Morgunblaðið - 30.03.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.03.1980, Qupperneq 1
64 SÍÐUR 76. tbl. 67. árg. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Afganistan: Yíða blóðug- ir bardagar Islamabad, 29. marz. AP. STJÓRNARHERMENN í Afganist- an hafa orðið fyrir miklu mann- tjóni í bardögum við afganska uppreisnarmenn í héraðinu Kunar í norðausturhluta landsins nólægt pakistönsku landamærunum að sögn talsmanns uppreisnarmanna í Islamabad í dag. Eitt hundrað stjórnarhermenn féllu í tólf tima bardögum við upprcisnarmenn í Ganjal í Kunar- héraði að sögn talsmannsins. Bar- dagarnir hófust með því að stjórn- arhermenn réðust með stuðningi skriðdreka og flugvéla ó stöðvar uppreisnarmanna, en skæruliðar veittu harðvituga mótspyrnu að sögn talsmannsins. Uppreisnarmenn stöðvuðu fjóra herbíla nólægt Basawol í Nangra- haíhéraði og felldu fjóra sovézka ráðunauta. Uppreisnarmenn kveiktu einnig í átta herflutningabifreiðum í bænum Sarkundo. Allir búðareig- endur í Kandahar-héraði hafa lokað verzlunum sínum. Stjórnarbyggingar hafa verið brenndar í Kunduz-héraði nálægt sovézku landamærunum, en hins vegar er kyrrt í höfuðborginni Kabul þótt loft sé lævi blandið. Rússneska herliðið hefur reynt að einangra höfuðborgina síðan mótmælaaðgerð- irnar gegn hernáminu fóru fram í síðasta mánuði. Sex til sjö þúsund manna lið uppreisnarmanna hafði höfuðborg- ina í Kunduz-héraði nánast á valdi Miltað skor- ið úr Phalevi Kairó, 29. marz. AP. LÆKNAR íranskeisara sögðu i dag, laugardag, að honum iiði „eftir atvikum“ eftir að uppskurð- ur var gerður á honum í dag og miltað numið brott, en krabbamein var komið í það. Uppskurðurinn var gerður án þess að tilkynning væri birt fyrirfram, undir stjórn frægs bandarísks hjartaskurðlæknis Michael Debakey og ásamt honum voru við aðgerðina egypzkir og bandarískir læknar. Takist aðgerðin vel mun starfsemi rauðu og hvítu blóðkornanna ganga eðlilegar fyrir sig. Aftur á móti hafa sérfræðingar látið í ljós þann grun að krabbameinið kunni að hafa breiðzt út í beinmerginn. sínu um tíma fyrir tíu dögum þegar kveikt hafði verið í nokkrum skólum, skrifstofum stjórnarinnar, fata- verksmiðjum og fleiri mikilvægum byggingum. Uppreisnarmenn frels- uðu rúmlega 500 fanga og kveiktu í fangelsum. Um 50 Rússar hafa fallið og margra er saknað eftir árásir upp- reisnarmanna í Kunduz og Baghlan síðustu tvær vikur og rúmlega 100 afganskir hermenn og lögreglumenn hafa verið felldir. Saudi-Arabía: Brezk kona dæmd til hýðingar London, 29. marz. AP. BREZK eiginkona skurð- læknis hefur verið dæmd til opinberrar hýðingar í Saudi-Arabiu fyrir að brjóta hina ströngu áfeng- islöggjöf landsins, að því er embættismaður brezka utanríkisráðuneytisins greindi frá í dag. Hann sagði að Penelope Arnot hefði verið dæmd til að þola 80 vandarhögg í Jidda fyrir að bera fram áfenga drykki í samkvæmi sem hún og maður hennar Richard Arnot héldu. I þessu samkvæmi létust tveir gestir, hollenzkur verkamaður og brezk hjúkrunarkona, er þau féllu út um glugga á fimmtu hæð, að því er talið er vegna þess hve ofurölvi þau sem aðrir gestir voru. Læknirinn hefur verið í fangelsi sl. fimm mánuði fyrir sama brot, og á eftir að afplána sjö mánuði. Hann kom til starfa í Saudi-Arabiu fyrir hálfu öðru ári síðan ásamt Pene- lope konu sinni. Brezka utanríkisráðuneytið reynir nú að beita sér í málinu. SJÓR AF SÚKKULAÐI — I>að er víðar handagangur í öskjunni um þossar mundir en í fiskvinnslustöðvunum. Með stundarfriðnum, sem stjórnvöld hafa nú veitt þorskinum, sýnist páskahrotan okkar íslendinga í ár raunar cinkanlega ætla að vcrða úr súkkulaði. (Ljósm: Emilía) Enn leitað af sio „LEIT var haldið áfram eins og ráð var fyrir gert i nótt og morgun, með skipum. flugvélum og þyrlum, en það hefur ekkert nýtt fundizt. sagði Auður Rúts- dóttir, sendiráðsstarfsmaður i Ólsó, i samtali við Mbl. um hádcg- isbilið i gærdag. „Það verður svo tekin ókvörðun um það seinna í dag hvort leit verður haldið áfram