Morgunblaðið - 28.05.1980, Qupperneq 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980
Tvennt fannst látið í þessum bíl í námunda við eldf jallið nokkrum dögum eftir að gosið hófst og er talið að
eiturgas hafi orðið því að aidurtila.
Sljákkar í St. Helenu?
Vancouver, 27. maí. AP.
UPPLITIÐ á St. Helenu var
heldur mildara í dag, eftir mikil
umbrot um helgina, en vísinda-
menn búast við því að ný gos
fylgi í kjölíar hinna miklu
skjálfta undanfarna daga. Leit-
arflokkar gera sér vonir um að
veður fari batnandi á gossvæðinu
en enn er leitað 76 manns, sem
ekki hafa komið í leitirnar siðan
fjallið hóf að gjósa með gífur-
legum fyrirgangi fyrir tíu dög-
um. Vitað er um 21 mann, sem
látið hefur lífið í þessum eldsum-
brotum, en fimm manns sem
saknað var á laugardag fundust í
gær heilir á húfi.
Það var á sunnudag, að kröftug-
asta goshrinan frá upphafi elds-
umbrotanna kom. Aska og gufa
spýttust 12 þúsund fet í loft upp
og suðvesturhluti Washington-
fylkis var umlukin svörtu mold-
arskýi. Öskufall olli rafmagns- og
símatruflunum á stóru svæði,
flugsamgöngur fóru úr skorðum
og ýmiss tækniútbúnaður var af-
tengdur til að koma í veg fyrir
skemmdir af völdum ösku og
sandroks, en rigning var þegar
gosið hófst. Öskurokið feyktist
yfir nágrannaríkin. Þessar nátt-
úruhamfarir komu vísinda-
mönnum í opna skjöldu þar sem
ekki hafði verið búizt við svo
öflugu gosi svo skömmu eftir
umbrotin miklu 18. mai þegar
gosið hófst.
íranskeisari sér eftir
að haf a ekki beitt hervaldi
Washin>fton. 27. maí. AP.
REZA Pahlavi fyrrum íranskeis-
ari, sem nú býr í Kairó, sagði í
viðtali við The Washington Post
fyrir helgi, að hann iðraðist þess
að hafa ekki beitt íslömsku bylt-
ingarsinnana hervaldi er þeir
París, 27. maí. AP.
ÞÆR fregnir berast frá Angóla
að Unita-menn hafi náð á sitt
vald bænum Savate, sem sé
hernaðarlega mjög mikilvæg-
ur, en bærinn er rétt við
landamærin að Suðvestur-
Afríku. Segja málsvarar Unita
í París, að til harðra átaka hafi
komið við bæinn á miðvikudag-
inn var, og hafi um 200 menn
úr liði stjórnarhersins fallið,
þar af tíu Kúhumenn.
voru að steypa stjórn hans af
stóli fyrir 16 mánuðum. Keisar-
inn heldur þvi fram að auk hans
eigin mistaka við mat á því sem
raunverulega var að gerast hafi
ruglingslegar upplýsingar frá
Bandaríkjunum og Bretlandi
Unita-menn segja að úr þeirra
eigin liði hafi tíu fallið, en í
átökum þessum hafi þeim tekizt
að skjóta niður tvær sovézkar
Mi-8 þyrlur.
Unita-menn segjast hafa leyst
úr haldi um 300 óbreytta borg-
ara er þeir náðu Savate á sitt
vald. Þá segjast þeir hafa kom-
izt yfir verulegt magn vopna,
sem geymd voru í bænum, s.s.
eldflaugar og loftvarnabyssur.
valdið því að hann ákvað að
koma ekki í veg fyrir mótmæla-
aðgerðir þær, sem áttu ríkan þátt
í því að koma byltingarstjórninni
til valda.
Að sögn Post-fólksins sem
ræddi við keisarann, Katharine
Graham og Jim Hoagland, varð
vart beiskju, reiði og eftirsjár hjá
keisaranum er hann bar saman
eyðileggingarstarf brennuvarga
þeirra og hryðjuverkamanna sem
nú ráða ríkjum í íran, eins og
hann komst að orði, og þá upp-
byggingu sem orðið hefði í stjórn-
artíð hans sjálfs. Keisarinn gagn-
rýndi Bandaríkin fyrir að senda
Huyser hershöfðingja til írans í
ársbyrjun 1979 þeirra erinda að
ráða íranska hernum frá því að
gera byltingu gegn stjórn Bazarg-
ans, fyrsta forsætisráðherrans
eftir að Khomeini trúarleiðtogi og
byltingarstjórn hans náðu völd-
um.
Unita náði Savate
Þetta gerðist 28. maí
1979 — Anwar Sadat forseti kunn-
gerir upphaf flugferða milli Egypta-
lands og ísraels.
1977 — 164 fórust og 130 slösuðust í
eldsvoða í næturklúbbi í Southgate,
Kentucky.
