Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 35 UfllHORP UMSJON: JÓN ORMUR HALLDÓRSSON „Óreiðan í efnahagsmálunum bitnar ekki hvað sízt á ungum húsbyggjendum44 SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna og Landsmálafélagið Vörður hafa í sameiningu gengist fyrir þremur raðfund- um um húsnæðismál og í kvöld, fimmtudagskvöld, verð- ur haldinn fundur, nokkurs konar loka- og samantektar- fundur um málið, og ber hann heitið Sjálfstæðisflokkurinn og húsnæðismálin. Fundurinn er haldinn i Valhöll við Háa- leitisbraut og hefst kl. 20.30. Fríða Proppé formaður hús- næðismálanefndar S.U.S. hef- ur staðið að undirbúningi fundanna af hálfu S.U.S. Um- horfssiðan ræddi við hana i tilefni fundahaldanna. „Húsnæðismál eru mjög mikilsverður þáttur í lífi hvers einstaklings og þó flestir telji það nú sjálfsagt mál, að allir geti eignast sitt eigið húsnæði, þá er það staðreynd, að margt ungt fólk stendur í dag frammi fyrir verulegu vandamáli, er það stofnar heimili og hyggur að framtíðardvalarstað. Núver- andi óreiða í efnahagsmálum þjóðarinnar skapar vandamál og óöryggi, sem bitnar ekki sízt á ungum húsbyggjendum. Þó sagt sé að verðbólgan vinni með þeim sem skulda og fjár- magn í steinsteypu sé gull- tryggt, þá veitist það oft erfitt fyrir fólk með tvær hendur Fundur S.US. og Varðar um húsnæðis- mál í kvöld tómar — eins og það er orðað — að koma sér af stað. Ungir sjálfstæðismenn hafa á undanförnum árum unnið sérstaklega að þessum málum og má t.a.m. minna á frum- kvæði þeirra á höfuðborgar- svæðinu með stofnun BYÖG- UNG-félaganna, sem nú eru starfrækt í höfuðborginni og þremur nágrannasveitarfélög- um. Þessi félög ungs fólks byggja húsnæðiseiningar, sem henta ungu fólki bæði hvað verðlag og stærð varðar." — Nú hefur mikið verið rætt um BYGGUNG-félögin og þann árangur sem þau hafa náð í lágum byggingarkostnaði. Hvernig starfa þau og er ein- hver munur á þeim og öðrum byggingarfélögum ? „Félögin byggjast á því, að einstaklingar koma saman og mynda með sér félagsskap, sem hefur það að markmiði að byggja hentugt'og ódýrt fyrir félagsmenn. Eélagsmenn kjósa sér stjórn og framkvæmdaaðila og síðan er byggt í aðskildum áföngum, sem hafðir eru af þeirri stærðargráðu að hentugt sé bæði með tilliti til fram- kvæmdahraða og fjármögnun- ar. Byggjendur hvers áfanga hafa sjálfir eftirlit með fram- kvæmdum og reikningum, og ákvörðunartaka t.a.m. um val á innréttingum og tækjum eru í þeirra eigin höndum. Bygg- ingartímabilið er yfirleitt um 24 mánuðir og greiða byggjend- ur um einn fimmta áætlaðs kostnaðarverðs er fram- kvæmdir hefjast og síðan reglulegar mánaðarlegar inn- borganir yfir tímabilið. Ég þekki ekki mikið til ann- arra byggingarfélaga, en BYGGUNG byggir fyrst og fremst á því, að einstakl- ingarnir hafi sjálfir eftirlit og ákvörðunarrétt um hvernig staðið er að málum og þeir greiða aðeins raunkostnað fasteigna sinna. En það má taka það fram, að ekki byggir allt ungt fólk með BYGGUNG og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur sérstaklega ályktað og unnið að mörgum málefnum sem varða húsbygg- ingar almennt. Mér koma þá fyrst í hug lánamálin, þá eru skipulagsmál með tilliti til íbúðabyggðar stórmál, a.m.k. Friða Proppé hér á höfuðborgarsvæðinu og þarf að mínu mati að horfa til framtíðarinnar í því tilliti, með sameiginlega hagsmuni allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu í huga. Raðfundirnir þrír, sem haldnir hafa verið nú þegar, hafa sérstaklega tekið fyrir áðurnefnda þætti, þ.e. skipu- lagsmálin, lánamálin og BYGGUNG og einig var'hald- inn sérstakur fundur um tækn- imál og aðstöðu húsbyggjenda til öflunar leiðbeininga á sér- hæfðum sviðum. — Hvað verður fjallað um á fundinum í kvöld? „Á fundinum