Morgunblaðið - 28.05.1980, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1980
fftngpm Útgefandi nliffifrtfe hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 240
kr. eintakið.
Neikvæð afstaða
Alþýðusambandsins
Þróun þeirra kjaraviðræðna, sem nú standa yfir að nafninu
til að minnsta kosti, verður ávallt einkennilegri með hverri
vikunni sem líður eða hverjum mánuðinum sem líður hjá
Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. En félagsmenn þeirra
samtaka geta bráðum haldið upp á ársafmæli „viðræðna"
forráðamanna sinna við ríkisvaldið um nýja kjarasamninga.
Greinilegt er, að sú ríkisstjórn „hinna vinnandi stétta", sem nú
situr að völdum í landinu, hefur engin tök á því að greiða fyrir
gerð kjarasamninga. Hún lætur ekki einu sinni svo lítið að svara
kröfugerð viðsemjenda sinna, hið eina sem hún aðhefst spillir
frekar fyrir kjaraviðræðunum en hitt og félagsmálaráðherrann
Svavar Gestsson bjástrar við að deila út gömlum félagsmála-
pökkum, sem voru forsendur þess, að kjarasamningar tókust
einhvern tíma í fyrndinni.
A föstudaginn í síðustu viku lagði Vinnuveitendasamband
Islands fyrir viðræðunefnd Alþýðusambandsins ítarlegar tillög-
ur, sem miða að því að einfalda launakerfið og hafa í för með
sér, að launaflokkar verða 30 í stað 600. Vinnuveitendasamband-
ið kallar það kerfi, sem mælt er með í tillögum þess
„kjarasamning" og notar þar að hluta til hugmynd frá
Verkamannasambandi Islands. Vill Vinnuveitendasambandið
láta á það reyna með tillögu sinni, hvort Alþýðusambandið hafi
umboð til að gera þann heildarkjarasamning, sem í þessu nýja
kerfi felst eða hvort nauðsynlegt sé að ganga til samninga við
hvert einstakt sérsamband. Viðbrögð Alþýðusambandsins voru
ekki efnisleg við þessari tillögu um einföldun launakerfisins
heldur sakaði það vinnuveitendur um að tefja fyrir samningum
og kallaði saman fund í samninganefnd sinni í þessari viku til að
kanna umboð sitt til að gera heildarkjarasamning.
Um langt árabil hefur verið um það rætt, þegar lokið er
samningalotu aðila vinnumarkaðarins, að hinar og þessar
breytingar séu nauðsynlegar við eða fyrir næstu kjaraviðræður.
Eitt af þeim atriðum, sem þá hefur einna oftast verið nefnt er
einföldun samninganna og fækkun kauptaxta. Greinilegt er af
viðbrögðum Alþýðusambandsins við þeim tillögum, sem vinnu-
veitendasambandið hefur nú sett fram um þetta efni, að
forystumenn launþega telja hér alls ekki um brýnt viðfangsefni
að ræða. Þó er einhver vafi í þeirra huga, því að þeir treysta sér
ekki til annars en kalla alla samninganefnd ASÍ saman til
umræðu um málið.
Kristján Thorlacíus formaður Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja hafði orð á því í útvarpinu fyrir skömmu, að óeiningar
gætti innan Alþýðusambandsins. Þörfin fyrir fund í samninga-
nefnd ASI í þessari viku á ef til vill ekki síst rætur að rekja til
þessarar óeiningar. Verkamannasamband Islands hefur verið að
móta sér aðra stefnu til dæmis varðandi verðtryggingu launa en
forysta Alþýðusambandsins. Vinnuveitendur hafa því ekki
gjörla vitað fram til þessa við hverja þeir ættu að ræða hjá
Alþýðusambandinu um fyrirhugaðan kjarasamning og því
virðist nú ofar á dagskrá en oft áður, að taka upp viðræður við
sérsamböndin innan þess. Afgreiðsla Alþýðusambandsins á
hygmyndum vinnuveitenda um „kjarasamning" mun leiða
samstöðuna innan þess í ljós.
Það er furðulegt, að forysta Alþýðusambandsins skuli saka
gagnaðila sinn að kjaraviðræðunum um að draga þær á langinn
því að síðustu kröfur Verkamannasambandsins éru nýlega
komnar fram og svo er komið í herbúðum ASÍ, að þar er hver
höndin upp á móti annarri og óvissa um samningsumboð. Má
segja, að Alþýðusambandið leiki í almennu kjaraviðræðunum
hlutverk ríkisstjórnarinnar í viðræðunum, sem forystumenn
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja segjast hafa verið að
reyna að koma á um sín mál. Ríkisstjórnin hefur nú þvælst fyrir
samningaviðræðum í tæpt ár, kannske ætlar ASÍ forystan að
reyna að slá það met til að veita ráðherrum Alþýðusambandsins
syndakvittun. í þessu sambandi má hún þó ekki gleyma því, að
Alþýðusambandsþing verður háð næsta haust.
Viðbrögð forystumanna Alþýðusambandsins við tillögum
vinnuveitenda einkennast af hræðslu við hinar minnstu
breytingar. Þau eru í ætt við neikvæðar upphrópanir verkalýðs-
leiðtoga, þegar því er hreyft, hvort ekki megi breyta einhverjum
ákvæðum vinnulöggjafarinnar og færa þau í nútímalegra horf.
