Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 32
Síminn
á afgreiðslunni er
83033
Síminn á ritstjórn
og skrifstofu:
10100
JWerjgunblflbib
MIÐVIKUDAGUR 4. JtJNÍ 1980
Skólunum er nú lokið ok nemendur komnir i sumarstorf. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þessa ungu stúlku, Hörpu
Jónsdóttur, á leið sinni í gær, en hún starfar hjá Vinnuskóla Kópavogs við að snyrta og skreyta umhverfið. Ljósm.: KHstján
„Afturhald af verstu gerð“
- segir Lúðvík Jósepsson um synjun Fisk-
veiðasjóðs á umsókn Aðalsteins Jónsson-
ar, sem hyggst skipta á togurum
Pavarotti
í eijikaþotu
til Islands
AÐ SÖGN Njarðar P. Njarðvík,
formanns listahátíðarnefndar, er
nú frá því gengið að einkaþota
verður fengin til þess að fijúga
með söngvarann fræga Pavarotti
til íslands til þess að syngja á
listahátíð
Það er hins vegar ekki ákveðið
hvort flogið verður með söngvar-
ann frá London eða New York.
Ástæða þess, að fá verður einka-
þotu til að flytja Pavarotti, er sú
að flug Flugleiða til landsins þann
dag sem hann ætlaði að koma
hingað var felld niður.
48% verð-
hækkun á
innfluttum
kartöflum
ÞESSA dagana er að koma í
verslanir ný sending af itölskum
kartöflum, sem Grænmetisversl-
un landbúnaðarins hefur flutt
inn. Þessar ítölsku kartöflur
verða um 48% dýrari en þær
innfluttu kartöflur, sem verið
hafa i verslunum að undanförnu.
Ekki var í gær endanlega búið
að ákveða verð á þessum nýinn-
fluttu kartöflum en að sögn Jó-
hanns Jónassonar, forstjóra
Grænmetisverslunarinnar, má
gera ráð fyrir að heildsöluverð á
hverju kílói í 5 kílóa pokum með
gluggum hækki úr 220 krónum í
329 krónur. í smásölu hækkar 5
kílóa poki með glugga úr 1.305
krónum í 1.940 krónur eða um
48,6%. í 2*A kílóa pokum með
gluggum hækkar hvert kíló í
heildsölu úr 228 krónum í 337
krónur en smásöluverð á 2'Æ kílóa
pokum hækkar úr 673 krónum í
995 krónur eða um 47,8%.
BÆÐI Sjávarafurðadeild Sam-
bandsins og Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna hafa tilkynnt hús-
um sinum að búið sé að framleiða
flök upp i þá samninga, sem
gerðir voru við Sovétmenn á
síðasta vetri.
Flugumferðar-
stjórar fresta
yfirvinnubanni
FÉLAG íslenzkra flugumferðar-
stjóra hefur ákveðið að fresta
yfirvinnubanni félagsmanna
sinna um tíu daga og komst
flugumferð þvi i eðlilegt horf á
nýjan leik i gærkvöldi.
Ákveðið hefur verið að skipa
fjögurra manna nefnd, tveggja frá
samgöngu- og fjármálaráðuneytinu
og tveggja frá Félagi íslenzkra
flugumferðarstjóra, til þess að
ræða um deilumál flugumferðar-
stjóranna og ríkisvaldsins.
„ÉG TEL það algjört
hneyksli og afturhald af
verstu gerð að heimila Aðal-
steini Jónssyni ekki þessa
endurnýjun,“ segir Lúðvík
Jósepsson m.a. vegna af-
greiðslu stjórnar Fiskveiða-
sjóðs á beiðni Aðalsteins
Jónssonar á Eskifirði, að
Hins vegar er ekki enn búið að
framleiða upp í samninga um
heilfrystan fisk. í framhaldi af
fyrrnefndri tilkynningu liggur
beint við að húsin hætti fram-
leiðslu á flökum 'fyrir Rúss-
landsmarkað og kemur það sér-
staklega illa fyrir húsin, einkum
hvað varðar karfaflökin, sagði
Ólafur Jónsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild-
ar Sambandsins.
