Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRIL 1980
Ólafur St. Pálsson:
Islendingar eru mjög áhugasamir
og forvitnir, lesa og ræða sín í
milli ákaflega hvert orð sem
prentað er um slík undur.
I Morgunblaðinu 2. mars sl.
birtist þýdd grein, sem bar yfir-
skriftina „Var Kaninn ekki fyrst-
ur til karlsins í tunglinu?“ Þótt
grein þessi væri ekki mikil að
umfangi eða innihaldi, vakti hún
nokkra athygli og umtal. í grein-
inni er varpað fram þeirri spurn-
ingu, hvort Bandaríkjamenn hafi
e.t.v. alls ekki orðið fyrstir vits-
munavera til að drepa fæti á
mánann og nokkur rök færð fyrir
því að svo hafi ekki verið. Aðeins
eru þó tekin tvö eða þrjú dæmi og
greininni lýkur svo, að lesandi er
skilinn eftir litlu fróðari en hálfu
forvitnari. Er fjarri því að greinin
gefi nokkra heildarmynd af þeim
hugmyndum, sem hún fjallar um.
stefna til Plató, fara svo yfir hinar
háu hlíðar hans og sameinast í
flóðlýstum þríhyrningnum. Fjöl-
margir athugendur urðu vitni að
þessu, þar á meðal þekktir
stjörnufræðingar þessa tíma, svo
sem dr. Klein. Einnig var ritað um
þríhyrninginn í Plató í vísindarit-
inu franska „L’Astronomie".
En það er ekki aðeins á sjálfu
yfirborði mánans, sem hreyfingar
hafa sést. Hlutir hafa einnig sést á
ferð fram hjá mánanum og á
sveimi umhverfis hann. Meðal
annars sást bjartur hlutur fara
frá tunglinu og þeytast út í
geiminn hinn 24. apríl 1874, og
sama ár sá franskur athugandi
mikinn fjölda dökkra díla fara
fram hjá tunglinu.
Allar þessar furðusýnir urðu til
þess að ýmsir fóru að ígrunda
þann möguleika, að tunglið okkar
fræðingur þeirra ára, stjörnu-
fræðingurinn H.P. Wilkins.
Margir sögðu þessa risabrú
líkjast meira verki, gerðu af
mannahöndum, en náttúrufyrir-
brigði, — sögðust jafnvel sjá
sólskinið skína undir hana. Brúin
sást mánuðum saman en er nú
sögð vera horfin. Horfin? Hvernig
getur tólf mílna langt fyrirbæri
horfið á tunglinu, sem ekki hefur
neinn lofthjúp og þar sem allt
helst óbreytt um aldir alda, að
eilífu?
NASA, Geimferðastofnun
Bandaríkjanna, skipulagði stöð-
uga athugun á yfirborði tungslins
á sjöunda áratugnum, með þátt-
töku fjölda sjálfboðaliða og
stjörnuathugunarstöðva, & að-
gerðir, sem nefndar voru „Opera-
tion Moon Blink". í ágúst 1966
höfðu athugendur séð 28 undarleg
ýmsum uppgötvunum bandarískra
geimfara á tunglinu sé haldið
leyndum og þurrkaðir hafi verið
burt kaflar úr upptökum milli
geimfara og stjórnstöðvar NASA
á jörðu. Vitað er, að þótt útsend-
ingar til almennings hafi átt að
heita sendar jafnóðum, liðu
nokkrar sekúndur frá því að
samtölin áttu sér stað og þar til
þeim var útvarpað, þannig að
mögulegt hefði verið að þurrka út
samræður, sem ekki þótti æskilegt
að opinbera. Víða eru eyður í þeim
allt að tíu mínútna langar. Voru
þar þurrkuð út samtöl um eitt-
hvað, sem almenningur mátti ekki
fá að vita? Utvarpsáhugamenn,
sem höfðu eigin móttökustöðvar,
segja að svo hafi verið. Enn
fremur telja ýmsir, er rannsakað
hafa samtölin, að NASA hafi haft
aðra bylgjulengd, sem notuð var
Ókunnar
vitsmunaverur
á mánanum
Mikið hefur verið rætt og ritað í
heiminum um ýmsar ráðgátur og
leyndardóma, þessa heims og ann-
ars, drauga, yfirnáttúrulega hæfi-
leika, afrek fornra menningar-
þjóða, fljúgandi furðuhluti og
fleira. En þótt fólk um víða veröld
velti þessum undrum fyrir sér og
margra þjóða spekingar riti bæk-
ur um þessi málefni, er sem landið
okkar sé afskipt og einangrað að
því er varðar upplýsingar og
fréttir um þessi minna viður-
kenndu vísindi.
