Morgunblaðið - 30.03.1980, Side 31

Morgunblaðið - 30.03.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 31 Tískusýningar á Ilótol Loftleiöum i sumar: Sérstök áhersla lögðá lopa í ár í GÆR hófust að nýju á Hótel Loftleiðum viku- legar tískusýningar sem þekktar hafa orðið á síðari árum víða um heim. Á tískusýningum þessum hefur einkum verið lögð áhersla á að sýna fatnað úr íslenskri ull, og einnig íslenska skartgripi. Þá hafa sýningarnar verið nokkuð breytilegar frá ári til árs, og í ár verður til dæmis lögð sérstök áhersla á lopa. Það var fyrir sjö árum síðan að hugmyndinni um tískusýningarn- ar skaut fyrst upp kollinum og þau Haukur Gunnarsson í Ramma- gerðinni, Unnur Arngrímsdóttir hjá Módelsamtökunum og Gerður Hjörleifsdóttir í íslenskum heim- ilisiðnaði tóku höndum saman við Emil Guðmundsson Hótel Loft- leiðum um að hrinda í fram- kvæmd. Síðan hafa tísku- sýningarnar orðið fastur liður og frá því í endaðan mars og fram á haust standa þær í Blómasal í hverju föstudagshádegi. Sú nýjung verður nú tekin upp, að auk þess að sýna íslenska tískuvöru og skartgripi Jens Guð- jónssonar, verða sýndir íslenskir þjóðbúningar frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur Eins og undanfarin ár ipun frú Unnur Arngrímsdóttir og hennar fólk úr Módelsamtökunum sjá um tískusýningarnar en flugfreyjur frá Flugleiðum annast kynningu. Kappkostað verður að hafa ný atriði á hverri sýningu. Næsta sýning verður föstudaginn 7. apríi og síðan á hverjum föstudegi upp frá því þar til seint í september. Tískusýningarnar hafa verið kynntar á ensku, en nú er ákveðið að þær fari einnig fram á fleiri tungumálum. Þá munu flugfreyj- urnar kynna kalda borðið og sérstaka rétti þess. Allt frá því Hótel Loftleiðir var opnað árið 1966 hefir gestum verið boðið upp á kalt borð sem sam- anstendur af um 70 réttum í hádeginu. Meginuppistaða rétta hefir verið hin sama frá upphafi, en ávalt bætist eitthvað nýtt við. Á Hótel Loftleiðum er kalda borðið á sérstöku víkingaskipi en annað minna er einnig í salnum. Nú verður boðið upp á nýjan rétt á kalda borðinu á hverjum föstudegi en að auki verða sérréttir á litla víkingaskipinu, eða Silfurvagn- inum. Þar munu matsveinar skammta gestum sérréttina. Ekki er ofsögnum sagt af vinsældum hins margréttaða kalda borðs meðal gesta. Enda þótt frændur okkar á Norðurlöndum teljist upp- hafsmenn slíkra borðsiða, hefir reyndin orðið sú, að hér á landi hefir kalda borðið fyrst og fremst orðið sýningarbás íslensks matar af ýmsu tagi, allt frá skyri og hákarli til hangikjöts og reykts lax. Nú er boðið upp á sérrétti auk kalda borðsins af sérstðkum silfur- vagni eða silfurborði, en þess má geta að hann kostaði á sinum tima jafnmikið og nýr Volkswagen! Frá tiskusýningunni á Hótel Loftleiðum i gær. Austurstræti 22. Sími frá skiptiboröi 85055.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.