Á Rússlandsmarkað fara eink-
um grálúða, karfi, steinbítur,
langa, keila og ufsi. Undanfarið
hefur verið mikið framboð af
grálúðu og hver togarinn af öðrum
landað stórum förmum af henni
víðs vegar um land. Ólafur Jóns-
son sagði, að þó að pökkun á
grálúðu á Rússland stöðvaðist
væri markaður fyrir hana í
V-Evrópu og Bandaríkjunum.
Hins vegar væru meiri vandamál
með karfaflökin þegar stöðva
þyrfti framleiðslu á þessari fisk-
tegund á okkar aðalmarkað.
selja skuttogarann Hólma-
tind úr landi og fá nýrra
skip í staðinn.
„Hér er um það að ræða, að
útgerðarmenn fái að losa sig
við skip, sem fullnægja ekki
lengur þeim kröfum, sem
gerðar eru og eru orðin
óhagkvæm í rekstri," sagði
Lúðvík ennfremur.
Kristján Ragnarsson, for-
maður LÍÚ, sagði að fulltrúi
útgerðarmanna í stjórninni
hefði greitt atkvæði með því
að heimila Aðalsteini þessi
skipti því útgerðarmenn
teldu eðlilegt að menn fengju
tækifæri til þess að endur-
nýja skip sín.
Svavar Gestsson var við-
skiptaráðherra á síðasta ári
þegar samþykkt var heimild
til skipaskipta vegna Barða á
Neskaupstað. Hann vildi ekki
tjá sig um þessa afgreiðslu
SAMEIGINLEG neínd sem
ákveður heildarafla leggur til að
sumarloðnuveiði við Jan Mayen
hefjist 6. ágúst. Samkvæmt
nýgerðum samningi Norðmanna
og íslendinga ákveða löndin i
sameiningu heildarloðnukvóta á
svæðinu. Samkvæmt samningn-
um fá Norðmenn 15% aflans.
Fiskveiðasjóðs nú, þar sem
hann vissi ekki um forsendur
hennar. Hann sagði hins veg-
ar að sín afstaða væri
óbreytt þegar um væri að
ræða eins gamalt skip og
raun var í Barðamálinu.
Sjá nánar: „Afturhald af
verstu gerð“ bls. 13.
Meirihluti nefndarinnar telur
að heildaraflamagnið skuli vera
um 900,000 lestir eða álíka mikið
og meðalaflinn hefur verið síðustu
ár. Nefndin vill að norskir hring-
nótabátar fari tvær veiðiferðir til
svæðisins. Ef minni heildarafli
verður ákveðinn eftir viðræður við
íslendinga verður málið tekið til
endurskoðunar.
Alafoss skemmdur eft-
ir árekstur í Hollandi
ÁLAFOSS, skip Eimskipafé-
lagsins, lenti í allhörðum
árekstri i Dorbrecht i Hollandi
i siðustu viku við tyrkneskt
flutningaskip. Að sögn Harðar
Sigurgest.ssonar, forstjóra fé-
lagsins, varð töluvert tjón á brú
skipsins, klefi 1. stýrimanns
skemmdist töluvert og björgun-
arbátur skipsins eyðilagðist.
Álafoss fór til Rotterdam, þar
sem skemmdirnar voru kannað-
ar og tjónið metið, þar sem um
tryggingatjón er að ræða. Við-
gerð hófst í morgun og búist er
við að henni ljúki 12. júní n.k.
Álafoss hafði losað mjölfarm
frá íslandi í Dorbrecht og var á
leið út úr höfninni þegar árekst-
urinn varð.
Hörður Sigurgestsson sagði
aðspurður að fjárhagslega væri
ekki um mikið tjón að ræða, hins
vegar væri bagalegt að missa
skipið úr siglingum svo langan
tíma.
Stöðvun á vinnslu
karfa fyrir Rúss-
land skapar vanda
Loðnuveiði hef jist
þann sjötta ágúst
Frá Jan Erik Lauré, frétta-
ritara Mbl. í Ósló í gær.