Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 16

Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1980 1000 manns í Þórsmörk um helgina — 300—400 manns í Þjórsárdalnum MIKIL umferö var á veKum á Suð-Vesturlandi um hclgina og laKÖi fjöldi fólks leið sina meöal annars til Þinsvalla, upp í bjórs- árdal inn í Þórsmörk. AÖ sögn iögreglunnar á Hvolsvelli er talið aö í Þórsmörk hafi verið um 1000 manns, þegar flcst var þar á lauKardagskvöld. Töluverð ölvun var meðal fólksins en ekki er vitað um nein meiriháttar óhöpp þar. Gott veður var í Þórsmörk um heÍKÍna sem annars staðar á Suð- urlandi nema hvað á annan í hvítasunnu fór að hvessa og kólna af norðri. Mikil umferð var á vegum í Árnes- og Rangárvallasýslum. Margt fólk lagði leið sína til Þingvalla og þegar bílafjöldinn var mestur um miðjan dag á sunnudag lá við umferðaröngþveiti, að sögn Tómasar Jónssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi. Tómas sagði, að umferð á Þingvöllum hefði sjaldan verið meiri en um helgina, nema þegar einhverjar stærri sam- Dreka- flugmenn á æfingamóti SVIFDREKAFÉLAG Reykjavíkur gekkst fyrir æfingamóti um s.l. helgi, svökölluðu „Fly-in“-móti. Drekaflugmönnum utan af landi var boðið til þátttöku og alls munu 10—12 drekar hafa verið á flugi á mótinu. Þátttakendur höfðu aðsetur í Víkingsskálanum í Hamragili en flogið var við Miðfell í Þingvalla- sveit. Veður var fremur hagstætt til drekaflugs og uppstreymi gott. íslandsmótið í drekaflugi fer fram í júlí n.k. og verður líklegast haldið á Þingeyri. Meðfylgjandi myndir af drekaflugmönnunum tók Pétur J. Johnsen. komur hefðu verið á svæðinu. Að sögn Tómasar var mikið um að fólk færi Þingvallahringinn og kæmi við á Selfossi og í Hveragerði. í Þjórsárdal voru að sögn Tómas- ar Jónssonar milli 300 og 400 manns, þegar flest var, en all margt fólk var komið þar strax á föstu- dagskvöld og flest var farið á mánudagsmorgun. Bæði var þarna fjölskyldufólk og ungt fólk, sem einkum tjaldaði á svæði því, er útisamkoman „vor í dal“ var haldin á fyrir nokkrum árum. „Æði marg- ir voru duglega ölvaðir þarna,“ sagði Tómas og bætti við að stöku bíleigandi hefði kvartað yfir því að unnar hefðu verið skemmdir á bílum þeirra. Einkum hefðu það verið rúðubrot og einn eigandinn hefði tekið það ráð að laga bílinn sinn til með sleggju. Ohöpp í umferðinni hefðu ekki orðið önnur í Þjórsárdalnum en banaslys það, sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Tómas tók fram að lögregl- an hefði ekki þurft að hafa afskipti af fjölskyldufólkinu, sem flest hefði tjaldað inni í skóginum. Lögreglan í Árnessýslu tók um helgina 23 ökumenn grunaða um ölvun við akstur og var um helm- ingur þeirra tekinn í Þjórsárdaln- um. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var einnig talsverð umferð um Vesturlandsveg í Hvalfirði um helgina. Kjartan Sigurðsson varð- stjóri hjá lögreglunni á Akureyri, sagði hins vegar að þar hefði ekki verið mikil umferð, hvorki innan- bæjar né í nágrenninu. Stálu 145 þúsund kr. NOKKUÐ var um innbrot í Reykjavik um helgina en ekki er vitað til að miklum f jármunum hafi verið stolið á innbrotsstöðunum að sögn lögreglunnar. Þannig var brotist inn í húsnæði Iðnfræðsluráðs að Suðurlandsbraut 6, brotist var inn í verslunina Kirkjumuni við Kirkjutorg og einnig var brotist inn í verslun í Mosfells- sveit og stolið þaðan sælgæti og gosi. Þá tók lögreglan tvö drengi, sem reyndust hafa á sér 145 þúsund krónur og kom