Morgunblaðið - 04.06.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980
11
Sigrún Gísladóttir:
Vigdís Finnbogadóttir einn
frambjóðenda til forsetakjörs
töluverðum kostnaði við innkaup
og fjármögnun þessara birgða.
Þessi kostnaður hlýtur með einum
eða öðrum hætti að lenda á
endanlegum notendum olíunnar.
Viðamiklar
rannsóknir
Alþjóðaorkustofnunin er þegar
orðin leiðandi aðili í orkuskipu-
lagningarmálum og rannsóknum á
sviði orkumála í þessum heims-
hluta. Nefndir sérfræðinga á veg-
um stofnunarinnar vinna nú að
hugmyndum um hvernig spara
megi orku í atvinnulífinu í sam-
göngum og við húshitun. Jafn-
framt vinnur stofnunin að sam-
ræmingu á orkusparnaðaráætlun-
um aðildarlandanna, en á því sviði
hafa ríkin ekki tekist á hendur
beinar skuldbindingar, heldur er
um að ræða samvinnu og samráð.
Rannsóknarverkefni á vegum
IEA eru unnin í hinum einstöku
aðildarlöndum, en fjármögnuð af
stofnuninni. Sérhvert ríki getur að
sjálfsögðu valið, hvort það kýs að
taka þátt í tílteknu verkefni, en
einstök ríki geta jafnframt gert
uppástungur um ný verkefni og
fengið aðstoð annarra ríkja og
fjármagn frá stofnuninni, sé verk-
efnið talið gagnlegt. Ástæða er til
þess að ætla, að þessi hlið IEA
gæti verið Islendingum sérstak-
lega áhugaverð, bæði vegna þess
að unnið er að rannsóknum á
ýmsum verkefnum, sem íslending-
um eru hugleikin, og jafnframt er
hugsanlegt, að stofnunin mundi
fjármagna kostnaðarsamar rann-
sóknir hér á landi, sem ella kynnu
að þurfa að bíða betri tíma.
Það var mat olíuviðskiptanefnd-
ar, að aðild að IEA fylgdu ótví-
ræðir kostir og að vandkvæði sem
að aðild gætu fylgt væru lítil og
yfirstíganleg. í niðurstöðum
nefndarinnar segir eftirfarandi:
„Ljóst er að íslendingar geta
haft verulegan stuðning af neyð-
ardreifikerfi stofnunarinnar,
verði skortur á olíu hér á landi af
einhverjum ástæðum. Eru engin
haldbær rök sjáanleg, sem mæla
gegn því, að íslendingar gerist
þátttakendur í því tryggingakerfi,
sem hér er í raun á ferðinni, enda
hafa flestar þjóðir reynt að
tryggja sem best olíuaðföng sín
við breytilegar aðstæður, og er
það íslendingum ekki síður nauð-
syn en öðrum. Jafnframt er ljóst,
að aðild að IEA kann að skipta
verulegu máli ef leitað verður
hófanna um olíuviðskipti við þau
aðildarlönd stofnunarinnar eins
og Bretland, sem veita öðrum
IEA-ríkjum forgang um olíukaup.
Einnig mun aðild að stofnunnni
veita íslendingum aðgang að
dýrmætum upplýsingum um olíu-
mál og orkumál almennt, sem ella
kynnu að verða torfengnari. Loks
má nefna að þátttaka í hinni
almennu samvinnu í orkumálum
getur aðeins orðið landsmönnum
að gagni og má þar einkanlega
nefna þær rannsóknir, sem unnið
er að á vegum stofnunarinnar.
Ættu íslendingar á þeim vettv-
angi að geta orðið veitendur jafnt
sem þiggjendur, en fullkomlega
ástæðulaust virðist að hafa að
engu þetta samstarf og hagnýta
ekki þá möguleika sem í því kunna
að felast."
Jafnframt segir að ekki verði
með nokkru móti séð, að aðild að
IEA geti skaðað núverandi við-
skiptahagsmuni íslendinga, enda
séu mörg ríki, sem kaupa olíuvör-
ur frá Sovétríkjunum, aðilar að
IEA og hafi ekkert komið fram
um að aðild þeirra sé í óþökk
Soyétmanna.
