Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
Norrænt fósturnámskeið í Reykjavík:
Stéttaskipting ríkir á ís-
lenzkum dagvistarheimilum
Mikill áhugi ríkti í salarkynn-
um Loftleiðahótelsins s.l. fimmtu-
dag. er blaðamaður ok ljósm.
Mbl. litu þar inn. Þar fór fram
norrænt fósturnámskeið. A
dagskrá voru panelumræður og
voru umræður liflexar og í máli
erlendra þátttakenda kom fram
mikið lof á undirhúninK ok fram-
kvæmd námskeiðsins af hendi
íslenzka fósturfélagsins. Nám-
skeiðið hófst lauRardaKÍnn 12.
apríl ok lauk á fimmtudaKskvöld-
ið. Námskeið sem þetta eru hafd-
in reglulega ' annað hvert ár.
Þetta er í fyrsta sinn sem það er
haldið hérlendis.
Þorskurinn skiptir meira
máli en börnin
Margrét Sæmundsdóttir og
Kristín Kvaran voru námskeiðs-
stjórar og sögðu þær í stuttu
samtali við Mbl. að margir góðir
fyrirlesarar, innlendir og erlendir,
væru á námskeiðinu, sem fjallaði
að meginefni um hlutverk dagvist-
arheimila í dag. Væri hér fjallað
um innra starf heimilanna, hvern-
ig þau eru notuð o.fl. Þær sögðu
það koma fram, að heimilin væru
oft ofnotuð til að þjóna vinnu-
markaðinum. Það væri t.d. áber-
andi í bæjarfélögum, er byggðu á
fiskvinnslu, að barnaheimilin
fylltust á vertíðartímum en væru
hálftóm þess á milli, en þegar
atvinna drægist saman væri höfð-
að til samvizku foreldra og talið
skaðlegt að hafa börn á
dagvistunarheimilum. Þorskurinn
virtist skipta meira máli en börn-
in.
— Er mikill munur á dagvist-
arheimilum hérlendis og á öðrum
Norðurlöndum?
„Innra starfið er alls ekki ósvip-
að,“ svöruðu þær. „Það sem háir
starfi okkar barnaheimila sem
þekkist ekki í hinum löndunum er
hin gífurlega stéttaskipting, sem
ríkir á dagvistarheimilum. Börn
Uppselt á tónleika
Jazzvakningar
UPPSELT er á tónleika Jazzvakn-
ingar í Háskólabíói laugardag
og verða engir aukatónleikar
haldnir. Nils Hennig Örsted
Pedersen, danskur jazzisti, og
brasilíska söngkonan og píanist-
inn Tania Marai munu koma fram
á þessum tónleikum.
Kópav«Kur:
JC efnir til
borgarafundar
um æskulýðsmál
JC- KÓPAVOGUR efnir til borg-
arafundar um æskulýðsmál i
Kópavogi á morgun. sunnudag-
inn 20. apríl, kl. 15 í Félags-
heimilinu.
Til fundarins hefur verið boðið
forystumönnum íþróttafélaga og
annarrra félaga, sem hafa æsku-
lýðsmál í Kópavogi á stefnuskrá
sinni, einnig hefur bæjarfull-
trúum verið boðið.
Jc-menn hvetja bæjarbúa til
að fjölmenna á fundinn.
forréttindahópanna námsmanna
og einstæðra foreldra, eru svo til
alls ráðandi og segir það sína sögu
um, að börnin kynnast aðeins
jafnöldrum sínum úr takmörkuð-
um hópi þjóðfélagsþegna.
Þá sögðu þær Margrét og
Kristín að með hinni öru þjóðfé-
lagsbreytingu, sem átt hefði sér
stað síðustu árin, væri svo komið
að innra starfið sé það einnig,“
sagði hann.
Hann sagði fóstrur hafa ríkan
skilning á að breyta þurfi barna-
heimilum úr því verndaða um-
hverfi gegn veröldinni, þar sem
börnin íæra að þekkja þá full-
orðnu sem gæzlumenn og þjóna,
yfir í þá tegund skóla, sem gera
börnin hæfari að taka þátt í
Hans Petter Wille lektor frá
Noregi.
að aldurs- og þjóðfélagshópar
væru of mikið slitnir úr tengslum
hverjir við aðra. „I gamla bænda-
samfélaginu umgekkst fólk á öll-
um aldri og vann saman sín störf.
Nú er hver aldurshópur á sínum
ákveðna stað. Þetta vandamál
hefur mikið verið rætt hér á
námskeiðinu.
— Nú ræðið þið mest um dag-
vistarheimili, en hvað með leik-
skólana?
Við teljum leikskólana góða til
síns brúks, en þeir eru engin lausn
fyrir útivinnandi fólk því notkun
þeirra þýðir oft að börnin eru á
flækingi á milli margra aðila.
Einn kemur með barnið, annar
sækir það, sá þriðji gætir þess
dagstund o.s.frv.
