Morgunblaðið - 04.06.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980
15
Sprenging
í Mílanó
Mílanó. 3. júní — AP.
SENDIFERÐABlLL sprakk í
loft upp fyrir framan aðalstöðvar
lögreglunnar í Mílanó í nótt. 10
kílóum af TNT-sprengiefni hafði
verið komið fyrir í bilnum.
Sprengingin var mjög öflug. Fjöl-
margir bílar i nágrenninu gjör-
eyðilögðust, rúður i gluggum
brotnuðu og hundruð ibúa i
nágrenni flýðu á götur út. Ein af
hurðum bilsins fannst upp á 7.
hæð fjölbýlishúss i nágrenninu.
Það þykir mikil mildi að enginn
slasaðist. „Það var aðeins vegna
þess, að enginn var nálægur þegar
sprengingin átti sér stað,“ sagði
lögreglumaður.
Sprengingin í Mílanó kemur
aðeins nokkrum dögum eftir að
hermdarverkamenn myrtu þekkt-
an blaðamann í borginni, Walter
Tobagi. Hann hafði getið sér gott
orði í baráttunni gegn hermdar-
verkamönnum á Italíu. Morð hans
var hið 21. sem Rauðu herdeildirn-
ar hafa framið í ár.
Bandaríkin vilja
Sihanouk aftur til
valda i Kambódiu
WashinKton. 3. júní. AP.
SAWESILA Sitthi. utanrikisráð-
herra Thailands, er nú í Wash-
ington til viðræðna við Edmund
Muskie, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna. Bandarískir
embættismenn sögðu i dag, að
ríkin myndu styðja þá lausn
Kambódiudeilunnar, að Sihan-
ouk prins kæmi aftur til valda.
Bandarískir embættismenn
sögðu í einakviðtölum við blaða-
menn, að hvorki stjórn Heng
Samrins, lepps Víetnama, né Pol
Pots, fyrrverandi einræðisherra,
væri Bandaríkjunum og ríkjum
S-Asíubandalagsins þóknanleg.
Muskie lýsti því yfir í dag, að
hann myndi fara til fundar við
utanríkisráðherra bandalagsríkj-
anna undir lok júnímánaðar.
Hann sagði, að aukin samstaða
væri meðal bandalagsþjóðanna
um, að varanleg lausn Kambód-
íumálsins yrði að finnast.
ísraelskt herlið
bældi niður mót-
mæli á vesturbakka
Tcl Aviv 3. júni. AP.
ÍSRAELSKT herlið neyddi i dag
arabíska verzlunareigendur á
vesturhakka Jórdanár til að
hætta mótmælaverkfalli.
Hópur þjóðernissinnaðra Gyð-
inga lýsti ánægju sinni með
sprengjutilræði á mánudag þegar
tveir borgarstjórar á vesturbakk-
anum og ísraelskur lögregluþjónn
særðust.
Palestínskir kaupmenn lýstu yf-
ir þriggja daga verkfalli eftir
Veður
víða um heim
Amsterdam 10 skýjað
Aþena 12 skýjað
Barcelona 21 heiðskírt
Berlín 8 rigning
BrUssel 9 skýjað
Chicago 15 rigning
Feneyjar 21 heiðskírt
Frankfurt 8 skýjað
Færeyjar 10 rigning
Genf 8 skýjað
Helsinki 15 heíðskírt
Jerúsaiem 15 heiðskírt
Jóhannesarborg 4 skýjað
Kaupmannahöfn 12 rigning
Las Palmaa 25 heiöskírt
Lissabon 17 heiðskírt
London 15 bjart
Loa Angeies 14 heiðskfrt
Madríd 9 heiöskírt
Malaga 25 skýjað
Mallorca 23 heiðskírt
Miami 26 heiðskírt
Moskva 16 rigning
New York 20 skýjað
Ósló 11 skýjað
París 15 skýjað
Reykjavík 7 skýjað
Rio de Janeiro 19 skýjað
Rómaborg 11 heiðskírt
Stokkhólmur 11 heiðskírt
Tel Aviv 20 heiöskírt
Tókýó 20 skýjað
Vancouver 9 rigning
Vfnarborg 9 rigning
sprengingar í fjórum bæjum á
vesturbakkanum sl. mánudag.
ísraelskir hermenn bældu fljótt
niður öll mótmæli með því að
brjótast inn í verslanir og neyða
kaupmennina til að opna aftur.
I Hebron, 20 mílur suður af
Jerúsalem, tóku um 35 ísraelskir
hermenn þátt í minningarguðs-
þjónustu þar sem 30 dagar voru
liðnir frá því að 6 ísraelar voru
skotnir úr launsátri í Hebron.
Öfgafullir Gyðingar hótuðu
hefndum eftir morðin.
ERLENT
FORSETINN Á HAITI, Jean-Claude Duvalier, gekk nýlega að eiga Michele Bennett, fráskilda dóttur
auðugs iðnrekanda í Port-au-Prince eftir hálfs mánaðar þjóðhátið sem áætlað er að hafi kostað rúmlega
fimm milljarða ísl. króna.
Paul McCartney:
Neitaði
BBC um
að senda
út viðtal
London, 3. júni. AP.
