Morgunblaðið - 28.05.1980, Blaðsíða 45
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980
25
Jón Haukur sigraði
í Faxakeppninni
JÓN Haukur Guðlaugsson Nessklúbbnum sigraði i Faxakeppn-
inni i golfi sem háð var i Eyjum um Hvitasunnuna eftir tvisýna
úrsiitakeppni við Hannes Eyvindsson GR. Faxakeppnin gefur
stig til iandsliðs. Leiknar voru 36 hoiur og þegar keppendur
komu inn eftir siðasta hringinn kom i ljós að þeir Jón Haukur
og Hannes voru hnífjafnir á 148 höggum. Urðu þeir kappar því
að leika þrjár holur til úrslita. Fyrstu hoiuna fór Jún Haukur á
4 höggum en Hannes á 5, en á annari snérist dæmið algjörlega
við og voru þeir þvi enn jafnir á 9 höggum þegar að siðustu
hoiunni kom. Báðir komust inn á flöt á tveimur glæsilegum
höggum, Jón Haukur um metra frá holu en Hannes út við
jaðarinn. Púttið mistókst hjá Hannesi og tók hann þá það til
bragðs að pútta frá og var Jón Haukur þar með orðinn
sigurvegari i keppninni.
50 keppendur voru í Faxakeppninni þar af aðeins þrír
keppendur í kvennaflokki. Úrslit í karlaflokki urðu þessi:
1.-2. Jón Haukur Guðlaugss.NK 39-37-35-37 148
1.-2. Hannes Eyvindsson GR 35-36-37-40 148
3. Sigurður Pétursson GR 38-38-39-34 149
4. -5. . Hallgrímur Júlússon GV 36-38-40-39 153
4.-5. Sveinn Sigurbergsson GK 39-36-38-40 153
Jón Haukur Guðlaugsson sigraði einnig í keppninni með forgjöf.
Úrslit í kvennaflokki.
1. Jakobína Guðlaugsdóttir GV 43-45-43-42 173
2. Sjöfn Guðjónsdóttir GV 47-55-42-45 189
3. Þórdís Geirsdóttir GK 50-50-46-47 193
Þess má til gamans geta að sigurvegararnir í Faxakeppninni
Jón Haukur og Jakobína eru systkini.
—hkj.
Jón Haukur og Hannes Eyvindsson, ísl.-meistari frá 1979, virða
fyrir sér bikarana skömmu eftir að bráðabananum lauk, en þar
vann Jón Haukur meistarann á þriðju holu.
Systkinin Jagga og Jón Haukur óska hvort öðru til hamingju að
mótinu loknu. I.josm.: Siifurx. JónaKson.
Galvaskar golfkonur i upphafi siðari hrings á seinni degi í
Faxakeppninni i golfi sem fram fór i Vestmannaeyjum.
Ljósm. Sig.J.
mm
.'.-.-i isFlVOl
Mynd frá hinumglæsilega Bernabeau-leikvangi Real Madrid þar sem fram fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraliðaí kvöld.
Er það í 25. skipti sem úrslitin fara fram. Leikvangur Real Madrid rúmar 125 þúsund manns.
Fyrir löngu er uppselt á leik Hamburger S.V. og Nottingham Forest. Á litlu myndunum tveimur sem felldar eru inn í stóru
myndina má sjá að oft er þröngt setinn bekkurinn á vellinum og jafnframt að allar leiðireru farnartil aðkomast inn sé uppselt
Úrslitaleikurinn í 25. Evrópu-
meistarakeppninni í knattspyrnu
í kvöld kl. 20.00 að islenskum tíma fer fram úrslitaleikurinn í
Evrópumeistarakeppninni í knattspyrnu. Hamburger S.V. frá Vestur-
Þýskalandi og Nottingham Forest, Englandi, núverandi Evrópumeistar-
ar, mætast á Bernabeau-leikvanginum í Real Madrid. Það, sem er
sögulegt við þennan leik, er að þetta er i 25. skipti sem úrslit fara fram í
þessari keppni. Verður leiknum sjónvarpað beint um alla Evrópu og
munu milljónir manna fylgjast með honum. Fyrir löngu er uppselt á
völlinn en hann rúmar 125 þúsund áhorfendur. Það fer ekki á milli mála
að knattspyrnan er langvinsælasta iþróttagreinin í heiminum í dag með
flesta iðkendur og því er vel fylgst með öllu sem þar fer fram. Einn
stærsti sigur, sem félagslið í Evrópu geta unnið, er að sigra í
Evrópumeistarakeppninni og fylgir því jafnan mikil vegsemd og
verulegar fjárhæðir bseði til leikmanna svo og þeirra félaga sem sigra.
Þar sem meistarkeppninni er nú að ljúka í 25. skipti er hér lítil
samantekt um leikinn í kvöld og rifjuð eru upp ýmis minnisverð atvik frá
þvi að keppnin hófst árið 1956.
