Morgunblaðið - 04.06.1980, Side 29

Morgunblaðið - 04.06.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 29 tilgang og gildi, leggja margt og mikið til samfélagsins og eiga hamingjustundir í einkalífi. Svip- að á við um fólk sem haldið er geðrænum einkennum. Það kann að stríða við þunglyndi, ótta, ofskynjanir og erfiðleika í rök- skynjun og röktúlkun, en það má samt hjálpa því til að virkja þá reynslu til ábata fyrir það sjálft og aðra. Þetta kalvínska útskúfun- arviðhorf kemur eiginlega úr hörðustu átt frá læknum sem eiga að lina þjáningar og milda mannamein. Það er einkennilega erfitt að fá geðlækna til að viðurkenna í verki að það sem þeir nefna ólæknandi sjúkdómsheitum, sé líka mannlegt andsvar við lífsreynslu. Þeir hafa tilhneigingu til að magna fræði- heitin upp eins og púka sem síðan taka völdin af særingameisturun- um og lifa sjálfstæðri tilveru. Hverju skiptir það einstakling í sálarháska hvernig fræðimenn skilgreina lífsafl hans sem virðist síbreytilegt af þrótti og jafnvægi? Þetta lífsmegin er meira að segja svo óstöðugt og hvikandi að það er ómögulegt að fanga það og fjötra. En því ekki að reyna að trúa ofurlítið á það úr því það þrumar af sér galdraæði, gasklefaofsóknir og kjarnorkubruna? Hvað sem læknisdómar geðfræðinnar segja — með allri virðingu fyrir þeim — er það reynsla sem kannski er ein mikilvægasta vissa mannkynsins um sjálft sig, að stundum a.m.k. geta þrengingar og þjáningar, andlegar jafnt sem aðrar, gert þá er þola þær nýtari og þroskaðri manneskjur. Arfsagnir um menn og konur sem lentu í ótrúlegustu mannraunum og leystu fióknustu gátur benda til að hægt sé að sigrast á ógnum og skelfingum sálardjúpanna og eignast kóngsríki að launum. Þó geðveilu verði ekki kippt út eins og skemmdum botnlanga má fyrr rota sjúklinga en dauðrota með svartsýni um horfur þeirra. Á einu hjálparmeðali hafa þó geð- læknar nokkra trú. Það eru lyf. Þeir játa þó að þau lækni ekki heldur slái aðeins á einkenni. Það skyldi þó ekki vera að lyfjatrú geðlækna standi í réttu hlutfalli við trúleysi þeirra á önnur úrræði og skort á kjarki til að ráðast gegn erfiðleikunum þar sem þeir eru. Sé svo, kemst Kleppur þó þrátt fyrir allt ekki með tærnar þar sem geðdeild Borgarspítalans hefur hælana. En á venjulegt fólk verkar lyfjaofstæki almennt sem friðhelg blekking til að svo sýnist að eitthvað sé gert fyrir sjúkling- inn og þá auðvitað á hálæknis- fræðilegu plani. En það er jafn- framt réttlæting geðlækna á til- vist sinni sem þekkingar — og þjónustuafl er hafi samfélagslegt gildi. Þeir sem fást við geðheilbrigð- ismál kvarta hástöfum yfir skiln- ingsleysi og fordómum almenn- ings. Síst ætla ég að draga í efa að þröngsýni ríki gagnvart flestu því er brýtur hinar almennu reglur. En fjölmiðlar standa öllum opnir og fólk myndi áreiðanlega taka Kleppslæknum með skilningi ef þeir töluðu til þess í útvarpi og sjónvarpi. Svo eru margar prentsmiðjur í landinu sem hægt væri að nota til að dreifa upplýs- ingum og áróðri. Það er kannski rétt eftir allt saman hjá Lárusi Helgasyni að fordómar og blinda í garð geðrænna vandkvæða verði því svartari er nær dregur landa- mærum Kleppsríkis og geta menn reynt að finna á því skýringar. En kannski er þessum mönnum ekki eins leitt og þeir láta. Má vera að þeir séu sælir í einangrun sinni og kæri sig ekkert um að brúa bilið milli sérfræðinga og almennings. En slík afstaða, ef henni er til að dreifa, lýsir nokkuð vafasamri ábyrgð gagnvart sam- félaginu. í stað þess að bölsótast út í skilningsleysi alls þorra manna ættu geðlæknar að gera sér far um að þekkja líf og kjör hins venjulega manns. Þeir þykj- ast að vísu ekki hafa efni á að sinna honum með því að prakti- sera úti í bæ og hafa