Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 1
144. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 Prontsmiðja Morgunhlaðsins. Bessastaðir LJósm ói. k.m KJORSTAÐIR vegna forsetakjörs verða opnaðir í dag ýmist kl. 9 eða 10 og verða opnir til kl. 23 í kvöld. í flestum stærri, kaupstöðum verða þeir opnaðir kl. 9, en í síðasta lagi kl. 10. í hreppum má í síðasta lagi byrja að kjósa kl. 12. Reykjavík í Reykjavík verður kosið á 15 stöðum og hefst kjörfund- ur kl. 9 og lýkur kl. 23. Kosið verður í Álftamýrarskóla, Árbæjarskóla, Austurbæj- arskóla, Breiðagerðisskóla, Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Langholtsskóla, Laugar- nesskóla, Melaskóla, Mið- bæjarskóla, Sjómannaskóla, Ölduselsskóla, Elliheimilinu Grund, Hrafnistu (D.A.S.) og í Sjálfsbjargarhúsinu Há- túni 12. Seltjarnarnes Kjörfundur hefst kl. 9 og stendur til kl. 23 í nýja Mýrarhúsaskólanum. Kópavogur Kjörfundur stendur frá kl. 9 til kl. 23 og verður kosið í Kársnesskóla og Víghóla- skóla. Garðabær Kosið verður í Flataskóla og hefst kjörfundur uppúr kl. 9 og stendur til kl. 23. Hafnarfjörður Kosið verður í Lækjarskóla og Víðistaðaskóla frá kl. 9 til kl. 23. Suðurnes í kaupstöðum á Suðurnesj- um hefst kosning á mismun- andi tímum eftir stöðum, en þó alls staðar frá kl. 9—10 eins og lög gera ráð fyrir. Kjörfundi lýkur alls staðar kl. 23. í Keflavík og Grinda- vík er kosið í barnaskólan- um, í Njarðvík er kosið í félagsheimilinu Stapa, (litla sal). Akureyri Kjörfundur hefst kl. 9 og stendur til kl. 23 og verður kosið í 8 kjördeildum í Oddeyrarskóla. Á öllum kjörstöðum eru nákvæmár upplýsingar um kjörsvæða- og kjördeilda- skiptingu, og minna má á að heimilisfang 1. desember 1979 ræður kjörstað. Brak og 15 lík úr DC-9 fundin Róm, 28. júni AP. LEITARMENN fundu í dag brak úr DC-9 flujfvél ítalska fluKfélagsins Alitalia og lík nokkurra farþega á floti i hafi um hundrað og fimmtiu kílómetra suðvestur af Napóli. Þegar síðast fréttist höfðu fimmtán lík komið í leitirnar ásamt broti úr stéli vélarinnar. Um þrjátíu og þrír kílómetrar skildu á milli líkanna og braksins og gátu talsmenn flugfélagsins þess til að vélin hefði sprungið í tætlur og hlutar flaksins dreifst yfir stórt svæði. Bentu þeir á að hugsanlegt væri að hryðju- verkamenn hefðu komið sprengju fyrir í vélinni, en þó hefði enginn lýst sig ábyrgan til þessa. Leitarmenn á gúmmbátum og í þyrlum komu einnig auga á björgunarvesti og leifar öryggis- útbúnaðar á úfnum sjó þar sem sézt hafði olíubrák áður. „Annað hvort hefur vélin sprungið á lofti eða stungist á bólakaf í hafið“ sagði starfsmað- ur á Palermo flugvelli. Farþegavélin hvarf með átta- tíu og einn mann innan borðs á leið frá Boogna til Palermo á Sikiley aðfaranótt laugardags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.