Morgunblaðið - 30.03.1980, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980
Grafík í Norr-
æna húsinu
Þaö verður vart annaö sagt en aö
allt Norræna húsið sé undirlagt
norrænu framtaki á sviði grafík-
listar. í kjallarasölum er viðamikil
sýning fimmtán listamanna er nefna
sig grafík-hóp listamannahússins
(Konstnárshusets Grafikgrupp), sem
hefur aðsetur í Stokkhólmi og mun
hluti af stærri heild listamiðstöðvar
borgarinnar. Það er hárrétt framtak
að hópur listamanna vinni á sameig-
inlegu verkstæði því að það gefur
viðkomandi tækifæri til að læra hvert
af öðru og skapa andrúmsloft, sem
aldrei getur dafnað þar sem hver
vinnur í sínu horni. Menn verða þess
einnig fljótlega varir í myndum
listamannanna, að hér eru engir
viðvaningar á ferð tæknilega séð, —
handverkið er háþróað og á breiðu
sviði. Hér getur að líta steinprent,
dúkristur, tréristur, tréstungur, æt-
ingar, suðuristur, ætingu/akvatintur,
blandaða tækni, klippimyndir m.a. Er
hér þannig ekki um neina einstefnu
að ræða tæknilega séð og ei heldur í
útfærslu mynda því að listamennirnir
eru yfirleitt gjörólíkir innbyrðis. Þó
einkennir þessa sýningu óvenju mikil
litagleði en menn fara þó einnig hér
sínar eigin leiðir. Þau skipti er ég
skoðaði sýninguna punktaði ég ýmis-
legt athyglisvert niður og uppgötva
nú er ég rita um sýninguna, að ég hef
punktað við hvern einasta sýnanda og
yrði það löng og eintóna upptalning í
dagblaði en ætti fyllsta rétt á sér í
listtímariti. Ég sleppi því allri upp-
talningu hér en vil undirstrika að
sýningin er af háum gæðaflokki og
verð allrar athygli. Hvet ég sem
flesta til að skoða sýninguna en henni
lýkur nú um helgina.
Á efri hæð hússins er mjög sérstæð
Listamannahópurinn „Konstnarhusets Grafikgrupp“.
sýning finnskrar listakonu er Outi
Heiskanen nefnist. Er hér um mjög
lærdómsríka sýningu að ræða því að
hér kemur það ótvírætt fram hve
frumleg listgáfa ber af allri tækni
þegar rétt er á haldið. Ekki svo að
skilja að listakonan ráði ekki yfir
mikilli tækni en tækni hennar er
annars eðlis en þeirra er rembast sem
rjúpa við staur við að „brillera" á
tæknisviðinu og vilja þá verða við-
skila við sjálfan lífsneistann. Hinar
litlu og innilegu myndir Heiskanen
minna stundum á sjálfan snillinginn
Marc Chagall en í þeim býr þó ríkur
persónulegur tónn, en hins vegar er
hér ekki ieiðum að líkjast. Listakonan
leitar fanga á líkum sviðum og
Chagall, þ.e. í mannlífinu, náttúr-
unni, þjóðsögum, hjátrú og dulspeki.
Menn breytast að hálfu í dýr eða
öfugt en neistinn í myndunum er
fyrst og fremst mannlífið allt um
kring í nekt sinni, barnslegum ein-
faldleika, föiskvaleysi og djúphugs-
aðri munúð. Hér er það upprunaleik-
inn sem höfuðmáli skiptir og tjáning-
in er órafjarri prjáli, táli og yfir-
borðslegum glaumi samtímans. Fyrir
þessum staðreyndum tekur maður
V
ALLTIEINU
NESCOBEKI
ALLT í EINU þarftu ekkí að greíða aUt f eí nti!
Þú greíðír | út og afgangínn á 4 mántiðum
Combi Mark 2
Combi Mark 3
ALLTÍEINU NESCOtæki:
Combi Mark 2. Sjónvarps-, útvarps-, og kassettutæki. kr. 269.500.
Combi Mark 3. Sjónvarps-, útvarps-, og kassettutæki. kr. 295.000.
Einnig:
Go mark 2. Útvarps og kassettutæki kr. 52.500,-
Go mark 3. Útvarps og kassettutæki kr. 98.500.-
NESCO taekí-Fermí ngargjöf frá allrí fjölskyldunni
Fallegur grípur og fYrirferðarlítfll
Laugavegí 10 sími 27788
Iðnráð Reykjavíkur:
Tryggvi Bene-
diktsson kos-
inn formaður
AÐALFUNDUR Iðnráðs Reykja-
víkur var haldinn nýlega á Hótel
Esju. Innan Iðnráðs Reykjavíkur
eru fulltrúar 36 iðngreina, 2
íyrir hverja iðngrein — annar
fulltrúi sveina, hinn fulltrúi
meistara.
A aðalfundinum flutti Tryggvi
Benediktsson skýrslu fram-
kvæmdastjórnar síðustu fjögurra
ára, og samþykktir voru reikn-
ingar sama tímabils.
Kjörin var ný framkvæmda-
stjórn til næstu fjögurra ára og
stija í henni Tryggvi Benediktsson
formaður og aðrir í stjórn Lúther
Jónsson, Ólafur Jónsson, Sigur-
björn Guðjónsson og Sigurður
Hallvarðsson.
Tvö ný
frímerki
TVÖ ný frímerki í flokknum
„Frægir menn“ verða gefin út
28. april n.k.
A frímerkjunum verða
myndir af Jóni Sveinssyni og
Gunnari Gunnarssyni og eru
verðgildin 140 og 250 krónur.
Þröstur Magnússon teiknaði
merkin. Merkin eru sólprentuð
í Sviss.