Morgunblaðið - 30.03.1980, Page 32

Morgunblaðið - 30.03.1980, Page 32
T ÆftkTr a.r hitakostnaðinn SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 PIERPOnT QUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá flestum úr- smiöum. Dregst í nokkra mánuði að jarðstöð- in komist í gagnið? SVO KANN að fara að Skyggnir. nýja jarðstöðin við Úlfarsfell í Mosfellssveit verði ekki tekin í notkun fyrr en nokkrum mánuðum seinna en fyrst var áætlað.* Er ástæðan sú að einangrun á afisingarútbúnaði loftnetsins hefur ekki reynzt jafn góð og krafizt er. Að sögn Gústavs Arnars yfir- verkfræðings hjá Pósti og síma eru kolefnisþræðir í loftnetinu, sem hitaðir eru upp til þess að bræða ís og snjó, sem sest á loftnetið. Þessir kolefnisþræðir eru einangraðir með fiberglasplöt- um. Þegar hinn erlendi verktaki gerði mælingar á loftnetinu fyrir skömmu kom í Ijós að hiuti af einangruninni stóðst ekki þær kröfur sem gerðar voru. Sagði Gústav að nú væri í .athugun hvað bezt væri að gera. Mikilvægt væri að fá einangrun- ina í lag áður en rekstur stöðvar- ínnar hæfist, svo hún yrði ekki fyrir rekstrartruflunum. Sagði hann að tveir menn frá Pósti og síma hefðu farið til Kanada í síðustu viku til þess að ræða við framleiðanda jarðstöðvarinnr og yrði væntanlega ljóst þegar þeir kæmu aftur hvort seinkun yrði á því að stöðin kæmist í gagnið, en áformað var að taka hana í notkun í vor. Jarðstöðin var nýlega skírð og hlaut hún nafnið Skyggnir. Valdi Þórhallur Vilmundarson prófessor nafnið og mun það dregið af örnefni í grennd við stöðina. Þorskveiðibann báta hófst í gær A HÁDEGI í gær áttu allir bátar að vera búnir að taka upp net sín en þá gekk í gildi þorskveiðibann hjá bátunum, sem standa mun til hádegis 8. apríl. Landhelgisgæzi- Klessu- keyrðu fjölskyldu- bílinn TVEIR UNGIR piltar sluppu með skrekkinn i fyrrinótt. þeg- ar þeir óku Cortinu bifreið á Ijósastaur á mótum Suður- strandar og Lindarbrautar á Seltjarnarnesi. Piltarnir höfðu tekið bil fjöl- sk.vldu annars þeirra í óleyfi um nóttina og lagt af stað í ökuferð. Báðir voru ölvaðir og annar réttindalaus að auki. Ökuferðin endaði á ljósastaurnum um fjög- urleytið. Piltarnir sluppu ómeiddir en bíllinn er stór- skemmdur. an mun fylgjast nákvæmlega með því að bannið verði haldið og mun flugvél Gæzlunnar íljúga eftirlits- flug yfir miðin um helgina. Togararnir munu halda áfram þorskveiðum, svo framarlega sem þeir eru ekki að taka út 27 daga veiðibannið, sem þeim ber að taka á tímabilinu frá 1. febrúar til loka apríl. Einnig er erlendum veiði- skipum við landið heimilt að stunda veiðar, en nú eru 10 færeysk veiðiskip, 3 norsk og 2 belgísk á veiðurn við landið. Jarðstöðin Skyggnir við Úlfarsfell. Ljósm. Kristján Eliasson. Erfið fæðing fiskverðs: Ríkisstjórnin frestaði fundi yfimefndar á siðustu stundu FUNDI yfirnefndar Verðlagsráðs sjúvarútvegsins, sem boðaður hafði verið í gærdag klukkan 14 til þess að úkvarða fiskverð, var frestað á síðustu stundu eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun. Gert hafði verið ráð fyrir því, að unnt yrði að afgreiða fiskverð á þeim fundi og að það hækkaði um 4%. Einhverjar efasemdir munu hins vegar hafa vaknað með rúð- herrum og var því fundi yfirnefnd- arinnar frestað og er hann boðað- ur i dag, sunnudag. Búizt er við því, að hækki fiskverð um 4%, verði að koma til gengislækkun eða mjög hratt gengissig, sem nemur 7 til 8%. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi: Erfið ákvörðun, hvort nýta beri 12. prósentið „ENGIN ákvörðun hefur verið tekin um það, hvort við nýtum heimildina um hækkun útsvars i 12,1%,“ sagði Björgvin Guð- mundsson, borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins i samtali við Morg- unbiaðið i gær. Björgvin kvað þetta mál ekki komast á ákvörð- unarstig, fyrr en Ijóst væri, að Alþingi samþykkti heimildina sem lög. Það kvað hann geta orðið á mánudag eða þriðjudag og myndu því málin skýrast upp úr helgi. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarfulltrúi kvað hér verða um mjög erfiða og vandasama ákvörðun að ræða i borgarstjórn, þar sem Iítið svigrúm yrði til hækkunarinnar, en þörf borgar- sjóðs á auknum tekjum væri ótvíræð. A Alþingi hafa þingmenn Al- þýðuflokksins allir, nema Magnús Magnússon, greitt atkvæði gegn frumvarpi til laga um heimild til hækkunar útsvars upp í 12,1%. Björgvin Guðmundsson sagði að flokkurinn á Alþingi væri þó sammála því að sveitarfélögin þyrftu auknar tekjur og Jóhanna Sigurðardóttir hefði flutt tillögu um aukna hlutdeild sveitarfélaga í Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hér væri því um að ræða spurningu um hvaða form yrði haft á öflun teknanna. í vinstri stjórninni kvað Björgvin þingflokk Alþýðuflokks- ins hafa samþykkt að heimila ætti 12. prósentið, ef verðbólga hefði verið yfir 30% undafárna 12 mán- uði, enda hefði Magnús H. Magn- ússon sem félagsmálaráðherra barizt fyrir því. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kvaðst ekki tilbúin að lýsa því yfir, hvort hún myndi standa að ákvörðun um að nýta þessi 12%, fyrr en ljóst yrði, hvort þau hlytu samþykki á Alþingi. Hins vegar minnti hún á, að í borgarstjórn hefði hún svarað því til, er Davíð Oddsson hefði um þetta spurt og bent á að aðstöðu- gjöld og fasteignagjöld hefðu hækkað mjög, að undanfarið hefði borgarsjóður haft mun minni tekj- ur en síðasta árið sem Sjálfstæðis- flokkurinn fór þar með völd. Þá benti Sjöfn á, að fjármálaráð- herra, Ragnar Arnalds, hefði lýst því yfir, að ekki væri svigrúm til grunnkaupshækkana á þessu ári og að í fjárlagafrumvarpi kæmi fram, að ríkið yki skattheimtu sína. „Er því ljóst," sagði Sjöfn, „að sveitarfélögunum verður mjög erfitt um vik að auka álögur sínar, þó að hinu sé ekki að leyna að þörfin fyrir þetta 12. prósent hafi aldrei verið meiri en einmitt nú vegna langvarandi óðaverðbólgu. Því tel ég þetta mjög erfiða og vandasama ákvörðun, sem við þurfum að taka í borgarstjórninni, ef Alþingi samþykkir heimildina. Verður þá að taka ákvörðun um, hvort nýta beri slíka heimild." Þær hugmyndir voru innan ríkis- stjórnarinnar í gærmorgun, að af- greiða fiskverðið með því að taka helming þeirra 5%, sem útgerðin fær nú í bætur vegna olíuverðs- vandans inn í hlutaskipti, þannig að olíustyrkurinn yrði ekki nema 2Vz%. Þá myndi fiskvinnslan bæta þar við l‘/2%, sem þýddi, að fisk- verð til sjómanna hækkaði um 4%, en til útgerðarinnar yrði hækkunin um 0,6%. Þessu munu útgerðar- menn hafa mótmælt mjög í gær- morgun, en þeir hafa haldið því fram, að útgerðin þurfi á ári að greiða óbætt í hækkaða olíu um 105 til 110 milljónir króna á hvern meðalskuttogara. Þau 5%, sem komið hafa á móti, hafa bætt um 35 milljóna króna olíuútgjöld. Heild- arkostnaðarauki vegna olíuhækk- unar á meðalskuttogara á síðast- liðnu ári var þannig um 140 millj- ónir króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, mun ríkisstjórnin nú vera að freista þess að ná samkomulagi við útgerðarmenn um það, að þeir standi að verðákvörðun með fisk- vinnslunni, en talið er, að útgerð- armenn geti sætt sig við minni hækkun en fulltrúi sjómanna. Þó er alls kostar óvíst, að samstaða náist og fiskverð náist ekki fram, nema með atkvæði oddamanns og fulltrúa fiskvinnslunnar. Fiskvinnslan hef- ur krafizt 12% lækkunar á fisk- verði, en sjómenn hafa krafizt ’ 6,67% hækkunar fiskverðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.