Morgunblaðið - 28.05.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980
7
r
Hlutur vega-
mála
í A-hluta ríkisreiknings
1979, sem dreift var á
Alþingi á dögunum, er
hlutfallsleg skipting
ríkisútgjalda 1971—1979
rakin. Fróölegt er aö sjá
hvern veg kostnaöarhlut-
föll samgöngumála hefur
lækkaö jafnt og þétt á
þessum árum. Arið 1971
er hlutur samgöngumála
í ríkisútgjöldum 13,29%
en 1979 er hann kominn
niður í 8,56%. Vegamál
taka til 9,14% 1971 en fá
aðeins 5,59% 1979. Sam-
göngur á sjó og flugmál
hafa og skroppiö saman,
hvað hlutfall varöar í
rfkisútgjöldum.
Þessi þróun mála kem-
ur spánskt fyrir sjónir
þegar borin er saman viö
aörar viöblasandi stað-
reyndir. Tekjur ríkissjóðs
af umferð hafa margfald-
azt. 57% af benzínverði
eru ríkissjóösskattar —
eöa 29% milljarður króna
samkvæmt tekjuáætlun
1980. Svipuöu máli gegn-
ir um kaupverö nýrra
bifreiöa; þar er hlutur
ríkissjóös bróöurpartur
verösins. Hin staöreynd-
in, sem stangast á viö
hlut vegamála í ríkisút-
gjöldum, er sú, aö á
þessum vettvangi erum
viö vanþróuö þjóö — f
samanburöi viö ríki
V-Evrópu og N-Ameríku.
Engu aó síöur var heild-
arkostnaóur vegamála
1979 tsepir 14 milljarðar
króna, innan viö helming
þess sem benzínskatt-
arnir einir eiga að gefa
ríkissjóði í ár, þ.e. 29%
milljarður króna. Arö-
semisútreikningar sýna
þó aö fjárfesting skilar
sér óvíða jafn fljótt og vel
í þjóóarbúskapnum og í
varanlegri vegagerð. Af-
staöa ríkisvaldsins var þó
söm vió sig. Vegaáætlun
samin 1979 fyrir árió 1980
var verulega dregin sam-
an, að raungildi, er fjárlög
ársins voru loks sam-
þykkt fyrir fáum vikum.
Þinglausnir
Stjórnarlióum vex f
augum að þing hefur
dregizt í nokkra daga
umfram ráögeróar þing-
lausnir. Þingmenn eru þó
ársmenn í starfi og þess
aó gæta aó þing hófst
síöar og varö slitróttara
en venja hefur verið.
Fjárlög og lánsfjáráætl-
un, meginverkefni hvers
þings, voru mánuöum
síöar á ferð en vera á og
lög standa til. Hin stóru
málin önnur, sem ríkis-
stjórnin bjó f hendur
þings, hrönnuðust upp á
síðustu vikum þess, þann
veg að athugun og um-
fjöllun er trauöla í sam-
rsemi viö umfang þeírra
sumra. Það þarf því fáum
aó koma á óvart þó eilítió
hafi dregizt úr þinghald-
inu. Hitt vekur meiri
spurn, hve ríkisstjórninni
viróist mikiö kappsmál
aö losna við þíngíö — og
þaó aöhald, sem þaö á aö
veita landsstjórninni.
Málþóf?
Þaó er kallaö málþóf
þegar síðbúin stjórnar-
frumvörp fá umraeðu sem
þó er engan veginn um-
fram venju. Hvern veg
hefur veriö staðió aö
samningu þessara frum-
varpa — a.m.k. tveggja
— sést bezt á því, aö
ríkisstjórnin heitir tafar-
lausri endurskoöun
þeirra nú þegar, þann
veg að leióréttingum
megi koma vió — jafnvel
áður en til framkvæmda
þeirra kemur, en gildis-
taka er ákveðin um n.k.
áramót. Afgreiösla þeirra
mátti því aö ósekju bíða
haustþings, enda líklegt
aö leiðréttingar komi þá
þegar vió sögu í fram-
haldi af lofaðri endur-
skoöun.
Það er lágmarkskrafa
að ríkisstjórnir leggi
stjórnarfrumvörp fyrir
þing þaö tímanlega aó
þau geti fengiö þinglega
meöferð, bæói í þing-
nefndum og þingdeild-
um, og haldi þannig á
verkstjórn, aó mál gangi
eðlilega fram. Á þetta
hvorttveggja hefur veru-
lega skort hjá núverandi
stjórnarherrum. Ef vor-
verkin ganga ekki sem
skyldi getur ríkisstjórnin
engum um kennt nema
sjálfri sér og eigin verk-
tilhögun.
Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariðnaöarins hefur gert á
steypu'skemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komið i Ijós að eina varanlega lausnin,
til aö koma i veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er að klæða þau alveg til dæmis
með álklæðningu.
A/klæðning er seltuvarín, hrindir frá sér óhreinindum, og þoiir vel íslenska veðráttu.
A/klæöning er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála.
Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæöningar.
Sendlð teikningar og við munum reikna út efnisþörl og gera verðtilboð
yöur að kostnaöarlausu.
FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍÐASTA NAGLA
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - S(MI 22000 - PÓSTHÓLF 1012.
TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.
Sálarrannsóknafélag
íslands
heldur fund í kvöld miðvikudaginn 28. maí kl.
20.30 í Félagsheimili Seltjarnarnes. Fundarefni
huglækningar. Joan Reid mætir á fundinn. Aö-
göngumiðar við innganginn.
Stjórnin.
GUDLAUGS ÞORVALDSSONAR
Aöalskrifstofa Brautarholti 2, (áður Hús-
gagnaverslun Reykjavíkur).
Símar: 39830,39831 og 22900.
Málning og málningarvörur
Veggstrigi
Veggdúkur
Veggfóður
Fúavarnarefni
Bondex, Solignum, Pinotex, Architectural.
Afsláttur
Sannkallaö LITAVERS kjörverð
Ertu að byggja, viltu breyta, þarftu að bæta?
Líttu viö í Litaveri,
því þaö hefur ávallt
borgaö sig.
Grensásvegi. Hreyfilshúsinu. Simi 82444.
Hárið þarfnast umhirðu!
Tískuklippingar fyrir alla fjölskylduna, einnig
permanent, Henna djúpnæringakúrar og
litanir. Við leggjum sérstaka áherslu á djúp-
næringakúrana. Þeir eru nauðsyn fyrir hár sem
permanent heíur verið sett í og það er ótrúlegt
hvað þeir geta gert fyrir slitið og þurrt hár.
Komið og kynnist Henna hárnæringakúrunum.
HÁRSKERINN
Skúlagötu 54/ sími 28141
HARSNYRTISTOFAN
PAPILLA
Laugavegi 24 simi 17144
RAKARASTOFAN
Daibraut 1, sími 86312