Morgunblaðið - 30.03.1980, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
Vökvamótorar
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260
LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
F:T«N
Lokuð
vökvakerfi
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
AÓstoÓum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
ITUROLU
Tannhjóladælur
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRRANTANIR-ÞUÓNUSTA
FERMINGARDAGURINN
HÁTÍÐISDAGUR
ÆSKUNNAR
★ Fátt gleður meira ungu kynslóðina en góð tæki frá BLACK & DECKER.
★ Þrjár stærðir FÖNDURSETTA og fjölbreytt úrval fylgihluta, uppfylla óskir flestra.
★ ( 20-30 ár hafa íslensk ungmenni notið ánægjunnar af
að fá Black & Decker verkfæri á
FERMINGARDAGINN
ÚTSÖLUSTAÐIR UM ALLT LAND
★ Lítið inn og skoðið úrvalið.
B/ackEL Decker
HEIMSINS STÆRSTI FRAMLEIÐANDI RAFMAGNSHANDVERKFÆRA
G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON HF.
ÁRMÚLA 1 - REYKJAVÍK - SÍMI 85533
Furulús.
Skaðvaldar á
furu og greni
Sigurgeir ólafsson, plöntusjúkdómafræðingur hjá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins hefur skrifað fyrir þáttinn grein þá sem
hér fer á eftir og ekki er að efa að hún komi lesendum að góðu
gagni.
Hér verður sagt stuttlega frá 3 meindýrum, sem valdið geta
skaða á furu og greni; furulús, sitkalús og barrkönguling.
Furulús
(Pineus pini)
Hennar varð fyrst vart á
Hallormsstað upp úr 1940 og
varð síðan það mikið vandamál á
skógarfuru, að uppeldi og inn-
flutningi fræs af skógarfuru var
hætt upp úr 1955. Hún fer einnig
á bergfuru, fjallafuru og stafa-
furu, en veldur þar ekki jafn
miklum skaða og á skógarfuru.
Lúsin hefst að á stofni, greinum
og nálum og sýgur til sín nær-
ingu. Hún gefur frá sér hvítt
vaxkennt efni, sem hylur hana
svo mest líkist hvítum vatt-
hnoðrum (sjá mynd). Geta stofn-
ar orðið alsettir slíkum hnoðr-
um. Varnir: Erfitt getur reynst
að drepa hana, vegna þess
hversu vel hún er varin. Ef menn
úða sjálfir, má benda á efnin:
lindan (Lindasect), dimethoat
(Rogor) og malathion.
Sitkalús (Lioso-
maphis abietina)
Ekki liggur ljóst fyrir, hvaða
lúsategundir finnast hér á greni,
en það er fyrst og fremst á
sitkagreni, að þær valda skaða.
Auk sitkalúsar hef ég fundið
stóra, brúnleita lús á sitkagreni
á Suðurnesjum, Cinara piceae.
Sitkalúsin fór að valda skaða hér
um 1960 og hefur síðan verið
kennd við dauða margra trjáa.
Eg tel að skaðsemi hennar geti
að einhverju leyti verið ofmetin
og henni kennt um skaða, sem
fyrst og fremst á sér veðurfars-
legar orsakir, en hugsanlegt er,
að dauðinn stafi af samverkun
beggja þátta. Sitkalúsin er 1—2
mm löng, græn og með 2 dökkar
línur á sitt hvorri hlið. Hún
sýgur sérstaklega á eldri nálum
og einkum á greinum, sem eru í
skugga. Mjög erfitt er að koma
auga á þær og gott getur verið að
hrista greinar yfir hvítu blaði og
athuga, hvort þær falla á það.
Fullorðin kvendýr lifa af vetur-
inn og því er það einkum eftir
milda vetur og hlý vor, að hún
veldur mestu tjóni. Sog hennar
veldur visnunareinkennum á
nálunum og nálarfalli hjá sitka-
greni, en rauðgreni virðist þola
hana betur. Varnir: Forðist að
planta of þétt. Úðið snemma
vors með dimethoat (Rogor),
lindan (Lindasect) eða mala-
thion.
Barrköngulingar
(Oligonychus
ununguis)
Þetta er 0,2—0,3 mm langur
áttfætlumaur, sem einkum veld-
ur skaða í þurrum, hlýjum sumr-
um. Getur fjöldinn orðið mikill
og spinnur hann þá vef og fá
greinar og jafnvel allt tréð
gulbrúnan og óhreinan blæ. Get-
ur ásótt ýmsar grenitegundir
(Picea). Varnir: Úðun með vatni
reglulega, en sérstaklega eggin
þola illa bleytu. Úðun með sér-
hæfðu mauraeitri dicofol (Keth-
ane), Pentac eða tetradifon (Ted-
ion) og malathion.
Ef garðyrkjumenn úða nota
þeir að öllum líkindum para-
thion, sem ætti að slá á bæði
lýsnar og maurinn. Eitri skal
úða á hlýjum, skýjuðum og
þurrum degi. Efnin virka yfir-
leitt betur við hátt hitastig og
úðun í sólskini getur leitt til
sviðnunar. Rétt er að endurtaka
úðun 2—3 vikum seinna.