Ég hef gert mér til dundurs og
dægradvalar undanfarin tvö ár, að
safna í eina úrklippubók öllum
greinum, sem ég hef séð í íslensk-
um blöðum um fljúgandi furðu-
hluti og hugsanlegt líf á öðrum
hnöttum, og þykir mér eftirtekjan
heldur rýr. Það var þó ekki fyrr en
ég fór að lesa mér til um efnið í
erlendum bókum og blöðum, að ég
fór að sjá hversu mjög við Islend-
ingar erum fáfróðir og illa upp-
lýstir um þessi mál. Er það miður
hve illa er haldið á fréttaflutningi
þessarar tegundar hér á landi, því
Miklu hefði þurft að auka við og
ætla ég að nefna nokkur atriði,
sem mér koma í hug.
Það má telja næsta kynlegt, að
ekkert hafi verið ritað hér á landi
hingað til um hugsanlegar heim-
sóknir og aðgerðir ókunnra geim-
fara á mánanum, því sú hugmynd
er alls ekki ný. Hana má reyndar
rekja allt aftur til upphafs sautj-
ándu aldar, er farið var að skoða
tunglið gegnum stóra stjörnusjón-
auka. Þá varð vart við ýmis ljós og
hluti á flengreið um yfirborðið.
Hópar af ljósdeplum ferðuðust í
röðum milli gíga og gígbotnar
voru á stundum baðaðir undar-
legum flóðljósum.
Slíkir fyrirburðir hafa æ síðan
sést öðru hvoru og verið samvisku-
samlega skráðir þúsundum saman
í bækur stjörnurannsóknarstöðva.
Ég læt nægja að nefna hér eitt,
nokkuð þekkt dæmi. Árið 1887,
hinn 23. nóvember, sást stór,
upplýstur, jafnhliða þríhyrningur
í gígnum Plató. Litlir ljósdílar
sáust um allt tunglið og virtust
koma frá hinum ýmsu gígum og
væri ef til vill byggt skyni bornum
verum eða' að minnsta kosti að
einhverjir væru með margvíslegar
aðgerðir þar efra. Margir héldu
því fram, að íbúar tunglsins
byggju í blómlegum sveitum á
þeirri hlið er frá okkur snýr, en
aðrir sögðu þá búa í hellum og
neðanj arðarborgum.
Þegar útvarpstæknin leit dags-
ins Ijós, og farið var að beisla og
hlusta á útvarpsbylgjur, var tekið
eftir að á því sviði var einnig
eitthvað annarlegt á tunglinu okk-
ar.
Árið 1935 fundu tveir vísinda-
menn útvarpsbylgjur, er líktust
merkjamáli, á og við tunglið.
Seinna, árið 1956, urðu margar
athugunarstöðvar, þar á meðal
stöð Ohio-háskólans í Bandaríkj-
unum, varar við „útvarpsklið" frá
tunglinu og virtust bylgjurnar
reglulegar og líkar merkjamáli.
Og 1958 sáu margra þjóða stjörnu-
fræðingar einhvern hlut þjóta að
tunglinu á meira en 25.000 mílna
hraða (miðað við klst.). Þetta
fyrirbæri gaf frá sér hljóðmerki,
sem ekki hefur tekist að fá neina
merkingu í.
Það var nefnt hér að framan, að
leyndardómsfull fyrirbrigði hefðu
haldið áfram að birtast á yfirborði
tunglsins fram á þennan dag. Við
skulum líta á eitt yngra dæmi en
þau, sem fyrr hafa verið nefnd,
þessu til stuðnings.
Sá maður, sem fyrstur uppgötv-
aði þetta furðuverk, var John J.
O’Neill, ritstjóri vísindagreina við
blaðið „Herald Tribune" í New
York. Að kvöldi 29. júlí 1953 sá
hann í gegnum stjörnusjónauka
sinn fyrirbrigði, sem líktist brú, á
sléttunni, eða „hafinu“ (latneska
heitið á slíkum sléttum, „rnare", er
venjulega þýtt „haf“ á íslensku),
Mare Crisium. Hann trúði fyrst
ekki sínum eigin augum. Hann
hafði skoðað þetta svæði mörgum
sinnum áður gegnum sjónaukann
án þess að verða var við nokkuð
óvenjulegt. En eftir að hafa skoð-
að „brúna“ mörgum sinnum
gaumgæfilega og sannfærst um að
þetta var ekki sjónvilla, tilkynnti
hann fundinn. Skömmu síðar stað-
festu aðrir athugendur að þetta
fyrirbrigði væri þarna í raun og
veru, — á að giska tólf mílna löng
„brú“. Meðal þeirra, sem sáu
undrið, var einn fremsti mánasér-
fyrirbæri á mánanum, en þau
verða ekki rakin hér nánar.
