Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 48
Lækkar
hitakostnaðinn
Síminn á afgreiðslunni er
83033
BWroimWnbifc
FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
Skattstiginn:
20% aí fyrstu 3 milljón-
unum, 35% af næstu 3
og 50% af afgangnum
FJÁRMÁLARÁÐIIERRA, Ragnar
Arnalds, sagði á Alþinxi í gær, að
skattstigar einstakiinua yrðu nú
þrir, 20% af fyrstu þremur milljón-
unum, 35% af næstu þremur ug
50% af tekjuskattsstofni umfram fi
milljónir króna. Persónuafsláttur
einstaklings verður nú 440 þúsund
krónur. Skattstigi fyrirtækja verð-
ur 65%, eins ok var, en í fyrra voru
tekjuskattstigar einstaklinga fjór-
ir. en verða þrír nú. Fjármálaráð-
hrrra sagði að frumvarp um skatt-
stigann og persónuafslátt yrði
væntanlega lagt fram á Alþingi á
mánudaginn.
Samkvæmt þessu greiða menn í
tekjuskatt 600.000 krónur af fyrstu
þremur milljónunum, sem þeir hafa
í skattgjaldstekjur, af næstu þre-
mur milljónunum greiða menn
1.050.000 krónur í tekjuskatt og
helminginn af þeim skattgjaldstekj-
um, sem þá eru eftir. Hafi menn til
dæmis 8 milljónir króna í skatt-
gjaldstekjur, greiða þeir eina millj-
ón til viðbótar í tekjuskatt.
í fyrra gilti 20% skattstigi af
skattstofni einstaklings upp að
1.969.200 krónunum, 30% frá þeirri
upphæð í 2.756.800 krónur, frá þeirri
upphæð í 3.848.000 krónur var
greiddur 40% skattur og 50% skatt-
ur af tekjuskattsstofni umfram
3.848.000 krónur.
í fyrra var persónuafsláttur ein-
staklings 310.400 krónur, þannig að
hækkun persónuafsláttar einstakl-
ings verður 41,8%. Persónuafsláttur
hjóna var í fyrra 464.000 krónur.
Barnabætur voru í fyrra 100.660
krónur með fyrsta barni og 150,986
með öðru barni og fleirum.
Samkvæmt upplýsingum fjár-
málaráðherra hækka skattleysis-
mörk einstaklings þá um 46,67% frá
í fyrra, verða 2,2 milljónir króna, en
voru hálf önnur milljón. I fjárlaga-
frumvarpi hans segir, að talið sé að
tekjur einstaklinga til skatts hafi
hækkað um 48% milli áranna 1978
og 1979.
Fiskveiðisjóður og skipakaup:
Steingrímur afnemur
reglugerð Kiartans
„REGLUGERÐ Kjartans Jó-
hannssonar, sem segir að sam-
þykkt Fiskveiðisjóðs skuli vera háð
samþykki sjávarútvegsráðuneytis-
ins stenzt ekki að mínu mati og þvi
verður sú reglugerð afnumin á
næstunni," sagði Steingrímur Her-
mannsson sjávarútvegsráðherra í
samtali við Morgunbláðið í gær.
„En einnig er verið að skoða ýmis
önnur atriði í þessu máli sem
verður þá breytt um leið ef til
kemur.“ Reglugerð Kjartans er
Tíuflugmenn klár-
ir á Áttur aftur
Lokið er endurþjálfun níu áhafn.
flugmanna Flugleiða sem flugu DC-
10 þotu félagsins á sl. ári, en þeir
munu nú hefja störf aftur á Áttum
félagsins. Að auki hafa aðrir flug-
menn hlotið þjálfun samkvæmt því
sem skylt er á hverju ári.
þess eðlis, að ekki cr unnt að kaupa
eða skipta á skipum erlendis frá.
„Það liggja nú fyrir álitsgerðir
sem segja að reglugerð Kjartans
hafi ekki stoð í lögum," sagði
Steingrímur sjávarútvegsráðherra,"
og samkvæmt þeim þarf ekki sam-
þykki ráðuneytisins við einstakar
ákvarðanir fiskveiðisjóðs varðandi
lánveitingar. Ég er því að skoða
þetta mál. Ég hef þó engan áhuga á
því að stórauka innflutning á fiski-
skipum, heldur tel ég að hamla verði
á móti því. En það verður að gera
með lánsprósentunni eins og t.d.
50% sem lánuð hafa verið til
erlendra skipakaupa og er mun
lægri hlutfallsstala en til kaupa á
skipum innanlands. Með því að loka
algjörlega fyrir endurnýjun á skip-
um erlendis frá er í rauninni verið
að sporna við því að skip fari úr
landi og flotanum sé haldið eðlilega
við, því með því móti er öll íslenzk
nýsmíði viðbót v.ið flota lands-
manna. Ég tel því að sýna verði
meiri sveigjanleika í endurnýjun
skipaflotans og þessi atriði eru fyrst
og fremst ástæðan fyrir afnámi
reglugerðarinnar."