Ég hef nú rakið í mjög grófum
dráttum helstu hliðar samstarfs-
ins innan Alþjóðaorkustofnunar-
innar og þau atriði sem helst
skipta máli varðandi aðild íslands
að stofnuninni. Eins og fram
hefur komið mælir margt með
aðild íslendinga að þessari stofn-
un, og vænti ég þess að lagt verði
fram frumvarp um heimild til
aðildar að þessari stofnun þegar á
næsta þingi. Má þá búast við
frekari umræðum um þetta mál í
heild sinni.
Ég gladdist innilega þegar ég
las um þetta framboð Vigdísar í
dagblöðum Reykjavíkur og skal
hér tekið fram að persónulega
þekki ég ekki Vigdísi, en þar sem
ég hef unnið í tónlistardeild Ríkis-
útvarpsins í 45 ár eða frá áramót-
um 1929—30 fer ekki hjá því að
allir starfsmenn þeirrar stofnunar
kynntust að meira eða minna leyti
flestum, sem þangað áttu erindi,
af sjálfsdáðum eða valdir til
þjónustu í dagskrárliði.
Meðal þeirra gesta var Vigdís
Finnbogadóttir og vegna sérlega
aðlaðandi framkomu hennar var
hún ævinlega kærkominn gestur í
þeirri stofnun. Flutningur hennar
um margskonar efni féll vel að
eyrum hlustenda. Það er mér vel
kunnugt.
Þegar ég svo les grein í Morgun-
blaðinu laugard. 12. apríl 1980
eftir Ph. dr. Þorstein Sæmundsson
stjarnfræðing, sem hann nefnir
„Frá Keflavík til Bessastaða
(sjónleikur í sjö þáttum)" varð ég
hreinlega undrandi! Frá barns-
aldri var okkur kennt að þekking
væri lykill að vizkunni og sannar-
lega má það til sanns vegar færa, í
flestum tilfellum.
Dr. Þorsteinn hefur notfært sér
þennan lykil til könnunar á gangi
stjarna og tungla himingeimsins
og má með sanni kalla það háfleyg
svið. Þar sem hann reiknar og býr
til prentunar almanök fyrir Raun-
vísindastofnun Háskólans, mun
engin efast um hæfni hans á þeim
sviðum.
Er því naumast almúganum
láandi þótt hann undrist slíka
„speki“, sem stjarnfræðingurinn
ber fram fyrir almenning í einu
víðlesnasta blaði landsins. Það er
hans eigið mál og einskis annars,
á hvern hátt hann túlkar hugsanir
sínar og svo má segja um hvern
einn í lýðfrjálsu landi, en sá hinn
sami ber ábyrgð á orðum sínum og
gjörðum, hvort sem er í ræðu eða
riti — og hann einn.
Við skulum því glugga í annan
þátt greinarinnar, sem höfundur
nefnir „Ævintýri á gönguför".
Ósjálfrátt reikaði hugur minn til
æskuáranna, þegar ég í fyrsta
Synodus
í M.R.
PRESTASTEFNAN 1980 verð-
ur haldin í Menntaskólanum í
Reykjavik 24.-26. júní. Munu
þá vera rétt 100 ár síðan
Prestasteína var þar haldin
síðast. en frá M.R. fluttist hún í
Alþingishúsið og var haldin
þar um allangt skeið. segir i
fréttabréfi Biskupsstofu.
Aðalmál Prestastefnunnar að
þessu sinni er nýskipan helgisiða
kirkjunnar og mun handbókar-
nefnd leggja þar fram tillögur að
nýrri Handbók fyrir íslenzku
kirkjuna. Nefndina skipa: Dr. Ein-
ar Sigurbjörnsson, prófessor,
formaður, Sr. örn Friðriksson,
Skútustöðum, Sr. Arngrímur
Jónsson, Reykjavík, Sr. Gunnar
Björnsson, Bolungavík, Sr. Sigurð-
ur Sigurðarson, Selfossi, Sr. Ólaf-
ur Skúlason, Reykjavík, Sr. Eirík-
ur J. Eiríksson, Þingvöllum, Sr.
Kristján Valur Ingólfsson, p.t.
Þýzkalandi, Jón Stefánsson, org-
anleikari, Reykjavík, Gústaf Jó-
hannesson, organleikari, Reykja-
vík og Haukur Guðlaugsson, söng-
málastjóri, Akranesi.
sinn sá leikrit með sama nafni
eftir Jens Chr. Hostrup og sem
varð afar vinsælt hér heima gegn-
um áraraðir.