1972 — Richard Nixon forseti
ávarpar sovézku þjóðina í sjónvarpi.
1968 — Bandaríski kjarnorkukaf-
báturinn „Scorpion“ talinn af með 99
mönnum.
1961 — Síðasta ferð „Austurlanda-
hraðlestarinnar" París-Búkarest.
1948 — Norður-Kórea hundsar
stjórnlagaþing í Seoul.
1940 — Uppgjöf Belga fyrir Þjóð-
verjum — Brottflutningur Breta og
Frakka frá Dunkerque hefst.
1937 — Neville Chamberlain
skipaður forsætisráðherra Breta.
1933 — Nazistar sigra í kosningum í
Danzig.
1919 — Armenía lýsir yfir sjálf-
stæði.
1874 — “Blóðugu vikunni" í París
lýkur með ósigri kommúnunnar.
1864 — Máximilian erkihertogi
stígur í land í Vera Cruz, Mexíkó, og
verður keisari.
1812 — Búkarest-sáttmálinn undir-
ritaður og Rússar fá Bessarabíu,
afsala sér tilkalli til Moldavíu og
Valakíu og snúast gegn Napoleon.
1741 — Spánverjar og Bæverjar
undirrita samning um skiptingu
landa Habsborgara.
1674 — Leopold keisari I segir
Frökkum stríð á hendur.
1533 — Cranmer erkibiskup leggur
blessun sína yfir giftingu Hinriks
VIII og Önnu Boleyn.
Afmæli — Joseph Guillotine,
franskur faðir fallaxarinnar
(1738—1814) — William Pitt, enskur
stjórnmálaleiðtogi (1759—1806) —
Thomas Moore, enskt skáld (1779—
1852) — Ian Fleming, brezkur rit-
höfundur (1908-1964) - Edouard
Benes, tékkneskur stjórnmálaleið-
togi (1884-1948).
Andlát — 1849 Anne Bronté, skáld-
kona — 1878 John Russel lávarður,
stjórnmálaleiðtogi — 1972 Hertog-
inn af Windsor, fv. konungur.
Innlent — 1919 Konungsríkið Island
stofnað með konungsúrskurði —
1118 d. Gizur biskup Isleifsson —
1735 Breytingar á lögum um lífláts-
refsingu — 1800 Konungsúrskurður
um strandmælingar — 1831 Tilskip-
un konungs um stofnun ráðgefandi
fulltrúaþings — 1974 Hannibal
Valdimarsson segir af sér form-
ennsku í SFV — 1974 Borgarstjórn-
arkosningar — 1978 Sjálfstæðis-
flokkurinn glatar meirihluta sínum í
Reykjavík — 1889 f. Vilmundur
Jónsson landlæknir.
Orð dagsins — Hvað er maðurinn?
Ekkert í hlutfalli við eilífðina, allt í
hlutfalli við ekkert, meðalvegur
einskis og alls — Blaise Pascal,
franskur heimspekingur (1623—
1662).
Bush hættir
Frá fréttaritara Morgunblaðsins
önnu Bjarnadóttur WashinRton í gær.
GEORGE Bush, sem hefur
háð kosningabaráttu í tvö
ár í von um forsetaútnefn-
ingu republikana á lands-
þingi flokksins í Detroit í
sumar, hætti baráttunni á
mánudag. Hann var síðast-
ur alvarlegra keppinauta
Ronalds Reagan til að
hætta. Reagan getur nú
verið öruggur um útnefn-
ingu flokksins og hafið
undirbúning baráttunnar
fyrir forsetakosningarnar
í nóvember.
Skipulag kosningabaráttu Bush
minnti mjög á baráttu Jimmy
Carters í kosningunum 1976. Hún
hófst mjög snemma og gott skipu-
lag tryggði honum sigur í fyrstu
prófkosningum baráttunnar í
Iowa í janúar. Þetta kom hreyf-
ingu á fylgi hans, sem virtist vaxa
ört og Bush talaði í sífellu um
„momentum“, sem siðar varð „big
mo“, en minna um málefni og
stefnu sína. Reagan vann fyrstu
forkosningarnar í New Hamps-
hire, eftir að Bush neitaði að eiga
kappræður við alla frambjóðendur
republikana, sem þá voru átta, en
Reagan neyddi hann til.
Bush og John Anderson voru um
tíma einu keppendur Reagans og
skiptu með sér atkvæðum þeirra,
sem ekki studdu Reagan. Eftir að
Anderson lagði út í sjálfstætt
framboð, sigraði Bush Reagan í
Pennsylvaniu og Michigan, en
hann hafði aður unnið kosningar í
Massachusetts og Connecticut.
