Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. „Það góða, sem ég vil, það geri ég ekki...“ Tekju- og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga er eitt stærsta viðfangsefni í íslenzkri stjórnskipan, sem taka verður afstöðu til í náinni framtíð. Fleiri og fleiri aðhyllast þá valddreifingu í þjóðfélaginu sem felst í flutningi staðbundinna verkefna — og þá samsvarandi tekna — frá ríkinu (miðstjórnarvaldinu) til sveitarfélaganna. Sveitarstjórnar- menn þekkja betur staðbundnar aðstæður, óskir og þarfir í sínu nánasta umhverfi en fjarlægt miðstjórnarvald, og eru því betur í stakk búnir til að sinna slíkum verkefnum. Gildir það bæði um það að sinna verkefninu, hvert sem það er, í samræmi við vilja þeirra er njóta eiga, og sinna því á sem hagkvæmastan hátt, kostnaðarlega séð. Sú óðaverðbólga sem einkennt hefur íslenzt efnahagslíf allar götur frá 1971 hefur víða komið illa við en ekki sízt sveitarfélögin. Rekstrarvandi sveitarfélaga var orðinn slíkur að nauðsynlegt var að knýja á um einhverja lausn. Að hluta til hlýtur sú lausn að felast í aðhaldi á útgjöld hjá sveitarfélögun- um sjálfum, enda slík aðhaldsstefna í samræmi við þau efnahagslegu markmið í þjóðfélaginu, sem ekki er ágreiningur um að stefna beri að við ríkjandi aðstæður. Að hluta til var eðlilegt að mæta vanda sveitarfélaganna með aukinni aðild þeirra að þeim tekjuleiðum sem ríkisvaldið situr nú að. Versnandi viðskiptakjör út á við og skertar þjóðartekjur hafa sagt til sín í kaupmætti launa og almennum lífskjörum, sem eðlilegt er, og kann sú þróun að halda áfram á þessu ári. Við þær aðstæður er ekki réttlætanlegt að hækka beinar álögur á almenning eða atvinnurekstur — eða auka á erlenda verðþróun, eins og margföldun olíuverðs, með stighækkandi ríkisskatti í endanlegri verðmyndun olíuvara. Af þessum sökum er fráleitt að fylgja þegar hækkuðum ríkissköttum, beinum og óbeinum, eftir með fimm milljarða króna hækkun útsvara, sem að sjálfsögðu verður að skoða sem hluta af heildarmynd skattbyrðinnar og kjarastöðu fólksins í landinu. Tii þess að greiða götu sveitarfélaga út úr fjárhagserfiðleik- um án útsvarshækkana vóru fluttar tvær tillögur á Alþingi um hækkun sem nam 4% af innheimtum söluskatti 1980 — en síðari tillagan, varatillagan, fól í sér hækkun um 2%. Báðar þessar tillögur vóru felldar í neðri deild Alþingis af þingmönnum Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, að viðbættum þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokks, er á ráð- herrastólum sitja, og Eggerti Haukdai, en Albert Guðmunds- son sat hjá. Stjórnarliðar samþykktu síðan heimild til hækkunar útsvara um fimm milljarða króna 1980, þ.e. heimild til 10% álags á 11% útsvör eða 12,1% útsvar á brúttótekjur. Sjálfstæðisflokkurinn hét því í kosningabaráttunni að afnema skattauka vinstri stjórnar 1978 og 1979, sem námu nokkrum tugum milljarða króna, fengi hann til þess valdaaðstöðu, og halda heildarskattbyrði innan hóflegs hlutfalls af þjóðartekjum. Þeir sjálfstæðismenn, sem núver- andi stjórn styðja, ganga nú þvert á þessi kosningafyrirheit. Þeir standa að framlengingu allra hinna nýju vinstri stjórnar skatta, samanber framkomið fjárlagafrumvarp 1980, og bera þann veg á þeim pólitíska ábyrgð. Þeir standa einnig að hækkun tekjuskatta, sem fjárlagafrumvarpið felur og í sér. Þeir standa nú að hækkun útsvarsbyrði, sem hægt var að komast hjá með auknum söluskattshluta sveitarfélaga. Og í farvatninu er nýr orkuskattur, allt að 5 milljarðar króna, og hugsanlega nýr veltuskattur eða hækkun eignaskatts á atvinnurekstur, sem boðaður var í fjárlagaræðu fjármálaráð- herra. Hér er gengið þvert á skattastefnu Sjálfstæðisflokksins, sem landsfundur hans mótaði einhuga, og þær heitstrengingar, sem flokkurinn gaf kjósendum sínum og fékk fylgi sitt út á. Þeir sem þann veg ganga gegn „eigin“ stefnu, breyta í anda orðanna: „Það góða, sem ég vil, það geri ég ekki, það illa, sem ég ekki vil, það gjöri ég.