þau ótíðindi vakið eindregna samúð annarra láglaunamanna. Ur þessu ófremd- arástandi mætti bæta með stofn- un launasjóðs geðlækna er veitti þurfalingum vel útilátna umbun. Skömmu fyrir jól sat ég al- mennan fund á Kleppsspítala þar sem Tómas Helgason æjatolla geðlæknasafnaðarins leyfði fá- vísum að koma til sín eina kvöid- stund og spyrja sig út úr. Þetta var einhver óskiljanlegasta sam- koma sem ég hef sótt um dagana. Tómas sat við mikið borð á upphækkuðum palli fyrir enda salarins, en í kring raðaði sér flokkur varðliða úr hópi skipu- leggjenda. Þarna voru aðallega samankomnir aðstandendur þeirra er eiga við geðræn vand- kvæði að stríða. En nokkrir sjúkl- ingar létu einnig til sín heyra og spurðu hinn lærða mann um ýmislegt er þeir töldu máli skipta. En æjatollann lét sér oftast nægja að veita þeim aðeins blessun og skemmri skírn. Einn var t.d. skírður maníódepressívur, annar skísofren. Þetta trúboð gekk svo langt að sumir gleymdu alveg mannanöfnum sínum og kynntu sig sem skísofren eða maníodepr- essívur. Svo var kannski spurt: Á ég erfitt með að umgangast fólk af því að ég er maníódepressívur, eða: af því að ég er skísofren? Og svörin gátu orðið á þá lund að viðkomandi væri mannafæla af því að hann væri skísofren en ekki maníódepressívur eða af því að hann væri maníódepressívur en ekki skísofren. Og þrátt fyrir auðmjúkt bros og alþýðlegt við- mót var greinilegt að æjatollann var ekki vanur að hirða sauði sína. I samkomulok var hann a.m.k. kominn með úrið milli handa sér og lék sér að því ráðleysislega eins og maður sem er að missa von um betri daga. Þegar svo hópurinn leystist upp var enn meira bil milli hinna leiku og hinna lærðu en áður. Þessi fundur og greinin í Helgarpósti fá mig til að stinga upp á tillögu til hugmynda um hvernig t.d. væri unnt að skapa nánara samstarf og skilning milli sérfróðra lækna og sjúklinga. Yf- irlæknar, Tómas og Lárus, skulu verja hvor um sig hálfum mánuði á ári, samtals einum mánuði einungis til að ganga á hinar ýmsu deildir spitalans frá kl. 9—5 með venjulegum hvíldum og taka vist- menn tali um heima og geima. Þeir myndu áreiðanlega dálítið kynnast skapgerð og sérkennum hvers og eins og verða einhvers vísari um úr hvaða jarðvegi þeir væru sprottnir; stétt, menntun, efnahag, heimilisaðstæður, áhuga- mál. lífsskoðanir og prívat vanda- mál og erfiðleikar. Kannski myndi þetta — eða eitthvað álíka — valda ofurlítilli töf á vinnu við öll þeirra línurit, tölfræði, hlutfalls- rannsóknir, skýrslugerðir og vísindaskrif og má vera að ein ráðstefna um geðheilbrigðismál á Hawaii færi fyrir bí. En það myndi ef til vill eyða ýmiss konar tortryggni og fælni er ríkir milli sjúklinga og lækna. Það er kominn tími til að ráðamenn Klepps átti sig á því að Kleppur á að þjóna þörfum fólks- ins en ekki mannfælni og sérvisku þeirra er flýja náungann eins og fætur toga inn í fjarlægan sérfræðiheim. Kjartan Jóhannsson: í lánsfjáráætlun birtist stefna ríkisstjórnar í fjárfestingarmál- um. Sú lánsfjáráætlun sem sitj- andi ríkisstjórn hefur lagt fram, gefur tilefni til að fara fáeinum orðum um fjárfestingarstefnu al- mennt og áform ríkisstjórnarinn- ar hins vegar. birtist í lánsfjáráætlun og bera hana saman við þær grundvallar- staðreyndir, sem raktar voru hér að framan. Af slíkum samanburði er augljóst að áform ríkisstjórnar- innar samrýmast ekki þessum meginmarkmiðum til eflingar íslensks atvinnu- og efnahagslífs. Sama gildir ef litið er á ákvarðan- ir, sem ríkisstjórnin hefur þegar tekið nú um vissa þætti þessara mála. 1) Samkvæmt lánsfjáráætlun sinni gerir ríkisstjórnin ráð fyrir 14.8 milljarða fjárfest- ingu í landbúnaði. Slík fjárfest- ing í framleiðsluaukningu mun engum þjóðhagslegum arði