Morgunblaðið - 28.05.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980
17
í viðtali þessu segir hann að-
spurður um fyrirhugað framboð
sitt gegn formanni sínum: „Burt-
séð frá því hvort ég gef kost á mér
eða ekki, þá tel ég æskilegt af
mörgum ástæðum að Einar S.
Einarsson hætti nú,“ en kvaðst
ekki vilja tíunda það opinberlega
hverjar þær ástæður væru.
Gegnir það nokkurri furðu að
maður sem titlar sig með háskóla-
gráðu skuli ekki vera vandaðri að
virðingu sinni en svo að vilja
aðeins fara með dylgjur, en ekki
rökstudda gagnrýni, opinberlega.
Slíkt getur og vart talist stór-
mannlegt.
Nú vill syo-til að dr. Ingimar
hefur aldrei gagnrýnt störf mín
fyrir skákhreyfinguna á stjórnar-
fundum sambandsins, utan nokk-
urs karps um fundarsköp og per-
sónuleg mál, svo fróðlegt væri að
fá upplýst hvað fyrir honum vakir,
hvort það er hagur og heill
skákhreyfingarinnar eða eitthvað
annað.
Enginn er fullkominn og vafa-
laust væri hægt að tína eitthvað
til, sem betur hefði mátt fara í
stjórn S.í. Hins vega vil ég leyfa
mér að geta þess að öll þau 5 ár
sem ég hef fórnað Skáksamband-
inu frítíma mínum, hef ég ævin-
lega gætt þess að láta félagslega
hagsmuni skákhreyfingarinnar
sitja í fyrirrúmi fyrir persónu-
legum sérhagsmunum einstakra
stjórnarmanna eða annarra, eða
pólítískum skoðunum, og kapp-
kostað að sýna fulla ábyrgð í
fjármálum, sem reyndar öllum
málum.
Það hefur glatt mig að flestir
þeir, sem ég hef starfað með
undanfarin ár, t.d. í sambandi við
Reykjavíkurskákmótin o.fl. og nú
síðast fund Framkvæmdaráðs
FIDE, hafa verið ánægðir með
hvernig að þeim hlutum hefur
verið staðið.
Ég vil og geta þess að dr.
Ingimar átti sæti í bæði móts-
stjórn Reykjavíkurskákmótsins í
vetur og skipulagsnefnd FIDE-
fundarins, en hann lét ekki svo
lítið að láta sjá sig við þann
undirbúning eða framkvæmdina
sjálfa. Auk þess sem hann hefur
látið sig vanta á 14 af 33 stjórnar-
fundum sambandsins, á því starfs-
ári sem nú er að ljúka. Væri ekki
óeðlilegt að spyrja þá, sem styðja
vilja að framboði hans, hvort slík
vinnubrögð séu það sem þeir
sækjast eftir hjá næsta forseta
Skáksambandsins.
Þar sem ég vænti þess, hr.
ritstjóri, að þér munið ljá rúm í
blaði yðar fyrir sjónarmið fleiri
aðila en eins til þessa máls, læt ég
fylgja hér með útdrætti úr nokkr-
um nýlegum bréfum og blaða-
greinum, ásamt ljósriti þeirra til
staðfestu, þar sem álit ýmissa
„málsmetandi" manna úr skák-
heiminum á frammistöðu fráfar-
andi forystu Skáksambands
Islands kemur skýrt fram:
Úr bréfi Friðriks ólafssonar,
forseta FIDE, dags. 16. apríl
1980:
Kæri Einar,
Nú að fundi FIDE-ráðsins lokn-
um, vil ég þakka Skáksambandi
íslands kærlega fyrir auðsýnda
gestrisni okkur til handa. Þú veist
að ég tala fyrir munn allra
FIDE-ráðs fulltrúanna þegar ég
segi að allir nutu ánægjulegrar
Einar S. Einarsson
fulltrúar ráðsins látið í ljós viður-
kenningu og þakklæti fyrir gest-
risni þína og skipulagninguna,
sem var fullkomin — Ég tek
heilshugar undir orð þeirra ...
Úr bréfi Florencio Campomanes,
forseta Skáksambands Filipseyja
og eins af varaforsetum FIDE,
dags. 16. apríl 1980:
Kæri Einar,
Ég vil leyfa mér að þakka þér
fyrir hina miklu gestrisni, sem, þú
sýndir okkur á meðan á dvölinni á
íslandi stóð.
Skipulagning þín var góð, og ég
tók eftir því að þú hafðir sjálfur
umsjón með þeirri skákvinnu, sem
gera þurfti, líkt og ég geri sjálfur i
mínu heimalandi. Þú hefur það
sem til þarf til að ná árangri í
skákstarfinu ...