BÍTILLINN fyrrverandi, Paul
McCartney, neitaði breska sjón-
varpinu BBC um að senda út
viðtal sem sjónvarpið hafði átt
við hann. Átti útsendingin að
fara fram í kvöld. Með þessu
vildi McCartney sýna samstöðu
með breskum tónlistarmönnum
sem síðan á sunnudag hafa
neitað að spila fyrir BBC og
þannig mótmælt fyrirhuguðum
uppsögnum tónlistarmanna,
sem starfa fyrir stofnunina. 11
hljómsveitir starfa fyrir BBC en
ráðgert er að fækka þeim um 5.
Er það liður í áætlun fyrirtækis-
ins um að spara sem svarar 13,8
milljörðum ísl. króna á tveimur
árum. Fari svo að uppsagnir
þessar komi til framkvæmda
missa 170 tónlistarmenn at-
vinnu sina.
SAS dregur
samanseglin
Stokkhólmi 3. júni AP.
SKANDINAVÍSKA flugfé-
lagið SAS tilkynnti í dag. að
fækkað yrði í starfsliði fyrir-
tækisins um 10% á næstu
tveimur árum. Auk þess að
fækka starfsliði þá mun flug-
félagið hætta að fljúga á
nokkrum flugleiðum og selja
eitthvað af flugflota sínum,
en ekki var skýrt frá hve
miklu það næmi. Nú starfa
um 17 þúsund manns hjá
SAS.
„Við vonumst til að fækka
starfsliði með því að ráða ekki
í stað þeirra, sem fara á
eftirlaun," sagði Asbjörn Eng-
en, einn af forstjórum félags-
ins í Stokkhólmi. „En við
útilokum ekki þann mögu-
leika, að segja verði upp
starfsfólki ef sparnaðarráð-
stafanir bera ekki árangur."
Hagnaður SAS hefur
minnkað verulega með aukn-
um kostnaði, einkum í olíu-
verði en einnig hafa vinnudeil-
ur í Svíþjóð og Noregi komið
illa við félagið. Þá hefur far-
þegum á mikilvægum leiðum
fækkað á sama tíma og olíu-
verð hækkaði um 130% á
síðasta ári.
Fundinn sekur
um stuðning
við skæruliða
Jóhannesarhorg. 3. júni. AP.
OXFORDMENNTAÐUR
vísindamaður, dr. Renfrew
Christie, var í dag sekur fund-
inn um að styðja skæruliða-
samtök við að steypa stjórn
S-Afríku. Christie er ásakaður
Nýju-Suðureyjar:
Bretar og Frakkar lýsa and-
stöðu við byltingarmenn
London, 3. júnl — AP.
STJÓRNIR Bretlands og
Frakklands tilkynntu i dag að
þær hygðust koma frá völdum
byltingarmönnunum. sem náðu
á sitt vald Kyrrahafseyjunni
Espiritu Santo í Nýju-Suður-
eyjaklasanum fyrir viku siðan.
Ekkert var látið i ljósi um
hvaða aðgerðum yrði beitt en
sagt að stjórnirnar ákvæðu það
sameiginlega. Hernaðarleg
ihlutun hefur ekki verið útilok-
uð ef samningar nást ekki og
hafa hernaðarráðgjafar þegar
verið sendir til eyjanna.
Byltingarsinnar hafa með
stuðningi bandarískrar hægri-
sinnaðrar stofnunar komið á fót
bráðabirgðastjórn á eynni og
hefur leiðtogi byltingarinnar,
Jimmy Stevens, verið skipaður
forsætisráðherra. Nýja stjórnin
tilkynnti, að á fimmtudaginn
yrðu farnar fjöldagöngur víða
um eyjarnar til stuðnings bylt-
ingunni.
Hin löglega stjórn eyjanna
sem er studd af % kjósenda,
hefur þrýst á Breta og Frakka
um að koma aftur á lögum og
reglu á eynni og hótað að ella
muni hún sjálf senda liðsafla úr
hópi pólitískra stuðningsmanna
sinna, til að ráða niðurlögum
byltingarmanna. Hún tiltók þó
ekki nánar hvernig að því yrði
staðið.
I dag stóð enn yfir brott-
flutningur á fólki frá eynni. Yfir
1200 manns hafa þegar verið
fluttir brott, þar af um 100
Evrópubúar, aðallega Bretar og
Frakkar, en einnig Ástralir og
Nýsjálendingar. Um 400 eyja-
skeggjar bíða enn brottflutn-
ings.
um að hafa komið upplýsingum
til skæruliða um olíuhreinsun-
arstöðvar í landinu. Dómur í
máli Christie fellur á föstudag.
Hann var tekinn fastur í októ-
ber skömmu eftir að hann lauk
doktorsvörn sinni í Englandi.
Hann hefur lýst því yfir að
hann sé saklaus. Hann á yfir
höfði sér dauðadóm.
Dr. Christie var ekki dæmdur
fyrir þátttöku í skemmdarverk-
unum í olíuhreinsunarstöðvun-
um. Hins vegar kom fram í
réttarhöldum yfir honum, að
hann hafi þekkt í Lundúnum
þekkta andófskonu, sem er í
tengslum við Afríska þjóðarráð-
ið, er lýsti yfir ábyrgð á hendur
sér vegna skemmdarverkanna.
Dagblað skýrði frá því að
Christie hafi fengið greiðslur
fyrir upplýsingar og kom fram
að fé hafi verið lagt inn á
bankareikning hans.
Til átaka kom í dag skammt
frá Stilfonteinnámunni þegar
blökkumenn reyndu að bera eld
að byggingum. Þá neituðu um
4500 námuverkamenn í Klerk-
dorp að fara til vinnu.