Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 25 Fréttaskýring Ég er ekki bjartsýnn, ég tel erfitt að ná samningum, sem við getum sætt okkur við eins og málin hafa þróast, sagði Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra, þegar Morgunblaðið ræddi við hann á fimmtu- dagsmorguninn, áður en hann fór á fund ríkisstjórnarinnar til að gera henni grein fyrir gangi viðræðnanna við Norð- menn á mánudag og þriðjudag. Viðræðurnar hófust á því á mánudagsmorguninn, að aðil- arnir fóru yfir málið í heild. Ólafur Jóhannesson fór yfir sjónarmið Islendinga og síðan tók Knut Frydenlund utan- ríkisráðherra Norðmanna við, svaraði atriðum í ræðu Ólafs og skýrði norsk sjónarmið, þá gaf hann Jens Evensen haf- réttarfræðingi norsku stjórn- arinnar orðið og skýrði hann hafréttarlegar hliðar málsins frá norskum sjónarhóli. í máli Norðmannanna kom fram, að þeir hefðu ekki umboð til þess að ræða um hafsbptninn utan 200 mílna lögsögu íslands, þ.e. landgrunnsmálið. Var þá þegar ljóst, að ekki næði fram sú höfuðkrafa Islendinga, að um málið yrði samið í heild, þ.e. bæði réttinn á landgrunninu og fiskveiðiþáttinn. Fyrri daginn var viðræðum haldið áfram til klukkan 18 og var þá samþykkt á sameigin- legum fundi að setja niður tvær vinnunefndir. Skyldi önn- ur, sem skipuð var lögfróðum mönnum, ræða um landgrunn- ið og svæðamörk, en hin, sem skipuð var fiskifróðum mönnum og hagsmunaaðilum, fjallaði um fiskveiðiþáttinn. Akveðið var, að sameiginlegur fundur hæfist síðan að nýju klukkan 11 að morgni þriðju- dagsins. Á þeirri stundu höfðu lögfræðingarnir samið vinnu- plagg, sem var frumdrög að bókun milli landanna um málið í heild en í því voru eyður fyrir ákvæðin um fiskveiðiþáttinn. Þetta vinnuplagg var lagt fram í viðræðunefnd hvors lands en ekki á sameiginlegum fundi, þar sem beðið var álits fisk- veiðinefndarinnar. Þegar vinnuplaggið frá lögfræð- ingunum var lagt fyrir íslensku nefndina, tóku stjórn- málamennirnir nokkurn kipp. Töldu fulltrúar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks nauðsynlegt að fá tækifæri til að kynna þing- flokkum sínum málið á þessu ófullburða stigi og fóru um hádegisbilið í Alþingi til þess. maí nk. Islendingarnir urðu fyrir mikl- um vonbrigðum, þegar þeim var tilkynnt, að norska nefndin hefði ekkert umboð til að ræða um landgrunnsmálið. Enn hefði það ekki verið rætt í utanríkismálanefnd norska Stórþingsins og því gætu Norð- menn ekkert um það sagt. Hér er greinilega um fyrirslátt að ræða. Auðvitað verður væntan- legt samkomulag borið undir þá aðila í hvoru landi, sem stjórnskipunarlega fara með slík mál. Hvort umboð til samninga er fengið á undan viðræðum eða eftir verður auð- vitað að ráðast af aðstæðum séu menn á annað borð reiðu- búnir að ræða efnislegar hliðar mála. I vinnuplagginu frá lög- fróðu embættismönnunum er tvívegis vikið að landgrunninu utan íslensku 200 mílnanna. í inngangi er rætt um „afmörk- un milli lándanna tveggja" á hafsvæðinu utan 200 mílna Islands „bæði að því er varðar fiskveiðar og landgrunn" eða „for fiskeriformál sável som for kontinentalsokkelformár eins og segir í textanum á norsku. Þá er í einni grein vinnuplaggsins sagt, að aðilar muni „halda áfram viðræðum um kröfur Islands til land- grunnssvæða utan efnahags- lögsögu Islands á svæðinu milli Islands og Jan Mayen“. Viður- kenning Norðmanna á slíkum viðræðum þýðir, að þeir hafna því ekki, að Islendingar eigi rétt til einhverrar hlutdeildar í landgrunninu utan 200 mílnanna. í samhengi við landgrunnsmálið er nauðsynlegt að hafa í huga, að með því að gefa eftir rétt þar, getum við bæði verið að tapa