Morgunblaðið - 30.03.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 17
Birgir ísl. Gunnarsson:
Benzínið
Benzínið hækkar nú í 423 krónur. Af því tekur ríkið til sín 232.65. — Þessi hækkun ein
mun færa ríkissjóði 3.5 milljarða í auknar tekjur.
S.l. þriðjudag kynnti ríkis-
stjórnin reglur sínar um verð-
hækkanir næstu mánuði og af
því tilefni kom viðskiptaráð-
herra í fjölmiðla til að skýra út
þessar nýju reglur. Þegar frétta-
maður sjónvarps hafði fengið
skýringar ráðherrans spurði
fréttamaðurinn: „En samt ætlið
þið að fara að hækka benzínið
mun meira." Þá svaraði ráðherr-
ann: „Ja, það er ekki gaman að
þessum erlendu verðhækkun-
um.“ Þar með var málið afgreitt
af hans hálfu.
Stærsti hluti
bensínverðs er
skattar ríkisins
Nú er þetta ekki eins einfalt
og ráðherrann vill vera láta. Víst
er það að verð á benzíni og olíum
hefur hækkað erlendis og ekkert
við því að segja að slíkar hækk-
anir komi fram á verði hérlend-
is. Hitt vildi ráðherrann greini-
lega ekki minnast á, að stærsti
hluti benzínverðsins er innlendir
skattar og tollar.
Ríkið hefur nefnilega leikið
þann leik að notfæra sér olíu-
kreppuna og hækkandi olíu- og
benzínverð til að auka tekjur
ríkissjóðs. Vinstri stjórnin sál-
uga fékkst aldrei til þess að
breyta reglum um álagningu
tolla og söluskatts á benzíni. Við
hverja benzínhækkun freistaðist
hún til að hrifsa til sín í
ríkissjóð eins mikið fé og frekast
var mögulegt. Svo er að sjá sem
núverandi ríkisstjórn hyggist
gera það sama.
Vegagjald, tollar
og söluskattur
Eftir að benzín hækkaði
síðast, þ.e. í 370 krónur pr. lítra
þann 20. desember sl. sundurlið-
ast verðið í stórum dráttum eins
og hér segir:
Líf-verð 34.53%
Opinber gjöld 55.58%
Álagning/dreifing 5.74%
Verðjöfnunargjald 0.96%
Sölulaun 3.19%
Þessi upptalning sýnir, að
stærsti hlutinn í verðmyndun
benzíns eru hin opinberu gjöld
ríkisins. Hin opinberu gjöld eru
aðallega vegagjald, sem rennur
til vegagerðar í landinu, tollar
og söluskattur.
Eykur tekjur
ríkisins um
3.5 miiljarða
I janúar 1979 kostaði
benzínlítrinn 181 krónur og af
því tók ríkið til sín 106.52
krónur. Nú er um það rætt að
hækka benzínið í 423 krónur og
af því ætlar ríkið að taka til sín
232.65 krónur. Þessi eina hækk-
un mun færa ríkissjóði í auknar
tekjur það sem eftir er ársins 3.5
milljarða króna.
Á sl. ári urðu miklar umræður
um þá ósvinnu að ríkissjóður
gæfi ekkert eftir af sínum
benzíntekjum. Var þetta mál
mikið rætt innan vinstri stjórn-
arinnar. Var helzt um það talað
að festa tolla og söluskatt í
ákveðinni krónutölu. Allir ráð-
herrar virtust vera þeirrar skoð-
unar nema fjármálaráðherrann,
Tómas Árnason, sem stöðvaði
málið.
Breyta þarf
reglunum
Þá gáfu ráðherrar út yfirlýs-
ingu um það, að þessar reglur
yrðu endurskoðaðar um áramót.
Margir sömu ráðherrarnir eiga
sæti í núverandi rfkisstjórn.
Menn höfðu því vissulega ástæðu
til að ætla að breyting yrði á nú,
þegar ný hækkun kemst í fram-
kvæmd.
