Morgunblaðið - 30.03.1980, Side 19

Morgunblaðið - 30.03.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 19 á austurlandi. Þar gekk á ýmsu, en meðal keppenda mátti sjá margan manninn. Þar á meðal Tómas viðskiptaráðherra, Brynjólf ráðu- neytisstjóra, Harald heitinn á Einarsstöðum og Hermóð heitinn frá Sandi, svo einhverjir séu nefndir. Vegna áhrifa frá Jónasi Geir varð iðkun skíðaíþróttarinnar mjög vinsæl hér fljótlega eftir komu hans hingað til Húsavíkur. Farnar voru skíðaferðir, sem menn fjölmenntu í og um eina slíka segir Jónas Geir: „Margir eldri Völsungar eiga góðar minningar frá lengri og skemmri skíðaferðum. Eitt sinn fórum við 12 félagar austur í Kelduhverfi. Þetta voru flest pilt- ar úr unglingaskólanum. Sumir áttu fíændfólk austur þar, eins og t.d. Guðmundur ráðuneytisstjóri og Ingvar bóksali og jafnvel fleiri. Ég fékk mér til fulltingis lipran skíðamann, Guðmund Aðalsteins- son. Farin var sem beinust leið norðan við Búrfell og komið niður hina frægu Gerðibrekku. Allur hópurinn gisti í Lóni og naut þar einstakrar gestrisni. Daginn eftir var haldið heim og komið við á Fjöllum. Síðan var haldið áfram, klifin hæstu fjöll og nú komið niður sunnan við Búrfell. Veður var fallegt, snjór yfir öllu og þriggja stjörnu færi. Þá gengum við einu sinni, allstór hópur, upp að Þeistareykjum og gistum þar í gangnakofanum. Þaðan var haldið heim, vestur yfir Lambafjöll og niður að Hveravöllum. Eftir gott bað þar í sundlauginni var Venni Bjarna kvaddur. Hann hélt fram að Grenjaðarstað en við hinir héldum heim.“ Fjöldinn allur af Húsvíkingum á minningar úr ferðalögum með Jónasi Geir, á skíðum, við hand- boltakeppnir og aðrar keppnir í íþróttum. Kvennaliðið hans, sem áður er getið, var mjög sigursælt þegar það var uppá sitt besta, og varð m.a. norðurlandsmeistarar. Árið 1936 fór Jónas Geir á Ólympíuleikana í Berlín í boði Þjóðverja, ásamt 30 öðrum kenn- urum og íþróttafrömuðum. Þetta varð honum mikil og góð reynsla, sem við Húsvíkingar nutum góðs af lengi á eftir. Þegar frá leið tók hann að sér meiri og meiri kennslu við Barnaskólann. Hann var á tímabili samkennari hins fræga kennaraliðs hér við skól- ann, þeirra Benedikts Björnsson- ar, skólastjóra, Egils Þorláksson- ar, kennara og Jóhannesar Guð- mundssonar, kennara. Árið 1942 tók hann kennarapróf við Kennaraskólann í Reykjavík. Hann er nú hættur kennslu, en seinustu árin sem kennari, starf- aði hann við Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Jónas Geir hefur í gegnum árin verið ágætur liðsmaður í félags- málum hér á Húsavík. Hann var formaður í.f. Völsungs 1938—41. í Rotary klúbbi Húsavíkur hefur hann starfað lengi og gegnt þar trúnaðarstörfum, m.a. verið for- seti hans. Hann er nú formaður deildar Norræna félagsins á Húsavík, góður liðsmaður í Leik- félagi Húsavíkur og skógrækt hef- ur hann látið til sín taka, og er garðurinn þeirra hjóna að Álfhóli 6 einn sá fallegasti og ræktar- legasti á Húsavík. Jónas