auðlindum og einnig tæki- færi til að hlutást til með eftirliti og umhverfisvernd, komi til olíuborana eða annars konar vinnslu á svæðinu. Ekki er fyrirsjáanlegt, að á þetta reyni á næstu árum eða jafnvel áratugum, en skortur á fram- sýni gæti komið okkur illilega í koll síðar. í áliti fiskveiðihópsins kemur fram, að komið skuli á fót sameiginlegri fiskveiðinefnd og jafnframt starfshópi fiski- fræðinga, sem veiti henni ráð. Nefndin á að gera tillögur um leyfilegan hámarksafla á þeim fiski, sem gengur inn á svæðið. Skulu þær lagðar fyrir ríkis- stjórnir beggja landa og taka gildi eftir tvo mánuði hafi þær verið samhljóða og hvorug að í samningum þjóðanna um Jan Mayen verði þetta hlutfall ákveðið næstu fimm ár og hugmyndir eru uppi um sjálf- krafa endurnýjun, komi ekki til ágreinings að þeim tíma liðnum en ekki eru þær inni í vinnuplagginu. Fram kemur í vinnuplagginu, að aðilar hafa ekki komið sér saman um hlutfallslega hlut- deild hvors um sig í heild- araflamagninu. Mun nokkur ágreiningur um þær tölur, sem þar hefur verið hreyft. En ákvæði er um rétt Islendinga til að veiða loðnu af sínum kvóta í fiskveiðilögsögu Jan Mayen. Þá er einnig ákvæði um rétt Islendinga til að veiða annan göngufisk á svæðinu. Vinnuplagginu fylgja síðan tvær ar. En Islendingum er auðvitað einungis í hag, að samkomulag takist um miðlínu milli Jan Mayen og Grænlands, ef Norð- menn sýna okkur þá sanngirni í tvíhliða samningum okkar, sem við höfum vænst. Hin bókun Norðmanna snýst um það, að þeir minna á, að ákveða á afmörkun lögsögu á hafinu með samningum, íslendingar hafi hins vegar ákveðið 200 mílna lögsögu í áttina að Jan Mayen og telji ríkisstjórn Nor- egs því nauðsynlegt að gera fyrirvara um réttindi sín. I þessu felst, að Norðmenn draga í efa lagalegan rétt íslendinga til þessarar út- færslu en viðurkenna hana í raun (de facto). Til áréttingar á réttinum til landgrunnsins mun Ólafur Jó- hannesson hafa haft í huga að leggja fram bókun þar sem ítrekuð væri afstaða íslensku ríkisstjórnarinnar um rétt íslendinga til landgrunns- niðurstaðan, að sá flötur finn- ist ekki, sem báðir aðilar sætta sig við. Mat á því ræðst ekki aðeins af efni samningsins heldur einnig af því, hvað við taki, ef ekki verður samið. Norðmenn hafa lýst því yfir, að þeir ætli að færa út, áður en það verður gert við Austur- Grænland hinn 1. júní nk. Verði útfærslan framkvæmd af Norðmönnum í andstöðu við okkur en ekki með samkomu- lagi, hlýtur það að gerast vegna þess að við teljum þá niðurstöðu okkur hagstæðari en samkomulag við Norðmenn. Tíminn er naumur en valið hefur skýrst. Fréttir frá Noregi bera það með sér, að þeirra samninganefnd- armenn séu kampakátir yfir viðræðunum hér. Sá fögnuður lofar ekki beinlínis góðu, þegar við okkur blasir, að svo virðist sem sanngirni Norðmanna sé meiri í orði en á borði. Eins og áður beita þeir fyrir sig laga- Staðið upp írá samningunum. Frá vinstri Ólafur Egilsson deildarstjóri í utanríkisráðun- eytinu og ritari íslensku samninganefndarinnar. Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra og Hans G. Andersen. sendiherra og þjóðréttarfræðingur. HVAÐ GERÐIST í JAN MAYEN VIÐRÆÐUNUM? Ekki munu hafa komið fram neinar fastmótaðar athuga- semdir þeirra við plaggið á fundi viðræðunefndarinnar og engar sérstakar ályktanir komu frá þingflokkunum. En eftir á hefur komið fram, að grunsemdir höfðu læðst að fulltrúum flokkanna, að ætlun- in væri að knýja málið í gegn á þessari stundu. Jafnframt hef- ur verið látið að því liggja, að leynisamningur hafi verið gerður milli Ólafs Jóhannes- sonar og Knuts Frydenlunds í Helsingfors 26. mars sl. Þegar Ólafur Jóhannesson var spurð- ur að því, svaraði hann: — Þá hefði verið samið hér í Reykjavík. Það dróst fram eftir degi, að fiskveiðinefndin skilaði áliti sínu og þegar það lá fyrir var alveg ljóst, að vonlaust yrði að ná lengra að þessu sinni. Var þá ákveðið að slíta fundinum og koma að nýiu saman í Ósló einhvern tíma á bilinu 7.