síðar í Ijós að þeir höfðu tekið þessa peninga ófrjálsri hendi. Danir móta sömu afstöðu til Jan Mayen og Íslendingar í REGLUGERÐ þeirri. sem Ank- er Jörgensen forsætisráðherra Dana undirritaði og út var gefin 14. maí s.l. um útíærslu fiskveiði- lögsögunnar við Grænland frá og með 1. júní nörðan 75. breidd- argráðu við Vestur-Grænland og G7. hreiddargráðu við Austur- Grænland. er að finna samskonar ákva“ði um gildi útfærslunnar gagnvart Jan Mayen og voru í reglugerð þeirri sem mælti fyrir um 200 mílurnar umhvcrfis ísland og tók gildi 15. október 1975. Reglugerðin, sem gefin er út á grundvelli laga frá 17. desember 1976 um fiskveiðilögsögu danska ríkisins, mælir fyrir um miðlínu milli Grænlands og Svalbarða. En um Jan Mayen segir, að á meðan ekki annað verði ákveðið gildi miðlína milli Grænlands og eyjar- innar, þar sem fjarlægðin milli grunnlínupunkta er minni en 400 sjómílur. En eins og kunnugt er eru fyrirhugaðar viðræður milli Dana og Norðmanna um stöðu Jan Mayen og draga Danir í efa, að Grænland fái 200 mílur í sinn hlut en Norðmenn það, sem þá verður eftir frá þeirri línu að Jan Mayen. Svæði það, sem þannig er um deilt nær yfir rúmlega eitt hundrað þúsund ferkílómetra. í reglugerðinni er ekki að finna nein sérstök ákvæði er varða Kolbeinsey, sem er einn af grunnlínupunktum íslands gagn- vart miðlínu á móti Grænlandi, en Danir háfa mótmælt því, að Kol- beinsey geti verið grunnlínu- punktur. Telja þeir eyjuna „klett" samkvæmt skilgreiningu drag- anna að Hafréttarsáttmála og mótmæla lögsögu út frá henni á sömu forsendum og þeir mótmæla því til dæmis, að Rockall geti verið grunnlínupunktur. Um langan aldur hefur Kolbeinsey verið einn af íslensku grunnlínupunktunum. Nái krafa Dana fram að ganga færast mörkin milli íslensku og grænlensku lögsögunnar 35 kíló- metra nær Islandi. Um miðlínuna milli íslands og Grænlands segir það eitt, að komi ekki til sérstakra samninga skuli miðlína gilda frá næstu grunnlínupunktum við strendur hvors lands. Skilja Danir þetta ákvæði svo, að Kolheinsey sé ekki grunnlínupunktur. í síðustu viku ræddi sendinefnd frá íslandi, sem í áttu sæti Hannes Hafstein, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, Þórður Ásgeirsson skrifstofustjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu, Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnun- arinnar og Einar Ágústsson sendi- herra þetta mál við fulltrúa danskra stjórnvalda í Kaup- mannahöfn. Mun skýrsla viðræðu- nefndarinnar lögð fyrir ríkis- stjórnina og rædd af henni, áður en frekari aðgerðir verða í málinu. Eftir að Danir hafa fært lögsög- una út verður það Efnahags- bandalag Evrópu, sem fer með yfirráðin yfir auðlindunum innan lögsögunnar og úthlutar afla- magni þar. Engar viðræður hafa verið ákveðnar milli Islendinga og Efnahagsbandalagsins um þetta mál, en áhugi er á því, að íslensk skip fái að stunda veiðar a úthafs- rækju á þeim sióðum, sem eru innan grænlensku lögsögunnar og einnig gengur loðna inn í lögsög- una á sumrin. Hörð keppni í 350 metra stökki. Hér koma að marki Þóttur, knapi Tómas Ragnarsson (t.v.). Móri, knapi Harpa Karlsdóttir og Sesar, knapi Oli Herbertsson. Ljósm Guðjón. Hvítasunnukapp- reiðar Fáks ÁRLEGAR Hvítasunnukappreiðar Fáks. fóru fram á annan í hvítasunnu á skeiðvelli félagsins á Víðivöllum. Auk kappreiða var keppt í tveimur fiokkum unglinga og gæðingar voru sýndir, og verðlaun afhent en gæðingarnir voru dæmdir á laugardeginum fyrir