Morgunblaðið - 28.05.1980, Síða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980
Að barna- og unglingaskóla-
námi loknu réð Mundi Valda sig
til Mjókursamlags Kaupfélags
Skagfirðinga 16 ára að aldri og
naut samlagið hans ágætu starfs-
krafta í nokkur ár. Þegar hann
hætti störfum þar hóf hann akst-
ur vöruflutningabifreiðar K.S., en
árið 1947 fór Mundi að vinna á
bifreiðaverkstæði þeirra, og er þar
við störf enn þann dag í dag. I 44
ár hefur Mundi því dyggilega
þjónað sama vinnuveitanda.
Kvikmyndasýningar hafa lengi
verið reglulegar á Króknum og
árið 1947 byrjaði hann sem sýn-
ingarmaður. Starfaði hann sem
sýningarmaður til ársins 1964, að
þau hjónin yfirtóku rekstur kvik-
myndahússins og hefur svo verið
síðan.
Sextugur — Guðmundur
Svavar Valdimarsson
Ef einhver efast um að sú
kenning sé rétt, að maðurinn
mótist af umhverfinu, þá vil ég
benda honum á dæmi sem tekur af
allan vafa, svo vel hefur til tekist
með afmælisbarn dagsins, sem nú
fagnar sextugu, og hér skal farið
um nokkrum orðum.
Guðmundur er fæddur að Mið-
Mói í Fljótum, sonur hjónanna
Margrétar Gísladóttur og Valdi-
mars Guðmundssonar. Arsgamall
fluttist hann að Garði í Hegranesi
með foreldrum sínum og til Sauð-
árkróks fluttist fjölskyldan fimm
árum síðar og þar hefur Guð-
mundur búið alla sína tíð.
Aður en lengra er haldið er rétt
að kynna hann á Króksaramáli, en
í kirkjubókum heitir hann Guð-
mundur Svavar, en á máli okkar
gamalla Króksara „Mundi Valda
Garðs". Mun ég halda mig við það
heiti í þessum greinarstúf. Ágæt-
ismaðurinn Mundi Valda hefur
því alið allan sinn aldur í faðmi
okkar ágæta Skagafjarðar. Má
telja á fingrum sér þá mánuði,
sem hann hefur dvalið næturlangt
utan héraðs.
Hér að framan er stiklað á stóru
í starfsævi þessa ágæta æskuvinar
míns.
En Mundi Valda Garðs hefur
ekki verið einsamall á lífsleiðinni,
því 20. desember 1942 kvæntist
hann hinni ágætustu konu, Sigur-
björgu Gunnlaugu Sigurðardóttur
frá Geirmundarstöðum.
Eiga þau tvær dætur Margréti
og Guðlaugu, báðar giftar mætum
reglumönnum og hampa þær
spriklandi afabörnum. Er Margrét
búsett á Akureyri, en Guðlaug á
Siglufirði. Eru tíðar ferðir á milli
góðbúanna.
Varla man ég svo langt aftur í
barnæsku mína, að ekki muni ég
Munda Valda og hefur vinátta
okkar aldrei rofnað, þótt Atlants-
álar og heil heimsstyrjöld hafi
skilið okkur að árum saman. Þessi
vinátta okkar hefur færst yfir á
milli fjölskyldna okkar, svo aldrei
hefur borið skugga á.
Megi Guð gefa honum og fjöl-
skyldu hans langa og gæfuríka
framtíð í faðmi okkar ástsæla
Skagafjarðar.
Ottó A. Michelsen
Litlagerði 12.
„Skil vel hvers
Tyrkjaránið var
„íslenskar sagnir segja
frá því að tyrkneskir sjó-
ræningjar komu til Is-
lands, rændu fólki og
höfðu á brott með sér. Ég
segi það alveg eins og er,
að ég skil það vel að þeir
hafi sótst eftir íslensku
fólki, og það liggur við að
mig langi til að ræna
íslendingum og hafa með
mér heim, svo vel líkar
mér við íslendinga af
kynnum mínum við þá!“
— Sá sem þetta segir, í
gamni og alvöru, er herra
Erdem Erner, sendiherra
Tyrklands á íslandi, en
hann er nú að láta af
störfum eftir nær þriggja
ára starf. Blaðamaður
hitti hann að máli nú í
vikunni, áður en hann hélt
aftur utan.
Þrjú ár heima,
sjö erlendis
„Reglunar í utanríkisþjónustu
okkar eru þannig," sagði sendi-
herrann, „að við erum sjö ár við
störf eríendis, en síðan þrjú ár
heima. Ég er nú að fara heim til
Ankara, eftir að hafa verið sjö
ár við störf utan Tyrklands.
