöldin. Þar söng Kirkjukórinn undir stjórn Jóns Björnssonar tónskálds, einsöngvarar með kórnum voru Ragnhildur Ósk- arsdóttir og Þorbergur Jósepsson. Gísli Magnússon bóndi í Eyvindar- holti flutti ræðu og söngvararnir Sverrir Guðmundsson og Hlíf Kára- dóttir sungu einsöng og tvísöng við undirleik Gróu Hreinsdóttur. Gagn- fræðaskólanemendur höfðu skemmtisamkomu í Bifröst á mánu- dag og um kvöldið var unglingadans- leikur. Kvikmyndasýningar eru alla daga og dansleikir flest kvöld. Verkakvennafélagið Aldan efnir til skemmtana þar sem m.a. Leikfélag Skagfirðina í Varmahlíð sýnir gam- anleikinn Borðdans og bíómyndir. Leikstjóri er Kristján Sigurpálsson. Á laugardag syngur Samkór Sauð- árkróks undir stjórn Lárusar Sig- hvatssonar í Bifröst, en Sæluviku lýkur n.k. sunnudag. Veður hefur verið eins og bezt hefur verið á kosið og vegir líkt og á sumardegi. - Kári. Rikisútgáfa námsbóka: Borist hafa 28 handrit í samkeppni um barnabók NÝLEGA rann út skilafrestur handrita i samkeppni sem Ríkisút- gáfa námsbóka ákvað í maí siðast- liðnum að efna til um samningu bókar er skyldi vera við hæfi barna á skólaskyldualdri. Að sögn Braga Guðjónssonar forstöðumanns Rík- isútgáfunnar var ákveðið að efna til samkeppninnar í tilefni barna- árs, og var þá jafnframt ákveðið að hafa samkeppnina mjög opna, þannig að væntanlegum höfundum yrðu settar sem allra minnstar hömlur í meðferð þeirra á væntan- legu efni. Bragi sagði nú alls hafa borist 28 handrit, og hefðu þau verið að skila sér fram á síðustu daga í pósti. FUNDUR, haldinn á Akureyri 15. marz sl. sem til var boðað af stjórn Iðju og starfsmannafélagi Iðnað- ardeildar Sambandsins samþykkti að beina þeim tilmælum til þing- manna Norðurlandskjördæmis eystra, að þeir beittu sér fyrir lausn á þeim vanda, sem ullar- og skinnaiðnaður landsmanna á við að striða. Fundurinn skorar á þingmenn að sameiginlegir hagsmunir beggja að- ila að þurfa ekki að sækja samninga til Reykjavíkur." Guðni Einarsson, fulltrúi Súg- anda í samninganefnd ASV, sagði í samtali við Mbl. í gær, að „mikill hiti hefði verið í fundarmönnum vegna framkomu samningamanna útgerðarmanna og þeirri afstöðu þeirra að vilja ekki ræða neinar kröfur. Okkur finnst til dæmis einkennilegt hvernig mennirnir leyfa sér að strika svona yfir atriði eins og skiptakjör á úthafsrækju- veiðum, sem ekkert samkomulag er til um.“ Mbl. spurði Guðna, hvað átt væri við með „árangursríkum aðgerðum" og sagði hann, að það hefði komið fram á fundinum, að menn væru ekki almennt tilbúnir í verkfall strax, en hins vegar hefði verið rætt um að ná samstöðu um „einhvers konar skæruhernað". Guðni sagði, að Sjómannafélag ísfirðinga hefði ekki kynnt öðrum félögum fyrirætl- un sína um verkfallsboðun, né leitað eftir samstöðu annarra félaga á Vestfjörðum. Iðnrekendur ræða málin ÁRSÞING Félags íslenzkra iðn- rekenda verður haldið i Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 20. marz. Þar munu flytja ræður Hjörleif- ur Guttormsson