Geir kvæntist árið 1943, Friðnýju Steingrímsdóttur frá Hóli á Mel- rakkasléttu. Þau eiga tvær mynd- arlegar dætur, kjörson og Jónas Geir á son sem hann eignaðist áður en hann giftist. I.S.I. hefur heiðrað hann með gullmerki sínu, fyrir störf hans að íþróttamálum á Húsavík. Þótt afmælisbarnið sé nú 70 ára þessa dagana sér aldurinn lítt á honum. Hann er einn okkar sprækasti golfspilari og lætur sig aldrei vanta á völlinn þegar veður leyfir. Á vetrardögum, þegar snjór er yfir öllu, má alveg eins búast við að rekast á hann norðan og austan við Húsavíkurfjall á gönguskíðunum sínum. I allri um- gengni sinni við menn og málleys- ingja er Jónas Geir einstakt prúð- menni, sem mikið má læra af enn í dag. Ég leyfi mér að senda honum með þessum línum kveðju okkar, sem stunduðum og stundum enn, íþróttir undir hans handleiðslu. Og persónulega vona ég að sjá þann dag sem allra fyrst, er ég fer að hafa í fullu tré við hann á golfvellinum. Ásmundur Bjarnason. Fimmtugir: Sigurjón og Sólmund- ur Jóhannessynir Hvert augnablik sem við lifum á, eru í raun og veru tímamót, en þau eru misjafnlega skýr og mis- jafnlega mikilsverð. Sum — og oft þau mikilverðustu lærum við ekki að þekkja fyrr en eftir á. Ég vil minnast, og minna aðra í minni stóru fjölskyldu á að minn- ast, tímamótanna, tvíburabræð- urnir Sigurjón og Sólmundur Jó- hannessynir verða fimmtugir á morgun 31. marz. Mér eru enn í minni hinir gömlu góðu dagar, er Jóhannes föðurfað- ir minn kom í heimsókn á heimili foreldra minna á Laugaveg 79, og með yngstu drengina sína með sér. En síðast en ekki sízt eru mér minnisstæð hin kærleiksríku áhrif, er hann hafði á mig. Áður hef ég hér í Mbl. minnst föðurföð- ur míns á aldarafmæli hans, og Lögreglan auglýsir eft- ir vitnum að ákeyrslum SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavik hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrsl- um í borginni. Þeir, sem veitt geta upplýs- ingar um þessar ákeyrslur, eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 10200: Laugardaginn 15.3. sl. var ekið á bifreið- ina R-63797. sem er Renault fólksbifreið. rauð að lit. þar sem hún var á Otrateig skammt norðan Sundlaugavegs. Átti sér stað frá kl. 22.30 þann 14.3. og fram til 13.30 þann 15. marz. Skemmd á bifreiðinni er á vinstra framaurbretti og vinstri hurð. Þriðjudaginn 18. marz sl. var ekið á bifreiðina R-3158, sem er Mazda fólksbifreið svört að lit. að Skipholti 17. Átti áer stað um kl. 14.25. Skemmd á bifr. er á hægra afturhöggvarahorni. Tjónvaldur er orange- gul Bronco jeppabifr. og byrjar skrán- ingarnúmerið á 47.... .Þriðjudaginn 18.3. s.l. var ekið á bifreið- ina A-7351, sem er Mazda fólksbifreið Ijósgræn að lit. Var bifreiðin í Einholti við Ofnasmiðjuna. Gerðist frá kl. 08.30 til 1T.Ó0. Tjónvaldur er blá-græn sanseruð bifreið. Þriðjudaginn 18.3. