Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 67. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Weizman heim eftir leynif erð Tel Aviv, 19. marz. AP. Tigran Petrossian VEtDEN / WÖRTHERSEE KORCHNOI YFIR — Korchnoi horfir á keppinaut sinn, Petrosjan, leika í skákinni sem hann gaf í Velden í Austurríki á mánudaginn en við það náði Korchnoi forystunni. Fréttir herma að Korchnoi hafi ekki verið látinn vita að sonur hans var sendur í vinnubúðir í Sovétríkjunum. Vinir hans og aðstoðarmenn óttast að fréttin geti haft áhrif á frammistöðu hans. Begin og Sadat til með Carter EZER Weizman land- varnaráðherra kom ný- lega heim úr þriggja daga leyniferð til útlanda til viðræðna um hernaðar- samvinnu við annað ríki að sögn ísraelska útvarps- ins^í dag. Útvarpið sagði að Weizman hefði farið til Suður-Afríku, en tals- maður ísraelsstjórnar og suður-afríska landvarna- Sabena lækkar um 60% Hrussol, 19. marz. AP. BELGÍSKA flugfélag- ið Sabena boðaði í dag 40—60% lækkun á far- gjöldum á leiðum frá Brussel til 16 borga í 10 Evrópulöndum frá 1. apríl nk. Fargj aldalækkanirnar voru ákveðnar samkvæmt samkomulagi við ríkisstjórn- ir landanna að sögn forseta Sabena, Carlos van Rafelg- hem, og flugfélög hlutaðeig- andi landa munu einnig geta boðið svipaðar lækkanir á flugleiðum til Briissel. Fargjöld Sabena verða lækkuð á flugleiðum til Basel, Zurich, Genf, Aþenu, Istan- bul, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Vínar, Amster- dam, Lion, Marseilles, Nizza, Parísar, London, Manchester og Dublin. Félagið reynir að fá að lækka fargjöld á leiðun- um til Malaga, Madrid, Barcelona og Lissabon. ráðuneytið báru fréttina til baka. Stjórnartals- maðurinn neitaði að svara því hvort Weizman hefði farið til einhvers annars lands. Fréttin fylgir í kjölfar fregna um að Israelsmenn hafi haft samvinnu við Suður-Afríkumenn um sprengingu kjarnorku- eða nifteindasprengju í september í fyrra. Fréttin var borin til baka í Israel. Blaðið Maariv segir að Weizman hafi komið úr ferðinni á föstudag- inn og farið rakleiðis til Menach- em Begin forsætisráðherra sem hafi setið á fundi með honum í fjóra tíma. ísrael hefur haft náið stjórn- mála- og efnahagssamband við Suður Afríku en gert lítið úr því vegna andstöðu heima og erlendis. Uppnám varð í ísrael í ferbrúar 1978 þegar Simcha Ehrlich þáver- andi fjármálaráðherra fór í opin- bera heimsókn til Jóhannesar- borgar. Suður-afrískir talsmenn hafa sagt að Suður-Afríka hafi keypt mikið magn vopna af ísraels- mönnum, þar á meðal Reshef- varðskip, létt vopn og önnur her- gögn. Gert er ráð fyrir að ferð Weizmans hafi staðið í sambandi við hernaðarsamvinnu. 3. bruninn á 36 klst. London, 19. marz. AP. ELDUR kom upp á heimili fyrir fötluð börn nálægt Carluke, Skotlandi, í kvöld, en öllum var bjargað. Þetta var þriðji bruni af þessu tagi á Bretlandi á 36 klukkutímum. Níu konur fórust í bruna í morgun á heimili fyrir bágstaddar konur í Norður-London sem trú- boðsregla Móður Teresu rak. Átta mönnum var bjargað af heimili fyrir heimilislausa menn í East End í London. Fjórir voru fluttir í sjúkrahús vegna reykeitrunar og taugalosts. funda Jerúsalem, 19. marz. AP. MENACHEM Begin forsætisráð- herra sagði í dag að hann hefði þegið boð um viðræður við Carter forseta i Washington um heima- stjórn Palestínumanna. Hann sagði að hann yrði í Washington um miðjan apríl þegar Carter hefði rætt við Anwar Sadat Egyptaforseta á aðskildum fundi. Begin lagði á það áherzlu í viðtali í ísraelska útvarpinu að þetta yrði ekki „þríhliða fundur", en heimildir í stjórninni útilokuðu ekki möguleika á því að leiðtogarn- ir kæmu saman til eins fundar. Begin kvaðst gera ráð fyrir að vera í Washington milli 9. og 15. apríl og dveljast þar í nokkra daga. Hann gaf enga skýringu á því hvers vegna Carter boðaði til aðskildra funda. Hann kvaðst hafa átt „hlýlegar og vingjarnlegar" viðræður í síma við Carter í dag. Hann sagði að ekki hefði