Morgunblaðið - 28.05.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980 29 Biskup íslands. séra Sigurbjörn Einarsson blessar yíir leiði séra Þórarins í Garðakirkjugarði. Séra Bragi Friðriksson sóknarpresfuí við enda grafreitarins, honum á vinstri hönd er Úlfhildur Kristjánsdóttir, sem lagði biómsveiginn á leiðið, þá eiginmaður hennar og að baki biskups forseti íslands, Kristján Eldjárn og frú Halldóra Eidjárn. Safnaðarheimilið er mikil bygging, staðsett á Hofsstaðahæð og er útsýni fagurt úr byggingunni. Á myndinni má sjá forseta íslands og frú, biskupinn og hans frú ásamt fleiri gestum. Mikið fjölmenni var við hátiðarhöldin í safnaðarheimilinu. Helgi K. Hjálmsson heldur hér á númeratöflunum. sem bárust Garða- kirkju að gjöf frá Ilafnarfjarðarsókn. Á bak við helga er formaður sóknar- nefndar Ilafnarfjarðar. Ljósmynd Mhl. Július. ■ Ljósmyndari Mbl. Júlíus. Janúar-apríl: V öruskiptajöf nuður- inn óhagstæður um niu milljarða króna FYRSTU fjóra mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir alls tæplega 12 milljarða króna, en á sama tíma á sl. ári nam útflutn- ingurinn alls tæplega 75 miiljörð- um króna. Innflutningurinn nam hins vegar tæplega 121 milljarði króna fyrstu fjóra mánuðina, en á sama tíma í fyrra nam hann um 69 milljörðum króna. Viðskipta- jöfnuður landsmanna var því óhagstæður fyrstu fjóra mánuði þessa árs um nær 9 milljarða króna, en var hagstæður um rúmlega 6 milljarða á sama tíma í fyrra. I aprílmánuði einum nam út- flutningurinn alls 38,4 milljörðum króna, en innflutningur hins vegar aðeins 29,5 milljörðum. Á sama tíma í fyrra voru fluttar inn vörur fyrir tæplega 16 milljarða króna, en út var flutt fyrir rúmlega 24 milljarða króna. Af útflutningi nam ál og ál- melmi um 14,6 milljörðum króna, en kísiljárn um 1,4 milljörðum króna, en útflutningur kísiljárns var ekki hafinn. Af innflutningi má nefna að vörur fyrir íslenzka járnblendifé- lagið voru að verðmæti tæplega 2,8 milljarðar króna, vörur fyrir íslenzka álfélagið fyrir um 9.2 milljarða króna og vörur fyrir Landsvirkjun fyrir tæplega 550 milljónir króna. Við sámanburð við utanríkis- viðskiptatölur 1979 verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar-apríl 1980 er talið vera 28.8% hærra en það var sömu mánuðina 1979. Þakplötur fuku á bíla í HVASSVIÐRINU í Reykjavík í gær fauk þakjárn af húsinu Smiðshöfða 8. Það var um klukkan hálftíu í gærmorgun sem þakplöturnar byrjuðu að fjúka og lentu þær meðal annars á tveimur kyrrstæð- um bifreiðum í nágrenninu. Skemmdust báðar bifreiðarnar töluvert. Landakirkja í Vestmannaeyj- um 200 ára BISKUPINN yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, prédikaði á hátíðarguðsþjónustu i Landa- kirkju í Vestmannaeyjum á hvítasunnudag í tilefni 200 ára afmæjis Landakirkju. Séra Kjart- an Örn Sigurbjörnsson Eyja- klerkur þjónaði fyrir altari og Kirkjukór Vestmannaeyja söng undir stjórn Guðmundar H. GuÁ jónssonar organista. Landa- kirkja var þéttsetin og meðal gesta voru gestir af fastalandinu, sem sóknarnefndin hafði boðið.' í tilefni afmælisins flutti Kirkjukór Vestmannaeyja há- tíðarmessu eftir Haydn og hljóð- færaleikarar úr Sinfóniuhljóm- sveit Islands aðstoðuðu. Var kór- verkið flutt tvívegis á hvítasunnu- dag fyrir fullsetinni kirkju og var gerður góður rómur að flutningi kórsins. Landakirkju bárust nokkrar gjafir, er þar um að ræða há- tíðarhökul og nýtt altarisklæði, sem Kvenfélag Landakirkju gaf, en bæði hökullinn og altarisklæðið var unnið af frú Unni Ólafsdóttur. Þá gáfu hjónin Ágúst Karlsson og Jensína Guðjónsdóttir kirkjunni ræðupúlt skorið út af feðgunum Halldóri Sigurðssyni og Hlyni Halldórssyni frá Miðhúsum á Héraði. Hátíðarhöldin þóttu takast hið bezta, en síðar á árinu verða svo fleiri samkomur í tilefni 200 ára afmælisins. Rjúpnaveiðimálið: Héraðsdómur ómerkt- ur í hæstarétti í GÆR var kveðinn upp í Hæsta- rétti dómur í svonefndu rjúpnaveiði- máli en málið var höfðað af ákæru- valdinu gegn Friðriki Björnssyni og Árna Péturssyni Lund. og var þeim gefið að sök að hafa laugardaginn 30. október 1976 verið að ólöglegum rjúpnaveiðum í svonefndum Sauða- fellsmúla i Öxarfjarðarheiði. 