iðnaðarráðherra, Davíð Scheving Thorsteinsson formaður FÍI og Þórhallur Ás- geirsson ráðuneytisstjóri. Þá mun dr. Ingjaldur Hannibalsson deild- arstjóri flytja erindi. Yfirlögregluþjón- ar stofna félag Þann 17. marz sl. komu yfirlögregluþjónar hvaðanæva að af landinu saman í Reykjavik til að stofna með sér félag. Félag yfirlögregluþjóna telur 26 félaga og eins og segir í lögum þess er tilgangur félagsins að halda kynningu yfirlögregluþjóna og vinna að menningar- og hagsmunamálum þeirra. Fyrstu stjórn félagsins skipa: Formaður: Gísli Guðmundsson Rannsóknarlögreglu ríkisins, ritari: Guðmundur Hermannsson, Reykjavík, gjaldkeri: Jón Guðmundsson, Sel- fossi. Varastjórn skipa: Formaður: Páll Eiríksson, Reykjavík, ritari: Ólafur K. Guð- mundsson, Hafnarfirði, gjaldkeri: Benedikt Þórarinsson, Keflavíkur- flugvelli. Á meðfylgjandi mynd, sem var tekin af fundarmönnum eru, talið frá vinstri: Benedikt Þórarinsson, Kefla- víkurflugvelli, Jón Guðmundsson, Selfossi, Gísli Guðmundsson, RLR, Guðmundur Hermannsson, Reykjavík, Ólafur K. Guðmunds- son, Hafnarfirði, Páll Eiríksson, Reykjavík. Öskar Ólason, Reykjavík, Gísli Ólafsson, Akureyri, Ásmundur Guðmundsson, Kópavogi, Tryggvi Kristvinsson, Húsavík, Valdimar Jónsson, Kópavogi, Þórir Marons- son, Keflavík. Ragnar Vignir, RLR, Sverrir Guðmundsson, Reykjavík, Albert Albertsson, Keflavíkurflugvelli, Stefán Bjarnason, Akranesi, Bjarki Elíasson, Reykjavík, Njörður Snæ- hólm, RLR, Steingrímur Atlason, Hafnarfirði, Kristmundur Sigurðs- son, RLR. Á myndina vantar sex félags- menn. Sagði hann verða veitt ein verðlaun, að upphæð 500 þúsund krónur, en einnig gæti komið til greina að keyptur yrði útgáfuréttur að fleiri handritum er bærust. Bragi sagði það hafa verið talið æskilegt af hálfu þeirra er til samkeppninnar boðuðu, að unnt reyndist að nota bókina til kennslu í skólum, en ekki hefði það þó verið gert að skilyrði. Dómnefnd er velji besta handritið hefur ekki verið skipuð, en að sögn Helga Jónassonar fræðslustjóra, sem sæti á í stjórn Námsgagna- stofnunar ríkisins, er þess að vænta að dómnefndin verði skipuð mjög fljótlega. Vilja stuðning við ullariðnað beita sér fyrir því að: 1. Tekið verði fullt tillit til stöðu útflutningsiðnaðarins við ákvörðun gengisskráningar. 2. Uppsafnaður söluskattur verði endurgreiddur útflytjendum jafnóðum. 3. Uppsafnað óhagræði verði greitt til iðnfyrirtækja þannig að iðn- aðurinn geti setið við sama borð og aðrar útflutningsgreinar. Síóasti dansinn Michaél Jackson, Diana Ross, Stevie Wonder, Jackson 5, Marvin Gaye og Commodores eru meöal flytjenda á þessari gullfallegu plötu sem hefur aö geyma 20 rómantískustu lög soultónlistarinnar hin síöari ár. The Last Dance er án efa einhver vandaöasta safnplata sem út hefur komiö enda er hún nú ein mesta selda plata ársins í Englandi. FALKINN Suöurlandsbraut 8 — sími 84670 Laugavsgi24 — sími18670 Vasturvari — s(mi 12110 Austurvari — s(mi 33360

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.