skila, heldur einungis verða til að auka enn á vandann í greininni og rýra lífskjör þjóð,- arinnar. Skynsamleg fjárfestingarstjórn og áform ríkisstjórnarinnar Skynsamleg og raunhæf stefnu- mörkun í fjárfestingarmálum skiptir meginmáli fyrir afkomu þjóðarinnar á líðandi stund, en þó enn frekar að því er framtíðarhag varðar. Stefnuleysi og vanstjórn í fjárfestingarmálum hafa vafa- laust rýrt kjör þjóðarinnar á líðandi áratug. Hættan er hins vegar sú, að í ölduróti verðbólg- unnar missi menn sjónar á mikil- vægi fjárfestingarstjórnar. Slæleg fjárfestingarstjórn mun engu að síður eiga veigamikinn þátt í verðbólguþróuninni. Því miður sést það af áformum ríkisstjórn- arinnar að enn verður áfram haldið á gamalgróinni braut. Meginþættir láns- fjáráætlunar Aðaleinkenni lánsfjáráætlunar ríkisstjórnarinnar eru þessu: 1) Veruleg aukning heildarfjár- festingar. 2) Mikil aukning erlendrar skuldasöfnunar. 3) Sérstök aukning fjárfestingar hjá hinu opinbera. 4) Samdráttur í fjármunamyndun og uppbyggingu atvinnuvega. Heildarfjáríesting og ráðstöfunarfé heimilanna Samkvæmt áætlunum ríkis- stjórnarinnar á heildarfjárfesting í landinu að aukast úr 25.3% af vergri þjóðarframleiðslu á sl. ári í 26.6%. Þessa aukningu má vega á móti ráðstöfunartekjum heimil- anna. Ef fjárfestingu hefði verið haldið sem óbreyttum hluta af þjóðartekjum milli ára, hefði verið unnt að auka ráðstöfunarfé heim- ilanna um 16 milljarða miðað við þann viðskiptajöfnuð, sem rikis- stjórnin miðar við í áætlunum sínum. Aukning fjárfestingarinn- ar mun reyndar hafa verðbólgu- hvetjandi áhrif, þrátt fyrir allt hjal ríkisstjórnarinnar um niður- talningu verðbólgu. Með þessum hætti vinnur ríkisstjórnin þannig gegn því í reynd, sem hún boðar í orði — eins og reyndar á við á fleiri sviðum. Ríkisstjórnin sejfir: „Aðhald hjá þér, en ekki hjá mér“ Ef takast á að ná jafnvægi í efnahagsmálum verður að setja heildarumsvifum fastákveðin tak- mörk. Fjárlög og lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar samrýmast ekki skynsamlegu aðhaldi í þess- um efnum. Aðhaldshjal ríkis- stjórnarinnar beinist því greini- lega að öllum öðrum en henni sjálfri. Hún ætlar sér sífellt meira í eigin hlut en krefst aðhalds af öðrum. Þess getur hún ekki vænst, meðan hún stundar óhefta að- drætti til sín í sköttum, í verðlagi á opinberri þjónustu og í lánsfjár- áætlun. Umsvif þau sem birtast í lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar einkennast af þrennu: 1) Svo miklum heildarumsvifum að þau munu auka á verðbólgu- þrýsting á sama tíma og ríkis- stjórnin boðar hið gagnstæða í orði. 2) Sérdrægni sjálfri sér til handa, sem ómerkir tal ríkisstjórnar- innar um almennt aðhald til að draga úr verðbólgu. 3) Tilflutning á fé í fjárfestingu sem annars gæti nýst til að bæta kjör heimilanna miðað við þann halla á viðskiptum við útlönd, sem ríkisstjórnin sættir sig við. t>að verður að velja og hafna Innan ramma heildarumsvifa fjárfestingar er það meginverk- efni ríkisstjórnar að marka stefn- una að því er varðar fjárfestingu í hinum ýmsu þáttum þjóðarbú- skaparins. í þeim efnum á það við að velja og hafna, þvi að öllum óskum og löngunum verður ekki fullnægt. I þessu vali birtist þá hvers konar uppbyggingu leggja eigi sérstaka áherslu á. Rangt val fjárfestingar rýrir lífskjörin. Nærtæk dæmi eru um slíkar ríkisstjórnarákvarðanir um fjár- festingu, sem reynst hafa baggi á þjóðinni, og dugir að nefna Kröfluævintýrið í því sambandi, þótt rekja mætti fleiri dæmi. Meginþættir skynsamleKr- ar íjárfestingarstjórnar Alþýðuflokkurinn hefur lagt megináherslu á að fjárfestingaval væri vel undirbúið og líklegt til að skila góðum arði, sem runnið gætj til þess að bæta kjör launafólks. í samræmi við þetta höfum við Alþýðuflokksmenn bent á fáeinar grundvallarstaðreyndir, sem marka verði fjárfestingarstefn- una. Þær eru þessar: 1. Framleiðsla landbúnaðaraf- urða umfram innanlandsþarfir er þjóðhagslega óhagkvæm, rýrir því lífskjörin og stefnir í reynd kjörum bænda í óvissu. 