HÓPUR flugfreyja hjá Flug-
leiðum fékk í gær æfingu i þvi
hvernig þeim beri að bregðast
við i neyðartilfellum, svo sem
hvernig bjarga skuli farþegum
og áhöfn þegar nauðlenda þarf
í sjó eða landi. Flugfreyjurnar
hafa verið í flugvélum í milli-
landaflugi, en verið var að
þjálfa þær á Fokker Friend-
ship-vélar félagsins. Neyðartil-
fellin voru sviðsett með tilheyr-
andi tilbrigðum. Á myndinni er
aðstoðarflugmaður að bjarga
farþega, sem læzt vera með
stífkrampa, um borð í björgun-
arbát eftir nauðlendingu á sjó.
Ljósm. Mbl. Kristján
Togararnir fóru
út fyrir verkfallið
VERKFALL hófst á miðnætti
síðastliðnu hjá fjórum ísfirzkum
skuttogurum, Guðbjörgu, Júliusi
Geirmundssyni, Guðbjarti og
Páli Pálssyni og eru sjómennirn-
ir, sem að verkfallinu standa um
40 talsins. Auk þess eru 20
yfirmenn á þessum fjórum togur-
um, en þeir standa ekki að
aðgerðunum. Eftir 10 daga eða
hinn 30. marz, er boðað enn
viðtækara sjómannaverkfall á
ísafirði, er sjómenn á linubátum
fella niður vinnu. Þar er um að
ræða 30 sjómenn og þegar öll
þessi isfirzka útgerð hefur stöð-
Hávaðadeilur í neðri deild um útsvarshækkun:
Þingforseti og ráðherrar neit-
uðu ósk um frestun á umræðu
— en í matarhléi í gærkvöldi sömdu stjórnar-
flokkarnir við Sjálfstæðisflokkinn um frestun
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokk-
og Alþýðuflokks fóru fram á frest-
un umræðna um tekjustofnafrum-
varp sveitarfélaga og hækkunar-
heimild útsvara í neðri deild Al-
þingis i gær, unz frumvarp stjórn-
arinnar um skattstiga kæmi fram,
væntanlega á mánudag, svo heild-
armynd skattlagningar og skatt-
byrði væri ljós áður en þingdeiidin
tæki afstöðu i jafn veigamiklu
skattheimtumáli. Forseti þing-
deildarinnar, Alexander Stefáns-
son, sem er fyrsti flutningsmaður
tillögunnar um heimildarhækkun
útsvara, synjaði um frestinn, en
vék síðan af fundi vegna fundar-
halds í fjárveitinganefnd sem stóð
á sama tíma og þingdeildarfundur-
inn. Félagsmálaráðherra, Svavar
Gestsson, og landbúnaðarráðherra,
Pálmi Jónsson, töldu ekki ástæðu
til að verða við frestunarbeiðni
þingflokkanna.
í matarhléi í gærkvöldi féllu
stjórnarflokkarnir hins vegar frá
því að halda fast við þessa neitun og
hafði Ólafur Ragnar Grímsson
formaður þingflokks Alþýðubanda-
lags samband við Geir Hall-
grímsson og Ólaf G. Einarsson og
bauð upp á samkomulag um frestun
umræðna tjl næstkomandi mánu-
dags enda hefði frumvarp um skatt-
stigana þá verið lagt fram. Sam-
komulag var gert um þetta og
umræðum frestað.
Synjun stjórnarflokkanna olli há-
vaðadeilum í þingdeildinni og töldu
talsmenn stjórnarandstöðunnar
hana ganga þvert á þinghefðir og
samskiptareglur þingmanna.
Háttvís og rökstudd beiðni um
skammtímafrest — sem ekki tefði
afgreiðslu viðkomandi máls — til að
ná fram nauðsynlegri gagnasöfnun í
jafn afgerandi máli fyrir skattborg-
ara landsins væri eðlileg, en synjun-
in bæri vott um ný og óvenjuleg
vinnubrögð.
— Sjá nánar á þingsíðu Mbl. I
dag, bls. 26.
vazt má gera ráð fyrir að rúm-
lega 300 til 400 manns verði
verkefnalausir á ísafirði.
Enginn sáttafundur hefur verið
boðaður í deilunni, en síðasti
fundur var haldinn á ísafirði
siðastliðinn sunnudag, er vara-
sáttasemjari ríkisins, Guðmundur
Vignir Jósepsson, hélt þar árang-
urslausan sáttafund. Að verkfall-
inu stendur Sjómannafélag ísfirð-
inga og er viðsemjandinn Útvegs-
mannafélag Vestfjarða.
Tveir togaranna, sem verkfallið
nær til, lönduðu á Isafirði í gær og
fóru þeir á sjó fyrir miðnætti og
hinir tveir lönduðu annars staðar
og reru einnig fyrir miðnætti.
Munu þeir nú ljúka þeim veiði-
ferðum, sem þeir voru að hefja og
fer það eftir aflabrögðum, hve
ferðirnar verða langar. Miðað við
þau góðu aflabrögð, sem verið
hafa undanfarið má búast við því
að ferðirnar standi í 4 til 7 daga.
Morgunblaðið hafði í gær sam-
band við Svavar Gestsson, félags-
málaráðherra og spurði hann,
hvort ríkisstjórnin myndi á ein-
hvern hátt hafa afskipti af mál-
inu. Hann kvaðst ekkert vilja tjá
sig um málið að svo stöddu, en
sagðist hafa átt viðræður við
sáttasemjarann, sem með málið
færi. Því er ráðherrann kunnugur
öllum hnútum deilunnar.