Úr bréfi LR. Prof. Kurt Jung-
wirth, forseta Skáksambands
Au8turríkis og eins af varaforset-
um FIDE, dags. 27. apríl 1980:
Kæri Einar,
Heimkominn til Graz vil ég
leyfa mér að þakka þér enn á ný
fyrir hinar dásamlegu móttökur,
sem við urðum aðnjótandi í
Reykjavík, opinberlega af hálfu
skipulagsnefndar FIDE-fundar-
ins, sem og persónulega að heimili
yðar ... Hvað skákina varðar tel
ég að fundur okkar hafi orðið
árangursríkur. Umfram allt
fannst mér mikið til um hið góða
starf, sem Skáksamband þitt
stendur fyrir og ég óska þér
áframhaldandi velgengni ...
Úr bréfi Evilien Dirksen, aðstoð-
arritara FIDE, dags. 6. maí 1980:
Kæri hr. Einarsson.
... Þakka þér fyrir að bjóða mér
til íslands og leyfa mér að kynnast
landi og þjóð ... Ég vil þakka þér
fyrir einn þann léttasta fund síðan
ég hóf störf hjá FIDE, mér fannst
þetta vera líkara því að vera í fríi,
enda þótt nóg væri að starfa og
væri starfað ...
Úr grein Knut J. Helmers, al-
þjóðlegs skákmeistara, eins af
þátttakendunum i IX. Reykja-
víkurskákmótinu si. vetur.,
(Norsk Sjakkblad maj 1980)
... Mótið var stórkostlegt á alla
lund ... skipuleggjendurnir, með
Einar S. Einarsson, forseta Skák-
sambands íslands, í fararbroddi,
gerðu allt sem í þeirra valdi stóð
og það segir ekki lítið. Allt var
fullkomið — nema heilsa mín!...
Úr grein í Tidskrift För Schack,
sænska skákblaðinu, marshefti
1980:
Aðstaðan fyrir Stór-
meistaramótið í Reykjavík var
511.600
RAFIÐJAN
KIRKJUSTRÆTI V/AUSTURVÖLL.
SÍMI 19294 m
SJONVAL
Vesturgötu 11 Reykjavík sími 22600
Vandaðai
inmcltingai
Norema innréttingar hafa nokkra kosti umfram aðrar tegundir eldhúsinnréttinga.
1. Mjög sterkt efni, vandaður frágangur.
2. Allar hurðir opnast 170°, ekki bara 90°.
3. Stærri og rúmmeiri skápar, allt að 40% meira pláss.
Nú getið þér valið um 11 gerðir eldhúsinnréttinga og skoðað flestar
þeirra í rúmgóðum sýningarsal okkar að Háteigsvegi 3. Við veitum yður
allar ráðleggingar varðandi innréttingar, og gerum yður tilboð að
kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga. Hringið eða skrifið og
fáið heimsendan bækling.
STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI, 1 Vz-2 mánuðir.
Innréttingahúsið
Háteigsvegi 3 Verslun simi 27344
geta þess, sem þú sem nýr forseti
hefur þegar gert til að auka veg
Skáksambands Norðurlanda og
gefa sambandinu meira gildi, en
það hefur annars haft á síðari
árum. Greinargerðin til FIDE-
landanna var mjög góð, sömuleiðis
afmælisfáninn. Hið vel gerða sam-
bandsmerki mun ég kynna í næsta
tölublaði af Norsk Sjakkblad,
ásamt frásögn um hina nýju sókn,
sem getur fært Skáksambandi
Norðurlanda aftur mikilvægi sitt,
sem þýðingarmikils sambands ...
Einar S. Einarsson forseti Skáksambands Islands:
Lengi skal manninn reyna
Heiðraði ritstjóri.
Laugardaginn 24. maí sl. birtist
í blaði yðar frétt um fyrirhugaðan
aðalfund Skáksambands íslands
hinn 31. maí nk. ásamt viðtali við
núverandi varaforseta þess, dr.
Ingimar Jónsson, sem vegur þar
að mér persónulega.
dvalar í Reykjavík. Það að fundir
okkar gengu mjög greiðlega fyrir
sig, er að þakka hinum góða og
ítarlega undirbúningi þínum og
félaga þinna í skipulagsnefndinni,
þetta auðveldaði mjög öll störf
okkar ... Við ýmis tækifæri hafa
prýðileg að Hótel Loftleiðum, og
mótið var mikill uppsláttur
(succé) fyrir mótshaldarana, með
Einar S. Einarsson í broddi fylk-
ingar ...
Úr bréfi Öystein Brekke, rit-
stjóra Norsk Sjakkblad, 10. nóv.
1979:
Kæri skákvinur.
... Það er mjög ánægjulegt að