Svo er ekki. Fjármálaráðherr-
ann, Ragnar Arnalds, lýsti því
yfir á Alþingi í vikunni að ekki
stæði til að breyta þessum regl-
um að neinu leyti. Auðvitað er
það algjör óhæfa að ríkissjóður
skuli haga sér á þann hátt að
notfæra sér benzínhækkanir erl-
endis til að auk tekjur ríkissjóðs.
Sú krafa verður nú æ háværari
meðal almennings að þessu verði
að breyta. Ríkisstjórnin verður
að koma til móts við fólkið í
þessu máli.
fjármálaráðherra að ári og breytt-
ist úr „fagráðherra" með henti-
stefnupólitík í „fjármálaráðherra
með ábyrgð". Og það þarf raunar
ekki að fara svo langt aftur í
tímann. Mönnum er í fersku minni
sjónvarpsþáttur, þar sem Ragnar
var þráspurður af Ellert B.
Schram ritstjóra einmitt um þetta
atriði, vegamálin, og þar lýsti
Ragnar Arnalds, nýorðinn fjár-
málaráðherra því yfir, að vega-
áætlun yrði endurskoðuð „til
hækkunar". Nú er komið í ljós, að
með þessum orðum var fjármála-
ráðherrann að villa um fyrir
almenningi. Hann var að gefa í
skyn, að framkvæmdamátturinn
yrði aukinn með því að skýla sér á
bak við orðin „til hækkunar", en
átti einungis við krónutöluna, —
að þeim tölum yrði að einhverju
leyti breytt til hækkunar en engan
veginn sem svaraði verðbólgunni.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
reyndu við 2. umræðu fjárlaga að
fá einhverju þokað í þessum efn-
um, en „handjárnin" héldu. Þó
fannst og sást á ýmsum þing-
mönnum að þeim var þvert um
geð, en létu þetta yfir sig ganga.
Þær verðbólguforsendur, sem
vegaáætlun var byggð á, eru
hálfbroslegar í dag með hliðsjón
af þróuninni. Það var sem sagt
gengið út frá því, að kostnaður við
veglagningu hækkaði ekki „nema“
35% milli áranna 1978 og 1979 og
25% milli 1979 og 1980. Rauntöl-
urnar urðu 45% og a.m.k. 50%. Á
þessum tveim árum hefur kostn-
aður við veglagningu með öðrum
orðum hækkað um a.m.k. 118% í
staðinn fyrir 69%. Með óbreyttri
krónutölu hefði verið stefnt að
neyðarástandi í vegaframkvæmd-
um og viðhaldi. Það var því
óhjákvæmilegt að gera því skóna
að einhver hækkun fengist fram
við afgreiðslu vegaáætlunar síðar
á þessu þingi og í því skjóli standa
stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar
á móti allri leiðréttingu við gerð
fjárlaga nú. — Málið verður af-
greitt síðar á þinginu, segja þeir.
Þegar vegaáætlun hefur verið lögð
fram.
Kannski er hægt að skjóta sér á
bak við þvílíkt, þegar fjárlög eru
afgreidd fyrir jól. En nú er komið
fram undir páska. Og Ólafslög, —
sem 6 ráðherrar af 10 beittu sér
fyrir að Alþingi samþykkti fyrir
ári, — kveða skýrt á um það, að
lánsfjáráætlun skuli lögð fram
með fjárlögum, svo að heildar-
myndin í þessum efnum ljúkist
upp fyrir mönnum. Ekki er að sjá,
að ríkisstjórnin beri virðingu fyrir
þessari lagasetningu. Og maður-
inn á götunni segir: Við hverju er
að búast af mönnum, sem ekki
halda þær leikreglur, sem þeir
hafa sett sjálfir og ætlast til að
aðrir haldi?