Þá er það einnig galli á dag-
heimilum að oft er boðið upp á allt
of langa vistun. Daglegur vinnu-
tími fullorðins manns er átta klst.
skv. lögum en smábörnum er boðið
upp á allt að 10 klst. harða vinnu.
Þetta þarf að lagfæra.
Samhengi við daglegt
líf nauðsynlegt
Næstan hittum við að máli
Hans Petter Wille frá Noregi,
lektor í uppeldisfræðum. Hann
flutti fyrirlestur um barnaheimili
sem lifandi uppeldisstofnun. Hans
sagði í viðtali við Mbl., að oft
skorti á, að dagheimilisbörn væru
í virku sambandi við umhverfi
sitt. „Þjóðfélagshættir hafa
breytzt. Lykillinn að eðlilegum
mannlegum samskiptum og fram-
þróun liggur í því að læra atferli
mannsins, í vinnu, leik og kennslu.
— Þetta atferli hefur mótast í
gegnum tíðina og barnaheimilin
mega ekki einangrast frá hinu
daglega lífi.
Hann sagði aðspui'ður að þau
barnaheimili, sem hann hefði séð
á íslandi, væru ekki ólík þeim
öðrum í Skandinavíu sem hann
þekkti til. „Leikföngin og um-
„Fyrirlestrarnir og niðurstöður starfshópa verða gefnar út og verða
áreiðanlega notaðar við skipulagningu fósturstarfs i framtíðinni,“
sagði Hanna Dóra Þórisdóttir framkvæmdastóri Fósturfélagsins.
Marta Sigurðardóttir, formaður félagsins, er t.h. á myndinni.
hverfið eru það sama og mér skilst
hringrás þess þjóöfélags sem þau
síðar verða þátttakendur í. „En til
þess verðum við að styrkja upp-
bygginguna og ná samhengi við
starfið og menninguna utan
veggja barnaheimilanna,“ sagði
hann í lokin.
Þroskaheft börn höfð
með heilbrigðum
Við litum í lokin við í
bækistöðvum umsjónarmanna
námskeiðsins og hittum þar fyrir
Mörtu Sigurðardóttur, formann
Fósturfélagsins, og Hönnu Dóru
Þórisdóttur, framkvæmdastjóra
félagsins, en undirbúningur og
framkvæmd hefur að mestu hvílt
á þeirra herðum. Þær sögðu undir-
búninginn hafa staðið í u.þ.b. eitt
ár. Kostnaður skiptist jafnt niður
á aðildarfélögin en styrkur hefði
Margrét Sæmundsdóttir t.v. og Kristín Kvaran sögðu. að stéttaskipt-
ing rikti á islenzkum dagvistarheimilum, sem ekki þekktist á öðrum
Norðurlöndum. Ljósm. Mbi. rax
taka þroskaheft börn inn á al-
menn barnaheimili í bland með
heilbrigðum börnum og hefði það
nokkuð verið rætt. Þá sagði Marta
að mikil umræða hefði verið á
námskeiðinu um hina pólitísku
stjórnun á barnaheimilum og þá
galla sem því fylgdu.
— Hvernig munið þið svo not-
færa ykkur niðurstöður nám-
skeiðsins?
Hanna Dóra varð fyrir svörum
og sagði, að námskeiðið hefði
skipst niður í fyrirlestra, störf í
aðskildum umræðuhópum og pan-
elumræður. Fyrirlestrar og niður-
stöður starfshópa yrðu gefnar út
og sendar til aðildarfélaganna og
yrðu þær áreiðanlega notaðar við
skipulagningu fósturstarfs í fram-
tíðinni.
Þær Marta og Hanna Dóra
sögðu í lokin, að undirbúningurinn
og reksturinn hefði auðvitað verið
tímafrekur en fyllilega þess virði.
„Anægjulegast er að sjá hversu
hinir erlendu gestir eru yfir sig
hrifnir af landinu, enda flestir að
koma hingað í fyrsta sinn,“ sagði
Marta í lokin.
fengist úr Norræna menningar-
málasjóðnum til að kosta ferðir
fyrirlesara.
— Hversu margir sækja ráð-
stefnuna?
„Um 120 manns, af þeim fjölda
eru 36 Islendingar, af útlending-
unum eru flestir frá Noregi, 90
Norðmenn sóttu um þátttöku en
aðeins var hægt að taka á móti 39.
Þær sögðu að farið hefði verið í
skoðunarferðir með hópinn um
Reykjavík og einnig út á land.
íslenzk barnaheimili hefðu verið
skoðuð með athygli og virtust
norrænu gestirnir vera ánægðir
með dvölina í heild.
Við spurðum þær, hvort eitt-
hvað nýtt væri á döfinni á starfs-
vettvangi fóstra. Þær svöruðu því
til að hérlendis og reyndar á
sumum Norðurlandanna einnig
væri það nýjasta að verið væri að
Stúdentaráð
hefur störf
I fréttatilkynningu frá Stúd-
entaráði Háskóla Islands segir:
„Stúdentaráð kunngjörir hér
með, að nýtt stúdentaráð hefur
störf af fullum kröftum frá og
með laugardeginum 12. apríl
1980. Formaður hins nýja ráðs
er Stefán Jóhann Stefánsson."
