Morgunblaðið - 30.03.1980, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980
7
Hvað var að í ráðuneytis-
bréfinu fræga sem birt var í
síðasta þætti? Hyggjum bet-
ur að því.
í fyrsta lagi stóð að bréfið
væri „til allra ráðuneyta er
málið varða“, ekki varðar,
eins og rétt væri. Ruglað er
saman persónulegu sögninni
að varða = hlaða vörur og
ópersónulegu sögninni varða
= skipta, snerta, koma við.
Varðar mest til allra orða
undirstaðan sé réttlig íundin,
eigri kIökk þó eddu regla
undan hljóti að víkja stundum,
segir í Lilju Eysteins Ásgríms-
sonar.
Ópersónuleg sögn breytist
ekki eftir þeim fallorðum
sem kunna að standa með
henni í setningu, hún er sjálf
alltaf í þriðju persónu ein-
tölu. Eftir ráðuneytisbréfinu
hlóðu ráðuneytin vörður um
málið. Merkingin mun þó
hafa átt að vera sú, að málið
skipti ráðuneytin einhverju.
I annan stað stóð: „Mis-
neyti aðstöðu var gert skil.“
Látum það vera, þó orðið
misneyti sé ekki á hvers
manns vörum. Góðra gjalda
vert er að búa til nýyrði. Hitt
er verra, þegar þolmynd er
mynduð svo, að hún verður
geld, kynlaus, eða kannski
réttara sagt viðrini, alltaf í
hvorugkyni eintölu. Skil er
fleirtöluorð í þessu sam;
bandi. Skilin eru gerð. 1
bréfinu hefði því átt að
standa: „voru gerð skil.“
' í þriðja lagi var meðferð
orðsins dýrleiki ámælisverð.
Reyndar hefði farið best á að
sleppa því og nota heldur
orðið kostnaður. En dýrleiki
er hugmyndarheiti. Það fer
illa í fleirtölu. Samt sem
áður stóð í ráðuneytisboð-
skapnum: „en dýrleikar mat-
fanga er enn ágreiningsefni."
Þrátt fyrir fleirtöluáráttuna
hefur höfundur sig ekki upp í
að hafa tölu sagnarinnar í
samræmi við tölu nafnorðs-
ins. Sögnin að vera er ekki
ópersónuleg.
Enn stóð: „Niðurstaða
launþegarannsókna er sú
...“ Hvað eru launþegarann-
sóknir? Eru það rannsóknir
sem gerðar eru á launþegum,
sbr. loðnurannsóknir? Eru
það rannsóknir sem eru
gerðar af launþegum? Eru
það rannsóknir sem eru
gerðar í þágu launþega, sbr,
vísindarannsóknir, eða eru
það rannsóknir sem eru
gerðar með launþegum, sbr.
smásjárrannsóknir?
Og að lokum vegna þessa
ráðuneytisbréfs. Hvað þýðir,
á mannamáli sagt, misneyti
aðstöðu og aðstaða til neyslu
matarins?
Fréttamál af kosninga-
úrslitum hefur bjagast mikið
upp á síðkastið. Tekið er nota
sögnina að vinna um þing-
sæti í staðinn fyrir að fá eða
hljóta, hvort sem um ávinn-
ing eða tap er að ræða, og
tíðartengingin meðan veður
uppi í stað gagnstæðisteng-
ingarinnar en. Heimatilbúið
dæmi: Framfaraflokkurinn
vann 118 sæti, meðan Hóf-
semdarflokkurinn vann að-
eins 18. Eftir sem áður vita
menn ékki, hvort flokkarnir
hafa tapað eða unnið á,
aðeins hvað þeir hafa fengið
mörg þingsæti. Rétt væri að
segja: Framfaraflokkurinn
fékk (hlaut) 118 sæti, en
Hófsemdarflokkurinn hlaut
(fékk) aðeins 18, eða kom 18
mönnum að. Síðan þurfa
menn að fá fréttir af því líka,
hvort um tap eða vinning
hafi verið að ræða, sé hægt
að gera einhverja slíka við-
miðun.
Ónefndur maður biður mig
enn að reyna að kveða niður
„erlendis" drauginn sem
honum finnst „gífurlega
hvimleiður og hættulega al-
gengur".
Ég þykist vita að hann eigi
við það, þegar orðið erlendis
er ekki aðeins notað um
dvölina á, heldur líka hreyf-
inguna til og talað er um að
fara erlendis. Menn geta
verið erlendis eftir að hafa
farið utan, út eða til útlanda.
En það er rangt mál að
segjast fara erlendis í
merkingunni að fara til ann-
arra landa.
í síðasta þætti féll niður
eitt atkvæði úr sálmaversi
eftir Hallgrím Pétursson, og
raskast þá hrynjandinn til
spillis. Þetta er svo við-
kvæmt, sem betur fer. Ekki
sakar að prenta versið allt,
sbr. fyrri hluta þessa þáttar:
Yfirmönnunum er því vant,
undirsátarnir hnýsa grannt
eftir því, sem fyrir augun ber,
auðnæmast þó hið vonda er.
Hvað höfðingjarnir hafast að,
hinir meina sér leyfist það.
innskDtsborÖ
Borðplatan er úr harðplasti í tveimur litum
hvitu og svörtu, henni má snúa við með einu handtaki.
Glæsileg borð.
Sendum gegn póstkröfu.
LITIR:
svart, hvítt, dökk-
brúnt og Ijóst beiki
Sérverslun meft listraena húsmuni
Borgartun 29 Simi 20640
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Þl AI GI.YSIR l’.M ALLT LAND ÞEGAR
Þl Al GLYSIR I MORGUNBLAÐINl
ADRAR NYJAR
Styx - Cornerstone
Kenny Rogers — Kenni
Linda Ronstadt — Mad Love
McGuinn Clark og Hilimann — City
Anne Murrey — I will always love you
Anne Murrey — Country Collection
Last Dance
El Disco de Oro
Rush — Permanet Waves
Bobe Seeger — Against the wind
svo eitthvað sé nefnt.
Sveiflan er einnig á fullu
Peterson, Henning og Pass, Miles Davis,
Charles Mingus, Chuck Manioni að ógleymd-
um Arna Egils og fleirum og fleirum.
Fyrir hina þjóðlegu
Sannar Dægurvísur með Brimkjó, Spilverk
þjóöanna, Glámur og Skrámur, Álfar og yfir
höfuð allar íslensku plöturnar og síðast en
ekki síst.
Ampex kasettur
sem vio norum umboð fyrir hér á
landi.
Strandgötu Hafnarfirði