Morgunblaðið - 30.03.1980, Side 2

Morgunblaðið - 30.03.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 Ingólfur Guðbrandsson stjórnar Pólýfónkórnum á æfingu í fyrrakvöld. Pólýfónkórinn: Síðustu æfingarnar fyrir páskatónleikana PÁSKATÓNLEIKAR Pólý- fónkórsins verða haldnir á föstudaginn langa og laugar- dag fyrir páska í Háskólabiói og hefjast þeir kl. 14 báða dagana. Flutt verður verk Rossinis, Helgimessa, en það hefur ekki verið flutt áður hérlendis. Æfingar standa nú yfir bæði í Vörðuskóla, þar sem kórinn hefur í vetur haft æfingaað- stöðu, og nú um helgina hefjast æfingar í Háskólabíói. Flytj- endur ásamt Pólýfónkórnum eru einsöngvararnir Janet Price, sópran, Ruth Magnússon, alt, Jón Þorsteinsson, tenór, David Wilson, bassi, píanóleik- ararnir Agnes Löve og Anna Málfríður Sigurðardóttir og Hörður Áskelsson organleikari, er spilar á harmóníum. Stjórn- andi er Ingólfur Guðbrandsson. Miðasala er hafin, en hún fer fram hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn, Hljóðfærahúsi Reykja- víkur og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Maður og tré: Er áhugi á mann- eskjulegu umhverfi á undanhaldi? — sagði Jón Óttar Ragnarsson við setn- ingu borgarafundar Lífs og lands LÍF OG LAND standa um helgina fyrir borgarafundi að Kjarvalsstöðum um efnið maður og tré. Er þar fjallað um hin ýmsu atriði skógræktar og var i gær fjallað um ytri aðstæður og skipulag skógræktar, en í dag fyrir hádegi er fjallað um framkvæmd og síðdegis verða pallborðsumræður. Jón Óttar Ragnarsson setti borg- arafundinn í gærmorgun og sagði m.a. að erfitt væri að verjast þeirri hugsun þegar skoðuð væru mann- virki er risið hefðu á undanförnum árum, að áhugi íslendinga á að skapa fallegt og manneskjulegt umhverfi væri á undanhaldi. Sagði hann að á ári trésins mætti ekki gleymast að tré þurfi ekki að vera að skógi. Eitt og eitt tré við götu, gangstíg eða þjóðveg, fáein tré í garði, við íbúðarhús eða stofnun, einn lundur eða trjábelti væri oft allt, sem þyrfti til að glæða um- hverfið lífi, en vandinn væri sá að fáir hefðu tíma til að njóta lífsins. Kvaðst hann vonast til að þingið gæti átt þátt í að kollvarpa þeirri úreltu hugmynd að þéttbýli á Islandi eigi að vera gróðursnautt. Þá tók til máls Hákon Bjarnason fyrrum skógræktarstjóri og fjallaði um ágrip af sögu gróðurs og trjáræktar. Kvað hann þá er rann- sakað hafa gróðursögu landsins og jarðvegseyðingu síðustu alda vera sammála í öllum atriðum nema því hver hafi verið víðátta skóglendis við upphaf landnáms. Erfitt væri þó að segja með vissu hvernig ástandið hafi verið vegna skorts á heimildum og rannsóknum, en ljóst væri að skógarhögg hafi verið gegndarlaust frá landnámi og síðar hafi jarðvegseyðing ríkt í kjölfar eyðingar birkiskóga. Þá sagði hann menn oft hafa bent á gróður- og landeyðinguna fyrr á tímum og rætt um viðnám, en viðnám hafi þó ekki byrjað fyrir alvöru fyrr en á fyrstu árum þessarar aldar. Sagði hann að lokum að skógar og einstök tré væru bæði til ómetanlegra nytja og yndisauka og góð og skynsamleg skógrækt væri fólgin í því að hirða og nýta það er félli af nægtaborði náttúrunnar á þann hátt að skóg- arnir endurnýjuðust af sjálfsdáð- um. Síðar var rætt um veður óg tré, jarðveg, innflutning, runnaræktun og um