Morgunblaðið - 28.05.1980, Page 41

Morgunblaðið - 28.05.1980, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980 21 Kemur Asgeir ekki í landsleikinn? „ÞAÐ urðu okkur mikil von- brigði að tapa undanúrslita- leiknum í belgísku bikarkeppn- inni gegn Beveren 1—0 á heimavelli okkar,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi. „Það var troðfullur leikvangur hjá okkur, 40.000 áhorfendur og við áttum allan leikinn, sóttum án afláts án þess að okkur tækist að skora. Standard var með sitt besta lið og við gerðum allt sem við gátum til þess að sigra, en án árangurs. Við áttum góð mark- tækifæri í leiknum, en snilldar- markvarsla landsliðsmarkvarð- ar Belgíu, sem leikur með Bever- en kom í veg fyrir að við skoruðum. — I lok leiksins lögðum við allt í sóknina og tíu mínútum fyrir leikslok náði Beveren skyndisókn og tókst að pota inn slysalegu marki. „Eg varð síðan fyrir því óhappi þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum, að fá slæmt spark í ökklann, snerist illa og varð að yfirgefa völlinn. Eg er mjög bólginn á fætinum og fer í myndatöku og meðferð lækna á morgun. Þá fæ ég úr því skorið hvort ég verði nægilega góður til að fara heim og leika með íslenska landsliðinu gegn Wales 2. júní,“ sagði Ásgeir Sigurvins- son. Lið Beveren hefur komið mjög á óvart í belgísku bikarkeppn- inni og slegið út m.a. Lokeren og FC Brugge. Mætir liðið Wat- erschei í úrslitunum. -þr. • Ásgeir Sigurvinsson meidd- ist illa á fæti í gærkvöldi. Er ekki vist að hann geti lcikið með landsliðinu gegn Wales af þeim sökum. Úr því fæst skorið i dag eða á morgun. Urslitaleikur HM verður í Madrid Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin á Spáni árið 1982, nánar tiltekið dagana 13. júní til 22. júlí. Spánverjar eru þegar farnir að leggja nótt við dag í undirbúningi sínum fyrir keppnina. Fleiri eru farnir að hugsa sér gott til glóðarinnar og má þar nefna, að ferðaskrifstofan Útsýn hefur þegar tryggt sér einkaumboð til þess að flytja íslenska knattspyrnuáhugamenn á keppnina og má vænta þess að þeir verði nokkrir sem bregði sér suður til Spánar í þeim erindagjörðum að horfa á knattspyrnu. Fyrsta umferðin á HM fer Madrid og Barcelona undanúr- fram í borgunum Zaragoza, Valadolid, Alicante, Vigo, Oviedo, Gijon, Elche, Bilbao, Valencia, Malaga og Sevilla. Önnur umferðin fer síðan fram í slitin í Sevilla og Barcelona og loks fer sjálfur úrslitaleikurinn fram i Madrid, þá væntanlega Santiago Beroebau-leikvangin- um, heimavelli Real Madrid. • Óskar er að komast í fremstu röð í kúluvarpi. Styttist í 20 metra múrinn hjá Óskari! — Varpaöi kúlunni 19,82 metra á móti í Texas um helgina „ÞAÐ er heldur betur farið að styttast í 20 metrana,“ sagði Óskar Jakobsson gaivaskur í viðtali við Mbl. í gær, en hann varpaði kúlu 19,82 metra á móti einu stóru í Texas um helgina. „Við eigum eftir eina keppni hérna vestra áður en ég kem heim og það er aldrei að vita hvað gerist, með sama áfram- haldi geri ég mér vonir um að ná 20 metra múrnum,“ bætti Óskar við. Árangur Óskars á móti þessu sýnir, að hann er óðum að skipa sér á bekk með bestu kúluvörp- urum heims og áður en langt um líður, mun það heyra sögunni til, að Hreinn Halldórsson geti bók- að sér sigur á öllum kúlumótum þar sem Islendingar einir keppa. Hreinn keppti einnig á um- ræddu móti í Texas, en náði sér ekki vel á strik, varpaði kúlunni aðeins 19,47 metra, sem er langt frá hans besta. Varð Hreinn að gera sér þriðja sætið á mótinu að góðu, en Óskar varð hins vegar annar. Sá er sigraði varpaði kúlunni 19,85 metra. „Hreinn er slæmur í olnboga og það háði honum að þessu sinni. Hann átti nokkur