1 hér- aði voru Friðrik og Árni hvor um sig dæmdir í 7.000 króna sekt en Ilæstiréttur ómerkti héraðsdóminn vegna galla á rannsókn málsins og dómprófunum. Var málinu þvi visað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Meirihluti Hæstaréttar tekur fram að rannsókn málsins og dómprófun hafi meðal annars verð áfátt vegna þess að ákærðu hafi komið saman fyrir dóm en eigi hvor í sínu lagi eins og lög bjóða. Ekki sé skráð í þingbók að athygli þeirra hafi verið vakin á því, hvort þeir væru yfirheyrðir sem vitni eða grunaðir um refsivert brot. Þá hafi þeir ekki heldur verið yfirheyrðir sjálfstætt og hvor í sínu lagi um ýmis atriði. Meirihluti Hæstaréttar finnur einnig að nokkr- um fleiri atriðum við rannsókn og dómprófun málsins. Einn hæstaréttardómarinn, Sigur- geir Jónsson, skipar minnihluta Hæstaréttar og tekur hann fram í sératkvæði sínu, að hann telji rann- sókn málsins ekki fullnægja skilyrð- um laga til málshöfðunar eins og á stóð, og ákæra að því er brotastað varðar sé ekki í samræmi við gögn máls, er hún var gefin út. Niðurstaða Sigurgeirs, er að hinn áfrýjaði dómur skuli vera ómerkur, og ákæru í málinu vísað frá héraðsdómi. Úrval bréfa til Jóns Sigurðssonar HIÐ íslenska þjóðvinafélag efnir nú á vegum Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins til útgáfu úrvals bréfa til Jóns Sigurðssonar, og er fyrsta bind- ið nú komið út. Með útgáfunni er minnst aldarártíðar Jóns hinn 7. desember 1979. Bókmenntafélagið gaf út á sínum tíma eitt bindi bréfa hans sjálfs, og 22 árum síðar, 1933, gekkst Bókadeild Menningarsjóðs fyrir útgáfu nýs safns bréfa Jóns Sigurðssonar. í báðum bindunum eru alls 453 bréf Jóns til nær 50 viðtakenda. I 1. bindi úrvals bréfa til Jóns Sigurðssonar eru bréfritarar fjórir: Sveinbjörn Egilsson kenn- ari á Bessastöðum og síðar rektor í Reykjavík, Gísli Hjálmarsson læknir í Múlaþingi og Austur- Skaftafellssýslu og Þingey- ingarnir Sigurður Guðnason, Ljósavatni, og sr. Þorsteinn Pálsson, Hálsi. Samkvæmt skrá sem Páll Bjarnason cand. mag. tók saman og Landsbókasafn gaf út í Árbók safnsins 1973, eru í Landsbóka- safni og Þjóðskjalasafni varðveitt rúm 830 bréf Jóns Sigurðssonar til nálægt 140 viðtakenda og að auki hvorki meira né minna en yfir 6000 bréf til Jóns Sigurðsson- ar frá um 870 bréfriturum. í formála 1. bindis hinnar nýju útgáfu er sú skýring gefin, „að Jón hélt öllu saman, slíkur hirð- maður sem hann var, en tilviljun réð, hvað varð um bréf hans sjálfs". Stjórn Þjóðvinafélagsins hefur í hyggju að gefa út eitt eða helst tvö bindi til viðbótar með úrvali bréfa til Jóns Sigurðssonar. Bjarni Vilhjálmsson, Finnbogi Guðmundsson og Jóhannes Hall- dórsson önnuðust útgáfu þess bindis sem nú er komið út. í formála sínum segja þeir félagar: „Allmikill fjöldi manna á bind- in tvö með bréfum Jóns Sigurðs- sonar sjálfs, og hljótum vér að ætla að óreyndu, að þeir muni nú bera sig eftir þessum bréfum til hans, auk þess sem bréfasöfn, sem einhver veigur er í, eiga í rauninni erindi til allra, sem unna sögu þjóðarinnar og kynn- ast vilja ævikjörum og lífsvið- horfum liðinna kynslóða." Jón Sigurðsson: „ ... tilvilj- un réð hvað varð um bréf hans sjálfs“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.