Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 19 Gunnar Ásgeirsson: Önnur grein Á stríðsárunum höíðu mörg íslenzk fyrirtæki skrifstofu í New York. Þessi mynd er tekin í samsæti sem islenzkir kaupsýslumenn héidu Þórhalli Ásgeirssyni í New York árið 1943. ÞEGAR BANKINN VILDI EKKI ENSK PUND Á stríðsárunum fór nefnd manna til New York, sem annaðist öll innkaup á vefn- aðarvöru. Nefndarmenn voru Sveinn Valfells, Jón Björns- son og Bjarni Guðjónsson. Þá voru einnig útibú í New York frá ýmsum fyrirtækjum, eins og Garðari Gíslasyni, Krist- jáni Gíslasyni, Friðrik Bert- elsen, Sverri Bernhöft, 0. Johnson og Kaaber, G. Þor- steinsson og Johnson, H. Ben og Co., Geysi, G. Helgason og Melsted og ef til vill fleirum. Öll þessi fyrirtæki höfðu skrifstofu í New York, sem sá um innkaup fyrir þau, en slíkt er ekki lengur til í dag. Það voru ungir menn, sem réðust til starfa fyrir þessi fyrirtæki á þeim tíma og eru þeir flestir athafnamenn í viðskiptalífinu í dag. Á stríðsárunum og eftir stríð fóru ýmsar sendinefndir til viðskiptasamninga erlend- is og munu ýmis góð umboð hafa hafnað í fyrirtækjum sendinefndarmanna. Þetta átti sérstaklega við Ameríku, Bretland og Svíþjóð. Marshallaðstoðin irá Bandaríkjunum Eftir stríðið fengum við Marshall-aðstoð frá Banda- ríkjunum, bæði í matvöru og fleiru. Matvörur voru fluttar inn, en í staðinn fyrir að greiða vöruna, var andvirðið lagt hér inn í banka og notað til uppbyggingar í þjóðfélag- inu m.a. var Áburðarverk- smiðjan byggð að hluta til fyrir Marshallfé. Finnar fengu einnig Marshallaðstoð eftir stríðið. Fengu þeir vefj- agarn frá Bandaríkjunum og ófu þeir ýmis efni, kjólaefni og annað sen sent var til Islands. Það var hart barist á millum SÍS og annarra inn- flytjenda eftir stríðið og munaði litlu, að finnska vefn- aðarvaran lenti í höndum SÍS. Sem betur fer fréttum við af þessu í Verzlunar- ráðinu og gátum stöðvað þetta, svo að hin frjálsa verzlun fékk sinn hluta, og Sambandið sinn hluta og umboð urðu til hjá heildsöl- um t.d. Friðrik Bertelsen sem fékk fjölda af finnskum um- boðum vegna þessa innflutn- ings. Pólitíkin var harðsvíruð á þesum árum, jafnvel fyrrver- andi formaður Heimdallar sem var forstjóri Tóbaks- einkasölu ríkisins 1954, Jó- hann heitinn Möller, keypti bíla fyrir einkasöluna hjá Sambandinu. Við reyndum að selja honum bíla, bæði ég og fleiri, en honum fannst hann ekki geta gengið á móti yfirmanni sínum, sem þá var fjármálaráðherra Eysteinn Jónsson. Tengslin milli fram- sóknarmanna og Sambands- ins voru alltaf þau sömu, framsóknarmenn sau um sma. Leyfi þurfti til að laga grindverk Það er athyglisvert að hugsa til baka um allar þær var það kært og menn sættu jafnvel miklum sektum fyrir að hafa gert hluti án leyfis Fjárhagsráðs. Nýbyggingar- ráð var ennþá eitt, þar voru pólitíkusarnir Hermann Jón- asson, Einar Olgeirsson, Steingrímur Steinþórsson og Jóhann Þ. Jósepsson. Hversu mikið vit þeir höfðu á þessum málum veit ég ekki. Vöruskipti við A-Evrópu Þegar ég lít aftur til stríðsáranna, þá var ákaflega auðvelt fyrir innflytjendur að reka fyrirtæki. Auðvelt var að fá lán í bönkum. Allt það sem maður gat keypt mætti segja að seldist. Breski herinn og síðan bandaríski voru stórir aðilar í kaupum, og ennfremur var mikið fjár- magn hjá fólki almennt. Gengi gjaldeyris hafði verið stöðugt þar til um vorið 1939 að greiða lánin á næstu 10—15 árum, vegna hinna tíðu gengisbreytinga. Vegna Austantjaldsvið- skiptanna, sérstaklega þó Austur-Þýskalands var stofnað fyrirtæki af'innflytj- endum, sem hafði með að gera uppáskrift á öllum leyf- um og sjá um vöruskiptin, sem voru við A-Þýskaland, en Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna stofnaði einnig sitt fyrirtæki, til að sjá um ein- hvern hluta af útflutningi og innflutningi, sem var Mið- stöðin h.f. Gjaldeyris- forðinn búinn Nýsköpunarstjórnin og Nýbyggingarráð voru dugleg við að eyða gjaldreyrisforða okkar, sem safnast hafði upp á stríðsárunum, en eitthvað hefur eftirlitið verið lítið. Ég fór til Evrópu í innkaupaferð „Minninga- brot