Stærsti sigur Bush var í Michigan,
en sama dag vann Reagan for-
kosningar í Oregon, sem ABC og
CBS sjónvarpsstöðvarnar sögðu,
að gæfi honum nægan fjölda
fulltrúa á landsþingi flokksins til
að hljóta útnefninguna við fyrstu
atkvæðagreiðslu. UPI fréttastofan
og New York Times hafa síðan
komizt að sömu niðurstöðu.
Bush sagði á mánudag, að það
hefði verið erfið ákvörðun að
hætta. Baráttan hefur verið hon-
um dýr, og hann er skuldum
vafinn. Peningagjafir hættu að
berast í síðustu viku, eftir kosn-
ingarnar í Michigan og Oregon, en
hann vonast til að geta safnað
nægu fé og fá peninga úr kosn-
ingasjóði ríkisins, til að losna úr
skuldasúpunni. Hann hefur þess
vegna hætt baráttunni, en ekki
dregið framboð sitt til baka.
Bush kallaði Reagan „fram úr
skarandi frambjóðenda" og mun
vinna fyrir hann í baráttunni í
haust. Reagan var kampakátur
yfir ákvörðun Bush, en sagðist
ekki enn hafa ákveðið hvern hann
ætlar að velja sem varaforsetaefni
sitt. Fréttamaður spurði Carter í
gær um viðbrögð hans við ákvörð-
un Bush, sem hann svaraði: „Bush
gengur á undan með góðu for-
dæmi.“
Forkosningar eru haldnar í dag
í Arkansas, Idaho, Kentucky og
Nevada.
George Bush.
Shanghai stærsta
borg veraldar
Samcinuðu þjóðunum — 27. maí — AP.
SHANGHAI er fjölmenn-
asta borg veraldar, að því
er fram kemur í nýrri
fólksf jöldaskýrslu Samein-
uðu þjóðanna. Næst í röð-
inni er Mexikó-borg, þá
Tókýó, Peking, New York,
og Sao Paulo, en sjöunda
fjölmennasta borg í heimi
er London.
í Shanghai búa 10.820 milljónir
manna, i Mexíkó-borg 8.988 millj-
ónir, Peking er með 7.570 milljónir
íbúa, New York með 7.481 milljón-
ir, í Sao Paulo i Brazilíu búa 7.198
milljónir og í London 7.028 millj-
ónir.
Næstar koma Moskva, Seoul,
Bombay, Kairó, Rio de Janeiro,
Jakarta, Teheran og Bankok. I
skýrslu þessari eru upplýsingar
um líkur á langlífi. Stúlkur fædd-
ar í Noregi og Hollandi á árunum
1976 og 1977, geta vænzt þess að
verða allra kerlinga elztar, eða 78
ára og tveimur mánuðum betur,
en næstar koma sænskar stúlkur,
sem eiga von á því að komast sjö
mánuði á 78. aldursár, að því er
segir í skýrslu þessari.
Horfur á langlífi eru mjög
mismunandi í heiminum. Þannig
geta stúlkur fæddar í Chad á
árunum 1963—64 vart búizt við
því að verða eldri en 35 ára, og
drengir sem fæddust í Gabon,
öðru Afríku-ríki, geta vart gert
ráð fyrir því að verða eldri en 25
ára. Þau ríki önnur, þar sem
langlífi er ólíklegast, eru Guinea-
Bissau og Eþíópía.
Þar sem þungt er í vöfum að
skrásetja gjörvalla heimsbyggðina
eru tölur um mannfjölda jafnan
orðnar úreltar áður en þær ná að
komast á skýrslur, en áætlaður
mannfjöldi á jörðinni um mitt
síðasta ár var 4 milljarðar, þrjú-
hundruð þrjátíu og sex milljónir.
víða um heim
Akurayri 2 skýjaö
Amsterdam 21 skýjaö
Aþena 26 skýjaö
Barcelona 20 skýjaö
Berlín 21 heiöskirt
BrUssel 20 skýjaö
Chícago 23 heiðskírt
Feneyjar 22 léttskýjaö
Frankfurt 23 skýjað
Ganf 21 skýjaö
Helsinki 12 heiöskirt
Jerúsalem 29 heiðskírt
Jóhannesarborg 20 heiðskirt Kaupmannahöfn 14 skýjaö
Las Palmas 17 skýjaö
Lissabon 20 skýjað
London 18 heiöskírt
Los Angeles 21 skýjaö
Madríd 18 heiöskirt
Malaga 20 skýjaö
Mallorca 20 hólfskýjaö
Miami 27 skýjað
Moskva 12 skýjaö
New York 24 heiðskírt
Ósló 9 heiðskírt
París 21 skýjaö
Reykjavík 6 léttskýjaö
Rio de Janeiro 27 heiöskirt
Róm 19 skýjað
Stokkhólmur 15 skýjaö
Tel Aviv 25 heiöskirt
Tókýó 26 heiöskírt
Vancouver 12 heiöskírt
Vínarborg 20 heiöskirt