Morgunblaðið - 28.05.1980, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.05.1980, Qupperneq 40
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JHargunbUtbib Símmn á afgreiöslunni er 83033 JHtreunblnbib Metveiði hjá hum- arbátum frá Höfn Höín HornafirAi. 27. maí. TÓLF bátar verða gerðir út á humarveiðar héðan frá Höfn í sumar. Humar- veiðarnar byrjuðu síðast- liðinn föstudag og komu fyrstu sex bátarnir að landi í daK. en hinn helm- ingurinn kemur að á morgun og föstudag. Heild- arafli þeirra, sem komu inn í dag var 130 tunnur af slitnum humar eða um 13 tonn. Er það mesti humar- afli, sem hér hefur borizt á land á einum- degi um langt árahil. Sama dag í fyrra lönduðu hér 6 bátar 44 tunnum eða 4.4 tonnum, en stærsti löndunar- dagurinn í fyrra gaf 46 tunnur. Ef svipaður afli helzt út vikuna má búast við að vikuafl- inn geti orðið um 30 tonn eða 300 tunnur og þess má geta, að heildarhumaraflinn í fyrra varð um 74 tonn, þannig að ekki er hægt að segja annað, en að vertíðin hafi byrjað einstaklega vel. Að sögn Kristjáns Jónssonar verkstjóra verður unnið fram á kvöld meðan aflahrotan stendur yfir og reiknaði Kristján með, að afköst humarvinnslunnar yrðu 50—60 tunnur á dag. Aflahæstur bátanna, sem lönd- uðu í dag, var Hvanney SF 51 með 26 tunnur af slitnum humri. — Einar. Mikil vandræði sköpuðust í Reykjavikurhöfn og inni í Elliðavogi hjá smábátaeigendum í rokinu í gærdag, m.a. skemmdust nokkrir bátanna töluvert, þar af einn sem hreinlega rak upp á land i heilu lagi. Leitað var aðstoðar Slysavarnafélagsins og fóru nokkrir félagar úr Björgunarsveit Ingólfs á björgunarbátnum Gísla J. Johnsen á vettvang. Eftir nokkurn tíma tókst bátaeigendum og björgunársveitarmönnun- um að ganga þannig frá bátunum að ekki urðu frekari skemmdir. Ólafur K. Magnússon ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd af björgunarsveitarmönnum er þeir aðstoðuðu smábátaeiganda í gömlu höfninni. Niðursoðinn saltfiskur fluttur út fyrir milliarða? TILRAUNIR eru nú á lokastigi á niðursuðu á saltfiski og svo gæti farið, að niðursoðinn saltfiskur yrði mikilvæg útflutningsgrein áður en langt um líður. Margar fyrirspurnir hafa borizt til Sölu- stofnunar lagmetis um þessa vöru og liggja pantanir hjá fyrir- Síld í fjórum sósutegundum - m.a. til Taiwan SÖLUSTOFNUN lagmetis hefur í nokkurn tíma kynnt erlendis nýja framleiðslu, sem virðist geta orð- ið eftirsótt vara. Er hér um að ræða síldarflök í ýmsum sósuteg- undum og eru þegar komnar pantanir upp á um 60 milljónir króna. Framleiðsla er þó ekki hafin að gagni. en byrjar á næstunni hjá Norðurstjörnunni í ílaínarfirði. Meðal pantana og fyrirspurna má nefna, að fyrir- tæki á Taiwan hefur óskað eftir þessari vöru. Síldarflökin eru niðurlögð í fjór- ar sósutegundir, tómat, sinnep, karrý og paprikusósu og hefur vara þessi lítillega verið seld hér innanlands og kynnt ytra í um það bil eitt ár. Auk fyrirspurna frá Taiwan hafa fyrirtæki í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Hollandi og S-Ámeríku beðið um sýnishorn eða gert pantanir. Sagði Eyþór Ólafs- son sölustjóri Sölustofnunar lag- metis að menn væru bjartsýnir á góðan árangur í sölu þessara