úr viðskipta- lífinu í 50 ár“ nFyrst yar það Gjaldeyris- og innílutningsnefnd. síðan Nýbyggingarráð. þá Fjárhagsráð og Viðskipta- nefnd sem var undir Fjárhagsráði.u „Þegar ég kom til Parísar fyrri hluta júnímánaðar. liggur þar símskeyti frá Sveini félaga mínum i stað peninga, sem áttu þar að vera. Inntlutnings- og gjaldeyrisleyfi höfðu verið afturkölluð og gjaldeyris- leyfi til ferðalaga ekki veitt.u „ Var þá algengt að sjá i blöðum t.d. í smáauglýsing- um Vísis. ýmislegt auglýst til sölu. jafnvel tvinna sem fólk hafði hamstrað og var að losa sig við á góðu verði.u nefndir, sem hafa séð um höft og hömlur fyrir okkur frá 1932. Fyrst var það Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd, síðan Nýbyggingarráð, þá Fjárhagsráð og Viðskipta- nefnd, sem var undir Fjár- hagsráði. Viðskiptanefndin sá um úthlutun gjaldeyris- og innflutningsleyfa, skömmtun og verðlagseftirlit, en fjár- hagsráð sá um að veita leyfi til að byggja, jafnvel til að lagfæra grindverk kringum hús. Ef einhverjum varð á að gera slíkt án leyfis, eða jafn- vel komast yfir sementspoka til að laga eitthvað eða byggja bílskúr úr einhverju sem honum hafði áskotnast, að krónan var felld gagnvart sterlingspundi úr kr. 22,15 í 26,22. Eftir stríðið byrjuðu all mikil vöruskipti aðallega við austantjaldslöndin Austur-Þýskaland, Pólland, Tékkóslóvakíu og síðan Rússland. Þá höfðu slík vöru- skipti hafist áður, þ.e.a.s. það var seldur fiskur til Sviss á vegum heildverzlunar Árna Jónssonar, hann fékk í stað- inn Elna saumavélar og ein- hverjar aðrar vörur. Enn- fremur voru peningar notaðir sem út úr þessari sölu feng- ust til þess að lána til upp- byggingar iðnaðarins, en J)au lán voru gengistryggð. Áttu því margir fullt í fangi með í maí 1947 með það veganesti frá innflutningsskrifstofu að mega gera innkaup á ýmsum þeim vörum, sem fyrirtæki okkar seldi. M.a. fór ég til Sviss og Frakklands. Þegar ég kom til Parísar fyrri hluta júnímánaðar, liggur þar símskeyti frá Sveini félaga mínum í stað peninga sem áttu þar að vera. Innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi höfðu verið afturkölluð og gjaldeyr- isleyfi til ferðalaga ekki veitt. Þar með sat ég uppi pen- ingalaus og innflutningur var stöðvaður um tíma. Gróði stríðsáranna var búinn, keyptir höfðu verið 30 togarar, byggðar síldarverk- smiðjur, skóverksmiðjur og nokkrar nærfataverksmiðjur, sem hver um sig gat fram- leitt þarfir landsmanna. Það var erfitt fyrir verzl- unarfyrirtæki að standa uppi með starfsfólk án innflutn- ings. Aðeins nokkrum árum áð- ur eða á stríðsárunum þurfti ég að knékrjúpa fyrir banka- stjóra til að fá hann til að kaupa af fyrirtæki mínu 1000 punda ávísun. Bankarnir vildu ekki pund. Ef umboðs- laun voru yfir 5% voru þau fryst í bankanum. Tvinni á svörtum markaði Á stríðsárunum var eðli- lega hér skömmtun á flestu, jafnvel áfengi var skammtað. Menn fengu sínar bækur, mig minnir 2 flöskur af sterku og 2 af veiku víni á mánuði. Hins vegar fengu menn út- hlutað er eitthvað sérstakt var, gifting, afmæli, reisugilli eða eitthvað annað. Það kom jafnvel fyrir að menn giftu sig til þess að fá úthlutun á áfengi. Var það samkomulag að hjónin skildu daginn eftir.' Ýmsar vörur voru á svörtum markaði þ.e.a.s. vörur sem minna var til af, eða sumir fengu ekki nægjanlega mikið skammtað. Var þá algengt að sjá í blöðum t.d. í smáauglýs- ingum Vísis, ýmislegt auglýst til sölu, jafnvel tvinna, sem fólk hafði hamstrað og var að losa sig við á góðu verði. Ströng innflutningshöft voru á árunum 1947 til 1952, en þá létti aðeins til jafnvel svo að verðlagsákvæði voru tekin af sumum vörum. Ég minnist þess að kopieringspappír fyrir teikningar var tekinn undan þessum ákvæðum eins og annar ljósmyndapappír. Við höfðum haft 10% um- boðslaun og lögðum þau nú á heima. En það skyldi maður aldrei hafa gert, því það var ekki liðið nema árið, þegar verðlagsákvæði voru komin á aftur og sátum við uppi með okkar litlu álagningu, eins og hún var skömmtuð áður og án umboðslauna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.