Morgunblaðið - 28.05.1980, Page 1

Morgunblaðið - 28.05.1980, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 117. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vopnaðir suður- kóréskir hermenn gæta upprcisnarmanna sem voru teknir til fanga i Kwangju eftir töku borgarinnar úr höndum þeirra. Hundruð handteknir og; herlög í Kwangju Obote fagnað Kampala. 27. mai. AP. MILTON Obote fyrrum forseti kom aftur til Uganda í dag eftir ,níu ára útlegð, talaði eins og hann væri aftur kominn til valda og lofað að færa þjóðinni frið og velsæld að loknum kosn- ingum síðar á þessu ári. Þúsundir stuðningsmanna hylltu Obote eins og hann væri aftur orðinn forseti á útifundi í landamærabænum Bushenyi eft- ir komuna frá Tanzaníu. I viss- um skilningi er Obote þegar orðinn forsetí þar sem stuðn- ingsmenn hans í hernum tóku völdin í þessum mánuði og bjuggu þar með í haginn fyrir heimkomu hans. Obote er al- mennt spáð sigri í fyrstu forsetakosningum sem fara fram í Uganda um 18 ára skeið. „Annað hvort lifum við saman eða förumst saman — engin önnur leið er til,“ sagði Obote og hvatti til samstöðu og siðferöis- vakningar. „Við verðum að vinna saman til að útrýma úr þjóðfé- lagi okkar öllum leifum morða og ótta. Mesta verkefni okkar er að frelsa hugi okkar svo að við getum séð óvininn greinilega." Milton Obote fyrrverandi Ug- andaforseti er hann fór frá Tanzaniu eftir níu ára útlegð í gær. Verkfall í Noregi Frá fróttaritara Mbl. í Ósló í Kt?r. UM 320 af 40.000 féiagsmönnum í verkalýðsfélagi háskólamenntaðra rikisstarfsmanna hófu þriggja daga verkfall í dag þótt ríkis- stjórnin hafi ákveðið að gerðar- dómur leysi deiluna þegar allar sáttatilraunir hafa farið út um þúfur. Allt flug í Noregi hefur lamazt og um 100 langferðabílar hafa farið frá Fornebu-flugvelli í Ósló til Gauta- borgar með flugfarþega sem ætla til útlanda. Hætt var við verkfall í orkuverum þar sem vitað var að það mundi bitna á 750.000 manns í Ósló. Loka varð verksmiðjum og ekki var hægt að framkvæma skurðaðgerðir í sjúkrahúsum. Tafir verða á útburði pósts og kjöt og grænmeti er ekki sent á markað, en það er venjulega gert með flugvélum. Verkfallið nær til stjórndeildar olíusvæðanna í Norð- ursjó. Starfsemi þar hefur dregizt saman og tilraunaborunum í Norður-Noregi hefur verið frestað Lauré Kwangju. 27. mai. AP. ÞÍISUNDIR suður-kóreskra her- manna komu á herlögum i Kwangju í dag eftir árás sem þeir gerðu i dögun með þeim árangri að þeir náðu yfirráðum yfir borginni úr höndum uppreisnarmanna. Minnst 10 biðu bana i bardögunum. Yfirmaður aðgerðanna sagði að áraásin væri „óhjákvæmileg“. en hana gerðu fallhlífahermenn sem beittu skriðdrekum. þungum vél- byssum og iéttum vopnum. Ofursti úr hernum sagði að bardaginn. sem stóð í tæpa þrjá tíma hefði verið „harður“, en tók fram að hermenn hans hefðu haft skipun um að „skjóta engan nema á þá væri skotið“, og þeir hefðu orðið að svara í sömu mynt. 'Um 200 hafa verið handteknir fyrir að æsa til uppreisnarinnar eða taka þátt í henni. Lee Hee-Sung hershöfðingi, sem sér um fram- kvæmd herlaga, gaf út fyrirskipanir um að öfgafyllstu uppreisnarmenn- irnir yrðu fljótt vinzaðir úr og að öðrum handteknum mönnum yrði sýnt veglyndi. Fimm tímum eftir að bardagarnir fjöruðu út höfðu hundruð hermanna umkringt aðaltorgið í Kwangju og fleiri höfðu komið sér fyrir í dyrum húsa og á hliðargötum í miðborginni þar sem mjög fáir borgarbúar voru á ferli. Fimmtán skriðdrekar voru