Morgunblaðið - 28.05.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 28.05.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980 35 Sveinn Valfells: Þróun verðlags landbúnaðarafurða á frjálsum markaði og við verðeinokun Á undanförnu mánuðum hefur mikið verið rætt og ritað um vandamál landbúnaðarins. Þessi umræða hefur mest snúist um vandamál hins hefðbundna land- búnaðar, sauðfjár- og nautgripa- ræktar. Sjaldnar er minnst á að landbúnaður á íslandi er ekki eingöngu sauðfjár- og nautgripa- rækt heldur að hér eru einnig framleiddar aðrar afurðir svo sem svínakjöt, kjúklingar og egg. Einn meginmunurinn á þessum landbúnaðargreinum er sá, að nautgripa- og sauðfjárafurðir eru háðar verðlagningu opinberrar nefndar og að verðið er fastákveð- ið til neytenda. Bændur fá trygg- ingu fyrir útflutningsbótum er nema nú allt að 10% heildar- framleiðslunnar. Einnig hafa af- urðir sauðfjár og nautgripa verið greiddar niður innanlands. Niðurgreiðslur hafa verið not- aðar í tvennum tilgangi. í fyrsta lagi eru þær sem verðþætur, sem lækka vöruverð til neytenda og auka þannig neyslu á þessum vörutegundum. Afnám niður- greiðslna leiðir þá til hækkaðs verðs til neytenda, minni eftir- spurnar og þar af leiðandi meiri offramleiðslu þegar slíkt er um að ræða. Skattborgararnir (neytend- ur) greiða svo verðmismuninn í formi skatta. í öðru lagi hafa niðurgreiðslur verið notaðar í stjórnmálalegum tilgangi, til þess að hafa áhrif á framfærsluvísi- tölu, til að reyna að halda niðri vísitölubundnum kaupsamning- um. Mismunurinn er svo tekinn aftur af neytendum í formi beinna skatta, sem ekki hafa áhrif á vísitöluna eða þá er greiddur með aukinni peningaútgáfu, sem er reyndar sú skattheimtuaðferð sem almenningur gerir sér minnsta grein fyrir og hreyfir minnstum mótmælum gegn. Landbúnaðarvöruverðið hefur verið reiknað út eftir ákveðnum reglum sem eiga að tryggja bónd- anum sambærileg laun við tekjur verka- og iðnaðarmanna. Miðað er við svokallað vísitölubú, sem er sett saman af nautgripum og sauðfé. Nú stendur til að koma á kvótakerfi, þar sem bændur fái ákveðinn hluta framleiðslunnar greiddan að fullu, og það sem umfram er verði greitt á útflutn- ingsverðlagi. En í meginatriðum verður kerfið óbreytt þar sem bóndinn mun áfram fá tryggðar viðmiðunartekjur, mismiklar eftir bústærð undanfarinna ára. Öðru máli gegnir um þá bænd- ur, sem stunda aðrar búgreinar en hér voru ræddar. Bændur, sem stunda svína-, kjúklinga- og eggjaframleiðslu, búa ekki við neins konar tekjutryggingar, verð- tryggingar, tryggingar á afurða- sölu né annars konar tryggingar af hálfu ríkisvaldsins. Þeir selja framleiðslu sína á frjálsum mark- aði, sem framboð og eftirspurn stjórna, eða þeir og neytandinn. Einn er sá aðili, sem virðist hafa gleymst í umræðunni um landbúnaðarmál, en það er sá, sem í raun ætti að skipta mestu máli — sjálfur neytandinn. Þó að neytendur landbúnaðarvaranna séu mörgum sinnum fleiri en framleiðendurnir, þá virðist eins og neytandinn skipti stjórnmála- menn minna máli. Margur kynni að halda að hinar hefðbundnu landbúnaðargreinar, sem » hafa búið við tryggt verð, tryggða sölu, tryggða afkomu og verðbætur (niðurgreiðslur), stæðu það miklu betur að vígi í samkeppninni við ótryggðar greinar landbúnaðar- ins, að til neytandans skiluðu sér þessi forréttindi L formi hlutfalls- lega lækkaðs vöruverðs. En hér fer samt öðruvísi eins og með- fylgjandi tafla sýnir: Verðþróun verðtryggðra og óverðtryggðra landbúnaðarafurða á tímabilinu nóv. 1972—mars 1980. Sveinn Valíells. Fyrri dálkurinn sýnir að miðað við meðalverð þessara sex afurða hefur dilkakjöt hækkað um 24%, nautakjöt