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifreiðina G-1602, sem er Vauxhali Viva, blá að lit. Átti sér stað föstudaginn 14. marz. við Kjötbúðina Borg á Laugavegi. Tjónvaldur er hvít Fíatbifreið. Þetta átti sér stað um kl. 14.30. Skemmd á G-1602, er á hægri hurð. Þriðjudaginn 18.3. var ekið á bifreiðina G-11688, sem er Austin Mini rauð að lit, þar skal það ekki endurtekið, en hann hafði óblandað drengskapareðli, var talinn sérstaklega göfuglynd- ur mannkostamaður. Ungir misstu þeir Sigurjón og Sólmundur föður sinn, en móðir þeirra, Kristín Jónsdóttir, átti viljann, vonina, iðjusemina. Hún var framúrskarandi móðir sona sinna. Kristín andaðist á liðnu ári hnigin mjög á efri aldur. Þeir bræður Sigurjón og Sól- mundur eru atorkumenn, vandað- ir og sérstaklega vel kynntir af öllum er þeim kynnast. Þeir eiga báðir frábærar eiginkonur og fal- leg heimili. Ég óska þeim bræðrum allra heilla á merkum tímamótum. Helgi Vigfússon. sem bifreiðin var við Mcnntaskólann í Rvík. Átti sér stað kl. 13.40 til 17.30. Vinstra afturaurbretti er skemmt á bifr. Miðvikudaginn 19.3. s.l. var ekið á bifreið- ina R-3408. sem er Galant fólksbifreið blá að lit. þar sem bifreiðin var við Verslunarbank- ann í Bankastræti, frá kl. 10.35 til 10.50. í skemmdinni sem er á vinstra afturaurbretti er rauð málning. Rowenta hárliöunarjárn með og án gufu. Auðveld í notkun. Tilvalin fermingargjöf. Fæst í næstu raftækja verzlun. Al'tíLÝSINGASÍMÍNN ER: 't' Fuglakjöt Páska unghænur Páskakjúklingar Kjúklingalari Kjúklingabringur Kr. 1.290.- kg. Kr. 2.250.- kg. Kr. 2.450.- kg. Kr. 2.450.- kg. Folaldakjöt páska- matinn Saltaó folaldakjöt Reykt folaldakjöt Folalda hakk Folalda anitchel Folalda gullach 1.150.- kr. kg. 1.550.- kr. kg. 1.400.- kr. kg. 3.470.- kr. kg. 3.180.- kr. kg. Lamba góögæti Lamba anitchaf Lamba gullasch Lamba karbonaöi Lamba innanlærvöövi 4.875.- kr. kg. 4.800.- kr. kg. 4.970,- kr. kg. 4.850.- kr. kg. Svínakjöt Hangikjöt á gamla verðinu | Nautakjöt Skráö verö Okkar tilboö Skráö varö Okkar tilboö Svínahamborgarhryggir 6523 4690 Svínahryggir nýr 1/1 og 1/2 5330 4390 Svínakótelettur 5390 4950 Svínalæri 1/1 og 1/2 atk. 3070 2760 Svínabógar 3072 2762 Svína útbeinaöir nýir kambar 4462 3600 Svínahamborgarar reyktir útb. hnakki 5462 4250 Svína hakk 4300 2960 Hangikjötslæri Hangikjötaframpartar Hangikjötsskrokkar Útb. hangikjötslæri Útb. hangikjötsframpartar Lamba hamborgarhryggur 3186 2970 Nautaenitchell 8754 2104 1960 Nautagullasch 6733 2520 2300 Nauta rost-beef 7455 5589 3450 Nauta-bone 4626 4170 3450 Nauta innanlæri 8700 3690 2950 Nautahakk 4309 Nautahamborgari 270 Nauta bógsteikur 2796 Neuta grill steikur 2796 Skráð verö Póskatilboö 6370 5330 5950 3717 6400 2*80 235 2390 2390 aegg frá Nóa Stærð No. 1. Stærð No. 2. Stærð No. 3. Stærö No. 4. Stærö No. 5. Stærö No. 6. Almennt verö Kr. 499.- Kr. 748.- Kr. 1.499.- Kr. 2.699.- Kr. 3.500.- Kr. 6.399.- Kr. 454. Kr. 680. Kr. 1.362. Kr. 2.434.- Kr. 3.182. Kr. 5.817.- CS=D^TT0M]O{E)®TI®[l)0R£] Laugalæk 2, simi 3 50 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.