En hvar er ævintýrið á gönguför
dr. Þorsteins? Þegar ég las grein
hans áfram, varð mér æ ljósari
tilgangurinn með þessari greinar-
gerð hans, og fyrir hugskotssjón-
um mínum varð fyrir mér svið,
þar sem hinn hámenntaði og
glæsilegi maður var skríðandi í
mýrarfenjum og óræktarmóum
tínandi upp hrossatað og lamba-
spörð, jafnvel frá árum áður, þar
sem hann sjálfur vitnar í grein í
Þjóðviljanum 9. maí 1961 — til
þess að kasta að Vigdísi þeim
ófögnuði. Sér er nú hver af-
þreyingin!
Nokkrir heiðursmenn hafa svar-
að dr. Þorsteini til varnar Vigdísi,
þar sem þá ög allan fjöldann
undrar framkomu hans. Það er vel
að enn skuli finnast einlægir og
heiðarlegir menn, sem ekki þola
aðför með skítkast að heiðarlegu
fólki fyrir það eitt að bjóða sig
fram til forsetakjörs. Þeim
mönnum eru hér þakkir færðar.
Enn kemur stjarnfræðingurinn
með langhund í Morgunblaðinu 6.
maí, sem hann nefnir „Riddarinn
og hefðarmærin". Má sjá við
lestur þeirrar greinar að höfund-
urinn heldur sig enn við ævintýrið
Sigrún Gisladóttir.
og sparðatínsluna og vitnar þar
enn í Þjóðviljann 28. júní 1974.
Ólíkt hafast mennirnir að. —
Hér skal vitnað í bók, sem sir
James Jeans prófessor í stjörnu-
fræði m.m. við Royal Institution
skrifar 1930, sem hann nefnir:
„The Mysterious Universe", og
vitnar í Plato þar sem hann segir:
„Fortíð og framtíð nefnast sér-
stakir þættir tímans, sem við
ómeðvitandi en ranglega færum
yfir á svið eilífðarinnar. Við segj-
um: Sem var, sem er, og sem
verður, en sannleikurinn er að
halda sig við raunveruleikann, á
líðandi stund, sem er.
Það mundi æra óstöðugan að
vitna í blaðagreinar, sem ritaðar
hafa verið í sambandi við forseta-
kjör, sem nú nálgast og er það í
alla staði eðlilegt að fólk deili um
frambjóðendur til æðsta embættis
þjóðarinnar. Læt ég það hlutlaust.
Með greinum yðar dr. Þorsteinn
Sæmundsson vilduð þér niður-
lægja Vigdísi Finnbogadóttur,
sem einn frambjóðanda til emb-
ættisins sakir þess að hún er
kvenkyns. Það má glöggt lesa milli
línanna í greinum yðar, þar sem
virðist skortur á einlægni, eða
gunguskapur, af ótta við að gefa á
yður höggstað, sem ætlaður var
henni.
Vigdís hefur opinberlega gefið
skýrslu um menntaferil sinn, störf
og reynslu. Það, sem gefur skýrslu
hennar ótvírætt sannleiksgildi, er
sú einurð og djörfung, sem hún
býr yfir, því þeir hæfileikar þróast
með einstaklingnum gegnum
skóia reynslunnar og gerir þá
frjálsa.
í Morgunblaðinu 28.1.1979 er
birt viðtal, sem danskur frétta-
maður átti við Evu Curie um
móður hennar Madame Curie
1978. Þar segir m.a.: „Móðir mín
varð fyrst kvenna prófessor við
Sorbonneháskóla (1906). Það er
ekki hægt að leggja neinn réttlæt-
ismælikvarða á hana. Auðvitað
fannst henni konur ættu að eiga
sömu tækifæri, sem karlmenn, en
í huga hennar var það ekkert mál.
Þarna var um að ræða ágæti hvers
og eins.
Sigrún Gísladóttir
Sóívallagötu 33
líliim einni vav
... þessi aðferð notuð við þvotta. En timar
liðu og tímar breyttust. PHILCO kom til
sögunnar og þreyta og erfiði þvottakonunnar
heyrðu fortíðinni til.
PHILCO þvottavél er í dag ekki forréttindi,
heldur nauðsyn hverju nútímaheimili, því
PHILCO skilar á stuttum tíma heilu dags-
verki, eins og það var unnið.
PHILCO þjónustu getur þú treyst.
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655