Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 Afmæliskveðja: Anna Jósafatsdóttir og Jónas Péturs- son Lagarfelli Hjónin Anna Jósafatsdóttir og Jónas Pétursson, fyrrverandi al- þingismaður og tilraunastjóri á Skriðuklaustri, eru sjötug í þess- um mánuði. Hún hinn 11. og hann hinn 20. apríl. Anna er Skagfirðingur að ætt, frá Hofdölum í Viðvíkursveit og í Skagafirði á hún mikinn frænd- garð. Anna gekk á unglingaskóla.á Hólum í Hjaltadal og þar kynntist hún Jónasi Péturssyni frá Hrana- stöðum í Eyjafirði og þau giftu sig árið 1933. Þau hafa eignast þrjú börn, Hrein, rafmagnstæknifræð- ing, Erlu, símavörð og Pétur Þór, búfræðikandidat. í um 15 ár var það hlutskipti Önnu að standa fyrir heimilis- haldi á tilraunastöð, fyrst á Haf- ursá og síðan á Skriðuklaustri, með þeirri risnu, sem ætlast er til að haldið sé uppi. Það sér ekki mikið eftir hvert dagsverkið hjá þeim, sem heimili annast. Það er ekki fyrr en eitthvað á vantar, að eftir er tekið. Þessu hlutverki Skilaði Anna með mikilli prýði. Það er meira álag en í fljótu bragði virðist að eiga heimili, sem er líkt og opið gistihús árið um kring. Mér er ljúft að segja frá því, að Anna er önnur þeirra tveggja kvenna, sem ég hef lagt mesta matarást við um dagana. Það er talað um að það fólk hafi græna fingur, sem er snjallt við að láta gróður dafna, en hvaða nafn er yfir þá, sem gera jafnvel einföldustu máltíðir að veizlu? Það orð skortir mig yfir Önnu. Fyrir flestum þeirra, sem alast upp í sveit og við sjó og af alþýðufólki eru komnir, á það að liggja að fylla hóp hins þögla meirihluta. Einstöku maður rís upp og lætur að sér kveða. Einn þeirra er Jónas Pétursson. Það verður ekki séð, að forlögin hafi ætlað honum stærri hlut en fjöldanum, þegar skyggnzt er eftir uppruna hans. Hann er kominn af eyfirzku bændafólki og þær ættir kann ég ekki að rekja. Uppeldi hans og skólaganga gaf heldur ekki tilefni til að ætla, að hann ætti eftir að láta að sér kveða. Jónas er búfræðingur frá Hólum árið 1933 og hóf síðan búskap heima á Hranastöðum. Ef Jónas hefði verið „einn úr hópnum", þá væri hann trúlega enn gildur bóndi meðal eyfirzkra bænda og lifði eftir þeirri lífsskoðun sinni, að sígandi lukka er bezt. Örlögin ætluðu honum hins veg- ar annað hlutskipti. Samband nautgriparæktarfélaga í Eyjafirði Fimmtugur: Þeir sem fara oft milli Norður- og Suðurlands hafa fylgst með því hvernig Staðarskáli í Hrútafirði hefur vaxið frá lítilli byrjun til þess sem hann er í dag. Hér ráða ríkjum bræður tveir, Eiríkur og Magnús Gíslasynir. Það mun hafa verið Magnús, þá unglingur að aldri, sem hóf hér greiðasölu í upphafi. Ekki var húsrými versl- unarinnar mikið í þá daga né fjölbreyttur varningur á boðstól- um, en hjartahlýja eigandans og greiðasemi bætti hér mikið úr. Varð Staðarskáli brátt vinsæll áningarstaður á leiðinni milli landsfjórðunga. Núna annast Eiríkur mest dag- legan rekstur skálans, þó Magnús sjáist þar einnig oft innanborðs. Er Eiríkur ekki síður lipurmenni og Búnaðarsamband Eyjafjarðar réðu hann til sín sem ráðunaut árið 1934. Spyrja má, hvað valdið hafi því, að Jónas var ráðinn til þessa starfs. Ég tel víst, að yfirboðarar hans hafi gert sér grein fyrir alúð hans og samvizku- semi við öll verk, en þeir eiginleik- ar hafa fylgt honum óaðskiljan- lega. Jónas hélt áfram að láta að sér kveða. A stríðsárunum síðari efndi Búnaðarfélag Islands til ritgerðasamkeppni um framtíð ís- lenzks landbúnaðar. Jónas tók þátt í henni og hiaut verðlaun fyrir ritgerð sína. I henni hef ég fyrst séð hreyft hugmyndum um stofnun Framleiðsluráðs landbún- aðarins, sem urðu að veruleika árið 1947. Eftir stríð var farið að vinna að