“ Þessir þingmenn hlutu atkvæði stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins vegna fyrirheita um skattalækkanir, en nú hafa þessir kjósendur verið sviknir og ber að harma, að sjálfstæðismenn skuli standa að slíku. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að minnka ríkisumsvif og lækka þannig álögur á almenning í landinu, en nú er gengið þvert á þau fyrirheit með atkvæðum þeirra sem sízt skyldi. Það er illa komið fyrir málsvörum sjálfstæðisstefnunnar og olnbogarýmis einstaklinganna í landinu, sem þegar eiga undir högg að sækja þegar kjósendum er misboðið með þessum hætti. Ilvað segja sveitarstjórnarmenn um 12,1% útsvarshækkunartillöguna? „Á móti skattpíningmmi sem ríður yfir þjóðina“ MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við nokkra sveitarstjórn- armenn á Reykjavíkursvæðinu og innti þá álits á frumvarpi því sem liggur fyrir Alþingi og gerir ráð fyrir því að álagning útsvara hækki um 10% rúm. Voru viðmælendur blaðsins úr Reykjavík, Seltjarnarnesi, Bessastaðahreppi og Hafnarfirði mótfallnir aukn- um skattaálögum á einstaklinga þessa lands, en hér fara á eftir viðtöi við þrjá sveitarstjórnarmenn í viðbót af Reykjavíkursvæð- inu: „Á móti aukinni skattlagningu á þjóðina“ „Höfuðatriðið í þessu máli er það,“ sagði Jón Gauti Jónsson bæjarstjóri í Garðabæ, „að það er gífurlegt ósamræmi á milli tekna sveitarfélaga og lögbund- inna útgjalda. Afgangurinn til framkvæmda minnkar því stöð- ugt. Ég er hins vegar á móti aukinni skattlagningu á þjóðina, en hefði fagnað þessu ef slakað hefði verið á á móti á öðrum sviðum. Ég er á móti þessari skattpíningu sem ríður yfir þjóð- ina.“ „Óhress með þróunina í skattahækkunum“ „Það má benda á að við hófum ekki nýtingu á ellefta prósentinu á sínum tíma fyrr en nokkuð seinna," sagði Jón Guðmundsson á Reykjum, hreppsnefndarmaður í Mosfellssveit. „Sveitarfélaginu veitir að sjálfsögðu ekkert af meiri tekjum og ég tel heppilegra að taka þessi gjöld af tekjum manna, en t.d. með fasteigna- skatti. Við höfur.->. t.d. ekki nýtt alla möguleika í tekjuöflun vegna fasteignaskatts og komu þar til móts við margt fólk sem á ný hús. Ég vil þó taka fram að ég tala ekki fyrir hönd hreppsnefndar og hef ekki skoðað þetta mál til hlýtar, en er fremur hlynntur þessu 12. prósenti. Ég er hins vegar eins og margir mjög óhress með þessa þróun í skattahækk- unum og tel að það þurfi að skoða fleiri möguleika en þennan fyrir sveitarfélögin í tekjuöflun." „Skattbyrðin meiri en nóg í dag“ „Ég er mótfallinn þessari til- lögu um 12,1 prósentið miðað við það að heildarskattbyrði fólksins í landinu sé að aukast. Hún er meiri en nóg í dag,“ sagði Rieh- ard Björgvinsson bæjarfulltrúi í Kópavogi í samtali við Mbl. í gær. „Það er ljóst að sveitarfé- lögin vantar meira fjármagn því fjármagn þeirra hefur rýrnað, en það er enginn ávinningur að auka heildarskattana í landinu. Það sem er brýnast að gera í þessum efnum af skynsemi er að gera verkaskiptingu og tekju- skiptingu milli sveitarfélaga og ríkis." Leiðrétting: Leiðin er sparnaður, ekki skattahækkanir í fréttasamtali í Morgunblað- inu í gær við Magnús Erlendsson forseta bæjarstjórnar á Seltjarn- arnesi urðu þau mistök í milli- fyrirsögn að þar stóð skatta- lækkun í stað þess að þar átti að standa: Leiðin er sparnaður — ekki skattahækkanir. Jón Gauti Jónsson Jón Guðmundsson Richard Björitvinsson Einar Tjörvi Elíasson yfirverkíræðingur Kröfluvirkjunar: Umbrotin hafa engin áhrif á jarðhitakerfi virkjunarinnar „ÞESSI umbrot höfðu engin áhrif á okkar jarðhitasvæði við Kröfluvirkjun, þannig að þeirra vegna er engin ástæða til að halda að sér höndum varðandi boranir í sumar,“ sagði Einar Tjörvi Elíasson, yfirverkfræð- ingur Kröfluvirkjunar í samtali við Mbl. í gær. Einar Tjörvi sagði, að það hefði ekki verið vegna eldgoss- ins, sem hola 6 við Kröfluvirkj- un féll út. „Þetta er afskapiega viðkvæm hola og hún á það til að detta út af ástæðum, eins og til dæmis, þegar byggðalínan dett- ur út. Það tekur alltaf nokkra daga að ná henni upp aftur. „Allar holur, sem Kröfluvirkj- un notar, eru tengdar neðra kerfinu, en þar finnst ekkert fyrir þeim breytingum, sem hafa orðið. Þetta neðra kerfi er neðan við 1200 metra, en efra kerfið er ofan við 1000 metra og í það koma alltaf þrýstibylgjur í jarðsigi og er þá sama, hvort gos hefur orðið eða ekki. Þessar þrjár holur, sem fóru að gjósa núna, eru allar tengdar efra kerfinu, en þetta var hins vegar í fyrsta skipti, sem þær voru allar opnar og því gusu þær, þegar þrýstibylgjan kom í efra kerfið. Náttúrukraftarnir eru auðvitað ekkert til að leika sér með eða tala léttúðlega um. En Kröflu- virkjun hefur ekki verið í neinni hættu vegna þeirra umbrota, sem orðið hafa og þau hafa, eins og ég sagði áðan, ekki haft nein áhrif á jarðhitasvæði virkjunarinnar. Og þess ber að geta að þær hug- myndir, sem uppi eru um frekari boranir, ganga út á það að fara fjær eldstöðvunum, ef eitthvað er. Ég tel að eina leiðin til að skera endanlega úr um hæfni svæðisins sé að bora og að í þeim efnum sé ekki eftir neinu að bíða. Ég vildi gjarnan fá boraðar fjórar holur í sumar, en ákvörðun hefur ekki verið tekin og það sem ég hef heyrt telur bara tvær til þrjár holur." Einar Tjörvi sagði, að þær breytingar sem hefðu orðið varð- andi gufu virkjunarinnar væru jákvæðar og nefndi til 0,5% minna gasmagn í gufunni. „Nú vantar okkur bara meiri gufu og hana fáum við ekki öðru vísi en að bora fleiri holur,“ sagði hann. Málefnasamningur borgarstjórn- armeirihlutans: Endurskoðunin „liggur í salti“ „ÞESSI mál voru lítillega rædd. en hafa legið í salti að undan- förnu og verða sennilega ekki tekin upp aftur fyrr en fjár- hagsáætlunin er frá,“ sagði Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, er Mbl. spurði hann, hvað liði endurskoðun þeirri á málefna- samningi meirihluta borgar- stjórnar, sem framsóknarmenn fóru fram á. Mbl. spurði Kristján, hverju framsóknarmenn vildu ná fram með þessari endurskoðun. „Eitt stærsta málið er endurskoðun á stjórnkerfi borgarinnar og á ég reyndar von á því að eitthvað gerist í því máli alveg á næst- unni,“ svaraði Kristján, en hann kvaðst hvorki vilja tíunda nein efnisatriði varðandi þessa end- urskoðun né nefna önnur atriði í sambandi við endurskoðun mál- efnasamningsins. „Það eru ýms atriði, sem reynslan hefur leitt í ljós að mega betur fara, eins og alltaf er í svona samstarfi. Við viljum bara taka þá reynslu upp í málefnasamning meirihlutans," sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.