verða tveir framsögumenn, sem báðir hafa góða þekkingu á þessu sviði, það eru þeir Gunnar Björnsson formaður Meistarasambands byggingariðnaðarins og Ellert B. Schram ritstjóri og munu þeir fjalla um húsnæðismálin almennt og stefnu Sjálfstæðis- flokksins í þeim málum. Einnig verður sérstaklega fjallað um framkomið frumvarp til laga um húsnæðismál. I því frum- varpi eru mörg veigamikil at- riði og nægir þar að minna á lánamálin, en sjálfstæðismenn hafa stefnt að því, að húsnæð- ismálalán til þeirra sem byggja í fyrsta sinn nemi í framtíðinni 80% af kostnaðarverði fast- eignar." — Hvað tekur síðan við að loknum þessum fundi? „Ungir sjálfstæðismenn koma til með að fjalla áfram sem hingað til um þetta veiga- mikla hagsmunamál. Niður- stöður fundanna verða sendar öllum áhrifaaðilum innan flokksins og verða væntanlega til þess að hafa áhrif á stefnu- mótun flokksins í þessum mál- um í framtíðinni." Það var snjóhraglandi I Laugardalnum þegar Markús B. Þorgeirsson sýndi blaðamönnum björgunarnet sitt og er meðfylgjandi mvnd tekin að lokinni vel heppnaðri björgunaraðgcrð úr lauginni. (Ljósm. 01. K. Mag.) Markús B. Þorgeirsson kynnir nýtt björgunarnet: Til aukins öryggis um borð í skipum í VIKUNNI kynnti Markús B. Þor- geirsson fyrir blaðamönnum björg- unarnct, sem hann hcfur hannað. Björgunarnetið er til þcss ætlað. að auðvelda að ná mönnum er fallið hafa útbyrðis um borð í skip aftur. hvort sem þcir eru sjálfbjarga eða ekki. Þá er ætlast til að nota megi netið sem uppgöngustiga á skips- hlið. scm burðarkörfu fyrir vcika menn um borð, þar scm aðstæður cru þröngar og erfiðar um borð í skipum. Siglingamálastofnun ríkisins hefur skoðað og tekið nokkurn þátt í prófun á neti þessu og í umsögn stofnunar- innar segir m.a: „Þessa nets er ekki krafist í skipum samkvæmt gildandi reglum. Hins vegar er Siglingamála- stofnun ríkisins sannfærð um að slíkt björgunarnet geti verið til aukins öryggis um borð í skipum og megi þess vegna skoða það sem björgunar- tæki, sem mæla má með að sé til um borð í íslenzkum skipum til viðbótar þeim björgunartækjum, sem krafist er samkvæmt gildandi reglum en það kemur ekki í stað þeirra.“ Björgunarnetið er 2x3 m að stærð með flotum á lengri teinum netsins og sjálflokandi hökum til að hægt sé að loka netinu t.d. utan um mann í sjó. í öllum hornum netsins eru línur til að stýra því og ná upp úr sjó. Möskvar netsins eru stórir, 200 mm, svo auðvelt er að stíga í netið og ná handfestu. Reynsla af netum við að komast upp í skip er þegar fyrir hendi, því að slík net hafa lengi verið notuð á stríðstímum, segir í greinar- gerð Siglingamálastofnunar. Þorvaldur Ólafsson skipaskoðunar- maður hefur reynt netið í sundlaug með Markúsi B. Þorgeirssyni og segist í áliti sínu vera þess fullviss, að í mörgum tilvikum geti svona net komið að tilætluðum notum. „Þess vegna mæli ég með því, að Markúsi verði afhent viðurkenning Siglinga- málastofnunar ríkisins um að netið sé björgunartæki," segir Þorvaldur Ól- afsson m.a. Sílv Nú sláum við íslandsmetið og sýnum yfir 100 mismunandi tepparúllur á einni útsölu. Allt að 50% afsláttur. Þú gerir sann- kölluð reyfarakaup á teppaútsölunni og greiðir aöeins 1 /3 út og eftirstöðvar á 6 mán. Teppi í öllum verðflokkum og gæðaflokkum, bæði glæný og eldri, verða á útsölunni. Einnig seljum við húsgögn á góöum afsláttarkjörum og sýnum allar vörurnar í rúmgóðum húsa- kynnum á fyrstu hæð i Sýningahöllinni. Opið til laugar- virka daga kl. 13-18 aa _______ föstudaga kl. 13-22 CloC|§in$ mars laugardaga kl. 9-12 Við önnumst alla teppalagningu en vinsamlegast hafið með ykkur málin ef þess er kostur. Teppamarkaöurinn Sýningahöllinni Ártúnshöfða sími 39160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.