á morgun eða ekki, þar sem menn eru orðnir frekar vondaufir um að fleiri kunni að finnast á lifi. Eigendur pallsins hafa þó ennþá neitað að gefa upp alla von og ákveðið hefur verið að kafarar haldi áfram að banka byggingarnar að utan til þess að freista þess að fá einhvcr svör. Listinn yfir þá sem um borð voru fór niður með pallinum. þannig að ekki hefur fengizt uppgefið nákvæmlega hverjir voru þarna um borð,“ sagði Auður ennfremur. úr lof ti Bróðir hengdi syst- ur sína í Teheran Var vanfær eftir gísl í sendiráðinu AP, 29. mars. ÍRÖNSK námskona var að þvi er fréttir herma hengd vegna þess að hún mun hafa verið þunguð af völdum eins bandarisku gislanna i sendiráðinu i Teheran. Bróðir stúlkunnar framdi verknaðinn. Talsmaður námsmannanna sem halda sendiráðinu staðfesti að vitað væri um málið og Banda- ríkjamaðurinn yrði afhentur höf- uðstöðvum byltingarmanna til yf- irheyrslu. Stúlkan var ekki nafngreind né heldur Bandaríkjamaðurinn, en sagt er að hann hafi verið ráðgjafi um hermál og stúlkan hafi verið ' 23ja ára gömul og stundað mála- nám við háskólann í Teheran. Bróðir stúlkunnar gaf sig fram við lögregluna eftir að hann hafði banað systur sinni. Það var óljóst hvort hið um- rædda mál gerðist fyrir eða eftir að bandaríska sendiráðið var tekið hinn 4. nóv. en vitað að stúlkan var meðal gæzlumanna gíslanna. Þá kom fram hjá Auði að dráttarskip væru á leið inn til Stafangurs með fótinn sem gaf sig á pallinum, og væru þau væntanleg til hafnar seinna í dag. Þá ætti jafnvel að skýrast hverjar væru orsakir þessa mikla harmleiks, en tvær skýringar hafa aðallega verið á lofti eins og kunnugt er, þ.e. að málmþreyta hafi valdið eða þá að jafnvel slæmt veður með miklum straumum. í morgun var loks hægt að segja með vissu um fjölda týndra, lát- inna og þeirra sem hefur verið bjargað eftir slysið. Tilkynntu björgunaraðilar að 213 hefðu verið á pallinum þegar honum hvolfdi, 89 þeirra heföi verið bjargað, 85 væri enn saknað, en lík 39 hefðu fundist. Aðilar björgunarinnar voru um hádegisbilið úrkula vonar um að fleiri fyndust á lífi, þar sem rúmur sólarhringur var liðinn frá síðustu mannbjörguninni. Þá bönkuðu kaf- arar veggi íbúðarpallsins að utan í nótt og morgun í þeirri von að bankinu yrði svarað ef enn væri lífsmark með fólki sem lokað væri inni í pallinum. Höfðu þeir ekki erindi sem erfiði. Talsmaður Phillips Petroleum Co. sagði í dag að enn væri með öllu óljóst af hvaða orsökum íbúðar- pallinum Alexander Kielland hvolfdi. Embættismenn sögðu að 91 hefði bjargast, þ.e. tveimur fleiri en fyrri fregnir hermdu. Af þeim lægju 20 á sjúkrahúsum. Leiðtogar tveggja brezkra verka- lýðssamtaka kröfðust þess í dag, í framhaldi af slysinu í Norðursjón- um, að hafin yrði rannsókn á öryggi allra olíuborpalla og íbúð- arpalla til að ganga úr skugga um hvort þeir geti staðið af sér fár- viðri. Hermdu báðir leiðtogarnir að strangari öryggiskröfur giltu um norsku pallana en þá brezku. Blaðið Financial Times skýrði frá því í dag að íbúðarpallurinn hefði verið tryggður fyrir 51,25 milljónir Bandaríkjadala. Að miklu leyti koma norsk trygginga- félög til með að bera skaðann, en þó höfðu þau endurtryggt hjá Lloyds í London fyrir 13 milljón dollara tjóni, og hjá öðrum trygg- ingafélögum í London fyrir 19 milljón dollara tjóni. Einvígi Spasskys og Portisch hefst í dag Moxieo-borg. 29. marz. AP. SKÁKEINVÍGI þeirra Boris Spasskys og Lajos Portisch um réttinn til að skora á heimsmeistarann Anatoli Karpov hefst í Mexico-borg á morgun. sunnudag. Þetta verður í annað sinn sem þeir Spassky og Portisch lciða saman skákmcnn sína í slíku einvígi. Hið fyrra var í Genf 1977. og vann þá Spassky með 8,5 vinningum gegn 6.5 v. Portisch. Samkvæmt alþjóðlegum skákstiga er styrkleiki þeirra mjög áþekkur, Portisch 2.665 Elostig og Spassky 2.615, og sérfræðingar hallast að því að Portisch muni sigra Spassky að þessu sinni. Spassky hefur hvítt í fyrstu skákinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.