Morgunblaðið - 28.05.1980, Blaðsíða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAI1980
Að leKKja svona á borðið með sér,
bendir til þess að þér séuð
einmitt maðurinn sem við leitum
að hér í fyrirtækinu!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Danski læknirinn Jóhannes
Hulgaard er á meðal litrikustu
spilara ok hefur sérstakt auga
fyrir möKuleikum spilsins. í
landsleikjum spilar hann á móti
konu sinni og saman eru þau
ávallt hættulegir andstæðinKar
en vekja um leið athygli fyrir
sina elskuleKU framkomu.
Spilið í dag sýnir lækninn í
landsleik gegn írlandi. Hann var í
suður, norður gaf og n-s voru á
hættu.
Norður
S. ÁK983
H. G5
T. Á96
L. 876
Vestur Austur
S. 1042 S. D765
H. Á8643 H. D9
T. D3 T. 10875
L. ÁDG L. K95
Þáttaskil til góðs, ef
þjóðin bæri gæfu til...
Ég hafði ekki hugsað mér að
kjósa forseta. En nú hefir margt
óvenjulegt gerst í íslenskum
stjórnmálum, svo maður hefir
næstum neyðst til að gefa forseta-
kjöri gaum. Lengi hefi ég álitið að
forsetaembættið mætti auðveld-
lega leggja niður eins og fjölmörg
önnur embætti og stofnanir í
stjórnmálapíramíta okkar sára-
fámennu þjóðar.
Við síðasta forsetakjör bauð sig
fram núverandi forsætisráðherra,
sem náði ekki kosningu, ég held
einfaldlega vegna þess að þjóðin
vildi hann ekki, eða hafði meiri
álit á núverandi forseta. Þannig
mun það einnig fara nú, að sá
verur kosinn sem þjóðin treystir
best.
Annars virðist það nú vera að
fæarast ískyggilega í vöxt að lítið
er spurt um hæfni eða þekkingu
þegar kosnir eru ýmsir háttsettir
forystumenn þjóðarinnar. Þetta
var mjög áberandi í tvennum
síðustu kosningum og við val
ráðherra. Einn nýliðinn lýsti því
yfir í fjölmiðli að hann hefði alls
ekki búist við að ná kosningu, og
því verið eins og „þorskur á þurru
landi,“ þegar hann átti að byrja
þingstörf. Svipað er um ráðherr-
ana, enda flestir komnir með
aðstoðarráðherra. Þó hafa ráð-
herrar fjölmennt ráðuneyti, þjóð-
hagsstofnun, óteljandi nefndir og
ráð, og svo fjölmennir starfshóp-
ar, eins og nokkurs konar álegg
ofan á allt stjórnarfarganið. Og nú
er farið að heimta háskólapróf við
fjölmörg störf sem flest létt bók-
menntað fólk getur leyst eins vel
af hendi. En næstum hverjum sem
er, er kastað í flestar æðstu stöður
þjóðarinnar, þótt vitað sé að þeir
hafi hvorki reynslu né þekkingu á
þeim málum sem þeir eiga að
stjórna.
• Aðeins blákald-
ar staðreyndir
í Morgunblaðinu 12. apríl ’80,
birtist grein eftir Þorstein Sæm-
undsson, sem hefir farið mjög í
taugarnar á stuðningsmönnum
Vigdísar Finnbogadóttur til for-
setakjörs. Ég held nú að blessað
stuðningsliðið þurfi ekki að hafa
miklar áhyggjur af þessum skrif-
um Þorsteins, því ég held að
ekkert sé í greininni nema blá-
kaldar staðreyndir, sem allir ís-
lendingar hafa fylgst með, bæði í
gegnum fjölmiðla og með því að
vera áhorfendur hinna ýmsu til-
tekta hervarnaandstæðinga fyrr
og sóðar. Það hefir verið túlkað
sem siðlaus ósvífni að minnast á
að Vigdís hafi skipað forystusveit
í brölti kommúnista til að gera
land okkar algerlega varnarlaust,
svo að hinn mikli rússneski sósí-
alfloti þurfi ekki annað en að sigla
í rólegheitum inn á hafnir lands-
ins og ráða eftir það öllum málum
á landi hér.
Ekki má heldur geta um hinn
mikla þátt Vigdísar í hinni svo-
nefndu leikhúsmenningu okkar.
