Morgunblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
Fjórir líflátnir
í flæðarmálinu
Monroviu 18. apríl. AP.
ÞRÍR hermenn einn óbreyttur borgari voru leiddir íyrir
aftökusveit og teknir af lífi í flœðarmálinu fyrir neðan herstöð í
höfuðborg Monroviu eftir að herdómstóll hafði dæmt þá til dauða fyrir
rán og rupl.
Samul K. Doe liðþjálfi, nýi
þjóðhöfðinginn sem á laugardag
stjórnaði byltingunni gegn stjórn
William Tolbert forseta, sagði að
fjórmenningarnir hefðu verið
skotnir „öðrum til viðvörunar og
til að sýna að okkur er alvara."
Þúsundir Líberíumanna horfðu
á aftökurnar. Margir hrópuðu
„Valdið tii fólksins."
Ríkisútvarpið í Monroviu sagði,
að aftökurnar væru viðvörun frá
nýju stjórninni sem mundi ekki
þola „gagnbyltingaraðgerðir“
óbreyttra borgara eða hermanna.
Doe sagði á blaðamannafundi
að óbreytti borgarinn, sem var
líflátinn, Charles Flomo, hefði
verið vikapiltur sonar Tolberts,
A.B. Tolbert þingmanns, sem nú
er leitað.
Þetta gerðist 19. apríl
1976 — Skæruliðar blökku-
manna sprengja upp hluta járn-
brautarinnar til Suður Afríku.
1975 — Fyrsta gervihnetti Ind-
verja skotið með sovézkri eld-
flaug.
1971 — Charles Monson ogþrjár
konur dæmd til dauða fyrir
morðin á Sharon Tate og sex
öðrum.
1964. — Samsteypustjórn Laos
steypt í hægribyltingu hersins.
1963 — Spánverjar neita að
náða kommúnistann Julian
Garcia (líflátinn daginn eftir).
1956 — Rainier fursti af Monako
kvænist Grace Kelly.
1951 — MacAthur hershöfðingi
kemur fyrir Bandaríkjaþing og
gagnrýnir stjórn Trumans.
1928 — Japanir taka Shantung.
1921 — .Lögin um stjórnskipun
írlands taka gildi.
1917 — Tyrkir hrinda sókn
Breta í annarri orrustunni um
Gaza.
1911 — Aðskilnaður ríkis og
kirkju í Portúgal.
1898 — Bandaríkjamenn setja
Spánverjum úrslitakoSti út af
Kúbu.
1859 — Austurríki setur Sard-
iníu úrslitakosti.
1783 — Bandaríkjaþing lýsir því
yfir að frelsisstríðinu sé lokið.
1775 — Frelsisstríð Bandaríkj-
anna hefst með ósigri Breta í
Lexington og Concord.
1587 — Floti Sir Francis Drake
ræðst á Cadiz á Spáni.
1552 — Hinrik II af Frakklandi
og Júlíus páfi III semja um
tveggja ára vopnahlé.
Afmæli. Edward Pellew, enskur
aðmíráli (1758—1823) — David
Ricardo, enskur hagfræðingur
(1772—1823) — August Wilhelm
Iffland þýzkur leikritahöfundur
(1759-1814).
Andlát. 1645 Anton van Diemen,
landkönnuður — 1689 Kristín
Svíadrottning — 1824 Byron
lávarður, skáld — 1881 Benja-
min Disraeli, stjórnmálaleiðtogi
— 1882 Charles Darwin, vísinda-
maður — 1967 Konrad Aden-
auer, stjórnmálaleiðtogi.