Vissulega vekur það í senn undrun og umhugsun, ef sú stefna
ræður ferðinni hjá Alþýðusambandi -Islands, að við engu megi
hrófia, er að því sjálfu lýtur, en allt annað skuli breytingum
undirorpið.
Garðakirkja 100 ára:
Safnaðarheimilið á Hof-
staðahæð tekið í notkun
Á ANNAN dag hvítasunnu var
þess minnst í Garðasókn, að 100
ár eru liðin frá því að séra
Þórarinn Böðvarsson prófastur
lét byggja þar nýja kirkju. Lagð-
ur var blómsveigur að leiði séra
Þórarins og konu hans, hátíðar-
guðsþjónusta var í Garðakirkju,
þar sem biskupinn yfir íslandi.
séra Sigurbjörn Einarsson pré-
dikaði og einnig var tekinn í
notkun við hátíðlega athöfn
fyrsti hluti hins nýja safnaðar-
heimilis Garðasafnaðar á Hof-
staðahæð. Viðstaddir hátíðar-
höldin voru forseti íslands,
Kristján Eldjárn og frú, biskup-
inn yfir íslandi og hans frú
ásamt fleiri góðum gestum.
Athöfnin hófst eins og áður
segir, með því að frú Ulfhildur
Kristjánsdóttir lagði blómsveig á
leiði prófastshjónanna í Garða-
kirkjugarði. Frú Ulfhildur var
upphafsmaðurinn að því við
stofnun Kvenfélags Garðahrepps,
að Garðakirkja var endurreist. Þá
gengu gestir til kirkju, þar sem
biskup Islands prédikaði og sókn-
arpresturinn séra Bragi Frið-
riksson þjónaði fyrir altari. Þá
söng Garðakórinn undir stjórn
Þorvaldar Björnssonar organista.
Skátar stóðu heiðursvörð bæði í
kirkjugarðinum og við guðsþjón-
ustuna. Mikið fjölmenni var við
athöfnina og kirkjan troðfull út
úr dyrum.
Að kirkjuathöfninni lokinni var
haldið í hið nýja safnaðarheimili
á Hofstaðahæð þar sem fjölbreytt
dagskrá og kaffiveitingar í boði
kvenfélagskvenna biðu gesta.
Flutti þar ávarp Helgi K. Hjálms-
son form. sóknarnefndar, Guð-
mundur Benediktsson ráðuneytis-
stjóri flutti minni séra Þórarins
og konu hans. Þá tók til máls
forseti bæjarstjórnar og til-
kynnti, að bæjarstjórn hefði
ákveðið að leggja varanlegt slit-
lag á bifreiðastæði utan Garða-
kirkju í tilefni afmælisins. Af-
komendur séra Þórarins og konu
hans gáfu kirkjunni veglega pen-
ingagjöf. Fulltrúar sóknarnefnda
Hafnarfjarðarsóknar og Kálfa-
tjarnarsóknar færðu Garðasókn
kveðjur og gáfu Garðakirkju veg-
legar afmælisgjafir. Hafnfirð-
ingar færðu Garðakirkju gamla
kirkjumuni, sem talið er að hafi
upphaflega verið í kirkjunni, sem
séra Þórarinn lét reisa en verið
fluttir til Hafnarfjarðar þegar
sóknirnar voru sameinaðar 1914.
Þá bárust einnig fleiri góðar
gjafir, m.a. frá Kvenfélagi Garða-
bæjar.
Garðakórinn ásamt hljóðfæra-
leikurum fluttu hátíðartónlist. í
lok athafnarinnar flutti séra
Bragi Friðriksson þakkarorð og
gestir stóðu upp í lokin og sungu
„ísland ögrum skorið."
í tilefni af afmælinu hafa verið
gefnir út veggplattar með mynd
af Garðakirkju. Aðeins eru fram-
leiddir 200 tölusettir plattar og er
hægt að nálgast þá í blómabúð-
inni Fjólu í Garðabæ og í
Frímerkja- og myndasölu Magna
að Laugavegi 15, Reykjavík.
Hér má sjá hluta hátíðargesta við Garðakirkju. U«»m. Mhi. Frífla Proppó.
Rally
Cross
á Kjal-
arnesi
Bifreiðaíþróttaklúbbur
Reykjavíkur gekkst fyrir
rally-cross keppni á Kjalar-
nesi í gærdag og var margt
manna að fylgjast með þrátt
fyrir mikið rok og sandfok.
Engin alvarleg óhöpp urðu
vegna mjög strangra öryggis-
reglna. Tvær veltur urðu þó í
keppninni, auk smávægilegra
pústra. Það voru Volkswagen-
bifreið og BMW-bifreið sem
ultu.
Það var Jón S. Halldórsson
á BMW bílnum sem sigraði
nokkuð örugglega.
Omar Ragnarsson, rall-
kappi, sá um að lýsa keppn-
inni.
MaitalendinK
Jón S. Halldórsson, sigurvegari, á fullri ferð.