hækkað um 22% og ostur hækkað um 15%, en hin frjálsa framleiðsla, kjúklingar hafa lækkað um 19%, svínakjöt lækkað um 25% og egg lækkað um 45%. Seinni dálkurinn sýnir verðbreytingar miðað við dilka- kjöt. í þessari töflu hefur niður- greiðslunni verið bætt ofan á útsöluverðið, enda greiðir neyt- andinn niðurgreiðsluna óbeint í formi skatta. Einnig hefur verið tekið tillit til breytinga á sölu- skatti. Hagsmunir neytandans eru að fá neysluvörur sínar á sem lægstu verði. Taflan sýnir okkur, að á síðustu átta árum hafa þær afurðir, sem ekki hafa verið undir opinberu verðlags- og framleiðslu- kerfi, sinnt þörfum neytandans betur en hinar verðtryggðu afurð- ir hins hefðbundna landbúnaðar. Þær vörur sem seldar hafa verið á frjálsum markaði hafa hlutfalls- lega lækkað í verði, en þær vörur sem eru bundnar opinberri verð- einokun, verðbótum og sölutrygg- ingu hafa hækkað í verði, þrátt fyrir öll forréttindin. Hagsmunir neytandans virðast því vera betur tryggðir við frjálsa verðlagningu landbúnaðarafurða og án verðbóta (niðurgreiðslna). Landbúnaðarvandamál er ekki séríslenskt fyrirbrigði, heldur þekkist það víðast hvar í hinum vestræna heimi. Sem dæmi má nefna nýlega kröfu Breta um lækkun framlags þeirra til sam- eiginlegra sjóða EBE, þar sem þeir hafa lagt verulega meira af mörkum en þeir hafa fengið í sinn hlut. Þessu hafa franskir bændur mótmælt, þar sem þeir eru aðal- þiggjendur af styrkjakerfi Efna- hagsbandalagsins til landbúnaðar. I Bandaríkjum Norður-Ameriku er rekið víðtækt styrkjakerfi til landbúnaðar. Um það hefur hinn þekkti hagfræðingur Milton Friedman þetta að segja í laus- legri þýðingu: „Eigi að réttlæta niðurgreiðslur (verðbætur) til bænda á öðrum grundvelli en þeirri pólitísku staðreynd, að dreifbýlið hefur miklu fleiri þing- sæti en því ber miðað við atkvæða- magn, þá er það gert á þeirri forsendu að bændur séu láglauna- stétt. En jafnvel á þessum grund- % velli, ná niðurgreiðlsur ekki þeim tilgangi sínum að hjálpa þeim bændum sem eru hjálpar þurfi. Því að í fyrsta lagi er ágóðinn í öfugu hlutfalli við þörfina, því að niðurgreiðslurnar eru í réttu hlut- falli við sölumagnið. Fátæki bónd- inn selur ekki aðeins minna af afurðum, heldur notar hann stærra hlutfall af framleiðslu si- nni til eigin nota og fær engar verðbætur af þeim hlut. I öðru lagi er ágóði bændanna af niður greiðslum miklu minni en þær kosta. Þetta á sérstaklega við um kostnað við að geyma umfram- birgðir sem alls ekki rennur til bóndans. Jafnvel getur vel verið, að birgðageymslueigendurnir séu þeir sem hagnist mest. Þetta er ekki síður rétt um þann hluta sem rennur til að greiða afurðir. Bónd- inn er hvattur til að auka fram- leiðsluna og eyða meira fé í áburð, fræ, vélar, olíu o.s.frv. Bóndinn fær aðeins það sem eftir er þegar birgðageymslueigendurnir og þeir sem selja honum vöru og þjónustu eru búnir að fá sitt. Og sá ágóði er raunar ýktur. Tryggingakerfið heldur fleira fólki við landbúnað- arstörf en ella. Aðeins sá tekju- mismunur, sem fólk hefur af því að stunda landbúnaðarstörf frem- ur en önnur störf, er raunveru- legur ágóði þess ef hann er einhver. Aðaláhrif kerfisins eru að auka framleiðsluna. En það leiðir ekki til hærri tekna bænda. Kostnaðurinn af tryggingakerf- inu er augljós, en neytandinn geldur kerfisins tvisvar. Fyrst í sköttum til að greiða niðurgreiðsl- urnar og svo aftur við að greiða matvæli dýrara verði en ella. Sjálfur bóndinn er bundinn í klafa kerfis og miðstjórnar en þjóðin öll geldur svo fyrir aukið og sívax- andi skrifstofubákn." Svo mörg voru þau orð Fried- mans um ástandið í því frjósama landi, Ameríku. 