Fyrstu árin var ég í Pakistan,
eða í um það bil fjögur ár, og
síðan hef ég verið sendiherra
lands mins í Ósló i þrjú ár, en
sendiráðið í Noregi er jafnframt
sendiráð Tyrklands á íslandi.
Ég hef á þessum tíma komið
tvívegis til Islands og er mjög
hrifinn af landi og þjóð. Væri ég
vafalaust búinn að koma mun
oftar ef ég væri ekki haldinn
þeim ósköpum að vera ákaflega
flughræddur. Ég held að ég hefði
getað hugsað mér að koma
hingað vikulega væri unnt að
ferðast með lest!
Að þessu sinni hef ég hitt
fjölda fólks hér og átt við það
viðræður, þar á meðal forseta
íslands, utanríkisráðherra og
aðra framámenn í utanríkis-
þjónustunni."
Gott samstarf
ríkjanna
Sendiherrann sagði samskipti
Erdem Erner
íslands og Tyrklands vera mjög
vinsamleg, þó þau væru ekki
ýkja mikil. Ríkin væru til dæmis
í Atlantshafsbandalaginu og
einnig ættu þau að mörgu leyti
samleið á alþjóðlegum vettvangi.
íslendingar ættu til dæmis í
deilum við Norðmenn um Jan
Mayen, og Tyrkir og Grikkir
deildu um yfirráð í Eyjahafinu,
og báðar vildu þjóðirnar leysa
þessi mál án afskipta annarra.
Eins væri um Kýpurdeiluna, sem
hann sagði Tyrki vilja að yrði
leyst í gagnkvæmum viðræður
tyrkneskumælandi og grísku-
mælandi Kýpurbúa.
Þá sagði Érner sendiherra, að
í innanlandsmálum væri við
svipuð vandamál að glíma á
mörgum sviðum. Ef segja mætti
að íslendingar hefðu hlotið silf-
urverðlaun fyrir verðbólgu, þá
væri víst að Tyrkir fengju gull-
verðlaunin! — Verðbólgan í
Tyrklandi væru nefnilega um
það bil 100%. Við þetta vanda-
mál sagði hann Tyrki nú vera að
glíma, og stæðu vonir til að
innan skamms næðist árangur í
þeirri viðleitni að styrkja efna-
hagslífið í landinu.
Til útlanda þriðja
hvert ár
Sendiherrann sagði Tyrki ekki
ferðast mikið til útlanda, svo
ekki væri við því að búast að
tyrkneskir ferðamenn legðu leið
sína hingað til lands. Þær reglur
sagði hann gilda í landinu, vegna
vegna
framiðu
gjaldeyriserfiðleika, að Tyrkir
mega aðeins fara til útlanda á
þriggja ára fresti.
En flestir þeir sem fara til
annarra landa fara til hinnar
helgu borgar Mekka í pílagríms-
ferð. Þá er þess einnig að geta að
ein milljón Tyrkja vinnur nú í
Vestur-Þýskalandi og víðar í
Vestur-Evrópu, en um önnur
ferðalög landsmanna er ekki
mikið.
Tyrki kvað hann hins vegar
hafa áhuga á að laða til sín
ferðamenn frá Norðurlöndum,
og væri unnið að því að koma
upp ferðamannaaðstöðu fyrir
skandínava á sérstökum stað við
Eyjahafið, þar sem sólin skini
tíu mánuði ársins og baða mætti
sig átta mánuði ársins í sjónum.
Fornfrægir
sögustaðir
En auk þess að geta boðið
ferðamönnum upp á aðstöðu til
sóldýrkunar sagði Erner að fjöl-
margt væri að sjá í Tyrklandi, og
þar væri mikill fjöldi sögustaða.
Þarna hefðu til dæmis verið
miðstöðvar tyrkneskra keisara-
dæmisins og Austrómverska
ríkisins, og margt fleira mætti
nefna. Væri þetta raunar ein
ástæða þess að Tyrkir ferðuðust
lítið til útlanda, svo margt væri
að sjá heima fyrir.
Ankara er höfuðborg Tyrk-
lands, en Istanbul er stærsta
borgin. Hún hefur þá sérstöðu,
að vera bæði í Evrópu og Asíu,
en Bosborussundið sker hana í
tvennt. Sundið var hins vegar
brúað árið 1973, svo nú má aka
þarna á milli án nokkurrar
fyrirhafnar. Um sundið sagði
Erner vera mikla umferð, þar
sem meðal annars mætti sjá
sovésk skip koma úr Svartahafi,
og halda þangað á ný. Og þegar
minnst er á Istanbul, eða Mikla-
garð, eins og borgin nefndist
fyrrum hér á landi, og þegar
rætt er um samskipti Tyrklands
og íslands, þá sakar ekki að geta
þess að íslendingar voru á sínum
tíma eftirsóttir í lífvörð Mikla-
garðskeisara, og nefndust þá
Væringjar.