Vinnumálasamband samvinnufélaganna:
Ríkisstjórnin hafi frum-
kvæði að samningaviðræðum
Frumkvæði rikisvaldsins getur komið
i veg fyrir stórátök á vinnumarkaðinum
VINNUMÁLASAMBAND sam-
vinnufélaganna lítur svo á, að
ríkisstjórnin eigi nú þegar að
hafa frumkvæði um viðræður við
samtök vinnumarkaðarins um
áform ríkisstjórnarinnar um
Tryggvi Helgason
Akureyri áttræður
TRYGGVI Helgason fyrrverandi
formaður Sjómannafélags Akur-
eyrar, Eyrarvegi 13, Akureyri, er
áttræður í dag, 19. apríl.
Tryggvi hafði lengi mikil af-
skipti af verkalýðsmálum. Hann
var fyrsti formaður Sjómannafé-
lags Norðurlands, síðar lengi for-
maður Siómannafélags Akureyrar
. ÓI / »;r.i
og fyrsti forseti Alþýðusambands
Norðurlands. Hann átti um skeið
sæti í stjórn A.S.Í. og hefur lengi
verið fulltrúi sjómanna í verðlags-
ráði sjávarútvegsins. Hann var
bæjarfulltrúi á Akureyri í 16 ár og
sat þá m.a. í stjórn Útgerðarfélags
Akureyringa og í hafnarstjórn.
Kona Tryggva er Sigríður Þor-
steinsdóttir.
Bókauppboð
Klaustur-
hóla í dag
KLAUSTURHÓLAR efna til
Mkauppboðs klukkan 14 i dag
að Laugavegi 71. Á uppboðs-
skránni eru að þessu sinni 200
númer.
Af bókum á skránni má nefna
Lokalæte, eller Kort Historie om
den slemme Bedrager Loke Löf-
eyersön, útgefin í Kaupmanna-
höfn 1780, 1—52. árgang Prentar-
ans, 1.—36. tbl. 1. árgangs af
Arnfirðingi útgefin 1901—’3, rit-
stjóri Þorsteinn Erlingsson,
Stúlku eftir Júlíönu Jónsdóttur,
útgefin á Akureyri 1876, Nokkur
gaman-kvæði, útgefin af P.
Sveinssyni í Kaupmannahöfn
1832, og Þórður gamli halti, sér-
prentun úr Rétti.
leiðir til þess að ná fram stefnu-
miðum sínum og hvernig kjara-
samningar verði gerðir við þau
skilyrði. Ástæður þessarar álykt-
unar félagsfundar Vinnumála-
sambandsins, sem haldinn var í
fyrradag, cr getið í fréttatilkynn-
ingu, sem Morgunblaðinu barst í
gær.
I fréttatilkynningu Vinnumála-
sambandsins segir m.a.: „Ríkis-
stjórnin hefur markað stefnu í
efnahagsmálum, sem hefur það
markmið að draga úr verðbólgu í
áföngum, og þar með er gert ráð
fyrir, að verðlagshækkunum verði
sett ákveðin efri mörk, stiglækk-
andi. Með þessu er atvinnu-
rekstrinum settar skorður um
kostnaðarhækkanir. Verkalýðs-
fhreyfingin hefur nú sett fram
kröfur í kjaramálum, sem ekki
samrýmast þessum áformum
ríkisstjórnarinnar."
Síðan segir í lok ályktunar
félagsfundar Vinnumálasambands
samvinnufélaganna, að komi ekki
til frumkvæðis af hálfu stjórn-
valda nú, er mikil hætta á stór-
átökum á vinnumarkaðinum, sem
geta ekki leitt til annars en skaða
fyrir þjóðfélagið í heild.
Vinnuslys í Hafnarfirði
VINNUSLYS varð í Hafnarfirði
um ellefuleytið á fimmtudag.
Starfsmaður vélsmiðju í
Reykjavík vann við smíði
mjölgeymis hjá Lýsi og mjöli hf.
og stóð hann á vinnupalli, sem
hékk á milli tveggja stálbita.
Maðurinn missti jafnvægið og
lenti á bakinu á brún steinsteyptr-
ar þróar og þaðan féll hann niður
í þróna. Var fallið um fimm
metrar. Maðurinn meiddist mikið
á baki og var hann fluttur á
slysadeild Borgarspítalans.
Aðalfundur
Sögufélagsins
AÐALFUNDUR Sögufélagsins
verður haldinn á Hótel Borg í dag,
laugardag, kl. 14. Auk venjulegra
aðalfundarstarfa mun Helgi Skúli
Kjartansson sagnfræðingur flytja
erindi, sem hann nefnir: Húsbænd-
ur og hjú í fólksfjöldasögu íslands.
iHíi n*!Krifl o*.