Morgunblaðið - 30.03.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.03.1980, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 Vandræði breska sjávarútvegsins: Togurum hefur fækk- að um 100 síðan 1976 VANDRÆÐIN í breska sjáv- arútveginum virðast vera að ná hámarki, segir nýiega í blaðinu The Guardian. í síðustu viku tilkynnti sjávar- útvegsráðherrann, Peter Walker, að ríkisstjórnin myndi veita viðbótarstyrk að upphæð 3 milljónir punda til að fleyta útgerðinni yfir næstu mánuði. En Christoph- er Huhne fréttaritari The Guardian segir, að hversu mjög sem stjórnmalamenn hugi að hag útgerðarinnar, geti rikisstjórnin lítið gert henni til bjargar. Mestu vandræðin stafa af þeirri ofveiði, sem stunduð hefur verið undanfarin ár bæði í lögsögu Evrópulanda og á Atlantshafi. Þetta hefur komið þyngst niður á breskum fisk- iðnaði, sem er hinn umfangs- MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ ADALSTR/CTI • SÍMAR: 17152- 17355 mesti í Evrópu. Undanfarin fimm ár hefur starfsmönnum í breskum sjávarútvegi ekki fækkað. Sú staðreynd gefur þó ekki rétta mynd af ástandi úthafsflotans en í honum voru 237 togarar 1976 (þegar Bretar voru útilokaðir frá íslensku 200 mílunum) en voru 1979 aðeins 146. Hins vegar hefur þeim bátum, sem stunda veið- ar við strendur Bretlandseyja vegnað nokkuð vel. talið er, að 30 þúsund manns muni missa atvinnu sína til sjós og lands, ef hætt verði útgerð úthafstog- ara. í The Guardian segir, að þar til fyrir tveimur árum hafi hátt verðlag á fiski bætt upp minnkandi afla og meira en það. Hins vegar sé verð nú lækkandi og togararnir verði að vera lengur á veiðum til að ná sama afla og áður. Þá hafi Heimilisfang leiðrétt HEIMILISFANG fermingar- drengsins Árna Jóns Árnasonar, sem fermdur verður í dag í Hallgrímskirkju kl. 2, er að Mána- götu 24, en ekki 14 eins og misritast hefur í blaðinu í gær. olíuverð tvöfaldast á síðustu tólf mánuðum, en í því felist um það bil fjórðungur af rekstrarkostnaði togara. í greininni er vakin athygli á því, að meira en 60% af fiskstofnum Efnahagsbanda- lagslandanna sé að finna í breskri lögsögu, en í hugmynd- um stjórnarnefndar banda- lagsins um sameiginlega fisk- veiðistefnu þess komi fram, að Bretar eigi aðeins að fá 30% hlutdeild í afla Efnahags- bandalagslandanna. Þetta eru ekki endanlegar tillögur stjórnarnefndarinnar og gera Bretar sér vonir um að fá meira í sinn hlut. Hitt er ljóst, að þeir verða að sætta sig við minni afla af eigin miðum en þeir hefðu fengið, ef þeir stæðu utan Efnahagsbandalagsins. I lok greinarinnar í The Guardian er vakin athygli á því, að þótt breskur sjávarút- vegur sé ekki stór í saman- burði við aðrar atvinnugreinar þar í landi, þá hafi hann pólitísk áhrif, sem séu í öfugu hlutfalli við stærðina. Fisk- veiðibæirnir kjósa samtals 22 þingmenn og 9 þessara þing- sæta eru talin á mörkunum milli stóru flokkanna, þannig að þeir leggja sig fram um að þóknast kjósendum þar. 20* AFSLÁTTUR á páskaeggjum Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum Opið iaugardaga til hádegis STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17 Það er nú svo, að stundum berast fleiri bréf en hægt er að sinna. Og stundum verður mér á að láta dragast úr hömlu að sinna erindi. 19. febrúar sendi Margrét Ólafsdóttir mér þessar oddhendur sem svar við vísu frá Andrési Valberg, — og bið ég hana velvirðingar á að vísurnar hafa ekki komið fyrr: Andrés spinnur óðinn sinn, okkar tvinnar vilja. En fegurð minni aö flækja inn fáir kynnu að skilja. Ljóst þó hefur Ijóðastef lyndið gefið bjarta, því án efa víst ég vef vinarbréfi að hjarta. Ýmsum þótti íslenzk drótt efla þróttinn Braga. Andrés rótt með orðagnótt allra njóttu daga. Eins og iðulega hefur komið fram er Albert Guðmundsson ekki stuðningsmaður ríkis- stjórnarinnar í þeim skilningi að hann telji sig múlbundinn, held- ur fer „eftir sannfæringu sinni“ í hverju máli, eins og hann hefur komizt að orði. Ymsir henda gaman að þessu svo sem þing- bróðir hans, Sighvatur Björg- vinsson, þegar hann yrkir: Ávallt hann undrar mig, engan slíkan ég þekki. Þótt Albert sé samur við sig er sannfæring hans það ekki. Eggert Haukdal er ólíkt farið. Ríkisstjórnin getur reitt sig á hann, á hverju sem gengur og jafnvel þótt honum sé þvert um geð. Það er í mesta lagi, að hann geri grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann lýsir yfir trausti sínu á ríkisstjórninni um leið og hann segir „neiið", — nú síðast við afgreiðslu fjárlaga þegar hann lagðist gegn framlagi til vega- mála, sem þó var gert ráð fyrir í vegaáætlun. Móri kvað: Til „neisins“ hans var tungan treg, trúar galt hann sinnar. Nú langar hann til að leggja veg með loforðum stjórnarinnar. Markús Jónsson á Borgareyr- um orti svo um hestamenn: Tigna margir tölt og skeið með tæran blæ í fangi. Aðrir laumast ævileið á yfirgangi. Sigurður Jónsson frá Hauka- gili hefur kennt mér þessa vísu eftir meistara Þórberg: Ef þú hittir Arndísi undir himins þaki, þá skaltu frá Þórbergi þegja eins og klaki. Vísa eins og þessi er að sínu leyti eins og skissa eftir Kjarval. Hún hefur orðið til viðstöðulaust og við getum vel orðið ásátt um að hún sé bull og óskiljanleg með köflum, — en handbragð meist; arans er á henni sarmt og' þess vegna getur maður ekki gleymt henni. Síðast var fyrrihlutinn hringhentur og eins og svo oft þegar efnið er „upplagt" og rímorðin mörg bera botnarnir keim hver af öðrum. Fyrri hluti Margrétar Ólafs- dóttur var svona: Sunnanvindar senda yl, snjó af tindum þíöa. Kristín Jónsdóttir botnar: Kliðar linda Ijóðaspil Ijúft í rindum hlíða. Ásgeir botnar: Vetri hrinda. Verður til vorið yndisblíða. E.B. botnar og rrféð því að „brúa til“ er að líkindum skírskotað til þess, að vorið sé tími grósku og ásta: Elda kynda, brúa bil, burtu hrinda kvíða. Nafnlaus barst þessi botn: Vorsins yndi verður til vetrar myndir líöa. Og þá er það fyrrihlutinn og að þessu sinni eftir Móra: Þegar maöur orðinn er „algjör misskilningur"... Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal Limran Eitt haustkvöld við Hrafnatóttir bar harðan gust yfir dróttir. „Þessi útsynningur er einn langur fingur,“ mælti uppstaöin bóndadóttir. KK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.