á þessu svæði, fjórir þeirra fyrir framan aðalstöðvar uppreisnar- manna. Seinna gaf Choi Kyu-Hah forseti út skipun til ráðherra sinna um að gera þegar í stað allar nauðsynlegar ráðstafanir til að liðsinna íbúum Kwangju. Yfirvöld í borginni út- vörpuðu nýjum viðvörunum um að fólki sé bannað að safnast saman á götunum og skipuðu embættis- mörtnum sem flúðu úr borginni að snúa aftur. Hermönnum var skipað að stuðla að því að vernda líf og eignir. Lee Kwang-Pyo upplýsingaráð- herra, sagði: „Sem betur fer hefur tekizt að koma aftur á reglu í Kwangju með eins litlu mannfalli og hugsazt gat.“ Og hann skoraði á borgarbúa að taka þátt í viðreisn borgarinnar. Tokyo. 27. maí. AP. FORSÆTISRÁÐIIERRA Kína. Hua Guofeng. og forsætisráðherra Jap- ans Masayoshi Ohira. lýstu í dag ugg sínum vegna átaka óbreyttra borgara og hermanna í Suður- Kóreu, en Hua sagði að Noiður- Kórea mundi ekki færa sér ástand- ið í nyt í hernaðarlegu skyni. í þessari sögulegu og fyrstu heim- I sókn sinni til Japans tók Hua undir Stúdentaleiðtogar segja að 261 hafi fallið í fyrri bardögum. Her- menn sáust leiða 60—70 fanga frá aðalstöðvum uppreisnarmanna. þá von Ohira að ekki slitnaði upp úr viðræðum Norður- og Suður-Kóreu vegna ástandsins. Hua kvað Kína telja æskilegt markmið í sjálfu sér að lýðræði yrði aukið í Suður-Kóreu. í Washington var varaforsætis- ráðherra Kína, Geng Biao tekið með mikilli viðhöfn í dag er hann hóf viðræður í Pentagon um fyrstu kaup Kínverja á bandarískum tæknibún- aði. 85 ríki taka þátt í Moskvu-leikunum Moskva, 27. maí. AP. ALÞJÓÐA ólympíunefndin (IOC) birti í dag skrá með nöfnum 85 ríkja sem hafa opin- berlega tiikynnt þátttöku í Moskvu-leikunum í sumar og sovézkir embættismenn héldu því fram að leikarnir yrðu „í fullu gildi“ og mundu heppnast vel. Rússar hafa spáð því að rúm- lega 100 ríki taki þátt í leikunum, en Vladimir I. Popov, næst æðsti maður skipulagsnefndar leikanna, sagði á Ólympíu-ráðstefnu í Moskvu að þótt frestur til að boða þátttöku hefi runnið út á laugar- dag væri enn möguleiki á því að taka þátt í þeim. Hann hélt því fram að „með litlum undantekn- ingum" mundu allar helztu íþróttaþjóðir heims taka þátt í leikunum. Rússar og Austur- Þjóðverjar verða með, en Banda- ríkjamenn, Vestur-Þjóðverjar og Japanir ekki. Áttatíu og átta þjóðir tóku þátt í Ólympíuleikunum í Montreal. Þátttökuríkjunum fækkaði þar sem Afríku- og Asíuríki ákváðu að hundsa leikana til að mótmæla íþróttatengslum Ný-Sjálendinga við Suður-Áfríku. Ignaty Novikov, yfirmaður skipulagningar Moskvu-leikanna, segir í viðtali við Tass að eftir mati íþróttafrömuða og margra embættismanna hafi „hugmyndin um að hundsa leikana farið út um þúfur". Hann segir listann með boðuðum þátttökuríkjum sýna al- mennan stuðning íþróttamanna í flestum löndum heims við Moskvu-leikana. Auk þeirra 85 landa sem hafa boðað þátttöku segir IOC að ól- ympíunefndir í 29 ríkjum hafi óopinberlega neitað að taka þátt. Nefndin segir að 27 önnur ríki hafi ekki svarað boði Rússa um þátt- töku. Popov sagði að listinn væri ekki endanlegur. Killanin lávarður, formaður IOC, hefur heitið stuðningi nefnd- arinnar við ríki sem óska eftir þátttöku þótt frestur sé útrunn- inn. Novikov sagði að „vitað væri“ að nokkur ríki sem ekki hafa boðað þátttöku muni endurskoða ákvarðanir sínar. Búizt er við miklu reiptogi á næstu vikum um þátttöku í leikunum. Hua til Japans í fyrsta skipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.