mun lengri köst í upphit- uninni," sagði Oskar. Það þarf vart að taka fram, að 19,82 metra kast Óskars er hans besti árangur. Framfarir hans hafa verið stórstígar, hans besti ár- angur fram að þessu var 19,68 metrar. Óskar keppti einnig í kringlu- kasti á umræddu móti í Texas og kastaði kringlunni 62,54 metra, hörkugóður árangur það og greinilegt að Óskar hefur aldrei verið betri. „Ég kem heim 14. júní og ætla mér að keppa á Reykjavíkurleik- unum 19. júní. Hreinn er vænt- anlegur heim 8. júní og eftir því sem ég best veit ætlar hann einnig að keppa á leikunum,“ sagði Óskar Jakobsson að lokum. - gg- Trausti Haraldsson skoraði eina mark Fram á móti Þrótti um helgina. Á myndinni má sjá hvar Trausti fagnar marki sinu um leið og boltinn smellur í netinu. Sjá leiki helgarinnar á bls. 22 og 23. Ljósm. Július. Heimsmetið í hástökki HEIMSMETIÐ í hástökki var bæði bætt og síðan nýja metið jafnað um helgina. Eitthvað hefur gengið á. Hasarinn byrj- aði í Heilbronn í Vestur-Þýzka- landi, þar sem Pólverjinn Jacek Wszola vippað sér yfir 2,35 metra. Það var strax í fyrstu tilraun að Wszola flaug yfir gamla metið. Það átti Sovétmaðurinn Vladimir Jaschtschenko og hljóðaði upp á 2,34 metra. Var það met sett á móti í Tblisi 1978. Síðan gerðist það um helgina, að Vestur-Þjóðverjinn Dietmar Moegenburg gerði sér lítið fyrir og stökk einnig yfir 2,35 metra og jafnaði þar með rúm- lega sólarhrings gamal heims- met pólska piltsins. Rússar lögðu Frakka RÚSSAR sigruðu Frakka í vináttulandsleik í knatt- spyrnu sem fram fór í Sovét um hclgina. Eina mark leiksins og sigurmark Rússa skoraði Fedor Cherenkov þegar aðeins 6 mínútur voru til leiksioka. Beckenbauer gekk frá sínum málum FRANZ Beckenbauer. eða „Keisarinn“ eins og hann er gjarnan kallaður. skrifaði um helgina undir samning við vestur þýsku meistarana Hamburger SV. Er samning- urinn til tveggja ára. en síðustu árin heíur Becken- bauer leikið knattspyrnu með bandaríska stórliðinu New York Cosmos. IIve mik- ið IISV greiddi íyrir Becken- bauer var ekki látið uppi. Capes ekki undir 21 m GEOFF Capes, breski kúiu- varparinn kunni er í mikl- um ham um þessar mundir og varpar kúlunni hvað eftir annað yfir 21 metra. Úm helgina varpaði hann kúl- unni 21,03 metra á frjáls- iþróttamóti í Birmingham. sama móti og Sab Coe náði þeim árangri sem greint er frá á öðrum stað hér í biaðinu. Schneider með heimsmet PETRA Schneider frá Aust- ur Þýskalandi setti heims- met i 400 metra fjórsundi á móti í Magdeburg um helg- ina. Kom hún í mark á 4:38,44 minútum. Eldra met- ið átti hún sjálf og hljóðaði það upp á 4:39.96. .. » »-» Heimsmet í 100 m baksundi HIN 16 ára gamla austur þýska stúlka Ute Gcweniger. setti um helgina nýtt heims- mct í 100 metra baksundi kvenna, er hún kom í mark á 1:10,20 sekúndum. Gerðist þetta á móti einu í heima- Íandi Ute. Boro vann MIDDLESBROUGH sigraði japanska landsliðið i knattspyrnu 2—1 á meiri háttar móti sem haldið er í Tokíó. David Hodgeson skor- aði bæði mörk Boro. Meðal annara félaga á móti þcssu keppa Espanol frá Spáni, Argentínos Jouniors frá Argentinu og iandslið Kína og Japan. Coe fer sér rólega HLAUPARINN kunni. Seh- astian Coe. náði næst besta tíma ársins í 800 metra hlaupi er hann hijóp vega- lengdina á 1:45,4 minútum á móti í Birmingham um helg- ina. Hann sigraði auðvitað aí öryggi í hlaupinu. var 20 metrum á undan næsta manni. Hann meira að segja hægði greiniiega á sér á lokasprettinum og hljóp ekki af þeim krafti sem hann er fær um. Timi hans í Birmingham var um 3 sek- úndum iakari heldur en heimsmet hans í greininni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.