„Við sigrum,“ segir Kevin Keegan. Hann átti stórleik er lið hans,
Liverpool, sigraði Borussia 3—1 i Róm árið 1978. Hann er sá eini i liði
HSV er hlotið hefur Evrópumeistaratitil félagsliða i knattspyrnu.
Leikurinn í kvöld
Þýska liðið Hamburger S.V.
telja flestir sigurstanglegra í
leiknum í kvöld en engin skyldi þó
afskrifa sjálfa Evrópumeistarana,
Nottingham Forest. Þeir hafa
orðið fyri því óláni að einn þeirra
• Fyrirliði Nottingham Forest
John McGovern tekur á móti
Evrópubikarnum í fyrravor í
Mtinchen.Hampar hann hikarnum
aftur í kvöld?
besti leikmaður, Trevor Francis,
getur ekki leikið með í kvöld vegna
meiðsla, en það var einmitt millj-
ón punda leikmaðurinn Francis
sem tryggði Forest sigurinn í
síðasta úrslitaleik með glæsilegu
skallamarki á móti sænska liðinu
Malmö FF.
Leiðin á Bernabeau hefur verið
ströng og erfið fyri bæði liðin.
Forest hefur til dæmis slegið út
Englandsmeistara Liverpool og
Hamburger ekki lakari lið en Real
Madrid. Einum leikamnni Ham-
burger S.V. hefur tekist að verða
Evrópumeistari áður. Það er Kev-
in Keegan er sigraði með Liver-
pool árið 1977 í Róm. Keegan er
sannfærður um að lið hans, Ham-
burger, sigri Forest. „Þetta verður
erfiður leikur en við göngum með
sigur af hólmi," segir Keegan.
Framkvæmdastjóri Forest,
Brian Clough, er ekki á sama máli.
„Við eigum eftir að koma á óvart
þrátt fyrir að við leikum án
Trevor Francis," segir hann. En
hver svo sem úrslit leiksins verða
er fullvíst, að góð knattspyrna
verður leikin og leikurinn verður
spennandi og erfitt er að spá um
úrslit.
Lið Hamburger átti valkostinn
með búninga og valdi að leika í
alhvítum búningum. Hvítar peys-
ur, hvítar buxur, hvítir sokkar.
Hvers vegna hvítum? Jú, lið Real
Madrid leikur ávallt í hvítum
búningum á heimavelli og fram-
kvæmdastjóri Hamburger S.V.
Gúnter Netzer, sem á sínum tíma
lék með Real Madrid er þess
fullviss að áhorfendur styðji frek-
ar það liðið sem leikur í hvítum
búningi. Þá heldur Netzer því
fram að liðið, er sló Real Madrid
út úr keppni, fái meiri stuðning
frá áhangendum þess en mótherj-
arnir. Lið sem sigrar Real Madrid
og slær það út úr Evrópukeppn-
inni er verður Evrópumeistari.
Real Madrid hefur
oftast sigrað
Það lið er hefur oftast sigrað í
Evrópumeistarakeppninni í
knattspyrnu í þau 24 ár sem keppt
hefur verið er Real Madrid. Alls
sex titlar hafa hafnað hjá liðinu.
Þar af sigraði Real Madrid í
fyrstu fimm skiptin sem keppninn
fór fram. Sá leikmaður sem oftast
hefur orðið Evrópumeistari með
liði sínu er Spánverjinn Francisco
Gento sem lék á vinstri kantinum
hjá Real Madrid öll þau ár sem
liðið sigraði í keppninni.
Knattspyrnusnillingurinn Al-
fredo Di Stefano skoraði hvorki
meira né minna en 49 mörk með
Real Madrid í Evrópumeistara-
keppninni og það met stendur enn.
Di Stefano var með Real Madrid
er liðið sigraði í fyrstu keppninni
og skoraði þá úrslitamarkið. Hann
átti eftir að skora í öllum úrslita-
leikjum liðsins. Árið 1960 skoraði
hann þrennu á Hampden Park í
Glasgow á móti Eintracht Frank-
furt. Di Stefano sem af mörgum er
álitinn einn besti knattspyrnu-
maður fyrr og síðar kom til Real
Madrid frá Millionarios í Kól-
umbíu, og setti strax mikinn svip
á spænska knattspyrnu. Di Stef-
ano varð fyrstur til að skora úr
vítaspyrnu í úrslitaleik keppninn-
ar. Það var árið 1957, á Berna-
beau-ieikvanginum, er Real Mad-
rid mætti Fiorentia í úrslitaleik
og sigraði 2—0. Síðan Di Stefano
hætti að leika knattspyrnu hefur
hann þjálfað meðal annars FC
Valencia á Spáni.
Ýmsir punktar um
keppnina
Alls hafa verið skoruð 86 mörk í
þeim 24 úrslitaleikjum sem fram
hafa farið. Flest mörkin voru
skoruð árið 1960 á Hampden Park
í Glasgow er Real Madrid sigraði
Frankfurt 7—3. Þá var einnig sett
aðsóknarmet, 135 þúsund áhorf-
endur sáu ieikinn. Það met hefur
ekki enn verið slegið.