Allt á eina
bókina lært
Minni framlög til vegamála en
ákveðið hafði verið í vegaáætlun
komu engum á óvart. Hugsunar-
gangur ríkisstjórnarinnar er þessi
að horfa á verklegar framkvæmd-
ir sem einhvern „afgangslið" fjár-
laga, sem einvörðungu ráðist af
því hvað yrði eftir, þegar búið yrði
að fylla upp í ginnungagap eyðsl-
unnar. Því að þar er ekkert lát á
og ekkert hóf á. Lýsandi fyrir
þennan hugsunarhátt eru þær
mótbárur, að sjálfstæðismenn
hefðu sýnt „ábyrgðarleysi" og
„eyðslusemi" með tillögum sínum
um, að vegaáætlunin yrði verð-
bætt að hálfu. Fram.á meira var
nú ekki farið. Þetta voru litlir 3,5
milljarðar af þessum milljarða
hundruðum, sem lagðir eru á
þjóðina. Þetta var innan við 10%
af þeirri auknu skattheimtu, sem
við verðum að þola eftir að Geir
Hallgrímsson vék úr stól forsætis-
ráðherra.
En meðal annarra orða: Hver
sýnir „ábyrgð" við afgreiðslu fjár-
laga? Ríkisstjórnin hafði gefið
sína línu um það, hvernig öllum
sköttunum yrði eytt. Ef þingmað-
ur var annarrar skoðunar í þeim
efnum, sýndi hann þá ábyrgðar-
leysi af því að hann vildi verja
peningunum öðru vísi? Nei, — og
allra sízt getur það átt við núna
undir ríkisstjórn sem mynduð var
með þeirri formúlu, að sérhver
þingmaður skyldi bundinn við
„sannfæringu sína“ og annað ekki.
Þannig átti t.d. sérhver þingmað-
ur að gera það upp við sig „prívat
og persónulega" hvort hann vildi
heldur aukna skriffinnsku í
stjórnarráðinu eða betri vegi. Um
þetta stóð valið í stórum dráttum,
eins og Lárus Jónsson sýndi fram
á: Við hrepptum eyðslusemi með
hærri sköttum og minni fram-
kvæmdum, en höfnuðum aðhaldi,
meiri framkvæmdum og lægri
sköttum!
Hvað er
framundan?
Það er ástæða til þess að horfa
kvíðinn fram á veginn. Vorið 1978
verður lengi munað. Við það
bundu margir vonir, sem gengu í
fyrsta skipti að kjörborðinu og
treystu ekki stóru flokkunum
lengur, Sjálfstæðisflokki og Fram-
sóknarflokki. Síðan hefur aftur
verið kosið. A-flokkarnir höfðu
brugðizt og Sjálfstæðisflokkurinn
hafði sundraða forystu. Af þeim
sökum vann Framsóknarflokkur-
inn kosningasigur og nokkrir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa síðan lokið upp dyrum
stjórnarráðsins fyrir einum sjö
ráðherrum úr röðum Framsóknar-
flokks og Alþýðubandalags.
Frammistaða ríkisstjórnarinnar
hefur ekki verið góð. Menn binda
ekki vonir við hana lengur.
Hver veit nema Eyjólfur hress-
ist! var einu sinni sagt. Við
skulum með öðrum orðum ekki
gefa allt upp á bátinn. Af því
drögum við þá ályktun, að rétt sé
að gera kröfur til ríkisstjórnar.
Þeir, sem í henni sitja, eiga ekki
þá afsökun, að öðrum hafi gengið
illa áður. Þeir eru búnir að taka á
sig mikla ábyrgð og hafa drjúg-
góðar tekjur til þess að þeir þurfi
ekki að hafa áhyggjur út af
framfærslunni. Þeir eiga með öðr-
um orðum að láta hendur standa
fram úr ermum og verða síðan
dæmdir af verkum sínum eða
verkleysi. Eftir allt, sem á undan
er gengið, er þetta kannski kjarni
málsins, að menn hugi að getu
ríkisstjórnarinnar eða getuleysi
og hagi sér samkvæmt því. Nú er
mál, að efnisleg afstaða sé tekin af
hverjum og einum. Línurnar hafa
skýrzt við afgreiðslu fjárlaga og
ríkisstjórnin sýnt eðli sitt.