Hér má einnig nefna mána-
hvelfingarnar undarlegu, sem
tóku að birtast í miklum mæli hér
og hvar á mánanum fyrir tveimur
áratugum. Fyrirburðir þessir eru
sagðir áþekkir kúluhöttum að lög-
un, oft hvítir að lit, og geta verið
meira en 200 metrar í þvermál.
Ólíkt öðrum mánaundrum hverfa
þeir ekki aftur eftir að þeir sjást
fyrsta sinni, heldur eru sjáanlegir
eftir það. Sumar af þessum hálf-
kúlum hafa þó færst úr stað.
Nokkur hundruð slíkra hvelf-
inga hafa birst og telja sumir að
fjöldi þeirra sé nú kominn upp í
700 og aukist enn. Athyglisvert er
að þótt margir fyrri tíma stjörnu-
fræðingar hafi haft mjög góða
stjörnusjónauka og hafi séð ýmis
fyrirbrigði mun smærri en þessi á
yfirborði tungslins, er ekki vitað
til þess að þeir hafi séð neinar
slíkar hvelfingar. Því virðist sem
þetta séu ný fyrirbæri.
Listinn yfir óleysta leyndar-
dóma mánans lengdist enn, er við
jarðarbúar hófum að senda flaug-
ar okkar til tungslins, mannlausar
og síðar mannaðar.
Eftir að sovéska geimferjan
Luna 9 lenti á yfirborði tungslins,
tóku myndavélar hennar myndir
(4/2 ’66) af undarlegum, samlíkum
steinsúlum skammt frá, sem stóðu
í tvöfaldri, skipulegri röð, líkt og
merki við flugbraut. Rússneska
tímaritið „Technology of Youth“
birti grein, þar sem því er haldið
fram, aö þessar undarlegu súlur
séu ekki náttúrumyndanir heldur
greinilega skipulagt verk ókunnra
vitsmunavera.
Einnig geimflug Bandaríkja-
manna, Orbiter 2, tók mjög skýrar
myndir úr 29 mílna hæð, sem
virðast sýna skugga nokkurra
steinsúlna, sem eru að minnsta
kosti 15 m í þvermál og að lögun
líkt og hinar þekktu Kleópötrunál-
ar. Súlur þessar eru sagðar standa
í nákvæmri stærðfræðilegri inn-
byrðis afstöðu. Rússinn Alexander
Abramov rannsakaði Ijósmynd-
irnar og komst að þeirri niður-
stöðu, að þær mynduðu mynstur,
sem Forn-Egyptar nefndu „ab-
aka“, sem er sams konar þríhyrn-
ingur og þrír stærstu pýramídarn-
ir í Egyptalandi mynda sín á milli.
Því hefur verið haldið fram, að
Fljúgandi furðuhlutir. Ýmislegt
bendir til að þeir hafi bækistöðv-
ar á mánanum.
þegar ræða þurfti eitthvað, sem
ekki átti að fara fyrir eyru
almennings. Þar að auki virðast
geimfararnir hafa notað fyrir-
fram umsamið dulmál til að ræða
um ýmislegt, sem varð á vegi
þeirra. Hví þurftu þeir að nota
dulmál? Hverju þurftu þeir að
leyna? Þrátt fyrir þetta heyrðust
geimfararnir minnast á slóðir,
hvelfingar, ljósglampa o.fl. í sam-
tölunum.
Þegar Apollo 8. var á braut
umhverfis tunglið og áhöfn hans
kannaði staði þar sem geimferj-
urnar seinna gætu lent, komu þeir
áuga á ógnarstóran, ókunnan hlut
á yfirborði tungslins og tókst að
ljósmynda hann. Þeir áætluðu
stærð hans vera hvorki meiri né
minni en 10 fermílur (rúml. 20
km2). Þegar þeir komu aftur yfir
staðinn á h-ringferð sinni, var
hluturinn horfinn, þeim til mikill-
ar undrunar. Þeir tóku þó myndir
af staðnum þar sem hann hafð'i
verið, en er þær voru rannsakaðar
síðar, sáust engin ummerki eða för
á yfirborði tungslins.
I hverri einustu ferð geimfara
til tunglsins urðu þeir varir við
ókunna „fljúgandi furðuhluti", en
of langt mál væri að telja upp alla
þá atburði. Læt ég því nægja að
nefna eitt dæmi, sem NASA hefur
Þetta er sú hlið mánans, sem að okkur snýr. Á myndinni má sjá gíginn
Plato og „Mare Crisium“.