29.04.1980, Heimildir: Milton Friedman. Capitalism & Freedom, The liniversity of ChicaKO Press. ChicaKo 1962. HaKtiðindi. maí 1973. FramleiAsluráð landbúnaðarins, mars 1980. Osta- ok smjorsalan. mars 1980. IlaKkaup. mars 1980. Kjðtmiðstoðin. mars 1980. Yitni vantar SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar hefur beðið Morg- unblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum í borg- inni. Þeir, sem veitt geta upplýs- ingar í þessum málum. eru beðn- ir að hafa samband við slysa- rannsóknardeildina hið fyrsta. Mánudaginn 19. maí var ekið á bifreiðina Y-9257, sem er brún Mazda 929, á bifreiðastæði við Landspítalann kl. 09.00-13.00, á bifreiðastæði norðan Hagkaups í Skeifunni kl. 15.45-16.30, eða á bifreiðastæði norðan Glæsibæjar kl. 16.45-17.30. Þriðjudaginn 20.05. var ekið á bifreiðina R-50589, sem er drapp- litaður Volkswagen, á Grettisgötu við hús nr. 6. Miðvikudaginn 21.05. var ekið á bifreiðina R-64384, sem er græn Mazda 323, við Stórholt 33 kl. 14.30-18.30 eða á Hringbraut við Kaplaskjólsveg 1 kl. 18.45-19.15 Miðvikudaginn 21.05. var ekið á bifreiðina R-52307, sem er gulur Autobianchi, á bifreiðastæði við verslunina Ellingsen í Ánanaust- um. _ ______ • • Okumaður gefi sig fram MIÐVIKUDAGINN 21. maí um kl. 21.30 varð óhapp á Kaplaskjóls- vegi við innkeyrslu að húsi nr. 54. Þar féll 11 ára drengur á reiðhjóli og meiddist nokkuð. Hann skýrir svo frá að bifreið hafi rekist á hjólið og fellt það og lýsir henni sem dökkblárri, nokkuð stórri fólksbifreið. Þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar varðandi þetta mál eru beðnir að hafa samband við slysarannsóknadeild í síma 10200. Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði, handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki, enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu markaða veraldar. Voiund danskar þvottavélar í hæsta gæðaflokki. Frjálst val hitastigs með hvaða kerfi sem er veitir fleiri mögu- leika en almennt eru notaðir, en þannig er komið til móts við séróskir og hugsanlegar kröfur framtíðarinnar. Hæg kæling hreinþvottarvatns og forvinding í stigmögnuðum lotum koma í veg fyrir krumpur og leyfa vindingu á straufríu taui. En valið er þó frjálst: flotstöðvun, væg eða kröftug vinding. Trefjasían er í sjálfu vatnskerinu. Þar er hún virkari og handhægari, varin fyrir barnafikti og sápusparandi svo um munar, Traust fellilok, sem lokað er til prýði, en opið myndar bakka úr ryðfríu stáli til þæginda við fyllingu og losun. Sparnaðarstilling tryggir góðan þvott á litlu magni og sparar tíma, sápu og rafmagn. Fjaðurmagnaðir demparar í stað gormaupphengju tryggja þýðan gang. Fullkominn öryggisbúnaður hindrar skyssur og óhöpp. :. Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt. 3ja hólfa sápuskúffa og alsjálfvirk sápu- og skolefnisgjöf. Tromla og vatnsker úr ekta 18/8 króm- nikkelstáli, því besta sem völ er á. Lúgan er á sjálfu vatnskerinu, fylgir því hreyfingum þess og hefur varanlega pakkningu. Lúguramminn er úr ryðfríum málmi og rúðan úr hertu pyrex- gleri. Annað eftir því. Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína. En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar, möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri endingar. Volund þvottavélar-þurrkarar-strauvélar FYRSTA FLOKKS FRÁ| Traust þjónusta Afborgunarskilmálar I /FOniX HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Hlutfallsbr. verðs Verðfall miðað mioað við meðalt.: við dilkakjöt: Dilkakjöt: 124% 0% Nautakjöt: 122% 1% Ostur: 115% 7% Kjúklingar: 81% 34% Svínakjöt: 75% 39% Egg: 55% 55%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.