hvítasunnu. Töluvert rok var á meðan kappreiðarnar fóru fram og mótvindur. sem dró úr árangri í hlaupagreinunum. í flokki alhliða gæðinga var efstur Óskar, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárðarson, með eink- unnina 8.46. Annar varð Frami, eigandi og knapi Erling Sigurðs- son, með einkunnina 8.41 og í þriðja sæti Seytill, eigandi Hörð- ur G. Albertsson, knapi Sigur- björn Bárðarson, með einkunnina 8.40. Af klárhestum með tölti stóð efstur Goði, eign Jóhannesar Elí- assonar, knapi Hreggviður Ey- vindsson og í öðru sæti varð Ljósfaxi, eigandi Gunnar B. Dungal, knapi Eyjólfur ísólfsson, með einkunnina 8.62 en í þriðja sæti varð Brynjar, eigandi Hörð- ur G. Albertsson, knapi Sigur- björn Bárðarson, með einkunnina 8.58. Unglingar kepptu í tveimur aldursflokkum og í flokki 12 ára og yngri stóð efst Dagný Ragn- arsdóttir á Glotta, með einkunn- ina 8.41. I öðru sæti varð Guðrún Hjartardóttir með einkunnina 7.27 og í þriðja sæti Sigurður H. Teitsson á Feng með einkunnina 7.13. í flokki unglinga 13 til 15 ára stóð efstur Tómas Ragnars- son á Dofra með einkunnina 8.23 og í öðru sæti varð Jenný Magn- úsdóttir á Sendingu með eink- unnina 8.13 og þriðji varð Magn- ús Arngrímsson á Svarta-Blesa með einkunnina 8.08. I 250 metra skeiði sigraði Adam, eign Harðar G. Alberts- sonar, knapi Sigurbjörn Bárðar- son á 24.1 sek. Annar varð Þór Þorgeirsson Jónssonar, knapi Trausti Þór Guðmundsson á 24,6 sek. en næstu tveir hestar voru með sama tíma, og með samþykki knapanna reyndu þeir með sér til úrslita, en Þór hafði fengið tímann 24,6 sek. í báðum sprett- unum og því unnið réttinn til annarra verðlauna. Hestarnir, sem kepptu um þriðju verðlaunin voru Villingur, eign Harðar G. Albertssonar, knapi Trausti Þór Guðmundsson og Hrannar, eig- andi og knapi Gunnar Árnason, og varð Villingur hlutskarpari. Frúarjarður Unnar Einars- dóttur, knapi Kristinn Guðnason, sigraði í 800 metra brokki á 1. mín. 42.8 sek. og annar varð Tvistur, eigandi Heiða Guð- mundsdóttir, knapi Guðmundur Clausen, á 1. mín. 43.0 sek. en í þriðja sæti varð Faxi Eggerts Hvanndal, knapi Sigurbjörn Bárðarson, á 1. mín. 46.7 sek. í 800 metra stökki sigraði Reykur Harðar G. Albertssonar, knapi Hörður Harðarson, á 61.4 sek. og annar varð Gnýfari, eign Jóns Hafdal, knapi Guðmundur Ingibergsson, á 62 sek. en í þriðja sæti varð Þróttur, eigandi og knapi Tómas Ragnarsson, á 62.2 sek. Úrslit í 350 metra stökki urðu þau að fyrst varð Glóa, eign Harðar G. Albertssonar, knapi Hörður Harðarson, á 25.5 sek. Annar varð ÓIi, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Steingrímur Ellertsson, á 25.9 sek. og í þriðja sæti varð Stormur, eigandi Haf- þór Hafdal, knapi Sigurður Sig- urðsson, á 26.1 sek. í 250 metra unghrossahlaupi sigraði Lýsingur, eign Fjólu Run- ólfsdóttur, knapi Eiður Kristins- son, á 19.1 sek. og annar varð Hrímnir, eign Óla og Ásgeirs Herbertssona, knapi Ásgeir Her- bertsson, á 19.4 sek, en í þriðja sæti varð Hnallþóra, eigandi Svanborg Magnúsdóttir, knapi Leifur Helgason, á 19.6 sek. Á kappreiðunum var tekin upp sú nýbreytni að tímasetja fyrir- fram hvert hlaup og mæti knapar ekki með hross sín á réttum tíma fá þeir ekki að taka þátt í hlaupinu. Er þetta gert til að hraða mótahaldinu og veita þátttakendum og starfsmönnum meira aðhald. Þótti þessi nýbreytni gefa góða raun en dæmi voru um að knapar misstu af hlaupum vegna þessara reglna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.