—10. ríkisstjórnin gert við þær at- hugasemd. Um þetta virðist ekki ágreiningur en um hitt er dei.lt, hvað gerist, ef ekki verð- ur samstaða milli aðila. íslend- ingar leggja til, að þá skuli það ríkið, sem hefur meiri hags- muna að gæta varðandi um- ræddan fiskstofn, einhliða ákveða leyfilegan hámarksafla. Og síðan er gert ráð fyrir framhaldsviðræðum aðila, geti hitt ríkið alls ekki sætt sig við hámarksaflann. í raun þýðir þetta til dæmis, að íslendingar hefðu úrslitavald um ákvörðun á hámarksafla loðnu. Síðan koma ákvæðin um skipt- ingu aflans á svæðinu. Aðilar eru sammála um, að frambúð- arskipting komi fyrst til sög- unnar eftir sumar- og haust- vertíðina í ár. Norðmenn vilja að fiskveiðinefndin ákveði síðan hlutfallslega skiptingu á afla milli þjóðanna til fimm ára og þá komi hún til end- urskoðunar. Islendingar vilja, bókanir frá Norðmönnum. Önnur er um það, að ríkis- stjórn Noregs lýsir því yfir, að hún muni í viðræðum við Daní og væntanlega Efnahags- bandalagið um afmörkun Jan Mayen-svæðisins gagnvart Austur-Grænlandi svo og um fiskveiðiréttindi á svæðinu reyna að koma á fyrirkomu- lagi, sem tryggi hina þýð- ingarmiklu fiskveiðihagsmuni íslands á svæðinu. Komi til útfærslu við Austur- Grænland, sem gengur lengra austur en miðlínan, falla ein mikilvægustu loðnumiðin við Jan Mayen inn í þá lögsögu. Verði miðlínan niðurstaðan gengur loðnan stundum vestur fyrir hana. En með ofan- greindri bókun lýsa Norðmenn því yfir, að þeir muni gæta hagsmuna íslendinga í þessu máli. Og er það óneitanlega nokkurs virði, því að Efna- hagsbandalagið verður áreið- anlega ekki auðvelt viðureign- svæða utan 200 mílna efna- hagslögsögu íslands á Jan Mayen svæðinu, enda teldu Islendingar að um væri að ræða eðlilegt framhald íslensks landsvæðis. Það, sem hér hefur verið rakið, eru þau sjónarmið, sem fram komu í vinnuplöggum embætt- ismannanna og sérfræðing- anna. Hins vegar eru þessi sjónarmið alveg óslípuð, því að þau voru hvorki rædd á sam- eiginlegum fundi beggja við- ræðunefndanna né til neinnar hlítar í íslensku nefndinni og þvi ekki lögð fram formlega sem uppkast að samningi. Þó má af plöggunum ráða í hvaða farveg viðræðurnar eru komn- ar. Má segja, að nú sé þáttur stjórnmálamannanna eftir. Þetta mál verður ekki leyst nema þeir taki af skarið og ákveði, hvort stefna skuli að endanlegum samningi á þess- um grundvelli eða öðrum. Þá kann það einnig að verða krókum en sanngirnin má sín lítils við samningaborðið. Þá kröfu verður að gera til Norð- manna, að þeir sýni sanngirn- ina í verki, hún er einn þáttur- inn í þeim hafréttarsáttmála, sem er á lokastigi, og rúmast því innan lagakrókanna. Það er langt frá því, að það sé okkur Islendingum einum í óhag, að einhliða komi til útfærslu við Jan Mayen. Knut Frydenlund utanríkisráðherra sagði við íslenska bláðamenn fyrir skömmu, að það yrði áfall fyrir norska utanríkisstefnu og norræna samvinnu ef sam- komulag tækist ekki við Islendinga. Þessi orð standa enn og það er ekki einungis Islendinga sök, ef þau rætast, og ekki batnar norræna sam- starfið við það, að Danir slást í lið með Norðmönnum með Efnahagsbandalagið sem bak- hjarl á svæði, þar sem Græn- lendingar stunda engar veiðar. Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.