Þar hefir Þorsteinn ekkert til saka
unnið nema að birta orðrétt kafla
úr leikriti eftir eina ágæta skoð-
anasystur Vigdísar. Þorsteinn get-
ur réttilega um hin æðisgengnu
viðbrögð hervarnaandstæðinga,
þegar stór hluti þjóðarinnar lýsti
stuðning sínum við hervarnir hér
með eiginhanaarundirskrift, og
þeim er svo sannarlega ekki batn-
aður sá banakringluverkur enn.
Það er einkenni kommúnista og
fjölmiðla sem eru úndir þeirra
áhrifavaldi að þagga niður að
mestu öll hin svívirðilegu fólsku-
verk kommúnista alls staðar þar
sem þeir hafa náð undirtökum.
Nefni aðeins örlítið brot. Þeir gera
það sem aldrei hefir áður gerst í
heimssögunni að loka þegna sína
inni með Berlínarmúrnum, sem
frægur er að endemum. En nú er
beitt spánnýjum aðferðum til að
losna við það fólk sem þeir telja
sér andstætt. Það má segja að því
sé skipað í opinn dauðann, og
þetta blessað fólk vill jafnvel
heldur deyja en dvelja langdvölum
í klóm kommúnista. Og nú bregð-
ast „krosstré sem önnur tré“ í
kommaheiminum.
Uppáhaldsbarnið hann Castró
er líka kominn í morðtilraunaspil-
ið eins og fréttir hafa greinilega
sannað undanfarið. Hvernig færi
ef enginn vildi taka við þessu
fólki. Kommúnistum er áreiðan-
lega sama þótt þetta fólk deyi allt,
og sennilega vildu það helst. Ég vil
spyrja fylgismenn kommúnista.
Suður
S. G
H. K1072
T. KG42
L. 10432
Frúin opnaði á einum spaða og
sagði síðan pass við einu grandi
bónda síns, sem sagði frá 6—10
punktum og engum stuðningi við
spaðann
Vestur spilaði út hjartafjarka,
fimmið, austur lét niuna og þá
beitti læknirinn skemmtilegu
bragði. Hann tók slaginn með
kóng en tían gat hæglega stöðvað
litinn aftur hefði vestur spilað frá
fimmlit. Því næst spilaði suður
spaðagosa, lét hann fara hringinn
og þegar austur tók á drottning-
una var spilið í rauninni unnið:
Austur tók á hjartadrottningu og
skipti síðan í lágt lauf á gosa
makkers. Eðlilega taldi vestur
makker sinn eiga hjartatíuna og
að hún væri mikilvægt innkomu-
spil, svo að austur gæti aftur
spilað laufi. Hann beið því með
hjartaásinn, spilaði heldur lágu
hjarta. Þar með var söguhetjan
komin með 8 slagi örugga en eftir
að hafa tekið fjóra á spaða,
hjartaslagina tvo og á tígulásinn
varð níundi slagurinn heldur
freistandi. Hann svínaði tígulgos-
anum en þá tók vörnin slagina,
sem eftir voru. En sjö slagir þýddu
unnið spil þó skemmtileg tilþrif
hefðu gefið vonir um fleiri slagi.
Hörpulok
Frá skemmtiatriðunum í Fossvogsskóla
Þéttsetinn salurinn í Fossvogsskóla: Tólf ára nemendur og forcldrar þcirra
NÝLEGA voru haldin „hörpulok“ í
Fossvogsskóla, en það er árleg
skemmtun sem nemendur skólans
halda fyrir foreldra sína í skólalok.
Hér er um að ræða 12 ára nemend-
ur, sem eru að útskrifast úr skólan-
um og kveðja hann.
Að þessu sinni voru tólf ára
nemendurnir 104 talsins, og alls
voru á skemmtuninni rúmlega 300
manns, að sögn skólastjórans Kára
Arnórssonar. Sagði hann skemmt-
unina hafa tekist hið besta, en þetta
er í fjórða skipti sem samkoma af
þessu tagi er haldin.
Sagði Kári nemendurna sjá að
mestu leyti um allan undirbúning
sjálfa, svo sem að baka og leggja á
borð, og æfa upp skemmtiatriði. Þá
væri lögð mikil áhersla á að gestir
tækju þátt í skemmtiatriðunum, og
hefði því mikil gleði ríkt á þessum
fjórðu hörpulokum Fossvogsskóla.