2. Fiskiskipastóllinn er of stór miðað við afrakstur fiskistofna. Stækkun hans mun rýra af- komu sjómanna, útgerðar og þjóðarinnar allrar. 3. Fiskvinnslan er vanvædd tæknilega. I tæknilegum fram- förum í henni felst einhver arðvænlegasti vaxtarbroddur islensks efnahagslífs Ojj þar með lífskjarabóta fyrir Islend- inga. Þar á ofan ríður mikið á því, til að tryggja markaði okkar, að Islendingar séu í fararbroddi annarra þjóða í verkun fisks, tæknilega, gæða- lega og kostnaðarlega. 4. íslenskur iðnaður er van- þróaður. Uppbygging hans og skipuleg framleiðniaukning mun skila ríkulegum ávexti. Þessi verða að vera meginatriði fjárfestingarstefnu, ef ná á raun- hæfum árangri í endurreisn efna- hagslífsins og skapa þannig grundvöll að lífskjarabótum. Stefna ríkisstjórnarinnar Athyglisvert er að skoða stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún 2) Nýlegar ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar fela í bér að enn verði fiskiskipastóllinn aukinn með fiskiskipainnflutningi, sem hafði þó áður verið stöðv- aður. Um þetta atriði er láns- fjáráætlunin reyndar óraun- hæf, því að hún sýnir ekki þessa stefnubreytingu ríkis- stjórnarinnar. Engu að síður er ljóst að stefna ríkisstjórnar- innar í þessu efni er til óheilla. Aukning fiskiskipastólsins samkv. stefnuákvörðunum ríkisstjórnarinnar mun bitna á afkomu sjómanna, útgerðar og þjóðarinnar allrar, því að sífellt minna kemur í hvern hlut, þegar skipastóllinn vex, en tilkostnaður veiðanna eykst á hinn bóginn. 3) Á sl. ári tókst að auka fjárfest- ingu i fiskvinnslunni um 20%-. Þessi fjárfesting var ekki síst í tæknilegum endurbótum. Tókst þannig að marka nýja braut i þessum efnum og vafalaust er það meginmál til að styrkja stöðu þjóðarbúsins að áfram verði haldið á þessari fram- farabraut. Skv. áformum ríkis- stjórnarinnar er þó öld snúin, því að hún ætlar fjárfestingu í fiskiðnaði að standa í stað, þrátt fyrir öll fyrirheitin um framleiðniaukningu í fiskiðn- aði. Sannast hér enn að sitt- hvað eru orð og efndir hjá núverandi ríkisstjórn. 4) Ekki er sjáanlegt neitt átak til framleiðniaukningar í íslensk- um iðnaði skv. áformum ríkis- stjórnarinnar. Almennum iðn- aði er ekki ætlað að auka fjárfestingu sína nema um 3%. Þannig verður ekki séð að ætlunin sé að efla iðnaðinn neitt sérstaklega. Þessi samanburður sýnir glögg- lega að í engum þeirra atriða, sem skipta höfuðmáli í fjárfestingar- stjórn til þess að treysta efna- hagslífið, fylgir ríkisstjórnin fram skynsamlegri stefnu. Raunasaga Það er í sannleika raunasaga að horfa upp á það, að í heilan áratug skuli fjárfestingarstjórn hafa far- ið svo úr böndunum hér á landi sem raun ber vitni. Hitt er ekki síður athyglisvert að virða fyrir sér orð og efndir. Hverjir kannast ekki við hástemmdar yfirlýsingar núverandi ríkisstjórnaraðila um framleiðniaukningu, um eflingu íslensks iðnaðar og um markvissa fjárfestingarstjórn, eða um það hversu varasamt sé að auka er- lendar skuldir. En hvað sýna svo áætlanir ríkisstjórnarinnar? Þær sýna það fyrst og fremst að fyrir sakir undanlátssemi er skulda- söfnun erlendis aukin, heildarum- svif aukin, og þá sérstaklega opinber fjárfesting. Af sömu rót- um er það runnið að haldið er áfram óarðbærri fjárfestingu en vaxtabroddarnir í fiskiðnaði látn- ir verða útundan. Ef svona fjárfestingarstjórn er markviss, þá er markið á vitlaus- um stað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.