því að framfylgja lagaákvæðum frá árinu 1940 um að í hverjum landsfjórðungi skyldi rekin til- raunastöð í jarðrækt. Fyrir voru tilraunastöðvar á Akureyri og Sámsstöðum og árið 1946 var stofnuð tilraunastöð á Reykhólum á Hafursá á Fljótsdalshéraði árið 1947. Menn með háskólamenntun í búfræðum lágu þá ekki á lausu svo skömmu eftir stríðslokin, en Jónas Pétursson var ráðinn tilrauna- stjóri á Hafursá. Það er enn til marks um þá tiltrú, sem hann naut. Dvölin á Hafursá var stutt. Árið 1948 gaf Gunnar skáld Gunnars- son íslenzka ríkinu jörð sína Skriðuklaustur með gögnum og gæðum. Þá var ákveðið að flytja tilraunastarfsemina frá Hafursá að Skriðuklaustri og gerðist það vorið 1949. Fróðlegt væri fyrir þá, sem bera sig illa yfir lífskjörunum núna, að líta aftur til ársins 1949. Það vor var með eindæmum kalt og sást ekki gróður fyrr en eftir 17. júní. Skömmtun var á mörgum nauð- þurftum og lifa enn minningar um stofnauka númer 13, en fyrir hann mátti kaupa fatnað. Gildistími hans var hins vegar framlengdur aftur og aftur, þar sem hörgull var á þessum vörum í landinu. Það var því ekkert auðvelt að setja á stofn tilraunabú við þær aðstæður. Reyndar heyrði ég sagt frá því, að einn af fyrstu vetrum stöðvarinn- ar hafi þar verið vinnuhjú starf- andi og vann stúlkan í eldhúsi og pilturinn hjálpaði henni við upp- þvottinn. Hún þvoði upp, en hann raðaði leirtauinu í skápana, en þeir voru gegnt vaskinum í eld- húsinu. Diskunum skutlaði hún en Magnús bróðir hans, hefur ljúfmennska Eiríks aukið mjög vinsældir staðarins. Má segja það fullum hálsi, að gott sé að koma í Staðarskála, því þar ráða öðl- ingsmenn húsum og þar gengur um beina vingjarnlegt og velþjálf- að starfsfólk. Eiríkur hefur gegnt ýmsum fleiri störfum en gestgjafastörf- um: hann hefur verið bóndi á Stað allmörg ár, tók við búi að foreldr- um sínum látnum, hann hefur lengi verið oddviti sveitar sinnar, verið formaður sóknarnefndar Staðarkirkju og meðhjálpari í ára raðir, þá hefur hann og haft afskipti af skólamálum sveitar- innar, og margt fleira hefur hann haft um að sýsla. Öll þessi störf hefur Eiríkur leyst af hendi með stakri kostgæfni. yfir til hans og um um vorið var þeim farið að fækka.. Þótt á Skriðuklaustri væri sam- kvæmt lögum rekin tilraunastöð í jarðrækt, þá var það stefna þeirra, sem réðu þ.e. Tilraunaráðs jarð- ræktar, að almennur búskapur skyldi jafnframt rekinn á stöðv- unum. Á Skriðuklaustri var ein- sýnt að reka sauðfjárbúskap, enda landkostir þar geysimiklir, og árið 1951 voru þar reist fjárhús ásamt hlöðu fyrir um 500 fjár og þótti mikil og dýr framkvæmd um það leyti. Jónas helgaði sig sauðfjár- ræktinni og skilaði þar árangri, sem enn þann dag í dag ber hátt. Hann ræktaði upp afurðamikinn fjárstofn úr austfirzku fé og hann gerði tilraunir með féð, sem gáfu svör við spurningum, sem brunnu á bændum. Hann sýndi m.a. fram á, að vothey er gott fóður handa sauðfé og í samanburðartilraun- um á fjárstofnum víðs vegar að af Austurlandi og Norðausturlandi kom í ljós, að féð frá Borgarfirði eystra reyndist afurðamest, en ekki t.d. hinn þekkti fjárstofn úr Þistilfirði. Vandvirkni og ná- kvæmni Jónasar við þessar til- raunir var rómuð og þótti óvís- indalega hugsandi vinnumönnum hans jafnvel nóg um. Þeir skildu t.d. ekki nauðsyn þess, að þeytast seint að kvöldi langar leiðir til að athuga, hvort dauðfætt lamb væri hrútur eða gimbur. Jarðræktartilraunirnar réð Jón- as hins vegar aðra menn til að annast. Því má velta fyrir sér, hvort það hafi verið eðlilegt, að Jónas réði aðra menn til að sjá um það, sem var lögskipaður tilgang- ur með rekstri stöðvarinnar. Spyrjum þá að leikslokum, segir