skipulagsmál m.a. tré í vistkerfinu, notagildi trjáa, trjá- gróður sem byggingarefni o.fl. og endaði ráðstefnan í gær á umræð- um. í dag kl. 10 verður ráðstefnunni haldið áfram og fjallað um sölu og framleiðslu trjáa og runna, gróður- setningu, hirðingu og kl. 13:30 hefjast pallborðsumræður með hléi kl. 15 þegar Halldór Haraldsson leikur á píanó, en ráðstefnan endar á leik íslenzka blásarakvintettsins. Allt á sama stað Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF VICONCORD Amerískur lúxusbíll meðöllu 6 cyl 258 cid vél. Sjálfskipting, vökvastýri, aflhemlar, hiti í aftur- rúöu, hallanleg sætabök, pluss- áklæöi, viöarklætt mælaborö, vinyl- toppur, teppalögö geymsla, hliöar- listar, krómlistar á brettaköntum, síls og kringum glugga, klukka D/L hjólkoppar, D78x14 hjólbarðar með hvítum kanti, gúmmíræmur á höggvörum og vönduö hljóöein- angrun. CONCORDINN er meðal sparneytnustu bíla, um og undir 12 I. á 100 km. Nokkrir bílar til afhendingar strax. Frá borgarafundi samtakanna Líf og land, en hann heldur áfram á Kjarvalsstöðum í dag. Ljósm. Emiiia. Athugasemd frá Ólafi Ragnari ÓLAFUR Ragnar Grimsson al- þingismaður hafði i gær samband við Morgunblaðið og gerði athuga- semd við baksíðufrétt Morgun- blaðsins í gær. Ólafur kvað ekki um skattahækkun að ræða i heild- ina. þar sem forsendur væru hinar sömu miðað við þann skattstiga, sem lagður hefði verið fram og þá skattstiga, sem nú er verið að ræða um og fréttin fjallaði um. Komið hefði f Ijós að framlagður tekju- skattstigi hefði reynzt ófullnægj- andi til þess að ná þessu marki, að tekjuskattar yrðu þeir sömu í nýju skattkerfi eins og gamla skatt- kerfið hefði gefið. Ólafur sagði, að reiknistofnun hefðu verið settar þær forsendur, að skattbyrði tekjuskattsins ætti ekki að aukast. Þessi skattstigi, sem lagður hafi verið fram samrýmdist ekki þessari forsendu og gefur ekki það sem ætlazt var til. Því kvað hann þær tillögur, sem hann hafi kynnt í fjárhags- og viðskiptanefnd og væru vinnutillögur, allar miðað- ar við leiðréttan grunn frá reikni- stofnun en sömu forsendur og áður, þ.e. að nýja kerfið gæfi hið sama og gamla kerfið. Hins vegar kvað Ólafur það rétt vera að miðað við framlagðan stiga og hina nýju væri um 5% skattahækkun að ræða, en þá bæri að geta þess, að þessi skekkja hafi verið inni í forritinu í 3 til 4 mánuði, þannig að öll frumvörp og allar hugmyndir að skattstigum væru með þessari skekkju. Ólafur Ragnar líkti þessu við bíl, sem hefði vitlausan hraðamæli, sem ávallt sýndi 50 km hraða á klukkustund, þótt menn ækju á 70 km hraða. Síðan léti bifreiðaeig- andinn laga hraðamælinn og æki áfram á 70 km hraða og héldi því svo fram að hann hefði aukið hraðann um 20 km. Hér væri um sams konar dæmi að ræða. Páskatónleikar Passíukórsins Akureyri. 29. marz. PASSÍUKÓRINN heldur páskatón- leika í Akureyrarkirkju á pálma- sunnudag klukkan 21. Flutt verður tónverkið Via Crucis eftir Liszt, samið um 14 helgimyndir um páskagöngu Krists. Jafnframt verða sýndar litskyggnur af frægum listaverkum og sr. Bolli Gústavsson mun lesa ritningarorð. Einsöngvarar verða Þuríður Bald- ursdóttir, Haraldur Hauksson og Jón Hlöðver Askelsson, . orgelleikari Gígja Kjartansdóttir og stjórnandi Roar Kvam. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.