verið minnzt á sjálfheldu, en ástæðan fyrir fundunum er greinilega sú að enginn sýnilegur árangur hefur náðst í heimastjórnarviðræðunum sem hafa staðið í 10 mánuði og á að ljúka 26. maí. Begin kvaðst ekki vilja gera of lítið úr mikilvægi þess dags, en sagði að það yrði ekkert stórslys þótt árangur næðist ekki fyrir þann tíma. Yosef Burg innanríkis- ráðherra sagði að á næsta viðræðu- fundi í næstu viku í Alexandríu yrði lagður grundvöllur að viðræð- unum í Washington. Hann reyndi að vara við of háum vonum um árangur í leiðtogaviðræðunum. í Camp David-viðræðunum 1978 ræddi Carter einnig við Sadat og Begin hvorn í sínu lagi. Israels- menn vara við vonum um árangur í Washington þar sem kosningabar- áttan er Carter fjötur um fót. ísraelsmenn hafa oft kvartað yfir því að Carter ræði við Egypta áður en þeir ræði við ísraelsmenn sem komist þannig í varnarstöðu. í Washington var borin til baka ísraelsk frétt um að Walter Mon- dale varaforseti yrði sendur til Miðausturlanda fyrir hönd Cart- ers. Norður-Jemen hafnar Rússum Stjórnarkreppa í skugga morða Róm, 19. marz. AP. SJÖ MÁNAÐA minnihlutastjórn Francesco Cossiga forsætisráð- herra sagði af sér í dag og við tekur stjórnarkreppa á sama tíma og hryðjuverkastarfsemi magnast á ítaliu. Cossiga afhenti lausnarbeiðni sina Sandro Pertini forseta sem bað hann að halda áfram störfum til bráðabirgða og tilkynnti að viðræður um myndun nýrrar stjórnar hæfust á morgun. Að stjórn Cossiga, hinni 38. síðan 1945, stóðu kristilegir demókratar, sósíaldemókratar og frjálslyndir. Cossiga sagði að umræður á þingi hefðu leitt í ljós að stjórnin gæti ekki lengur treyst á óbeinan stuðn- ing sósíalista sem höfðu setið hjá í mikilvægum málum og tryggt stjórninni meirihluta. Fyrr í dag skutu þrír hryðju- verkamenn, tveir karlar og ein kona, kunnan ríkissaksóknara, Guido Galli, til bana í háskólanum í Mílanó og flúðu þegar þeir höfðu varpað táragassprengju til að þekja slóð sína. Galli er þriðji starfsmaður dómsyfirvalda sem er myrtur á fjórum dögum og 17 pólitísk morð hafa verið framin á Ítalíu á þessu ári. Galli hafði getið sér orð fyrir að vera harðsnúinn og nákvæmur rannsóknardómari með árang- ursríkri málsókn gegn Corrado Alunni, leiðtoga hryðjuverkahóps- ins „Prima Linea" eða Víglínunnar. Menn sem hringdu í italska fréttastofu og dagblað nokkuð sögðu að Prima Linea bæri ábyrgð- ina á „aftöku" Galli. Alunni afplán- ar rúmlega 20 ára fangelsisdóm. Hann var handtekinn í felustað í Mílanó 1978. Víglínan er banda- maður Rauðu herdeildanna og að- hyllist svipaða hugmyndafræði. Kairó, 19. marz. AP. NORÐUR-JEMEN hefur samþykkt að losa sig við um 100 sovézka hernaðar- ráðunauta í staðinn fyrir að fá aftur efnahagsaðstoð frá Saudi Arabíu sam- kvæmt egypzkum heimild- um í dag. Sættir hafa tekizt með löndunum og samkvæmt samkomulagi þeirra munu Norður-Jemenar ekki senda fólk til náms og þjálfunar í Moskvu eftir- leiðis. Norður-Jemen hefur líka fallizt á að hætta við ráðstafanir sem áttu að miða að nánara sambandi við Suður-Jemen þar sem eina kommúnistastjórn í Arabaheiminum situr að völdum. Samkvæmt heimildunum greiddu Saudi Arabar stjórninni í Sanaa jafnvirði 300 milljóna doll- ara fyrir hálfum mánuði. Saudi Arabar höfðu lofað að greiða þessa upphæð í desember en létu ekki verða af því. Meiri aðstoð er væntanleg. Landamærastríð geisaði . milli Jemen-ríkjanna snemma í fyrra og Bandaríkin sendu skriðdreka og flugvélar til Norður-Jemen af ótta við aukin áhrif Rússa. Saudi- Arabar samþykktu að greiða Norður-Jemen um 300 milljónir dala. Þá gerði Ali Abdullah Salem óvæntan samning við Rússa, sem sendu einnig flugvélar og skrið- dreka til Sanaa, og Saudi Arabar hættu aðstoðinni. Samskiptin versnuðu við landa- mæraskærur, en bandarískar leyniupplýsingar um sovézk áform um ásælni í Norður-Jemen í kjöl- far innrásarinnar í Afghanistan leiddu til batnandi sambúðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.