Brasilíumaðurinn Jose Altafini
skoraði 14 mörk í Evrópukeppn-
inni fyrir lið sitt A.C. Milan árið
1958.
Ungverjinn Ferenc Puskas er sá
eini sem skorað hefur fjórum
sinnum í úrslitaleik. Hann skoraði
fjögur af sjö mörkum Real Madrid
á Hampden Park 1960. Puskas
skoraði svo þrennu árið 1962 er
Real Madrid tapaði 5—3 fyrir
Benfica í Amsterdam. Pierino
Pratti skoraði þrennu í úrslitaleik
árið 1969 er lið hans A.C.Milan
sigraði í keppninni og vann Ajax í
Madrid 4—1.
Keppnistímabilið 1959/60 voru
áhorfendur á leikjum í meistara-
keppninni til jafnaðar 51 þúsund á
52 kappleikjum sem fram fóru.
Samantekt — þr.
Úrslitaleikir frá upphafi
HÉR á eftir fara úrslitin i öllum úrslitaleikjum Evrópumeistara-
keppninnar í knattspyrnu frá því að hún hófst árið 1956. Fyrir aftan
úrslit leiksins er tala áhorfenda.
1956: Parít Raal Madrid — Stada da Raima 4—3 38.000
1957: Madrid Raal Madrid — Fiorantina 2—0 124.000
1958: Bruxallaa Raal Madrid — AC Milan 3—2 67.000
1959: Stuttgart Raal Madrid — Stada da Raima 2—0 80.000
1960: Glaagow Raal Madrid — Eintracht Frankfurt 7—3 135.000
1961: Barn Banfica — FC Barcalona 3—2 28.000
1962: Amatardam Banfica — Raal Madrid 5—3 65.000
1963: Wombley AC Milan — Banfica 2—1 45.000
1964: Wian Intar — Raal Madrid 3—1 74.000
1965: Milano Intar — Banfica 1—0 80.000
1966: Bruxallaa Raal Madrid — Partizan Baograd 2—1 55.000
1967: Liaaabon Caltic Glaagow — Intar 2—1 56.000
1968: Wamblay Manchaatar Unitad — Banfica 4—1 100.000
1969: Madrid AC Milan — Ajax Amatardam 4—1 50.000
1970: Milano Fayanoord — Caltic Glaagow 2—1 50.000
1971: Wamblay Ajax Amatardam — Panathinaikoa 2—0 90.000
1972: Rottardam Ajax Amatardam — Intar 2—0 67.000
1973: Baograd Ajax Amatardam — Juvantua 1—0 93.500
1974: Bruxallaa Bayarn MUnchan — Atlatico Madrid .1—1 65.000
Bruxallaa Bayarn MUnchan — Atlatico Madrid 4—0 65.000
1975: Paria Bayarn MUnchan — L'aada Unitad 2—0 50.000
1976: Glaagow Bayarn MUnchan — AS St. Etianna 1—0 54.854
1977: Rom Livarpool — Bor Mönchangladbach 3—1 57.000
1978: Wamblay Livarpool — Club BrUgga 1—0 92.000
1979: MUnchan Nottingham Foraet — Malmö FF 1—0 57.500
Þrivegis hefur þurft að framlengja leik og árið 1974 þurfti að fara
fram nýr leikur þar sem úrslit fengust ekki i fyrsta leiknum.
Liðin sem leika í kvölcf
Liðin sem leika á Estadio Santiago Bernabeu leikvanginum i kvöld
verða skipuð eftirtöldum leikmönnum. Dómari verður Antonio Da
Silva frá Portúgal.
Hamburger SV Nottingham F.
Rudi Kargus Peter Shilton
Manfred Kaltz Viv Anderson
Ivan Buljan Larry Lloyd
Peter Nogly Kenny Burns
Peter Hidien Frank Gray
Casp. Memering John McGovern
Dietmar Jakobs Stan Bowles
Felix Magath Ian Bowyer
Kevin Keegan Martin O’Neil
Horst Hrubesch Gary Birtles
Willi Reimann John Robertson
Júrgen Stars Ian Bowyer
H. Hieronymus David Needham
Jimmy Hartwig Gary Mills
Jurgen Milewski John O’Hare
Brian Clough til vinstri á myndinni er maðurinn á bak við velgengni
Forest. Hann á örugglega eftir að láta í sér heyra á vellinum í kvöld.
Með honum er aðstoðarþjálfarinn Peter Taylor.
Lið Péturs Péturssonar Feyenoord sigraði í keppninni árið 1970.
Sigurmark liðsins skoraði sænski framlínumaðurinn Ove Kindvall.
Hann sést til hægri á myndinni vera að skora sigurmarkið framhjá
markmanni Celtics Williams.