einhvers staðar. Það var ákveðinn vilji þeirra, sem réðu að á til- raunastöðvunum skyldi rekinn búskapur. Rökin vöru þau, að annars tækju bændur ekki mark á tilraunaniðurstöðum, sem þaðan kæmu. Á Austurlandi sem og annars staðar á landinu stendur búfjárrækt flestum bændum nær hjarta en jarðrækt. Með fjárbú- skapnum varð tilraunastöðin eðli- legur hluti af umhverfinu. Göngur og réttir eru sameiginlegar með sveitinni og tilraunastöðin og bændur hvert öðru háð. Jarðrækt- artilraunir eru hins vegar eitt- hvað, sem á að gera af því að einhverjir hafa ákveðið það ein- hvers staðar. Til jarðræktartil- rauna höfðu sumir sömu afstöðu og til kirkjugöngu. Menn ganga til kirkju af því að kirkjur eru til að ganga í. Nú ætla ég ekki að halda því fram, að austfirzkir bændur hafi talað um Tilraunastöðina á Skriðuklaustri sem „stöðina sín“. Hún eins og aðrar stöðvar hafa verið litnar gagnrýnu auga og er það út af fyrir sig vel. Það er enginn vandi að hafa afurðir, þegar ekki þarf að horfa í kostnað- inn og geta tilraunastöðvarnar rekið búskap með gróða, eru viðkvæði, sem ég kannast við. Það er fleira en Staðarskáli og byggingar í sambandi við hann sem vekur athygli ferðamanns, þegar farið er fram hjá Stað. Staðarkirkja leynir sér ekki, hún stendur hátt, sést víða að, og hefur verið sveitarprýði í nær hundrað ár. Ber hún enn vitni trú og stórhug þeirra manna, sem reistu hana. Árum saman hefur Eiríkur annast málefni Staðarkirkju, má segja að hann hafi verið tengdur henni frá æskudögum, því afi hans séra Eiríkur Gíslason þjónaði kirkjunni nær 20 ár. Þá var Gísli Eiríksson, faðir Eiríks, sóknar- nefndarmaður og meðhjálpari í henni allt tl dauðadags 1959, en þá tók Eiríkur við og hefur gegnt þessum störfum síðan af mikilli alúð og samviskusemi. Tilefni þessara lína er að senda Eiríki á Stað hugheilar árnaðar- óskir vegna fimmtugsafmælis hans hinn 14. apríl. Sérstaklega vil ég þó færa honum þakkir fyrir störf hans að kirkju- og safnað- armálum sóknarinnar, áhuga hans og einlægni í þeim málum. Já, þakka gott samstarf margra ára. Yngvi Þórir Árnason. Árið 1958 höguðu örlögin því þannig, að ég réðst kaupamaður að Skriðuklaustri til Jónasar. Mér er minnisstæðast frá þeim tíma, hve Jónas lagði mikla áherzlu á, að öll verk skyldu unnin af nákvæmni og minna horft í, hvern tíma þau tækju. Saumurinn fyrir Kjarnapokana, sem voru úr papp- ír, skyldi rakinn upp, en ekki rist frá opinu. Ég var tvö sumur kaupamaður á Klaustri, áður en ég réðst þangað sem eftirmaður Jónasar, þegar hann fluttist að Lagarfelli og það þarf lítið hyggjuvit til að sjá, að þarna er samhengi á milli. Kynni mín af Jónasi og fjölskyldu hans og af sveitinni réðu því, að ég vildi flytjast þangað. Árið 1959 verða tímamót í lífi Jónasar. Hann fer í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Austur- landskjördæmi og verður alþingis- maður. Það átti sér sögulegan aðdraganda. Tveir menn börðust um fyrsta sætið á listanum, þeir Sveinn á Egilsstöðum og Einar „ríki“ Sigurðsson. Ekki tókst að fá úrslit í þeirri keppni heimafyrir og var leitað til flokksforystunnar um að höggva á hnútinn. Niður- staðan varð, að hvorugur þeirra Sveins né Einars hlaut sætið, heldur Jónas Pétursson. Allt leit þetta dramatískt út og brigzlyrði flugu um að hinar lægstu hvatir, svik og undirferli hafi ráðið ferð- inni. Sjálfur var ég erlendis, þegar þetta gerðist og fylgdist ekki með því í návígi, sem fram fór. Þegar ég horfi á þessa atburði í fjarlægð tíma og rúms, þá verður fyrir mér að reyna að setja þá í samhengi við líf og starf Jónasar fyrr og síðar. Ég vil þá fullyrða, að strangheiðarlegri og grandvarari mann en Jónas