Innlent. 1246 Haugssnesbardagi
(d. Brandur Kolbeinsson) — Sig-
ur Þórðar kakala í mestu orr-
ustu á íslandi fyrr og síðar —
1244 d. Tumi (yngri) Sighvatsson
— 1285 d. Þuríður príor — 1706
24 bæir í Ölfusi og Flóa hrundu í
jarðskjálfta — 1923 „Esja“ kem-
ur — 1943 Jóhann Sæmundsson
félagsmálaráðherra biðst lausn-
ar — 1944 Fyrsta íslenzka óper-
ettan frumflutt — 1949 Lög um
gengisfeilingu birt — 1961 Fund-
ur sérfræðinga um handritaskrá
í Kaupmannahöfn — 1969 Hall-
dór Laxness tekur við Sonning-
verðiaununum — 1890 f. Magnús
Kjaran — 1911 f. Barbara Árna-
son.
Orð dagsins. Fúlmennska á sér
takmörk, heimska ekki — Napo-
leon (1769-1821).
Viktor Korchnoi í fótboltaleik skammt frá Croydon, Englandi. Hann var í liði sem
keppti á móti blaðamönnum úr Fleet Street.
Valdamaður í
Kenya hættir
Nairohi, 18. april. AP.
CHARLES Njonjo, dómsmálaráð-
herra Kcnya, sem átti þátt í því
að bjarga þingræðisstjórn Kenya
með stuðningi við Daniel Arapa
Fréttir í stuttu mdli
Mannrán
TeKUcÍKalpa. Ilonduras. 18. april. AP.
FJÓRIR menn rændu bandarísk-
um framkvæmdastjóra Texaco-
olíufélagsins, Arnoldo Quiros,
þegar hann fór frá hóteli sínu í
borginni San Pedro Sula í Hond-
uras að sögn yfirvalda. Nokkrum
klukkustundum eftir ránið var
ekkert vitað um mannræningj-
ana og engar kröfur höfðu komið
fram um lausnargjald.
20% verðbólga
tondon. 18. apríl (AP)
VERÐBÓLGAN í Bretlandi fór
upp í 19,8% í marz og hefur
trúlega síðan farið yfir 20% en
tölur frá apríl liggja ekki fyrir
fyrr en eftir nokkrar vikur að
sögn yfirvalda. Ráðherrar hafa
ekki farið dult með það að þeir
telja að verðbólgan muni aukast
að minnsta kosti fram á mitt
Ný stjórnarskrá
Berlín. 18. apríl (AP)
NÝJA stjórnin í Afganistan hef-
ur samþykkt nýja stjórnarskrá
og nýjan fána að sögn austur-
þýzku fréttastofunnar. Fréttar-
itari hennar í Kabul segir að
ákvarðanir stjórnarinnar mælist
vel fyrir því að samkvæmt þeim
sé tekið tillit til „trúartilfinn-
inga, þjóðarhefða, þarfa, rétt-
inda og frelsis" þjóðarinnar.
Fimm skotnir
San Salvador. 18. april (AP)
FIMM óbreyttir borgarar hafa
verið skotnir til bana með vél-
byssum á götu úti í San Salvador
og þrír hermenn féllu þegar
vinstrisinnar veittu þeim fyrir-
sát, að sögn yfirvalda.
Olíuhækkun
l/tndon. 18. apríl (AP)
BREZKA olíufélagið, BNOC,
hefur hækkað verð á Norður-
sjávarolíu um 35 cent að meðal-
tali tunnuna í kjölfar hækkana í
Nígeríu, Líbýu og Alsír að sögn
félagsins. Brezka verðið fer þar
með upp í 34,20 til 34,80 dollara
tunnan.
Flugslys
Pago, Pa«ro. Bandarísku
Samoa-oyjum, 18. apríl (AP)
NIU biðu bana og einn skað-
brenndist þegar flugvél banda-
ríska sjóhersins sem var að
varpa fallhlífamönnum niður í
30.000 manna mannfjödla rakst
á togbrautarvíra og steyptist
niður á hafnarbakkann á Pago
Pago með þeim afleiðingum að
eldur kom upp í hóteii þar sem
sýning átti að hefjast á leikrit-
inu og kvikmyndinni „Rain“.