Að lokum kvaðst Erner sendi-
herra vilja koma kveðjum og
þakklæti til Islendinga á fram-
færi, en þjóðin væri sér minnis-
stæð vegna hlýlegs viðmóts og
vinsemi í sinn garð og þjóðar
sinnar.
- AH.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Verðbréf
Fyrirgreiösluskrifstofan Vestur-
götu 17, sími 16223.
Pípulagnir sími 30867
Einbýli — tvíbýli
Til sölu glæsileg nýleg fasteign í
Keflavík. Á tveimur hæöum. í
húsinu eru nú tvær Ibúöir, örvnur
á einni og hálfri hæö samtals
180 fm. hin um 60 fm. Húsiö
getur verið hvort sem er einbýl-
ishús eöa tvíbýlishús. Selst í einu
eöa tvennu lagi Heildarverö um
kr. 64 mill).
Jón G. Briem hdl.
sími 92—3566.
Keflavík
Glæsileg efri hæö í tvíbýli, 4
herb. m. bílskúr. Eign í sérflokki.
Viölagaajóöahús mlnnl gerö.
Einbýliahús
laust strax.
4ra herb. efri hæö m. bílskúr. sér
inngangur, fbúö í góðu ástandi.
Fokhelt einbýlishús. Telknlngar
á skrifstofunni.
2ja herb. nýleg íbúö.
2ja herb. neöri hæö, sér inn-
gangur, íbúö í sérflokki.
4ra herb. íbúð (fjölbýli.
4ra herb. íbúöir í smíöum.
Njarövík
Fokhelt einbýlishús á elnni og
hálfrl hæö, múrhúöaö aö utan.
Hjá okkur ar úrvalið. Variö
velkomin.
Eignamiðlun Suðurnaaja,
Hafnargötu 57, afmi 3868.
Nýtt úrval af teppum, mottum,
rétthirnum og myndum. Sklnn á
gólfin.
Tappaaalan,
Hvarfiagötu 19 a. 19692—41791,
Reykjavfk.
UTIVlSTrvRf i RUlH
Miövikud. 28.5. kl. 20
Krummafarð, heimsókn í
hrafnshrelður m. 2 ungum aust-
an Reykjavíkur, auövelt aö kom-
ast meö börn í hreiörið. Verö
2.500 kr. frítt f. börn m. fullorön-
um. Farið frá B.S.Í. benzínsölu.
Útivist sími 14606.
GEOVERNDARFÉLAG ISLANDS
Sálarrannsóknafélag
íslands
heldur fund í kvöld mlövlkudag-
inn 28. maí kl. 20.30. f Félags-
heimili Seltjarnarness. Fundar-
efni huglækningar, Joan Reid
mætir á fundinn. Aögöngumiðar
viö innganginn.
Stjórnln.
IOGT
Stúkan Einingin.
Feró út í bláinn í kvöld. Lagt upp
frá Templarahöll kl 20.00. Haflð
nesti meö. Kaffi á staönum.
Æt.
Fimir fætur
Skemmtiferö um Suöuriand
7.-8. júní. Staöfesting þátttöku
í Lyklasmiöjunni, Þingholtsstrœti
15, fyrir 31. maí.
FERDAFÉLAG
IÍSLANDS
_ ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Miðvikudagur 28. maí
— kl. 20.30
Kynning é feröabúnaði f Domue
Madica
Guöjón Ó. Magnússon, Ingvar
Teitsson, Einar H. Halldórsson
og Arnór Guöbiartsson kynna
og hafa til sýnis klæönaö o.fl.,
sem þarf til skemmri og lengri
feröa í óbyggöum. Allir velkomn-
ir meðan húsrúm leyfir.
Feröafélag íslands.
|FERÐAFELAG
'ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SIMAR117Q8 og 19533.
Miövikudagur 28. maf kl. 20.00.
Haiömörk — gróðurræktarfarð
Á Árl tréslns fjölmennum vlö í
Heiömörk. Fararstjórl Svelnn
Ólafsson. Fariö frá Umferðar-
miöstööinni aö austanverðu.
Frítt.
Þóremerkurterö 30. maí — 1.
júni
Farnar gönguferölr um Mörkina.
Gist í húsl. Hægt aö dvelja milli
féröa. Upplýslngar og farmlöa-
sala á skrifstofunni.
Feröafélag (slands.
Hörgshlíð 12
Samkoma í kvöld kl. 8.
AliGLÝStNGASÍMINN KR:
22480
JUargnnblnöiö