Pétursson þekki ég ekki. Ég fæ það því ekki til að ganga upp, að í þetta skipti, þegar hann hlaut þingsætið, þá hafi honum gengið til undirferlin ein og svik. Jafntefli milli keppinaut- anna var staðreynd og önnur lausn varð að koma. Um leið þykir mér eðlilegt að álykta, að Jónas hafi haft áhuga á starfinu. Það lætur enginn að sér kveða, sem engan metnað hefur. Jónas situr viðreisnarárin á þingi, frá 1959—71. Framanaf voru það gjöful ár til lands og sjávar, en seinni hluta þeirra var afar erfiður þjóðinni. Hrun síldarstofnsins, verðfall og kalár urðu samtímis. Auðveldara er að stjórna í góðæri en í hörðum árum. Hörðu árin voru erfið dreif- býlinu, atvinna var lítil, fólk fluttist til útlanda og húseignir á sumum stöðum á landsbyggðinni voru ekki taldar veðhæfar á tímabili, þar sem þær voru óselj- anlegar. Það var því ekkert gam- anmál að vera þingmaður dreif- býlisins um það leyti og jafnframt stuðningsmaður ríkisstjórnarinn- ar. Hvernig þingmaður var svo Jónas? Óhætt er að segja, að hann var ekki meðal þeirra, sem oftast báðu um orðið utan dagskrár. Hann hafði heldur ekki tækifæri til að auglýsa sig með frumvörp- um, sem gátu gengið í augun á fólki og ekki þurfti að standa við. Það eru forréttindi stjórnarand- stæðinga. Jónas gekk hins vegar að þingmennskunni af sömu alúð og öðrum störfum og hann var fundvís á hugmyndir, sem reynd- ust farsælar í framkvæmd. É.t.v. ber þar hæst hugmynd hans um að bjóða út happdrættislán til að ljúka við hringveginn og brúa Skeiðará. Skjalfest er að þá hug- mynd átti Jónas. Það er svo önnur saga, að það láðist að bjóða honum að vígslunni. Austurlandskjördæmi er stærsta kjördæmi landsins að flatarmáli og lengst milli fjarlæg- ustu byggðra bóla þess. Það er að sama skapi ósamstætt og hags- munamál þess breytileg. Að upp- runa og eðli er Jónas sveitamaður. Þeir, sem sjóinn stunduðu á Aust- urlandi, töldu hann gæta hags- muna landbúnaðarins fremur en útvegsins. Eftir erfiðleikatímann í lok sjöunda áratugarins vildu sjálfstæðismenn í þeirra röðum skipta um þingmann flokksins í kjördæminu og tókst það. Jónas lét því af þingmennsku vorið 1971. Orkumál hafa lengi verið mikið áhugamál Jónasar. Hann vann ötullega að því að ráðizt var í Lagarfossvirkjun og árið 1971 tók hann að sér starf við byggingu virkjunarinnar. Frá því að því verki lauk hefur hann gegnt starfi verzlunarstjóra við Verzlunarfé- lag Austurlands. Jónas var fyrsti formaður stjórnar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, árin 1965—69. Mér er til gruns, að hann hafi ekki haft áhuga á að sitja lengur í stjórn þess samsafns fríríkja og furstadæma. Þá hefur hann setið lengi í Landnámsstjórn og á þar sæti enn. Jónas hefur alla tíð verið ákveð- inn sjálfstæðismaður. Það út af fyrir sig veitir þó ekki afdráttar- laus svör um skoðanir hans, því að í því húsi eru margar vistarverur. Engar grafgötur þarf hins vegar að fara í um skoðanir hans og stefnumál. Þá stefnu hefur hann margkynnt í ræðu og riti. Rauði þráðurinn í henni er sem mest sjálfstæði og ábyrgð hvers og eins í eigin málum. I framhaldi af því styður hann sjálfstæði og ábyrgð dreifbýlisins í eigin málum. Þetta birtist skýrt í því hjartans máli hans, sem er sjálfstæði í orkumál- um, þar sem Orkubú Vestfjarða er fyrirmynd. Hann hefur viljað efla og styðja framtak einstaklingsins og ekki hikað að snúa bökum saman við þá, sem orðið hafa fyrir skakkaföllum, sem þeir réðu ekki við og áttu ekki sök á, minnugur þess, að sá sem engu hættir, vinnur ekkert. Mér er t.d. minn- ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Eiríkur á Stað í Hrútafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.