Carter hafnað
WashinKton, 18. april (AP)
FRÉTTAMENN hafa að engu þá
áskorun Jimmy Carters forseta
til bandarískra fjölmiðla að tak-
marka fréttaleit í íran „eins
mikið og hægt er“. „Það er
skylda okkar að segja fréttir af
eins mikilli nákvæmni og
óhlutdrægni og hægt er,“ sagði
William Small, yfirmaður
NBC-sj ón varpsins.
Moi forseta þegar bylting var
gerð gegn henni, boðaði afsögn
sína í dag og sagði að hann
mundi bjóða sig fram til þings.
Njonjo sagði að hann væri
kominn á eftirlaunaaldur og ætl-
aði að bjóða sig fram í aukakosn-
ingum sem fara fram í næsta
mánuði í Kikuyu nálægt Nairobi.
Njonjo hefur verið helsti ráðu-
nautur Moi og var áður aðalráð-
gjafi Jomo Kenyatta forseta.
Hann hefur haft mikil áhrif að
tjaldabaki í 17 ár og verið miklu
valdameiri en titill hans gefur til
kynna.
Margir Kenyamenn efast um að
hann geri sig ánægðan með að
vera réttur og sléttur þingmaður
og benda á að hann komi sem
slíkur til greina í æðstu embætti í
stjórninni.
Sumir sérfræðingar telja að
ákvörðun Njonjo standi í sam-
bandi við mikinn efnahagsvanda
sem Kenyamenn eiga við að stríða
um þessar mundir og hafa valdið
Moi fyrstu meiriháttar erfiðleik-
unum síðan hann varð forseti
fyrir einu og hálfu ári eftir lát
Kenyatta.
Þurrkar og tækjabilanir í vatns-
orkuverum hafa leitt til raf-
magnsskorts á síðustu tveimur
mánuðum og orðið til þess að
draga úr iðnframleiðslu og
minnka ferðamannastraum. Tugir
þúsunda Kenyamanna í borgum
og bæjum standa daglega í röðum
til að kaupa mjólk, sem hefur
verið af skornum skammti í þrjá
mánuði, og maísmjöl, undirstöðu-
fæðu sem hvarf úr búðarhillum
fyrir tveimur mánuðum.
ERLENT
Sendiherra
í skotárás
Róm, 17. apríl — AP.
VECDI Turel sendiherra
Tyrklands í Páfagarði og einn
lífvarða hans særðust í skot-
bardaga á götu í Róm í morg-
un. og að sögn lögreglunnar
þar í borg voru tilræðismenn-
irnir að minnsta kosti þrír.
Fyrirrennari Turels, Taha
Carim, þávcrandi sendiherra
hjá Páfagarði, var myrtur í
Róm í júní 1977, og voru þar
armenskir hryðjuverkamenn
að verki.
Að sögn lögreglunnar ók Tur-
el að heiman frá sér áleiðis til
sendiráðsins kl. 9,15 að stað-
artíma í morgun. Með honum í
bifreiðinni voru bifreiðarstjór-
inn og tveir lífverðir. Voru þeir
skammt komnir þegar þeir
lentu í umsátri, og rigndi
skammbyssuskotum yfir bif-
reiðina. Lífverðirnir tveir þustu
út úr bifreiðinni og svöruðu
skothríðinni, og lögðu þá árás-
armennirnir á flótta. Annar
lífvarðanna, Guyeng Tahsin
Eha, hlaut skotsár í andlit, en
reyndi engu að síður að veita
árásarmönnunum eftirför, uns
hann féll meðvitundarlaus á
götuna.
Þeir Turel og Eha voru flutt-
ij- í sjúkrahús, og segja læknar
að lífvörðurinn sé hættulega
særður, en sendiherrann
minna. Samtök armenskra
skæruliða hafa lýst sig ábyr á
árásinni.