nýju tegunda. ICíLANu w/mm tækinu upp á hundruð milljóna íslenzkra króna. Eyþór Ólafsson, sölustjóri Sölu- stofnunar, sagði í gær, að spánskt fyrirtæki hefði spurzt fyrir um þessa framleiðslu og væri tilbúið að kaupa niðursoðinn saltfisk héð- an fyrir eina milljón dollara á ári eða 450 milljónir íslenzkra króna ef verð vörunnar verður aðgengi- legt fyrir almenning á Spáni. Hollenskt fyrirtæki, sem selur til S-Ameríku, er tilbúið að kaupa fyrir 220—250 milljónir króna héðan. Auk þessa má nefna fyrir- spurnir frá Portúgal og löndum í S-Ameríku. Uppskriftir hefur Sölustofnunin meðal annars fengið frá Mexikó, en einnig víðar að þar sem niður- soðinn saltfiskur er eftirsótt vara. Eyþór Ólafsson taldi ekki minnsta vafa á, að auðvelt yrði að vinna markað fyrir þessa vöru. Hann benti á að í t.d. Portúgal, Spáni og löndum S-Ameríku væri saltfisk- ur hátíðamatur og saltfiskurinn væri allt að fimm sinnum dýrari en nautakjöt í þessum löndum. Hann sagði að varan yrði fram- leidd í neytendapakkningum, 110 og 200 gramma dósum. Fyrirhug- að væri að niðursjóða saltfisk hjá Norðurstjörnunni í Hafnarfirði, og hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi, sem einnig er með saltfiskverkun. Um hráefnið sagði Eyþór, að algengt væri að 1. flokks saltfiskur félli stórlega í verði vegna útlitsgalla. Þessa vöru væri hægt að nýta til niðursuðu og fá hæsta verð fyrir. Sagðist hann ekki telja að hráefni yrði vanda- mál, en það færi eftir því um hversu mikla framleiðslu yrði að ræða. Fyrirhugað er að saltfiskur- inn verði ýmist í sósum eða saltvökva. Fannst látinn SÁ hörmulegi atburður gerðist um hádegisbilið í gær hjá Steypu- stöðinni við Elliðaár, að tæplega sjötugur starfsmaður varð undir sandbyng og lét lífið. Engir sjónvarvottar voru að slysinu en um eittleytið var mannsins saknað og var þá hafin leit. Hann fannst þremur korter- um síðar og var þá látinn. 1.500 manns sóttu fundi BSRB: Óhjákvæmilegt að boða til verkfallsaðgerða — verði engin breyting á afstöðu ríkisstjórnarinnar SAMTALS sóttu um 1.500 opin- berir starfsmenn 22 fundi, sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja boðaði til á undanförnum tveimur vikum og haldnir voru víða um land. Er það um 10% félagsmanna í BSRB. Samkvæmt fréttatilkynningu frá BSRB, sem Morgunblaðinu hefur borizt gáfu forystumenn bandalagsins yfirlit yfir gang samningaviðræðna á fundunum og ræddu um baráttu samtakanna á næstunni. Umræður urðu miklar á fundunum og alls staðar kom fram gagnrýni á stjórnvöld fyrir tregðu á samningum og óviðun- andi seinagang í viðræðum. í fréttatilkynningunni segir m.a.: „Greinilega hefur komið í ljós, að sú afstaða er almenn að óhjákvæmilegt sé að boða til verkfallsaðgerða, ef stjórnvöld sjá ekki að sér og fari að ræða málin í alvöru. Á fundunum voru samþykkta ályktanir, sem efnislega gang allar í þá átt að átelja ríkisstjórn ina fyrir seinagang í viðræðunur og að óhjákvæmilegt sé að boða ti aðgerða, ef ekki verði breyting á.‘ Stjórn og samninganefnd BSRI hefur verið boðuð til fundar kvöld, miðvikudag og í dag e bæj arstarf smannaráðstef na BSRB, sem ljúka mun á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.